Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 58
föstudagur 29. ágúst 200859 Tíska DV Vertu þokka- full með Whisper Make Up Store kynnir með stolti glæsilega förðunarlínu fyrir vet- urinn þessa dagana. Línan sem heitir Whisper er dökk, þokkafull og umvafin dulúð. Svarti liturinn er áberandi í línunni sem og fleiri dökkir tónar. Mattir augnskuggar spila stórt hlutverk sem og áber- andi varalitir. Á glæsilegri sýningu sem fram fór í Stokkhólmi í sumar þar sem haust og vetrarlínurn- ar voru kynntar talaði hönnuður Whisper-línunnar um að Goth- áhrifa gæti í línunni. fallegt haust hjá andersen og lauth Gunni og Kolla sem gjarnan eru kennd við verslunina GK eru hönnuðir merkisins Andersen og Lauth en verslun þeirra undir sama nafni er við Laugaveg 94. Á heimasíðunni www.ander- senlauth.com má sjá glæsilega haust og vetrarlínu þeirra hjóna en einnig hafa þau birt forsmekk- inn af því sem koma skal vor og sumar 2009. Svart, grátt og hvítt eru litir sem eru áberandi fyrir veturinn hjá Andersen og Lauth en einnig má sjá rautt, fjólu- blátt og fleiri fallega liti. Mikið er um fallega trefla, húfur og fleiri skemmtilega aukahluti og eftir að hafa skoðað síðuna gaumgæfi- lega langar mann einfaldlega að fara að versla fyrir veturinn. Ólympíu- gull og gullskÓr Breska sundkonan Rebecca Adlington sem hlaut tvenn gull- verðlaun á Ólympíuleikunum í Peking aðeins nítján ára að aldri var verðlaunuð ennfrekar við komu sína í heimabæ sinn, Mansfield. Eftir að hafa flogið heim til Bretlands í gylltri júmbó- þotu ásamt restinni af ólympíu- förunum, hélt Adlington heim á leið þar sem þúsundir manna tóku á móti henni. Eftir að hafa þakkað bæjarbúum hlýjar mót- tökur steig bæjarstjórinn á svið og afhenti Adlington par af gyllt- um Jimmy Choo skóm að verð- mæti sjötíu þúsund krónur. Hressandi bolur Hljómsveitin steed Lord hannaði einstaklega hressandi boli fyrir nýaf- staðið tónleikaferðalag sitt til Bandaríkjanna. Bolirnir eru nú til sölu í versluninni No Land á Laugarvegi og eru svo sannarlega flottir í skólann í haust. Hljómsveitin hefur alltaf getið sér gott orð fyrir líflegan og litaglaðan klæða- burð og er þessi bolur svo sannarlega í anda steed Lord. Handahlaupsgallinn Helga Ósk Hlynsdóttir jógakennari stundar nám í skó- og fylgihlutahönnun í Róm, en er stödd á Íslandi í sumarfríi. Helga er litríkur karakter sem safnar sixpensurum og skóm en hlýjasta flíkin hennar er gamall snjógalli af afa. Útigallinn Sparidress Vestistjull: „Ég hannaði það sjálf og keypti allt í það en lét sauma það fyrir mig því ég kann ekki að sauma.“ bolur: H&M buxur: trílógía sixpensari: Keyptur í „second hand“- búð í Berlín Hálsmen: Keypt á ódýrum markaði í róm og sett saman af Helgu „Ég safna sixpensurum, en þetta er uppáhalds sixpensarinn minn. Hann er samt orðinn alveg ótrúlega gamall og sjúskaður. Hann var greinilega búinn til fyrir löngu síðan í þýskri verslun og götuheitið á versluninni er meira að segja skrifað inn í hann ásamt fullt af öðrum gömlum upplýsingum um sixpensarann.“ Skólafötin buxur: Henrik Vibskov, keyptar í Mílanó skÓr: Victoria tennisskór, keyptir á spáni bolur: H&M „Þetta kalla ég handahlaupsgallann en það er þannig dress að maður er virkilega töff en samt þannig klæddur að maður gæti alveg farið auðveldlega í handahlaup.“ kjÓll: trílógía belti: spútnik skÓr: Pisebo í róm „Þetta eru sko uppáhalds- skórnir mínir og keyptir í uppáhalds „vintage“-búðinni minni í róm sem vill svo skemmtilega til að er í götunni minni, rétt hjá húsinu mínu. Þegar ég er í sparifötunum klæði ég mig bara alveg eftir tilefni og veðri. stundum fer ég bara í handahlaupsgallanum á djammið en stundum klæði ég mig ótrúlega sparilega.“ snjÓgalli: samskipa- snjógalli HVít kanínuHúfa: gjöf frá afa stígVél: Noa Noa „Ég klæði mig sko algjörlega eftir veðri. Ég elska þennan snjógalla sem ég fékk í arf frá afa mínum sáluga. stundum fer ég til dæmis bara í snjógallann ef ég er á leiðinni á djammið og það er kalt úti og er svo í djammgallanum innan undir. Þá er sko partý fyrir mig að bíða í röðinni í kuldanum og svo svipti ég bara af mér hulunni þegar inn er komið.“ tíska Umsjón: Krista Hall Netfang: krista@dv.is dV-mynd Heiða í snjógalla á djamminu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.