Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 42
Ættfræði DVföstudagur 29. ágúst 200842 Sigþór fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann var í Víðistaðaskóla, lauk stúdentsprófi frá ML 1988, lauk lokaprófi í byggingaverkfræði við HÍ 1993 og lauk framhaldsnámi við háskólann í Karlsruhe í Þýskalandi 1997. Sigþór vann hjá verktökum á sumrin með náminu. Hann stundaði mælingar hjá Hafnarfjarðarbæ 1992- 95, var verkfræðingur hjá Klæðningu 1997-98, verkfræðingur hjá ÍAV 1999- 2000, verkfræðingur hjá VSO-Ráð- gjöf 2000-2004 og hefur verfið fram- kvæmdastjóri Klæðningar frá 2004. Sigþór starfaði mikið í Alþýðu- flokknum í Hafnarfirði frá því á ungl- ingsárunum, var formaður FUJ í Hafnarfirði, átti sæti í fulltrúaráði og flokksstjórn Alþýðuflokksins, sat í framkvæmdastjórn SUJ, var formað- ur fjölskyldunefndar Hafnarfjarðar, varamaður í rafveitustjórn Hafnar- fjarðar, varamaður í byggingarnefnd Hafnarfjarðar, sat í stúdentaráði HÍ fyrir Röskvu, sat í stjórn stúdenta- ráðs, sat í deildarráði verkfræðideild- ar HÍ og var framkvæmdastjóri stúd- entaráðs. Fjölskylda Eiginkona Sigþórs er Hólmfríður Jónína Aðalsteinsdóttir, f. á Húsavík 2.10. 1975, hjúkrunarfræðingur. Hún er dóttir Aðalsteins Jóhanns Skarp- héðinssonar, f. 21.1. 1944, húsa- smiðameistara á Húsavík, og Ingu Þórisdóttur, f. 4.8. 1945, starfskonu við Hvamm á Húsavík. Börn Sigþórs og Hólmfríðar Jón- ínu eru Andri Þórir Sigþórsson, f. 14.5. 2006; Aðalheiður Sæunn Sig- þórsdóttir, f. 9.7. 2008. Dóttir Sigþórs er Þórhildur Guðný Sigþórsdóttir, f. 1.9. 1993. Sonur Hólmfríðar er Stefán Þórs- son, f. 26.10. 1991. Systkini Sigþórs eru Jón Þór Sig- þórsson, f. 8.12. 1969, húsasmiður og verkstjóri í Hafnarfirði; Ingibjörg Sig- þórsdóttir, f. 28.11. 1982, viðskipta- fræðingur í Reykjavík. Foreldrar Sigþórs eru Sigþór Jó- hannesson, f. í Hafnarfirði 8.12. 1943, verkfræðingur og framkvæmdastjóri í Hafnarfirði, og Aðalheiður Sæunn Jónsdóttir, f. í Ólafsfirði 5.3. 1945, lyfjatæknir. Ætt Sigþór er sonur Jóhannesar, bak- ara í Hafnarfirði Hallgrímssonar, b. á Valdasteinsstöðum í Hrútafirði Ein- arssonar, sjómanns á Grund á Akra- nesi Snorrasonar. Móðir Hallgríms var Halldóra Hallgrímsdóttir. Móð- ir Jóhannesar bakara var Vilborg, systir Jóns, föður Klemenzar leik- ara. Vilborg var dóttir Jóhannesar, b. í Klettstíu í Borgarfirði, bróður Ólafs „gossara“. Jóhannes var sonur Jóns, b. og hagyrðings á Einifelli í Stafholts- tungum Ólafssonar, b. á Einifelli Ól- afssonar. Móðir Jóns hagyrðings var Elín Sæmundsdóttir. Móðir Jóhann- esar á Klettstíu var Guðríður, hálf- systir Jónatans á Kolbeinsstöðum, afa Jónatans Ólafssonar tónskálds. Annar hálfbróðir Guðríðar var Páll, langafi Megasar. Þriðji hálfbróðir hennar var Jón, langafi Jóns, sýslu- manns í Stykkishólmi, föður Bjarna Braga, fyrrv. aðstoðarbankastjóra Seðlabankans, föður Jóns Braga próf- essors, en bróðir Jóns sýslumanns var Einvarður, faðir Hallvarðs, fyrrv. ríkissaksóknara og Jóhanns, fyrrv. alþm. og bæjarstjóra. Annar bróðir Jóns sýslumanns var Jónatan, hæsta- réttardómari, faðir Halldórs, fyrrv. forstjóra Landsvirkjunar. Hálfsyst- ir Guðríðar var Oddný, langamma Ingvars forstjóra, föður Júlíusar Víf- ils borgarfulltrúa. Guðríður var dótt- ir Jóns „dýrðarsöngs“ í Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi Pálssonar, og Guðrúnar Andrésdóttur. Móðir Vil- borgar var Sigurborg Sigurðardóttir, á Hreðavatni Magnússonar, og Vil- borgar Guttormsdóttur. Móðir Sigþórs Jóhannesson- ar var Þórhildur Hóseasdóttir, b. á Þorvaldsstöðum á Langanesströnd Árnasonar, b. á Þorvaldsstöðum Þor- kelssonar. Móðir Hóseasar var Guð- ríður, ljósmóðir Árnadóttir. Móðir Þórhildar var Guðrún Þórðardóttir, b. á Hólum í Biskupstungum, bróð- ur Margrétar, móður Sigríðar Tóm- asdóttur í Brattholti sem bjargaði Gullfossi. Bróðir Þórðar í Hólum var Stefán, steinsmiður í Reykjavík og síðar bæjarstjóri og lögregludómari í Gimli í Kanada, faðir Joseph T. Stef- ánsson, lögmanns, þingmanns, yf- irdómara og síðar hermálaráðherra í Ottawa í Kanada. Þórður var son- ur Þórðar, b. í Bryggju Jónssonar, og Helgu Jónsdóttur. Móðir Guðrún- ar Þórðardóttur var Guðrún Vigfús- dóttir. Aðalheiður Sæunn er dóttir Jóns Þóris frá Hrísey Áskelssonar, útgerð- armanns í Áskelshúsi í Hrísey, bróður Zóphoníasar, iðjuhöldar, auðmanns og guðspekings í Victoria í Kanada, Jórunnar sem flutti til Ameríku og Svanfríðar sem flutti til Vancouver í Kanada. Áskell var sonur Þorkels, b. á Ytri-Másstöðum Þorsteinsson- ar, og s.k.h., Sigríðar Jórunnar Sig- urðardóttur, b. á Syðri-Másstöðum Jónssonar, og Soffíu Benjamínsdótt- ur. Móðir Jóns Þóris var Guðrún Lov- ísa Jónsdóttir yngra, b. í Hauganesi Jóhannssonar, b. á Selá á Árskógs- strönd Sigurðssonar. Móðir Jóns var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Guðrún- ar Lovísu var Kristín Loftsdóttir af Naustaætt. Móðir Aðalheiðar Sæunnar er Ingibjörg, systir Rögnvalds, skóla- stjóra í Keflavík. Ingibjörg er dótt- ir Sæmundar, sjómanns í Ólafsfirði, bróður Þorleifs, afa Lárusar Jóns- sonar, fyrrv. alþm. Systir Sæmundar var Anna, amma Jóns Kristjánssonar, fyrrv. heilbrigðisráðherra. Sæmund- ur var sonur Rögnvalds, b. á Ós- landi og í Brekkukoti Þorleifssonar, og Guðrúnar Jónsdóttur, b. á Hrepp- sendaá Ólafssonar. Móðir Ingibjarg- ar var Petrea Aðalheiður Jóhanns- dóttir, ljósmóðir í Ólafsfirði. Sigþór heldur upp á afmælið með stórfjölskyldunni en dóttir þeirra hjóna verður skírð sama dag. 40 ára á föstudag Sigþór Ari SigþórSSon verkfræðingur í Hafnarfirði Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Sigurjón Einarsson fyrrv. prófastur á Kirkjubæjarklaustri Sigurjón fæddist í Austmannsdal í Vest- ur-Barðastrandarsýslu og ólst upp í Arnarfirð- inum. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1950, embættisprófi í guðfræði við HÍ 1956, stundaði framhaldsnám í kirkju- og miðaldasögu og al- mennri trúarbragða- sögu við háskólann í Vínarborg 1957-58, í miðaldasögu við Há- skólann í Köln 1958-59, í kirkjusögu við Erlangen- háskóla 1959, dvaldi við nám og rannsóknir á sögu siðbreytingar- innar í Kaupmannahöfn 1967-68, 1975-76, 1983, 1990 og 1993-94. Sigurjón var m.a. sjómaður á fiskibátum og togurum í mörg sumur á námsárunum, kenndi við Barna- og unglingaskólann í Gerðum í Garði 1950-51, við unglingaskólann að Brúarlandi í Mosfellssveit 1953-54, var skrif- ari fjárveitinganefndar Alþingis 1956-57, sóknarprestur í Brjáns- lækjarprestakalli 1959-60, kenn- ari við Gagnfræðaskólann í Kópa- vogi 1960-63, var sóknarprestur í Kirkjubæjarklaustursprestakalli 1963-98 og var prófastur í Skafta- fellsprófastsdæmi 1989-98. Sigurjón og kona hans héldu unglingaskóla á Kirkjubæjar- klaustri 1965-68. Hann var marga vetur stundakennari við Kirkju- bæjarskóla á Síðu og kenndi við guðfræðideild HÍ á haustmisseri 1990 og á vormisseri 1998. Sigurjón sat í stjórn Ung- mennafélagsins Morguns í Arn- arfirði 1941-45, sat í sambands- stjórn Æskulýðsfylkingarinnar 1953-57, í Æskulýðsráði Kópa- vogskaupstaðar 1961-63, var formaður skólanefndar Kirkju- bæjarskóla á Síðu frá stofnun, 1970-98, formaður fræðsluráðs Vestur-Skaftafellssýslu 1964-74, í skólanefnd Skógaskóla 1974- 98, í skólanefnd FS 1982-96, í Fræðsluráði Suðurlands 1982- 94 og formaður þess 1990-94. Hann var formaður Þjóðhátíðar- nefndar Vestur-Skaftafellssýslu 1974, oddviti Kirkjubæjarhrepps 1978-82, í stjórn Sambands sunnlenskra sveitarfélaga 1979- 83, formaður byggingarnefndar Kirkjubæjarskóla og Minningar- kapellu séra Jóns Steingrímsson- ar á Kirkjubæjarklaustri og und- irbúningsnefndar vegna tvö hundruð ára afmælis Skaftárelda 1983, í sýslu- nefnd Vestur-Skaftafells- sýslu 1985-90, kirkju- þingsmaður Suðurlands 1986-98, kirkjuráðsmað- ur frá ársbyrjun 1998, formaður ritstjórnar Kristnisögu Íslands í til- efni þúsund ára afmælis kristnitökunnar, í stjórn Menningar- og fram- farasjóðs Sparisjóðs Vestur-Skaftafellssýslu 1980-98 og formaður frá 1991, í héraðsnefnd Skaftafells- prófastsdæmis frá 1985 og for- maður frá 1989. Sigurjón hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit um sögu- legt efni, var ritstjóri Nýja stúd- entablaðsins og Stúdentablaðsins 1954 og hefur ritstýrt Dynskóg- um, héraðsriti Vestur-Skaftfell- inga, I-VI bindi, 1982-97, Afmæl- isriti Prestafélags Suðurlands 1987, og Verslunarsögu Vestur- Skaftfellinga, þremur bindum, 1987-93. Fjölskylda Sigurjón kvæntist 12.3. 1955 Jónu Þorsteinsdóttur, f. 21.2. 1927, d. 6.1.2001, bókasafnsfræðingi. Hún er dóttir Þorsteins Kristjáns- sonar, f. 31.8. 1891, fórst með ms. Þormóði 18.2. 1943, sóknarprests í Sauðlauksdal, og k.h., Guðrúnar Petreu Jónsdóttur, f. 24.12. 1901, húsmóður. Börn Sigurjóns og Jónu eru Æsa Sigurjónsdóttir, f. 23.9. 1959, magister í sagnfræði og listasögu, búsett í París, gift Daníel Beaussier, verkfræðingi og tónlistarmanni; Ketill, f. 19.8. 1966, lögfræðingur og háskólakennari, en kona hans er Þórdís Hadda Yngvadóttir bók- menntafræðingur. Fóstursystkini Sigurjóns: Stef- án Ólafsson Thoroddsen, f. 12.6. 1922, d. 1998, útibússtjóri Vest- urbæjarútibús Búnaðarbankans í Reykjavík; Rut Salómonsdóttir, f. 30.7. 1936, húsmóðir á Patreks- firði. Foreldrar Sigurjóns voru Ein- ar Bogi Gíslason, f. 3.9. 1906, d. 14.3. 1987, búfræðingur, bóndi, sjómaður og hreppstjóri á Bakka í Arnarfirði, síðar iðnverkamaður í Reykjavík, og k.h., Vigdís Andr- ésdóttir, f. 3.9. 1891, d. 30.3. 1986, ljósmóðir. 80 ára sl. miðvikudag Lovísa Jenný Sigurðardóttir viðskiptafræðingur í Reykjavík Lovísa fæddist á Ak- ureyri og ólst þar upp. Hún var í Lundarskóla, Gagnfræðaskólanum á Akureyri, lauk stúd- entsprófi frá MA 1998, stundaði nám við Hússtjórnarskólann í Reykjavík 1998, hóf síðan nám í viðskipta- fræði við HÍ og lauk þaðan BSc.-prófi 2002. Lovísa stundaði verslunarstörf, banka- störf og vann hótel- störf á námsárunum. Hún hóf störf hjá Karli K.Karl- ssyni haustið 2002, var þar fyrst viðskiptastjóri en hefur síð- an stundað þar markaðsgrein- ingu. Fjölskylda Eiginmaður Lovísu er Elmar Örn Hjaltalín, f. 30.1. 1978, íþróttakenn- ari og þjálfari hjá Fjölni. Synir Lovísu og Elm- ars Arnar eru Óliver Bent Hjaltalín, f. 30.6. 2005; ónefndur Hjalta- lín, f. 14.7. 2008. Bræður Lovísu eru Sigfús Ingason, f. 1971, starfsmaður hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa; Jón Kristinn Sigurðsson, f. 1981, nemi. Foreldrar Lovísu eru Sigurður Jónsson, f. 14.3. 1931, fyrrv. verk- stjóri hjá Íslenskum skinnaiðn- aði, og Guðlaug Sigfúsdóttir, f. 26.4. 1943, vann við ræstingar. 30 ára í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.