Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 70
föstudagur 29. ágúst 200870 Fólkið Vöðvabúntið, einkaþjálfarinn og tónlistarsnillingur Egill Einars- son, betur þekktur sem Gillzenegger hefur snúið til starfa á ný í Sport- húsinu eftir nokkurra mánaða starf hjá líkamsræktarstöðinni H10. Gillz sem er án efa einn vinsælasti þjálfari landsins rekur einnig fjarthjalfun. is þar sem hann aðstoðar fólk við að komast í form fyrir lítið. Á milli þess sem Gillz þjálfar viðskiptavini Sport- hússins af sinni einstöku hörku mun kappinn fjölhæfi koma fram með hljómsveit sinni Mercedes Club víðs vegar um landið. Gillz snýr aftur „Mótið hefur legið niðri. Við spil- uðum síðast á HM í Þýskalandi síð- ast. Þá vorum við með PSP-tölv- ur og síðan þá hef ég alltaf gleymt minni. Robbi tekur alltaf eitthvað kast á mig út af því en ég vann síð- asta mót þannig ég þarf ekkert að spila við hann aftur,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsmað- ur í handbolta og ein af hetjum Ól- ympíuleikanna. Snorri og Róbert Gunnarsson hafa spilað FIFA-tölvuleikinn á milli leikja og æfinga á stórmótum síðustu ár. Þeir félagar hafa ver- ið herbergisfélagar síðan í Svíþjóð 2002 og hafa spilað fjölmarga leiki. Allt annað en á HM og EM „Þetta var aðeins öðruvísi núna en á stórmótum. Þarna var Ólymp- íuþorpið og hægt að gera eitthvað aðeins meira en að hanga bara á hótelherbergjum. Robbi reyndar sagði við mig að ég væri bara Skúli fúli því ég var bara uppi á herbergi. Ég hafði bara svo gaman að Fóst- bræðrum. Held ég hafi horft á all- ar seríurnar og hafði virkilega gam- an af.“ Snorri segir ólympíuþorpið sé í raun lítill heimur. Í matartjald- inu var mikið af fólki, íþrótta- fólki sem gaman hafi verið að spjalla við. „Stemminginn er náttúrlega allt öðruvísi, þetta er ekki bara hand- bolti. Allt annað en á HM og EM.“ Sterkari en Ginobili Snorri og Róbert hafa verið saman í herbergi síðan á EM í Svíþjóð 2002. Þeir voru saman í Fjölbrautaskólan- um við Ármúla og hafa þekkst lengi. „Ég myndi ekki gefa kost á mér í landsliðið ef ég ætti að vera með öðrum í herbergi,“ segir Snorri og hlær. Heimsfrægir íþróttamenn voru í ólympíuþorpinu. Lio Messi, Ronaldinho, Michael Phelps auk allra NBA stjarnanna. Snorri tekur ekki svo djúpt í árina að hafa hitt þessa menn en hafi þó séð þá. „Ég var nú ekkert að missa mig yfir að þessir NBA kallar hefðu kom- ið í heimsókn. Ég fylg- ist ekkert það mik- ið með körfunni en það var vissulega spennandi að þeir væru þarna.“ Á einni lyftinga- ræfingunni var Mano Ginobili, leikmaður San Antonio Spurs og argentínska lands- liðsins. „Ég er allavega sterkari en hann. Það er á hreinu.“ Mengunin ekki fyrir Snorra Snorri segist feginn því að vera kominn heim til Ís- lands og anda að sér íslensku lofti. Mengun- inn í Peking hafi ekki alveg verið hans tebolli. „Það er frábært að anda að sér íslensku lofti. Fyrir mörgæs eins og mig þá er ég ekki alveg á heimavelli þannig ég er sáttur hér í rigningu og roki. Svo var nátt- úrulega heim- koman alveg mögn- uð. Ef- ast um að það sé hægt að enda þetta betur. Það var stórkostlegt að sjá allt þetta fólk taka svona vel á móti manni. Svo má náttúru- lega ekki gleyma fálkaorðunni. Það var sérstakt og öðruvísi.“ Ætlar að reyna að hlaða batteríin Snorri fær nokkura daga frí áður en hann heldur aftur til Danmerk- ur þar sem hann leikur með GOG. Hann leikur bikarleik í næstu viku gegn neðri deildar liði. Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmanna hópi GOG þó sami þjálfari sé við störf. „Nú tekur bara nýr kafli við, tímabilið að byrja og það er langt og strangt. Þetta er ekki mikið frí sem maður fær og það verður bara að gíra sig inn á það. Maður tek- ur bara því sem kemur. En maður reynir að hlaða aðeins batteríin ef það er hægt. Svona er þetta bara og það þýð- ir ekkert að vera með eitthvað væl núna. Þá bara sleppur maður bara Ólympíuleikunum næst. En ég held að það séu fáir sem eru þreyttir eft- ir svona. Maður fórnar alveg glaður sumarfríinu fyrir þetta. Ég myndi gera þetta á hverju einasta sumri ef það væri í boði.“ Ekki tekið þennan túr með hvaða flugmanni sem er Snorra finnst margt skemmtilegra en að fljúga. Honum stóð því ekki alveg á sama þegar Bjarni Frostason, flug- maður og fyrrum landsliðsmaður í handbolta, tók lág- flug yfir flugvöll- inn og hóf sig aftur upp. „Manni leist ekkert á blikuna til að byrja með en þetta var aðeins öðruvísi. Bjarni er náttúrulega besti flugmaður Íslands og vélinn haggað- ist ekki á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur. Ég er ekki viss um að ég hefði tekið þennan túr með hvaða flugmanni sem er. Með fullri virðingu fyrir öðrum,“ seg- ir Snorri og hlær eins og honum einum er lagið. benni@dv.is Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, tók daginn í gær snemma og fór á æfingu. Hann fær nokkurra daga frí frá handbolta sem hann ætlar að nýta vel til að leika við guttann sinn. Snorri og Róbert Gunnarsson hafa verið herbergisfélagar í ferðum landsliðsins síðan á EM í Svíþjóð 2002 og líkar samvistin vel. Snorra fannst gott að koma heim, fá matinn hennar mömmu, sjá son sinn og anda að sér íslensku lofti. „Ég verð á veiðum í miðbænum um helgina,“ segir Aron Pálmi Ág- ústsson sem undirgekkst töluverða útlitsyfirhalningu, eða make-over, í vikunni. Það er tímaritið Séð & heyrt sem stendur á bak við gjörn- inginn. Aron, sem kom hingað til lands í fyrra eftir tíu ára refsivist frá barns- aldri í Texas, segist strax hafa tekið vel í hugmyndina. „Þeir höfðu bara samband við mig á mánudaginn og spurðu hvort ég væri til í að taka þátt í þessu. Ég er alltaf til í að líta betur út fyrir dömurnar,“ segir Aron og hlær. Kappinn fór í brúnkumeð- ferð í fyrradag þar sem húðlitur hans var tónaður í átt að elgbrúnum lit tískutröllsins Egils Gilzenegg- ers. Þá hefur hár Arons verið tekið í gegn og loks var hann klæddur upp í boði fataverslunarinnar High and Mighty. Ofan á þetta bætist svo lík- amsræktin sem Aron hefur stundað undanfarna mánuði og því stefn- ir í að pilturinn verði óþekkjanleg- ur. Ætlunin var ennfremur að hvítta tennur Arons en af því verður ekki þar sem hann er í miðju tannvið- gerðaferli. Gert er ráð fyrir að nýtt útlit Ar- ons Pálma verði frumsýnt í Séð & heyrt í næstu viku. aron Pálmi í make-over Aron Pálmi „Ég er alltaf til í að líta betur út fyrir dömurnar.“ ARon PálMi áGúStSSon Er að vErða óþEkkjanlEgur í útliti: skúli fúli uPPi á herberGi Það er hægara sagt en gert að reyna að feta í fótspor Bjarkar Guð- mundsdóttur hvað varðar söng. Það ætla þó þrír hugrakkir söngvarar að reyna á tónleikum í Háskólabíói á morgun, laugardag, sem eru hluti af Jazzhátíð í Reykjavík. Stórsveit Reykjavíkur flytur þar tónlist Bjarkar en söngvararnir eru Siggi í Hjálm- um, Sigríður Thorlacius úr Hjaltalín og María Magnúsdóttir sem meðal annars hefur sungið í Gospelkór Reykjavíkur og Eurovision-keppn- inni. Stjórnandi og útsetjari laganna er saxófónleikarinn Travis Sullivan frá New York en þar rekur hann The Bjorkestra, stórsveit sem einungis flytur tónlist Bjarkar. Miðasala er á midi.is. Í fótsPor bjarkar Snorri Steinn GuðjónSSon Feginn að vera kominn heim snorri segist feginn því að vera kominn heim til Íslands og anda að sér íslenska loftinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.