Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Qupperneq 4
Föstudagur 12. september 20084 Fréttir DV Sandkorn n Tónlistarmaðurinn Damien Rice vakti heldur betur athygli í Reykjanesbæ á dögunum þegar hann heimsótti Ástrósu Skúladóttur og fjölskyldu hennar. Kappinn gisti hjá þeim yfir Ljósanæt- urhelgina og naut há- tíðarinnar en hann fór meðal ann- ars á körfuboltaleik og horfði á Ástrósu spila með Keflavík. Fjölmargir heimamenn hafa rætt sín á milli um meint ást- arsamband Ástrósar og Dami- ens en fjölskylda hennar segir þó Damien aðeins vera fjöl- skylduvin. News of the World hafði mikinn áhuga á sam- bandinu og hafði samband við Damien Rice í kjölfar fréttar DV um Íslandsheimsókn hans en hann þrætti fyrir allt sam- an. n Og meira um News of the World því á sunnudaginn birtir blaðið veglega umfjöllun um Kristrúnu Ösp Bark- ardóttur en hún er fyrrverandi kærasta Dwight Yorke. Um- fjöllunin átti að birtast síðasta sunnudag en News of the World ákvað að bíða með viðtalið í eina viku og birta það helgina eftir. Forvitnir Íslendingar ættu að geta nælt sér í blaðið í næstu bókabúð en einnig verður hægt að sjá stelpuna á vefsíðu blaðsins þar sem hún svarar nokkrum vel völdum spurningum. n Laufey Erlendsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garði, blotnaði heldur betur um daginn þegar hún vígði nýja vatns- rennibraut í bæjarfé- laginu sínu. Vatnsrenni- brautin hefur slegið í gegn hjá krökkunum í Garði en brautin þykir óvenju skemmtileg. Á vefsíðu Vík- urfrétta er hægt að sjá mynd af Laufeyju við vígsluna en þar sést hún skelfingu lostin á svip í miðri rennibrautinni. Það þætti sjálfsagt ekki síð- ur skemmtilegt myndefni ef Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, tæki það að sér að vígja nýjan vatns- leikjagarð í Reykjavík en sá garður hefur verið í umræð- unni í nokkur ár. n Partípinninn Ólafur Geir Jóns- son hefur tekið veitingastaðinn Primo í Reykjanesbæ undir sinn verndar- væng. Stað- urinn hefur átt erfitt uppdrátt- ar vegna staðsetn- ingarinnar en Primo er mjög ofar- lega á Hafnargötunni í bænum og því fjarri öðrum skemmtistöð- um. Ólafur Geir hefur heldur betur spýtt í lófana frá því hann tók við en það var enginn annar en Páll Óskar sem þeytti skífum á Primo á Ljósanótt. Ólafur Geir er á lausu og nýtur lífsins suður með sjó en hann fékk sér nýlega einkanúmerið Agent sem fer vel á Lexus-glæsibifreiðinni sem hann keypti sér fyrir nokkrum árum. EFTIRLAUNUM FRIÐRIKS LEYNT Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, hefur upplýst að hann hafi hug á því að hætta sem forstjóri fyrirtækisins. Í ráðningarsamningi sem gerður var við Friðrik árið 1998 var einnig gerður samningur um eftirlaun forstjórans. Stjórnarmenn Landsvirkjunar vilja lítið tjá sig um málið og Ingimundur Sigurpáls- son, formaður stjórnar Landsvirkj- unar, segir það ekki til siðs að gefa upp efni slíkra samninga. Álfhildur Ingadóttir, stjórnarmaður í Lands- virkjun, segir Friðrik einnig eiga möguleika á ráðherraeftirlaunum, ekki er víst hvort hann nýti sér það. Ráðherraeftirlaun „Það er viðbúið að hann sé með mjög rík eftirlaunaréttindi,“ segir Álfheiður Ingadóttir, stjórnarmað- ur í Landsvirkjun. Álfheiður segist reikna með því að það séu mjög góð eftirlaunaréttindi hjá Landsvirkj- un en hún er ekki klár á því hvern- ig samningur Friðriks hljómar. Hún segir samninginn við Friðrik ekki vera opinberan og því þurfi hvorki hann né fyrirtækið að upplýsa hvert innihald samningsins sé. Þó að Landsvirkjun sé opinbert fyrirtæki ná upplýsingalögin ekki yfir það. Álf- heiður segir Friðrik einnig hafa rétt á því að taka eftirlaun ráðherra en hún veit ekki hvort hann hafi gert það eða muni gera það. Hún segir nokkra fyrrverandi ráðherra hafa nýtt sér eftirlaunafrumvarpið en aldrei hafi komið fram hverjir það séu. Leyna innihaldi samnings „Það hefur ekki verið til siðs að gefa upp efni slíkra samninga,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, formað- ur stjórnar Landsvirkjunar. Gerður var ráðningarsamningur við Friðrik áður en hann tók við störfum sem forstjóri Landsvirkjunar og segir Ingimundur að þar hafi verið kveð- ið á um réttindi, skyldur og eftirlaun sem eru partur af starfskjörum hans. Hann segir að Landsvirkjun muni ekki gefa upp efni samningsins. Ingimundur segir Landsvirkjun ekki vera hefðbundið opinbert fyriræki, það starfi á samkeppnismarkaði og því gildi aðrar reglur þar en hjá öðr- um opinberum fyrirtækjum. Stjórnin tjáir sig ekki „Þetta hefur ekki verið rætt í stjórninni þannig að ég hef ekk- ert um það að segja,“ segir Brynd- ís Hlöðversdóttir, stjórnarmaður í Landsvirkjun. Hún segir samning Friðriks ekki hafa verið uppi á borð- um stjórnarinnar og þess vegna vilji hún ekkert tjá sig um málið. Ekki er ennþá komið á hreint hvenær Frið- rik hættir störfum en samningur hans nær til 1. nóvember. Í samn- ingnum er jafnframt heimild til þess að framlengja setu Friðriks sem forstjóra um tvö ár en Ingimund- ur Sigurpálsson, formaður stjórnar Landsvirkjunar, segir að ólíklegt sé að það gerist, Friðrik hafi lýst því yfir að hann vilji hætta. DV hafði samband við fleiri stjórnar- menn en þeir vildu ekki tjá sig um mál- ið. Ekki náð- ist samband við Friðrik Sophusson varðandi mál- ið. Hálfur skammtur fyrir hálfa þjóð Skáldið Skrifar ð gefnu tilefni vil ég taka það hér fram að ég tilheyri engum stjórnmálaflokki. Mér er sagt að flokkseigendafélög þau sem hér öllu ráða myndu aldrei vilja mann eins og mig. Ég er ábyggilega alltof heið- arlegur og of sjálfstætt þenkjandi til að falla í fer- hyrnda ramma flokkanna. Stjórnmálaflokkar á Íslandi eru ein heljarinnar sálnasala, þar hafa menn hug á því að vernda eig- ið skinn og þeim er yfirleitt skítsama um þá sem á eftir koma. Stjórnmálamenn og embættismanna- kerfi halda við sálrænum niðurgangi þjóðarinn- ar. Þessi einfalda opinberun lýðræðisins spegl- ast í augum þeirra barna sem fæðast í verkfalli ljósmæðra eða í þeim börnum sem þurfa að þola andlegt ofbeldi, til dæmis vegna þess að ráða- menn geta ekki ákveðið hvernig lögum um nálg- unarbann skuli háttað. Og auðvitað finnst spegl- unin einnig í því að við sendum hvorki ráðherra né Dorrit til að fagna með fötluðu fólki sem á Ól- ympíuleikum keppir. Stundum finnst mér engu líkara en stjórnmála- menn Íslands... stjórnmálamenn allra landa – ef því er að skipta – séu á einu allsherjar fylliríi. Hvar í sólkerfunum ætli maður heyri til dæmis af því að eftir að fellibylur rústar mannlífi í borg eins og Havana ætli ein af stofnunum Samein- uðu þjóðanna að einbeita sér að því að leggja fé í uppbyggingu húsa sem hafa menningarsögulegt verðmæti? Jú, slíkt gerðist áðan – hérna á Jörð- inni. Og á þessari sömu plánetu er að finna Ísland og Reykjavík, þar sem menn hugsa frekar um að bjarga húskofum en mannslífum, þar sem millj- arðar á milljarða ofan fara í sukk og svínarí; orlof og eftirlaun stjórnmálamanna, stöðuveitingar og titlatog fólks sem ekkert kann og peningaaustur til ofvirkra fjárglæframanna sem titra eins og ví- bratorar ef þeir komast of nærri sannleikanum. Skelþunnir titrarar hinnar taumlausu ofneyslu yfirvalda og bruðlið með sameiginlega brunna þegnanna hafa í dag fengið á sig mynd sem vel er þess virði að á hana sé ráðist. Því er nefnilega haldið að okkur – sauðsvörtum almúganum – að hér sé kreppa og sagt er að heillavænlegast sé fyr- ir okkur að taka þátt í kreppunni af fullum krafti. En svo gerist það hjá okkur sem erum nægju- söm að okkur eru allar bjargir bannaðar. Yf- irleitt er allt staðlað þannig að bruðl sé besta leiðin. Hvers vegna er til dæmis ekki hægt að fá hálfan skammt af mat á veitingahúsum? Ég er að meina hálfan skammt fyrir þjóð sem er hvort eð er alltaf hálf! Hér þykjumst við vera þæg og góð þótt þjóðin sé oftast hálf. Og hver á að skilja skrítna þjóð sem skilur sig ekki sjálf? A Kristján Hreinsson sKáld sKrifar. „Stjórnmálaflokkar á Íslandi eru ein heljarinnar sálnasala.“ „Það er viðbúið að hann sé með mjög rík eftirlaunaréttindi.“ Friðrik Sophusson hættir brátt störfum sem forstjóri Landsvirkj- unar. Stjórn fyrirtækisins vill ekki upplýsa hver eftirlauna- kjör hans verða. Hann fær eft- irlaun fyrir þingstörf og ráð- herradóm ásamt því að fá sérstök eftirlaun hjá Lands- virkjun. Stjórnarmenn vilja sem minnst tjá sig um málið. Leynd Formaður stjórnar Landsvirkjunar segir það ekki til siðs að gefa upplýsingar um eftirlaunasamning forstjóra Landsvirkjunar. Rík eftirlaunaréttindi „Það er við- búið að hann sé með mjög rík eftir- launaréttindi,“ segir Álfheiður Inga- dóttir, stjórnarmaður í Landsvirkjun. JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.