Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 21
föstudagur 29. ágúst 2008 21DV Umræða Skipuleggur námskeið „Er það ekki handboltinn? Ég fylgd- ist vel með þessu í sjónvarpinu og ég finn ægilega mikið til mín sem Íslendingur. Í efnahagslífinu er það sennilega að verð- bólgan er hærri en menn ætluðu og lít- ið sem menn eru að gera. Því er spáð að verðbólgan eigi eftir að fara hratt niður á næsta ári, og það er ekki síður hættulegt en verðbólga. Það sem veldur áhyggjum er að þessi möguleiki sé ekki tekinn með inn í reikninginn. Menn sjá fyrir sér að hún fari mjög hratt niður og staldri við í 2 prósentum í lok árs 2009. Hvers vegna er það svo víst að hún stoppi þar, það þýðir að ef menn missa stjórn á þessari gríðarlegu hröðun á lækkuninni,verði verðhrun. Þetta áhyggjuleysi í fjármálum vekur athygli mína. Annars hef ég verið að undirbúa nám- skeiðið Úr mínus í plús, þann 15. sept- ember í Borgarleikhúsinu. Þar verður fólki kennt að takast á við kreppuna og byggja upp eignir, greiða niður lánin sín hratt og örugglega.“ Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráðgjafi Myndataka með Madeleine Albright „Vikan hefur verið undirlögð af lands- fundi Demókrataflokksins í Denver. Það var sérstakt að koma inn á fundinn á mánudag og hlýða á ræðu Hillary Clinton á þriðju- dag. Bill Clinton fór svo á sviðið í gær. Ég náði líka að hitta Madeleine Albright, heilsa henni og fá mynd af mér með heni. Hún var eitt af „Idol-unum“ mínum. Svo er ég á leið- inni niður í bæ núna, að stilla mér upp í röð til að sjá Barrack Obama flytja sína ræðu. Þetta hefur að sumu leyti verið yfir- þyrmandi, en þó það séu 30-40 þúsund manns að flækjast hérna, þá er líka smá- bæjarstemming. Ég hef ekki farið áður á landsfund, ég sótti um að vera sjálfboðaliði árið 2000, þegar ég bjó í Los Angeles. Það er fjöldi fólks sem býður fram krafta sína og maður fær ekki að vera sjálfboðaliði í meira í einn dag því það er svo mikið framboð. Svo fer ég í brúðkaup um helgina, þannig að þetta er allsherjar fagnaðarfundarvika hjá mér. Ég hef verið mjög mikið á hlaupum.“ Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræð- ingur við Háskóla Íslands Handbolti, steikur og stripp „Það er náttúrulega handboltaleikur- inn, það er ekkert sem getur toppað hann. Ég er heldur betur stoltur af þeim. Enda veit það hálf þjóðin að ég hef alltaf verið duglegur að styðja handboltann. Ég missti ekki af leik í sjónvarpinu. Mínir menn eru Sigfús og Óli Stefáns og að sjá viðbrögð- in hjá fólkinu í landinu, hvernig allir stóðu við bakið á strákunum og fylgdust með, þetta var frábært. Síðan var ég náttúrulega að opna þennan gríðarlega fína veitinga- stað Steak And Play þar sem boðið verður upp á golf- hermi, steikhús, Playstation og hvaðeina. Við héldum mikið opnunarpartí á dögunum og erum svona að vinna í því að koma staðnum í toppstand. Ég reikna með því að allt verði fullklárað á fimmtudaginn í næstu viku. Það hefur verið nóg að gera í þessu, við höfum unnið myrkranna á milli. Þetta verður ótrúlega flott. Síðan var ég bú- inn að frétta af því að borgarráð hafi í gær gefið veitingastöðum í Reykjavík heimild til að bjóða upp á nektardans. Ég fagna þeirri ákvörðun.“ Ásgeir Þór Davíðsson, veitingamaður Silfurverðlaun og ný áskorun „Það er varla hægt að ræða nokkuð annað en silfrið hjá handknattleiksliðinu á Ólympíuleikunum í Peking. Það er það sem ber hæst næstu mánuðina ef ekki bara næstu árin að mínu mati. Ég er mjög stolt af þeim og stolt af því að vera Íslending- ur eins og Ólafur Stefánsson. Allt liðið vann þetta saman og ómögulegt að nefna einhvern sem stóð sérstaklega upp úr að mínu mati. Frábær vörn var lykillinn að árangrinum myndi ég segja. Hjá mér per- sónulega voru það ákveðin tímamót að ég skipti um félag í handboltanum á dögun- um. Ég gekk í raðir Stjörnunnar í Garða- bæ frá Gróttu og það er voða gott að skipta um umhverfi. Ég er búin að mæta á fyrstu æfingarnar og það er búið að vera frábært. Mjög vel tekið á móti manni, ég hlakka bara til að byrja að keppa og þetta á eftir að verða mjög skemmtileg deild í vetur. Mörg lið eru sterk í ár. Það verður gaman að horfa á deildina og fá að taka þátt í henni í vetur. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handknattleikskona HVAÐ BAR HÆST í Vikunni? Sléttari og þéttari húð Formar fótleggina Minkar þrota og bjúg Tekur burt þreytu Eykur úthreinsun sogæðakerfisins Snyrtisetrið Heilsuverndarstöðin (norður endi) l Barónsstíg 47 l 101 Reykjavík l Sími 533- 3100 CELLULITE meðferð Árangur sést strax Betri líðan Persónuleg ráðgjöf Kveðja til þeirra sem eru í baráttunni við Cellulite (appelsínuhúð) l l l l l H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.