Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 44
föstudagur 29. ágúst 200844 Helgarblað DV
umsjón: Berglind Bjarnadóttir berglindb@dv.is
Léttur
bakstur
Þegar líður á haustið ferðast fólk
gjarna minna og fjöldi sest á skóla-
bekk aftur. gott er að eiga góðar
uppskriftir að léttum bakstri
annað hvort til að eiga eða til að
henda í um leið og fólk kemur í
heimsókn.
Kleinur
n ½ kg hveiti
n 2 tsk. lyftiduft
n ½ tsk. hjartarsalt
n 100 gr smjörlíki
n 100 gr sykur
n Kardemommudropar
n sítrónudropar
n ¼ l mjólk
Hveiti, lyfidufti, kardemommum
og hjartarsalti er blandað saman
og sykrinum blandað út í.
smjörlíkið er mulið saman við og
vætt með mjólkinni og sítrónu-
dropunum. deigið hnoðað, flatt út
og skorið í tígla og gat skorið í
miðjuna. annar endinn er dregin í
gegnum gatið. Kleinurnar eru svo
steiktar upp úr sjóðandi heitri feiti.
lummur
n ½ kg hveiti
n 2 tsk. lyftiduft
n ½ tsk. hjartarsalt
n 100 gr sykur
n 100 gr rúsínur
n ¾ til 1 l mjólk
Hveitinu, lyftiduftinu, hjartarsalt-
inu og sykrinum er blandað
saman og vætt í með mjólkinni og
hrært vel. síðan eru rúsínurnar
látnar ofan í. lummurnar eru
steiktar á báðum hliðum þar til
þær verða móbrúnar.
Vöfflur
n 2 egg
n 100 gr sykur
n 5-600 gr hveiti
n 1 tsk. lyftiduft
n 1 tsk. natron
n 1 tsk. vanilludropar
n ½ l mjólk
100 ml olía (eða brætt smjör)
eggin og sykurinn eru hrærð
saman. Hveiti bætt út í og gott er
að hella smá af mjólkinni með svo
deigið verði ekki eins kekkjótt.
lyftiduftinu, natroninu, vanillu-
dropunum og olíunni bætt út í og
svo restinni af mjólkinni. allt hrært
vel saman og bakað.
& ínMatu
Kúrbíts-
súkkulaðikaka
Í ellefta tölublaði Gestgjafans var girnileg sunnu-
dagskaka. Uppskriftin að henni er í boði Gestgjaf-
ans þessa helgina. Flestir þekkja gulrótarkökuna
vinsælu sem fæst á næstum hverju kaffihúsi á
Íslandi. Kúrbítur er ekki síðri í bakstur og hér
kemur uppskrift að súkkulaði-kúrbítsköku. Þessi
kaka er blaut í sér eins og grænmetiskökur eru
gjarnan, og með ríku súkkulaðibragði án þess að
vera of sæt. Það er mikilvægt að rífa kúrbítinn nið-
ur með fína hlutanum á rifjárninu, þetta á líka við
um gulrótarköku því þannig verður kakan safarík-
ari. Hýðið má gjarnan vera á, það er gott að fá
örlítið af trefjum á móti öllu súkkulaðinu.
Leirársveitarlax með lauk
„Þar sem við hjónin erum bæði með alvarlega
veiðidellu er oft nýveiddur fiskur á borðum. Til þess
að heimilisfólk fái ekki leið á laxi og bleikju verð
ég stöðugt að galdra fram nýstárlegar en einfaldar
uppskriftir. Við erum nýkomin úr veiði í Laxá í Leir-
ársveit. Þar veiddum við bæði væna urriða og laxa.
Ég ákvað að elda allan aflann og efna til uppskeru-
hátíðar síðastliðinn sunnudag þar sem mörgum var
boðið í smakk,“ segir Eiríksína Ásgrímsdóttir mat-
gæðingur vikunnar. „Ég bauð uppá nokkrar upp-
skriftir og markmiðið var að láta gesti ákveða hvaða
uppskrift ætti erindi í DV. Ég passaði uppá að bjóða
þremur kynslóðum af Búðarhúsaættinni, en sú ætt
er frekar matvönd en þykir auðvitað góður matur
góður. Svo þessi uppskrift ætti að hugnast nokk-
uð mörgum og matreiðslan tekur stuttan tíma. Eft-
ir mikla umræðu og kosningu varð niðurstaðan af
þremur nýskálduðum uppskriftum þessi.“
n tvö laxaflök af 4-5 punda laxi eða eitt stórt (fyrir 6-7
manns)
n sítrónusafi, pipar, eða sítrónupipar, salt og það krydd sem
þykir gott með fiski
n 6 msk. mjúkur smjörvi
n 1 dós rjómaostur delfí eða íslenskur
n 1 – 2 hvítlauksgeirar
n dágóður slatti af smátt söxuðum graslauk (tvær lúkur)
n 1 rauðlaukur smátt saxaður
laxaflökin eru lögð heil í ofnfast fat eða á álpappír í
ofnskúffu. einnig má skipta flakinu í stykki en auðvitað flott-
ara að hafa flökin heil. sítrónusafa og kryddi er úðað yfir og
látið standa í 15 mínútur á meðan yfirlagið er hrært saman.
Hrærið saman mjúkum smjörva og rjómaosti og síðan
lauknum saman við. smyrjið á laxinn. Bakið í ofni við 180
gráður í 15-20 mínútur. Borið fram með nýjum kartöflum,
salati og brauði.
„Ég skora á tengdason minn Gísla Má Gíslason sem er afar áhugasamur
listakokkur og óhræddur við að fara ótroðnar slóðir í eldhúsinu.“
M
atg
æð
ing
ur
inn
uppsKrift: sigríður
Björk Bragadóttir
mynd: Kristinn
magnússon
Egg soðin
áður en eggin eru soðin eru þau þvegin
úr köldu vatni. Þegar vatnið sýður eru
eggin sett í pottinn. Þegar eggið á að
vera linsoðið er það soðið í þrjár til
fimm mínútur, en harðsoðin egg skal
sjóða í átta til tíu mínútur. Þegar eggin
eru tilbúin eru þau aftur sett í kalt vatn í
smá stund.
Í boði gEstgjafans
Í 12 sneiðar
n 1 1/5 dl olía
n 180 g púðursykur
n 3 stór egg, eða 4 minni
n 220 g hveiti
n 40-50 g kakó
n 1 tsk. matarsódi
n 1/2 tsk. lyftiduft
n 100 g 70% súkkulaði, saxað
n 1/2 tsk. salt
n 2 tsk.vanilludropar
n 350 g kúrbítur, skolaður og fínt rifinn
Hitið ofninn í 180°C. Hrærið vel saman
olíu og sykur. Bætið eggjum út í, einu í
einu, og hrærið þar til blandan er orðin
að ljósum og loftmiklum massa. sigtið
saman hveiti, kakó, matarsóda og
lyftiduft og bætið söxuðu súkkulaði út í.
Hellið hveitiblöndunni saman við
eggjamassann ásamt salti, vanilludrop-
um og kúrbít. Hrærið saman en passið að
ofhræra ekki. Hellið deiginu í 24
sentimetra smjörpappírsklætt smellu-
form. Bakið í 40-50 mínútur og látið
kökuna síðan kólna aðeins.
OfanáBráð:
n 1/2 dl rjómi
n 100 g 70% súkkulaði, saxað
Hitið rjóma að suðu og hellið yfir
súkkulaði. látið standa 2 mínútur. Hrærið
saman og hellið yfir kökuna.
sKraut:
n 1-2 dl ferskur ananas, skorinn í litla
munnbita
n 4-5 msk. sykur
Blandið saman ananasbitum og sykri og
bakið í ofni í 20 mínútur eða þar til
ananasbitarnir eru orðnir ristaðir. stráið
þeim ofan á kökuna.