Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 23
föstudagur 29. ágúst 2008 23Umræða Nú eru strákarnir komnir heim og við höfum tekið á móti þeim og hyllt þá svona rétt til að sýna stolt okk- ar og þakklæti - fátt hefur sennilega glatt okkur meira síðustu áratugina en frammistaða þeirra; frammistaða sem varð okkar allra hvar sem við vorum stödd enda börðu kallar, kell- ingar, börn, unglingar og allir þeir sem haldið gátu takti allar hugsan- legar gleðibumbur. Og núna erum við farin að segja hvert við annað að það sé unaðslegt að horfa á handbolta, að það sé eins- og viðburðarrík skáldsaga, spenn- andi tafl, dýrleg bíómynd, úthugsuð stjórnkænska, kraftmikil heilaleik- fimi, kúlið allra kúlanna. Núna er handboltinn orðinn sómi okkar, skjöldur og sverð og satt að segja veitti okkur ekki af slíkri þrenningu mitt í öllu borarstjórnarveseninu, ríkisstjórnarsvefninum að ógleymd- um afleiðingunum sem eru gjald- þrotatilnefningar bankanna á fjölda heimila. Já, við þurftum að sjá með eigin augum að samvinna skilar árangri þegar takmarkið er að vinna saman og njóta saman í liðsheild þar sem hver maður skiptir máli. Hafandi séð þetta og hafandi fagnað því eins- og við gerðum hljótum við að vænta þess að aðdáun stjórnvalda sitji ekki við styrktarmilljónir, skrúðgöngu og orður heldur muni þau íhuga al- varlega að sækja sér kraft í þá speki sem hvetur lið til mikilla verka vegna þess að slíkt lið víkur frá voli, væli og verkleysi með aðferðum sem duga. Það er illa dautt kvikindi sem dreg- ur ekki annan og stærri lærdóm af framgöngu handboltaliðsins en sig- urvímuna sætu og silfrið heitt. Á meðan á Ólympíuleikunum stóð heyrðist oft kvakað hversu stolt svo fámenn þjóð gæti verið af því að eiga slíka menn, hversu undar- legt það væri og jafnvel ævintýra- legt. En sannleikurinn er sá að það er hvorki undarlegt né ævintýralegt að ná markmiðum sínum ef stefnt er að þeim með ákveðnum huga, krafti, kærleika og heiðarlegri vinnu. Þannig er það. Og þegar ríkisstjórnin hefur tamið sér þessi markmið verð- ur ekki síður spennandi að ganga niður Skólavörðustíginn og hylla hana fyrir að stýra þrjúhundruðþús- und manna samfélagi með sóma en ekki þögn, hroka og aðgerðarleysi. Ég held að handboltalandsliðið hafi sýnt að það er hægt að sigrast á öllu hvar í heiminum sem er ef réttu vopnin eru notuð og rétti hugurinn brýndur. Drífum okkur, notum sóknar- færið, lærum af reynslunni, sýnum að við erum stórust og bestust og elskulegust og réttsýnust og klárust og manneskjur til að stjórna eyju í Norðurhafi í alþjóðlegu samhengi og með mannsæmandi brag. Að lokum legg ég til að samið verði sem fyrst við ljósmæður. Hvað drífur þig áfram? „Bara að vera betri í dag en í gær.“ Hver er þinn helsti hæfileiki? „Þegar ég ætla mér eitthvað þá geri ég það, ef ég vil eitthvað nógu mikið þá gerist það.“ Hver eru áhugamál þín? „Í dag eru þau í skugga af að hjálpa dóttur minni að batna þannig að þau sitja á hakanum eins og er. áhugamálið mitt í dag er að lesa eins mikið og ég get um sjaldgæfa sjúkdóma.“ Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi? „Já, það er fjallið Kirkjufell í grundarfirði á snæfellsnesi, það er fallegasta fjall á Íslandi.“ Hvernig tekstu á við það að eiga langveikt barn? „Ég tek bara einn klukkutíma í einu og passa mig að missa ekki jákvæðnina og vonina því það er það eina sem heldur í manni lífinu. að vera til staðar fyrir eldri dóttur mína sem er sem betur fer heil heilsu.“ Heldurðu að Tryggingastofnun muni greiða lækniskostnaðinn? „Já, ég er níutíu prósent viss um það. Ég hafði það á tilfinningunni allan tímann, bara spurning hvenær og sérstaklega þegar maður fær svona marga í lið með sér.“ Hvernig líður systur Ellu Dísar? „Yasmin Hildi líður vel. Hún er heima á Íslandi og hún fer í leikskólann. Ég er að reyna að hafa lífið hennar eins eðlilegt og hægt er.“ Hvernig líður Ellu Dís? „Það gengur vel og hún styrkist með hverjum degi og við biðjum bara til guðs að henni hraki ekki. Það er verið að gera margar rannsóknir á henni og það er verið að reyna að finna út hvað það er sem veldur þessari hrörnun.“ Hvað er fram undan? „Það er að vona að Ella dís verði nógu sterk til að fara heim.“ Speki, kænska, kraftur – kúlið Áfram Ísland! Helstu forystumenn þjóðarinnar létu sig ekki vanta á fagnaðarhátíð til heiðurs handbolta-„strákunum okkar“ og tóku saman lagið. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, Þorgerður Katrín gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Ólafur ragnar grímsson, forseti Íslands, létu í sér heyra og sungu hástöfum: gerum okkar besta! MynD SigTryggur Ari JóHAnnSSon Finnur þú Fyrir verðbólgunni? „Nei, ég finn ekki mikið fyrir henni, kannski aðallega hvað bensínið hefur hækkað.“ KriSTinn TóMASSon 88 ára EllilÍfEYrisÞEgi „Nei, ég sé aðallega verðbólguna í fjölmiðlum.“ ÞorSTEinn BEnEDiKTSSon 42 starfa HJá össuri „Já, ég finn fyrir henni á lánunum og í matvörunni. Eiginlega í flestu.“ DAgný guðJónSDóTTir 29 ára viðsKiptafræðiNgur „Já. allt í Þýskalandi er tvisvar sinnum hærra en það var. leigan, maturinn og lánin.“ ÁgúST MÁr KriSTinSSon 23 ára Námsmaður Í ÞýsKalaNdi Dómstóll götunnar rAgnA ErlEnDSDóTTir á í mikilli baráttu fyrir langveika dóttur sína Ellu dís. Enn er á reiki hvort tryggingastofnun borgi tíu milljóna króna lækniskostnað. Tek einn klukku- Tíma í einu „Já, ég finn fyrir dýrtíðinni. maður finnur fyrir því í öllu.“ HJÁlMTýr BAlDvinSSon 55 ára sKrifstofumaður kjallari mynDin maður Dagsins vigDÍS grÍMSDóTTir rithöfundur skrifar „Ég held að hand- boltalandsliðið hafi sýnt að það er hægt að sigrast á öllu hvar í heiminum sem er ef réttu vopnin eru notuð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.