Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 42
Ættfræði DVföstudagur 29. ágúst 200842
Sigþór fæddist í Hafnarfirði og ólst
þar upp. Hann var í Víðistaðaskóla,
lauk stúdentsprófi frá ML 1988, lauk
lokaprófi í byggingaverkfræði við
HÍ 1993 og lauk framhaldsnámi við
háskólann í Karlsruhe í Þýskalandi
1997.
Sigþór vann hjá verktökum á
sumrin með náminu. Hann stundaði
mælingar hjá Hafnarfjarðarbæ 1992-
95, var verkfræðingur hjá Klæðningu
1997-98, verkfræðingur hjá ÍAV 1999-
2000, verkfræðingur hjá VSO-Ráð-
gjöf 2000-2004 og hefur verfið fram-
kvæmdastjóri Klæðningar frá 2004.
Sigþór starfaði mikið í Alþýðu-
flokknum í Hafnarfirði frá því á ungl-
ingsárunum, var formaður FUJ í
Hafnarfirði, átti sæti í fulltrúaráði og
flokksstjórn Alþýðuflokksins, sat í
framkvæmdastjórn SUJ, var formað-
ur fjölskyldunefndar Hafnarfjarðar,
varamaður í rafveitustjórn Hafnar-
fjarðar, varamaður í byggingarnefnd
Hafnarfjarðar, sat í stúdentaráði HÍ
fyrir Röskvu, sat í stjórn stúdenta-
ráðs, sat í deildarráði verkfræðideild-
ar HÍ og var framkvæmdastjóri stúd-
entaráðs.
Fjölskylda
Eiginkona Sigþórs er Hólmfríður
Jónína Aðalsteinsdóttir, f. á Húsavík
2.10. 1975, hjúkrunarfræðingur. Hún
er dóttir Aðalsteins Jóhanns Skarp-
héðinssonar, f. 21.1. 1944, húsa-
smiðameistara á Húsavík, og Ingu
Þórisdóttur, f. 4.8. 1945, starfskonu
við Hvamm á Húsavík.
Börn Sigþórs og Hólmfríðar Jón-
ínu eru Andri Þórir Sigþórsson, f.
14.5. 2006; Aðalheiður Sæunn Sig-
þórsdóttir, f. 9.7. 2008.
Dóttir Sigþórs er Þórhildur Guðný
Sigþórsdóttir, f. 1.9. 1993.
Sonur Hólmfríðar er Stefán Þórs-
son, f. 26.10. 1991.
Systkini Sigþórs eru Jón Þór Sig-
þórsson, f. 8.12. 1969, húsasmiður og
verkstjóri í Hafnarfirði; Ingibjörg Sig-
þórsdóttir, f. 28.11. 1982, viðskipta-
fræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Sigþórs eru Sigþór Jó-
hannesson, f. í Hafnarfirði 8.12. 1943,
verkfræðingur og framkvæmdastjóri
í Hafnarfirði, og Aðalheiður Sæunn
Jónsdóttir, f. í Ólafsfirði 5.3. 1945,
lyfjatæknir.
Ætt
Sigþór er sonur Jóhannesar, bak-
ara í Hafnarfirði Hallgrímssonar, b. á
Valdasteinsstöðum í Hrútafirði Ein-
arssonar, sjómanns á Grund á Akra-
nesi Snorrasonar. Móðir Hallgríms
var Halldóra Hallgrímsdóttir. Móð-
ir Jóhannesar bakara var Vilborg,
systir Jóns, föður Klemenzar leik-
ara. Vilborg var dóttir Jóhannesar, b.
í Klettstíu í Borgarfirði, bróður Ólafs
„gossara“. Jóhannes var sonur Jóns, b.
og hagyrðings á Einifelli í Stafholts-
tungum Ólafssonar, b. á Einifelli Ól-
afssonar. Móðir Jóns hagyrðings var
Elín Sæmundsdóttir. Móðir Jóhann-
esar á Klettstíu var Guðríður, hálf-
systir Jónatans á Kolbeinsstöðum,
afa Jónatans Ólafssonar tónskálds.
Annar hálfbróðir Guðríðar var Páll,
langafi Megasar. Þriðji hálfbróðir
hennar var Jón, langafi Jóns, sýslu-
manns í Stykkishólmi, föður Bjarna
Braga, fyrrv. aðstoðarbankastjóra
Seðlabankans, föður Jóns Braga próf-
essors, en bróðir Jóns sýslumanns
var Einvarður, faðir Hallvarðs, fyrrv.
ríkissaksóknara og Jóhanns, fyrrv.
alþm. og bæjarstjóra. Annar bróðir
Jóns sýslumanns var Jónatan, hæsta-
réttardómari, faðir Halldórs, fyrrv.
forstjóra Landsvirkjunar. Hálfsyst-
ir Guðríðar var Oddný, langamma
Ingvars forstjóra, föður Júlíusar Víf-
ils borgarfulltrúa. Guðríður var dótt-
ir Jóns „dýrðarsöngs“ í Haukatungu
í Kolbeinsstaðahreppi Pálssonar, og
Guðrúnar Andrésdóttur. Móðir Vil-
borgar var Sigurborg Sigurðardóttir,
á Hreðavatni Magnússonar, og Vil-
borgar Guttormsdóttur.
Móðir Sigþórs Jóhannesson-
ar var Þórhildur Hóseasdóttir, b. á
Þorvaldsstöðum á Langanesströnd
Árnasonar, b. á Þorvaldsstöðum Þor-
kelssonar. Móðir Hóseasar var Guð-
ríður, ljósmóðir Árnadóttir. Móðir
Þórhildar var Guðrún Þórðardóttir,
b. á Hólum í Biskupstungum, bróð-
ur Margrétar, móður Sigríðar Tóm-
asdóttur í Brattholti sem bjargaði
Gullfossi. Bróðir Þórðar í Hólum var
Stefán, steinsmiður í Reykjavík og
síðar bæjarstjóri og lögregludómari í
Gimli í Kanada, faðir Joseph T. Stef-
ánsson, lögmanns, þingmanns, yf-
irdómara og síðar hermálaráðherra
í Ottawa í Kanada. Þórður var son-
ur Þórðar, b. í Bryggju Jónssonar, og
Helgu Jónsdóttur. Móðir Guðrún-
ar Þórðardóttur var Guðrún Vigfús-
dóttir.
Aðalheiður Sæunn er dóttir Jóns
Þóris frá Hrísey Áskelssonar, útgerð-
armanns í Áskelshúsi í Hrísey, bróður
Zóphoníasar, iðjuhöldar, auðmanns
og guðspekings í Victoria í Kanada,
Jórunnar sem flutti til Ameríku og
Svanfríðar sem flutti til Vancouver
í Kanada. Áskell var sonur Þorkels,
b. á Ytri-Másstöðum Þorsteinsson-
ar, og s.k.h., Sigríðar Jórunnar Sig-
urðardóttur, b. á Syðri-Másstöðum
Jónssonar, og Soffíu Benjamínsdótt-
ur. Móðir Jóns Þóris var Guðrún Lov-
ísa Jónsdóttir yngra, b. í Hauganesi
Jóhannssonar, b. á Selá á Árskógs-
strönd Sigurðssonar. Móðir Jóns var
Guðrún Jónsdóttir. Móðir Guðrún-
ar Lovísu var Kristín Loftsdóttir af
Naustaætt.
Móðir Aðalheiðar Sæunnar er
Ingibjörg, systir Rögnvalds, skóla-
stjóra í Keflavík. Ingibjörg er dótt-
ir Sæmundar, sjómanns í Ólafsfirði,
bróður Þorleifs, afa Lárusar Jóns-
sonar, fyrrv. alþm. Systir Sæmundar
var Anna, amma Jóns Kristjánssonar,
fyrrv. heilbrigðisráðherra. Sæmund-
ur var sonur Rögnvalds, b. á Ós-
landi og í Brekkukoti Þorleifssonar,
og Guðrúnar Jónsdóttur, b. á Hrepp-
sendaá Ólafssonar. Móðir Ingibjarg-
ar var Petrea Aðalheiður Jóhanns-
dóttir, ljósmóðir í Ólafsfirði.
Sigþór heldur upp á afmælið með
stórfjölskyldunni en dóttir þeirra
hjóna verður skírð sama dag.
40 ára á föstudag
Sigþór Ari
SigþórSSon
verkfræðingur í Hafnarfirði
Ættfræði
umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson kgk@dv.is
Kjartan gunnar Kjartansson
rekur ættir þjóðþekktra
Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp
fréttnæma viðburði liðinna ára
og minnist horfinna merkra
Íslendinga. Lesendur geta sent
inn tilkynningar um stóraf-
mæli á netfangið kgk@dv.is
Sigurjón Einarsson
fyrrv. prófastur á Kirkjubæjarklaustri
Sigurjón fæddist í
Austmannsdal í Vest-
ur-Barðastrandarsýslu
og ólst upp í Arnarfirð-
inum. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MA 1950,
embættisprófi í guðfræði
við HÍ 1956, stundaði
framhaldsnám í kirkju-
og miðaldasögu og al-
mennri trúarbragða-
sögu við háskólann í
Vínarborg 1957-58, í
miðaldasögu við Há-
skólann í Köln 1958-59, í
kirkjusögu við Erlangen-
háskóla 1959, dvaldi við nám og
rannsóknir á sögu siðbreytingar-
innar í Kaupmannahöfn 1967-68,
1975-76, 1983, 1990 og 1993-94.
Sigurjón var m.a. sjómaður
á fiskibátum og togurum í mörg
sumur á námsárunum, kenndi
við Barna- og unglingaskólann
í Gerðum í Garði 1950-51, við
unglingaskólann að Brúarlandi í
Mosfellssveit 1953-54, var skrif-
ari fjárveitinganefndar Alþingis
1956-57, sóknarprestur í Brjáns-
lækjarprestakalli 1959-60, kenn-
ari við Gagnfræðaskólann í Kópa-
vogi 1960-63, var sóknarprestur í
Kirkjubæjarklaustursprestakalli
1963-98 og var prófastur í Skafta-
fellsprófastsdæmi 1989-98.
Sigurjón og kona hans héldu
unglingaskóla á Kirkjubæjar-
klaustri 1965-68. Hann var marga
vetur stundakennari við Kirkju-
bæjarskóla á Síðu og kenndi við
guðfræðideild HÍ á haustmisseri
1990 og á vormisseri 1998.
Sigurjón sat í stjórn Ung-
mennafélagsins Morguns í Arn-
arfirði 1941-45, sat í sambands-
stjórn Æskulýðsfylkingarinnar
1953-57, í Æskulýðsráði Kópa-
vogskaupstaðar 1961-63, var
formaður skólanefndar Kirkju-
bæjarskóla á Síðu frá stofnun,
1970-98, formaður fræðsluráðs
Vestur-Skaftafellssýslu 1964-74,
í skólanefnd Skógaskóla 1974-
98, í skólanefnd FS 1982-96, í
Fræðsluráði Suðurlands 1982-
94 og formaður þess 1990-94.
Hann var formaður Þjóðhátíðar-
nefndar Vestur-Skaftafellssýslu
1974, oddviti Kirkjubæjarhrepps
1978-82, í stjórn Sambands
sunnlenskra sveitarfélaga 1979-
83, formaður byggingarnefndar
Kirkjubæjarskóla og Minningar-
kapellu séra Jóns Steingrímsson-
ar á Kirkjubæjarklaustri og und-
irbúningsnefndar vegna
tvö hundruð ára afmælis
Skaftárelda 1983, í sýslu-
nefnd Vestur-Skaftafells-
sýslu 1985-90, kirkju-
þingsmaður Suðurlands
1986-98, kirkjuráðsmað-
ur frá ársbyrjun 1998,
formaður ritstjórnar
Kristnisögu Íslands í til-
efni þúsund ára afmælis
kristnitökunnar, í stjórn
Menningar- og fram-
farasjóðs Sparisjóðs
Vestur-Skaftafellssýslu
1980-98 og formaður frá
1991, í héraðsnefnd Skaftafells-
prófastsdæmis frá 1985 og for-
maður frá 1989.
Sigurjón hefur skrifað fjölda
greina í blöð og tímarit um sögu-
legt efni, var ritstjóri Nýja stúd-
entablaðsins og Stúdentablaðsins
1954 og hefur ritstýrt Dynskóg-
um, héraðsriti Vestur-Skaftfell-
inga, I-VI bindi, 1982-97, Afmæl-
isriti Prestafélags Suðurlands
1987, og Verslunarsögu Vestur-
Skaftfellinga, þremur bindum,
1987-93.
Fjölskylda
Sigurjón kvæntist 12.3. 1955
Jónu Þorsteinsdóttur, f. 21.2. 1927,
d. 6.1.2001, bókasafnsfræðingi.
Hún er dóttir Þorsteins Kristjáns-
sonar, f. 31.8. 1891, fórst með ms.
Þormóði 18.2. 1943, sóknarprests
í Sauðlauksdal, og k.h., Guðrúnar
Petreu Jónsdóttur, f. 24.12. 1901,
húsmóður.
Börn Sigurjóns og Jónu eru
Æsa Sigurjónsdóttir, f. 23.9. 1959,
magister í sagnfræði og listasögu,
búsett í París, gift Daníel Beaussier,
verkfræðingi og tónlistarmanni;
Ketill, f. 19.8. 1966, lögfræðingur
og háskólakennari, en kona hans
er Þórdís Hadda Yngvadóttir bók-
menntafræðingur.
Fóstursystkini Sigurjóns: Stef-
án Ólafsson Thoroddsen, f. 12.6.
1922, d. 1998, útibússtjóri Vest-
urbæjarútibús Búnaðarbankans
í Reykjavík; Rut Salómonsdóttir,
f. 30.7. 1936, húsmóðir á Patreks-
firði.
Foreldrar Sigurjóns voru Ein-
ar Bogi Gíslason, f. 3.9. 1906, d.
14.3. 1987, búfræðingur, bóndi,
sjómaður og hreppstjóri á Bakka
í Arnarfirði, síðar iðnverkamaður
í Reykjavík, og k.h., Vigdís Andr-
ésdóttir, f. 3.9. 1891, d. 30.3. 1986,
ljósmóðir.
80
ára sl.
miðvikudag
Lovísa Jenný Sigurðardóttir
viðskiptafræðingur í Reykjavík
Lovísa fæddist á Ak-
ureyri og ólst þar upp.
Hún var í Lundarskóla,
Gagnfræðaskólanum
á Akureyri, lauk stúd-
entsprófi frá MA 1998,
stundaði nám við
Hússtjórnarskólann
í Reykjavík 1998, hóf
síðan nám í viðskipta-
fræði við HÍ og lauk
þaðan BSc.-prófi 2002.
Lovísa stundaði
verslunarstörf, banka-
störf og vann hótel-
störf á námsárunum.
Hún hóf störf hjá Karli K.Karl-
ssyni haustið 2002, var þar fyrst
viðskiptastjóri en hefur síð-
an stundað þar markaðsgrein-
ingu.
Fjölskylda
Eiginmaður Lovísu
er Elmar Örn Hjaltalín, f.
30.1. 1978, íþróttakenn-
ari og þjálfari hjá Fjölni.
Synir Lovísu og Elm-
ars Arnar eru Óliver
Bent Hjaltalín, f. 30.6.
2005; ónefndur Hjalta-
lín, f. 14.7. 2008.
Bræður Lovísu eru
Sigfús Ingason, f. 1971,
starfsmaður hjá Útgerð-
arfélagi Akureyringa;
Jón Kristinn Sigurðsson,
f. 1981, nemi.
Foreldrar Lovísu eru Sigurður
Jónsson, f. 14.3. 1931, fyrrv. verk-
stjóri hjá Íslenskum skinnaiðn-
aði, og Guðlaug Sigfúsdóttir, f.
26.4. 1943, vann við ræstingar.
30
ára í
dag