Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 6
föstudagur 29. ágúst 20086 Fréttir
Sandkorn
n Bolurinn þar sem vitnað er í
fleyga setningu Dorritar Mouss-
iaeff þegar hún segir Ísland vera
stórasta land í heimi hefur rok-
selst undanfarið. Bolurinn vakti
jafnmikla
kátínu og
krúttleg um-
mæli forseta-
frúarinnar
sem gat ekki
hamið gleði
sína eftir sig-
ur Íslands á
Spánverjum í
undanúrslitum í handbolta á Ól-
ympíuleikunum í Peking. Setn-
ing Dorritar vekur augljóslega at-
hygli fyrir kolvitlausta beygingu
frúarinnar en þegar betur er að
gáð er hún ekki eini villupúkinn
á bolnum. Þar má sjá vitlausar
gæsalappir utan um tilvitnunina
auk þess sem dagsetningin er illa
framsett. Sennilega er tímaskorti
um að kenna, en hitt er þó ljóst
að bolurinn er íslenskukennur-
um þyrnir í augum.
n Gleðitímaritið Séð og heyrt
segir frá því á forsíðu nýjasta
heftisins að Björgólfur Thor
milljarðamæringur hafið verið
á úrslitaleik landsliðsins á Ól-
ympíuleikunum. Þar var hann
staddur ásamt frú en þau ákváðu
í skyndi að skella sér til Peking.
Og það sem meira er, þau flugu
með almennu flugfélagi ólíkt því
sem þau eiga að venjast. Ástæð-
an er reyndar einföld,
einkaþotur máttu
ekki lenda í Peking
á meðan leikarnir
stóðu yfir. En senni-
lega hefur arður-
inn af að fljúga með
venjulegu flugfé-
lagi verið slíkur
að Björgólfur
gaf landsliðinu
heila milljón
króna.
n Miðað við auð Björgólfs hlýtur
milljón ekki að vera mikið en
góð gjöf engu að síður. Það er
þó frægt að Ólafur Ólafsson, sá
sami og fékk Elton John til þess
að spila í afmælinu sínu, gaf Há-
skólanum
í Reykjavík
heilan millj-
arð. Senni-
lega verður
sú upphæð
seint tromp-
uð og gjöf
Björgólfs
kannski lítil-
ræði í samanburði. Hitt verður
þó að hafa í huga að þegar Ólafur
gaf HR milljarðinn var efna-
hagslíf Íslands á blússandi sigl-
ingu og góðærið í algleymingi.
Nú eru aftur á móti aðrir tímar.
Kreppan sverfir að og þá skiptir
engu hvort maður heitir Jón eða
séra Jón. Milljón í dag er senni-
lega ígildi milljarðs fyrir þremur
árum.
n Skallapopparinn og ofurneyt-
andinn Dr. Gunni hefur verið
óþreytandi að standa vörð um
rétt neytanda hér á landi. Hann
hefur haldið úti okursíðunni og
hlaut við-
urkenningu
fyrir vel
unnin störf
í þágu neyt-
enda. Nú er
svo kom-
ið að Dr.
Gunni ætlar
sjálfur að
vippa sér aftur fyrir búðarborðið
og halda útsölu á eigin eignum,
allt frá diskum með söngd-
ívunni Leoncie til rónaskáldsins
Charles Bukowski. Markaðurinn
hans Gunna verður í Kolaport-
inu á laugardaginn. Neytendur
og viðskiptavinir Gunna munu
að öllum líkindum verða vel
vakandi yfir verðinu á því sem
hann selur.
Ásgerður Jóna Flosadóttir er bjartsýn á áframhaldandi starfsemi Fjölskylduhjálpar Ís-
lands eftir fund með Jórunni Frímannsdóttur. Jórunn bauð Fjölskylduhjálpinni að fella
niður leiguskuld félagsins auk þess sem það fengi að vera gjaldfrjálst í húsnæðinu næstu
sex mánuði á meðan það kemur sér fyrir á nýjum stað. Tilboð Jórunnar verður tekið fyrir
á stjórnarfundi Fjölskylduhjálparinnar.
SKULDIN FELLD NIÐUR
„Við erum bjartsýnni í dag,“ segir
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað-
ur Fjölskylduhjálpar Íslands, en í
vikubyrjun sá hún fram á að þurfa
að hætta starfseminni vegna erfiðr-
ar fjárhagsstöðu. Jórunn Frímanns-
dóttir, formaður velferðarráðs, gerði
Ásgerði tilboð í gær þar sem hún
bauðst til að fella niður leiguskuld
Fjölskylduhjálparinnar auk þess að
veita aðstoð til að finna annað hús-
næði.
Ásgerður Jóna segir tilboð Jór-
unnar mjög gott og lýsa miklum vilja
hennar til að leysa málið. Tilboðið
verður lagt fyrir á stjórnarfundi Fjöl-
skylduhjálparinnar í dag.
Markmiðið að geta
fengið styrki
Jórunn bauð Fjölskylduhjálpinni
ennfremur að vera í húsinu næstu
sex mánuðina endurgjaldslaust og á
þeim tíma veita henni aðstoð við að
finna nýjan dvalarstað.
Ásgerður Jóna hefur gagnrýnt
mjög að starfsemin hafi ekki fengið
styrki frá borginni þrátt fyrir að hún
hafi sótt um þá á hverju ári.
Jórunn segir í samtali við DV að
Fjölskylduhjálpin hafi ekki uppfyllt
skilyrði borgarinnar til að fá slíka
styrki en á næsta hálfa árinu verði
gerð úttekt á starfsemi og fjárhags-
stöðu félagsins með það að mark-
miði að að þeim tíma lokn-
um uppfylli hún skilyrði
til að fá styrk. „Þarna er
unnið mikilvægt starf
sem við viljum að geti
haldið áfram,“ segir
Jórunn.
Hlúð að
Konukoti
Á fundi Fjöl-
skylduhjálpar-
innar í dag legg-
ur Ásgerður Jóna
fram viljayfirlýs-
ingu Jórunnar og
Hrólfs Jónssonar,
sviðsstjóra fram-
kvæmda- og eign-
asviðs, um að
aðstoða
félagið.
Hún
segist
enn-
fremur fagna
fyrirhugaðri
úttekt á starf-
seminni og
harmar helst
að hún hafi
ekki
verið gerð fyrr.
Í stað aðstoðar við fátæka mun
Konukot verða hýst í húsnæðinu í
framtíðinni en það er athvarf fyr-
ir heimilislausar konur. Sambýli
heimilislausra karla og kvenna
hefur gengið illa í gegnum tíðina
og hafa konurnar kvartað undan
áreitni karlanna. Rekstur Konukots
hefur þó lengi verið í uppnámi en
nú er því tryggð betri aðstaða.
DV sagði frá því á þriðjudag að
Fjölskylduhjálpinni hefði borist
bréf þar sem skorað var á hana að
greiða skuld sína við Reykjavíkur-
borg innan viku. Að öðrum kosti
myndi leigusali nýta rétt sinn til að
rifta samningi og krefjast útburð-
ar. Þá hafði leigan ekki verið greidd
frá nóvember 2006. Í kjölfar umfjöll-
unar DV var Ásgerður Jóna boðuð
á fund velferðarráðs í því skyni að
finna lausn á vandanum.
Erla Hlynsdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Jóna harmar þessa niðurstöðu.
„Við ætlum að vera með blaða-
mannafund á föstudag þar sem
við tilkynnum formlega hvenær
við lokum og hvenær við borgum
borginni þessa skuld sem leiðir til
þess að við getum ekki haldið starf-
inu áfram.“
Borgin hirðir rekstrarféð
Um tuttugu sjálfboðaliðar starfa
hjá Fjölskylduhjálpinni. Fjöldi fyr-
irtækja sendir þeim reglulega mat-
væli sem úthlutað er til þeirra sem
þangað leita. Vikulega er hins vegar
keypt ýmis ferskvara, svo sem mjólk
og kjöt. Ásgerður Jóna segir að um
þrjú hundruð manns njóti aðstoð-
ar Fjölskylduhjálparinnar í hverri
viku. Á þessu ári veitti Alþingi þeim
einnar og hálfrar milljónar króna
styrk sem nýst hefur til rekstrar-
kostnaðar. „Reykjavíkurborg er að
hirða þetta af okkur,“ segir Ásgerð-
ur en styrkurinn verður nýttur til að
greiða skuldina við borgina.
Fjölskylduhjálpin hefur einn-
ig safnað um hálfri milljón króna í
lyfjasjóð sem notaður er til þess að
aðstoða fólk við lyfjakaup. Ásgerð-
ur Jóna segir fénu hafa verið safnað
með sölu á fatnaði í Kolaportinu en
sjóðurinn muni nú allur renna upp í
skuldina við borgina. Þá verður ekk-
ert fé eftir til að halda rekstrinum
áfram.
Beitir sér fyrir niðurfellingu
Þorleifi Gunnlaugssyni, fulltrúa
minnihlutans í velferðarráði, þykir
miður að loka þurfi Fjölskylduhjálp-
inni og ætlar að beita sér fyrir því að
skuldin við borgina verði felld niður.
Á sama tíma og velferðarráð hefur
hafnað styrkumsóknum Fjölskyldu-
hjálparinnar hefur það styrkt Hjálp-
arstarf Kirkjunnar og Mæðrastyrks-
nefnd. Þorleifur bendir á að þar sé
unnið mikið og gott starf og segist
ekki viss um að hjálparstarf af þessu
tagi sé mjög dreift. Þannig gæti það
verið til hagsbóta fyrir þá sem þjón-
ustuna þiggja að hún sé veitt undir
einu þaki.
Gátu ekki veitt lengri frest
Jórunn Frímannsdóttir, formað-
ur velferðarráðs Reykjavíkurborgar,
vildi ekki tjá sig um málið þegar DV
náði tali af henni í gær. Hún vísaði
alfarið á Stellu Víðisdóttur, sviðs-
stjóra velferðarsviðs, og Kristínu
Einarsdóttur, aðstoðarsviðssjóra
framkvæmda- og eignasviðs. Krist-
ín bendir á þann langa frest sem
Fjölskylduhjálpin hefur fengið til að
greiða skuldina. Fresturinn var
veittur þar sem Ásgerður
Jóna var að sækja um
styrk til velferðar-
sviðs sem nota átti
til að greiða húsa-
leiguna. Þar sem
styrkbeiðninni
var hafnað og
ekkert bólaði
á greiðslu
sá fram-
kvæmda-
og eign-
asvið
borgarinn-
ar sér ekki
annað fært
en að fara
þessa leið.
Þær upp-
lýsingar feng-
ust hjá Reykja-
víkurborg að
Stella væri í
sumarleyfi.
Þriðjudagur 26. ágúst 2008 3
Fréttir
„Við ætlum að vera
með blaðamannafund
á föstudag þar sem við
tilkynnum formlega
hvenær við lokum.“
FJÖLSKYLDUHJÁLPINNI LOKAÐ
Hafnað á hverju ári Fjölskyldu-
hjálpin hefur sótt um styrki til
reykjavíkurborgar undanfarin ár
en ávallt verið synjað.
Í innheimtu Bréfið þar sem Fjöl-
skylduhjálpinni er hótað riftun
leigusamnings og útburði.
Harmar niðurstöðuna Þorleifur
gunnlaugsson ætlar að beita sér fyrir því
að skuld Fjölskylduhjálparinnar við
borgina verði felld niður.
þriðjudagur 26. ágúst 20082
Fréttir
„Þetta er árás á fátæka fólkið í borg-
inni og ótrúlegt hversu mikið skiln-
insgleysi er hjá borgarfulltrúum yfir
neyð fólks í borginni,“ segir Ásgerð-
ur Jóna Flosadóttir, formaður Fjöl-
skylduhjálpar Íslands, sem verður
lokað á næstunni. „Þessir fulltrúar
eru þó kjörnir af þessu fólki í von
um að þeir sjái til þess að það hafi
í sig og á.“
Fjölskylduhjálpin hefur undan-
farin fimm ár starfað í þágu fátækra
og vikulega úthlutað matvælum til
þeirra sem minnst mega sín. Hún
leigir húsnæði sitt að Eskihlíð 2 til
4 af Reykjavíkurborg en hefur ekki
getað staðið í skilum með leiguna
frá nóvember 2006. Því er svo komið
að Reykjavíkurborg hótar góðgerð-
arfélaginu útburði.
Fékk aldrei styrk
Samkvæmt samningi Fjölskyldu-
hjálparinnar hefur hún leigt rúm-
lega 300 fermetra atvinnuhúsnæði
af Skipulagssjóði Reykjavíkurborg-
ar frá árinu 2003. Greiðslan var
sjötíu þúsund krónur við upphaf
leigutímabils en er nú orðin um 88
þúsund krónur á mánuði. Ásgerður
hefur undanfarin ár sótt um styrk til
velferðarsviðs borgarinnar en ávallt
verið hafnað.
Skuld Fjölskylduhjálparinnar er
nú orðin tæpar tvær og hálf milljón
króna með dráttarvöxtum og öðrum
kostnaði. Í síðustu viku barst Fjöl-
skylduhjálpinni bréf þar sem skor-
að er á hana að greiða skuldina inn-
an vikutíma. Að öðrum kosti muni
leigusali nýta rétt sinn til að rifta
samningi og krefjast út-
burðar.
Ás-
gerð-
ur
Erla Hlynsdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Mynd dV: stefán Karlsson
ósátt við borgaryfirvöld
ásgerði jónu Flosadóttur finnst
borgaryfirvöld vanrækja fátæka.
Margir í neyð Fjölskylduhjálpin
hefur úthlutað matvælum
vikulega undanfarin fimm ár. allt
að þrjú hundruð manns hafa í
hverri viku fengið aðstoð.
26. ágúst 2008
„Þarna er unn-
ið mikilvægt
starf sem
við viljum
að geti
haldið
áfram.“
langþráður fundur ásgerður Jóna
flosadóttir mætti á fund stellu
Víðisdóttur í gærmorgun þar sem leiðir
til lausnar vandans voru ræddar.
Mynd sigtryggur
náðu sáttum Jórunn frímannsdóttir
bauð ásgerði Jónu flosadóttur að
fella niður skuld fjölskylduhjálparinn-
ar við borgina og leyfa henni að vera í
húsnæðinu endurgjaldslaust í sex
mánuði til viðbótar.
Hin tveggja ára gamla Ella Dís
Laurens, sem undirgengst nú læknis-
meðferð í New Jersey í Bandaríkjun-
um, verður ekki útskrifuð af Univer-
sity-spítalanum í dag, eins og vonir
stóðu til. Ragna Erlendsdóttir, móðir
Ellu Dísar, hefur sagt meðferð dótt-
ur sinnar ganga vel. Læknar á spítal-
anum vildu hins vegar ekki útskrifa
hana af spítalanum þar til hún væri
búin að vera einn til tvo daga stöð-
ug og án öndunarvélar. „Það er eins
á þessum spítala og alls staðar ann-
ars staðar að það liggur flest niðri um
helgar, þannig að við eigum von á að
hún verði útskrifuð á mánudaginn,“
sagði Ragna í samtali við DV.
Á miðvikudaginn greindi DV frá
því að íslenska heilbrigðiskerfið vildi
ekki hjálpa við að greiða niður gríð-
arlega háan lækniskostnað Ellu Dís-
ar í Bandaríkjunum, þar sem læknar
hér á land vildu ekki skrifa upp á það
við Tryggingastofnun að meðferð-
in væri lífsnauðsynleg. Ella Dís, sem
fæddist alheilbrigð, er í dag lömuð og
telja læknar að hún sé haldin sjálfs-
ofnæmi. Hún hafði þrisvar farið í að-
gerð hér á landi sem miðaði að því að
hún þyrfti ekki að vera í öndunarvél.
Aðgerðirnar skiluðu hins vegar ekki
tilætluðum árangri. Því tók Ragna
upp á því að fara með dóttur sína til
New Jersey, vitandi að lækniskostn-
aðurinn væri um 10 milljónir króna.
Ragna hafði framan af viku mikl-
ar áhyggjur af því að hvernig lækn-
ismeðferðin yrði greidd. Eftir um-
fjöllun DV fór af stað undirskriftalisti
þar sem Tryggingastofnun var hvött
til þess að greiða niður allan lækn-
iskostnað Ellu Dísar. Á miðvikudag-
inn fóru hjólin að snúast í máli mæð-
gnanna og heilbrigðisráðuneytið
hafði samband við hana og leyf-
ir Ragna sér nú að vera bjartsýn um
að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi muni
greiða fyrir læknismeðferðina.
Ella dís laurens og ragna Erlendsdóttir bíða fram yfir helgi:
Vonandi útskrifuð á mánudaginn
Ella dís og ragna Verða á spítalanum í New Jersey yfir helgina.