Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Síða 16
föstudagur 29. ágúst 200816 Helgarblað TÓLF miLLjÓnir á mAnn „Þessi tvö svæði þarfnast tenging- ar. Það er ekki hægt að einbeita sér bara að veginum um Ísafjarðardjúp og ætlast til þess að þeir sem búa á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði fari þá leið til Ísafjarðar en aki aðrar leiðir á óþægilegum malarvegum,“ segir Róbert Marshall, aðstoðarmað- ur samgönguráðherra, um ástæður þess að byggja eigi upp tvær leiðir um Vestifirði til Ísafjarðar. Samkvæmt skipulagi á að bjóða út jarðgöng á milli Dýrafjarðar og Arn- arfjarðar í lok árs 2009 eða í ársbyrj- un 2010. Reiknað er með að fram- kvæmdum ljúki þremur árum síðar. Í kjölfarið á að ráðast í jarðgöng undir Dynjandisheiði sem ná frá Dynjand- isvogi í Vatnsfjörð. Það yrðu lengstu jarðgöng á Íslandi, 10,8 kílómetrar. Til samanburðar yrðu göng undir Öxnadalsheiði 10,7 kílómetrar. Tvær leiðir í boði Undanfarna áratugi hefur vega- gerð á Vestfjörðum miðað að því að stytta og bæta leiðina til Ísafjarðar um Ísafjarðardjúp. Nú stendur til að gera vestari leiðina færa allt árið um kring. Aðspurður um þessar áherslu- breytingar segir Róbert að við fyrir- huguð jarðgöng verði til hringtenging um Vestfirði. „Þú getur í framtíðinni valið hvaða leið þú ferð til Ísafjarð- ar. Ferðamenn og aðrir geta þá ekið Vestfjarðahringinn á góðum vegum,“ segir Róbert og bendir á að við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru styttist leiðin frá Reykjavík til Ísa- fjarðar um nærri hundrað kílómetra. „Í dag eru 495 kílómetrar frá Ísa- firði um Djúpið til Reykjavíkur. Leið- in frá Reykjavík til Ísafjarðar um Þorskafjarðarheiði er 440 kílómetrar. Með tilkomu ganga á milli Dýrafjarð- ar og Arnarfjarðar verður vegalengd- in vestari leiðina um 427 kílómetr- ar. Með fyrirhuguðum þverunum á Vestfjarðavegi á Barðaströnd fer vegalengdin frá Reykjavík til Ísafjarð- ar niður í 410 kíómetra,“ segir Ró- bert. Hann tekur undir að vegurinn um Barðaströnd þarfnist mikilla úr- bóta. „Þessi vegur hefur verið vægast sagt hörmulegur en Vegagerðin hef- ur sagt að þessi vegur verði kominn í nútímalegt horf 2010.“ Seinni göngum jafnvel flýtt Þegar göngin milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar verða tilbúin verður ráð- ist í göng undir Dynjandisheiði. Ró- bert segir að sú framkvæmd sé á lang- tímaáætlun, 2015 til 2018. „Það hefur verið rætt um að flýta þeim göngum þegar menn sjá fyrir endann á göng- um á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarð- ar,“ segir hann. Í göngin undir Dynj- andisheiði hafa verið áætlaðar 1300 Fyrirhugað er að bora tvenn jarðgöng á vestanverðum Vestfjörðum; undir Dynjandisheiði og á milli Dýra- fjarðar og Arnarfjarðar. Kostnaður við göngin verður um 13 milljarðar, eða um 12 milljónir króna á hvern íbúa Vesturbyggðar. Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra segir að í framtíðinni geti lands- menn valið um tvær heilsársleiðir til Ísafjarðar. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir heið- arnar sem leysa á af hólmi mikinn farartálma fyrir Vestfirðinga. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is JARÐGÖNG Á VESTFJÖRÐUM PATREkSFJÖRÐUR TÁLkNAFJÖRÐUR BARÐASTRÖND BíLDUDALUR íSAFJÖRÐUR REykhóLAR Kortið sýnir fyrirhuguð jarðgöng á vestanverðum Vestfjörðum. Efri gula línan sýnir jarðgöngin á milli dýrafjarðar og arnarfjarðar. Þau leysa af hólmi veginn yfir Hrafnseyrarheiði og verða 5,1 kílómetri á lengd. Þau verða tilbúin 2012 eða 2013 ef fer sem horfir. Í kjölfarið verður ráðist í göng undir dynjandisheiði, sjá neðri gulu línuna. Þau verða lengstu jarðgöng á Íslandi, eða 10,8 kílómetrar. gróflega áætlað munu göngin tvö kosta 13 milljarða íslenskra króna. „Samgöngur eru stór ástæða þess að íbúum á þessum svæðum hefur fækkað jafnmikið og raun ber vitni undanfarin ár.“ Frá Patreksfirði Þar búa rúmlega 600 manns. þiNGEyRi kristján L. Möller samgöngu- ráðherra Hefur ákveðið að verja miklu fé til samgöngumannvirkja á Vestfjörðum á komandi árum. Framkvæmdir vestan megin græna línan sýnir hvernig vegurinn mun liggja eftir þær breyt- ingar sem áætlaðar eru. Þrír firðir verða að líkindum brúaðir.9 milljarðar 10,8 kílómetrar 4 milljarðar 5,1 kílómetri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.