Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 16
föstudagur 29. ágúst 200816 Helgarblað TÓLF miLLjÓnir á mAnn „Þessi tvö svæði þarfnast tenging- ar. Það er ekki hægt að einbeita sér bara að veginum um Ísafjarðardjúp og ætlast til þess að þeir sem búa á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði fari þá leið til Ísafjarðar en aki aðrar leiðir á óþægilegum malarvegum,“ segir Róbert Marshall, aðstoðarmað- ur samgönguráðherra, um ástæður þess að byggja eigi upp tvær leiðir um Vestifirði til Ísafjarðar. Samkvæmt skipulagi á að bjóða út jarðgöng á milli Dýrafjarðar og Arn- arfjarðar í lok árs 2009 eða í ársbyrj- un 2010. Reiknað er með að fram- kvæmdum ljúki þremur árum síðar. Í kjölfarið á að ráðast í jarðgöng undir Dynjandisheiði sem ná frá Dynjand- isvogi í Vatnsfjörð. Það yrðu lengstu jarðgöng á Íslandi, 10,8 kílómetrar. Til samanburðar yrðu göng undir Öxnadalsheiði 10,7 kílómetrar. Tvær leiðir í boði Undanfarna áratugi hefur vega- gerð á Vestfjörðum miðað að því að stytta og bæta leiðina til Ísafjarðar um Ísafjarðardjúp. Nú stendur til að gera vestari leiðina færa allt árið um kring. Aðspurður um þessar áherslu- breytingar segir Róbert að við fyrir- huguð jarðgöng verði til hringtenging um Vestfirði. „Þú getur í framtíðinni valið hvaða leið þú ferð til Ísafjarð- ar. Ferðamenn og aðrir geta þá ekið Vestfjarðahringinn á góðum vegum,“ segir Róbert og bendir á að við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru styttist leiðin frá Reykjavík til Ísa- fjarðar um nærri hundrað kílómetra. „Í dag eru 495 kílómetrar frá Ísa- firði um Djúpið til Reykjavíkur. Leið- in frá Reykjavík til Ísafjarðar um Þorskafjarðarheiði er 440 kílómetrar. Með tilkomu ganga á milli Dýrafjarð- ar og Arnarfjarðar verður vegalengd- in vestari leiðina um 427 kílómetr- ar. Með fyrirhuguðum þverunum á Vestfjarðavegi á Barðaströnd fer vegalengdin frá Reykjavík til Ísafjarð- ar niður í 410 kíómetra,“ segir Ró- bert. Hann tekur undir að vegurinn um Barðaströnd þarfnist mikilla úr- bóta. „Þessi vegur hefur verið vægast sagt hörmulegur en Vegagerðin hef- ur sagt að þessi vegur verði kominn í nútímalegt horf 2010.“ Seinni göngum jafnvel flýtt Þegar göngin milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar verða tilbúin verður ráð- ist í göng undir Dynjandisheiði. Ró- bert segir að sú framkvæmd sé á lang- tímaáætlun, 2015 til 2018. „Það hefur verið rætt um að flýta þeim göngum þegar menn sjá fyrir endann á göng- um á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarð- ar,“ segir hann. Í göngin undir Dynj- andisheiði hafa verið áætlaðar 1300 Fyrirhugað er að bora tvenn jarðgöng á vestanverðum Vestfjörðum; undir Dynjandisheiði og á milli Dýra- fjarðar og Arnarfjarðar. Kostnaður við göngin verður um 13 milljarðar, eða um 12 milljónir króna á hvern íbúa Vesturbyggðar. Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra segir að í framtíðinni geti lands- menn valið um tvær heilsársleiðir til Ísafjarðar. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir heið- arnar sem leysa á af hólmi mikinn farartálma fyrir Vestfirðinga. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is JARÐGÖNG Á VESTFJÖRÐUM PATREkSFJÖRÐUR TÁLkNAFJÖRÐUR BARÐASTRÖND BíLDUDALUR íSAFJÖRÐUR REykhóLAR Kortið sýnir fyrirhuguð jarðgöng á vestanverðum Vestfjörðum. Efri gula línan sýnir jarðgöngin á milli dýrafjarðar og arnarfjarðar. Þau leysa af hólmi veginn yfir Hrafnseyrarheiði og verða 5,1 kílómetri á lengd. Þau verða tilbúin 2012 eða 2013 ef fer sem horfir. Í kjölfarið verður ráðist í göng undir dynjandisheiði, sjá neðri gulu línuna. Þau verða lengstu jarðgöng á Íslandi, eða 10,8 kílómetrar. gróflega áætlað munu göngin tvö kosta 13 milljarða íslenskra króna. „Samgöngur eru stór ástæða þess að íbúum á þessum svæðum hefur fækkað jafnmikið og raun ber vitni undanfarin ár.“ Frá Patreksfirði Þar búa rúmlega 600 manns. þiNGEyRi kristján L. Möller samgöngu- ráðherra Hefur ákveðið að verja miklu fé til samgöngumannvirkja á Vestfjörðum á komandi árum. Framkvæmdir vestan megin græna línan sýnir hvernig vegurinn mun liggja eftir þær breyt- ingar sem áætlaðar eru. Þrír firðir verða að líkindum brúaðir.9 milljarðar 10,8 kílómetrar 4 milljarðar 5,1 kílómetri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.