Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Qupperneq 12
Föstudagur 12. september 200812 Helgarblað Kreppan Klýfur hjónaböndin Kári Eyþórsson fjölskylduráðgjafi verður var við að fjárhagserfiðleikar nú um stundir setji mark sitt á hjónabönd og skilnuðum fjölgi. Hann segir til- hneigingu hjá hjónum að slíta hjónabandi mun fyrr þegar um peninga- vandamál er að ræða en þegar vandamálin eru af öðrum toga. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir hefur ekki orðið vör við óvenjumikla hjónabandserfiðleika í sínu starfi undanfarið, en segir að ef efnahagsþreng- ingarnar taki sinn toll komi það betur í ljós seinna í haust. KristJán Hrafn Guðmundsson blaðamaður skrifar: kristjanh@dv.is „Versnandi fjárhagsstaða hjá fólki er augljóslega að taka í. Þetta hefur gríð- arlega smitandi áhrif út í fjölskyldur og ýtir undir árekstra á milli hjóna,“ segir Kári Eyþórsson fjölskylduráð- gjafi. Kári hefur aðstoðað fólk við að ná betri tökum á lífi sínu um árabil, þar á meðal hjónum þegar brestir koma í samband þeirra. Hann hef- ur orðið var við undanfarið að slæmt efnahagsástand hér á landi og fjár- hagserfiðleikar fólks setji mark sitt á hjónabönd. „Mér finnst ég finna miklu meiri ásókn í að fá aðstoð við að leysa úr átökum í hjónaböndum. Og maður heyrir miklu meira af því að fólk sé að skilja en í fyrra.“ slíta fyrr vegna fjárhagserfiðleika Að sögn Kára virðist til- hneiging hjá hjónum að slíta hjónabandi mun fyrr þegar um peningavandamál er að ræða en þegar vandamálin eru af öðrum toga. „Reynsl- an hefur líka sýnt mér að ekki mörg hjónabönd þola fjár- hagslega erfiðleika. Það eru oft ákveðin átök í gangi á undan og svo þegar fjárhagserfiðleik- arnir bætast við eins og núna, þá er mjög fljótt gripið til þess að labba út,“ segir Kári. Minni vilji sé þannig til að leysa úr mál- um þegar þrengingar í peninga- málum eru viðvarandi. Skýringu á þessu telur Kári helst vera þá að fólk vilji frekar enda hjónabönd þar sem illa hafi farið í peningamálunum. Reynsla hans sem fjölskylduráðgjafi sýni það svart á hvítu. Þegar annar að- ilinn hefur til að mynda gengist í ábyrgðir fyrir ættingja og svo kem- ur það í hausinn á fólki. „Þegar svona trúnaðarbrestur hefur átt sér stað er fólk tregara til þess að vinna sig í gegnum svona mál en til dæmis þeg- ar annar einstaklingurinn hefur orð- ið uppvís að ótryggð eins og framhjá- haldi,“ segir Kári. Hann bætir við að þegar hjón lendi í fjárhagserfiðleikum virðist eiga sér stað einhvers konar verðfall á gildismati fólks. Það fyllist skömm og vill frekar fara frá vanda- málinu en að reyna að leysa það. Ekki peningasamtöl fyrir svefninn Ráðleggingarnar sem Kári veitir hjónum sem koma til hans með böggum hildar í formi peningaleysis eru fyrst og síðast að biðja þau að skoða hlutina vel. Hlaupa ekki af stað heldur reyna að átta sig á því hvernig manni líður og hvernig best sé að bregðast við því, áður en farið er að blanda saman tilfinn- ingum og praktískum hlutum. „Það er yfirleitt hægt að vinna úr praktískum aðstæðum ef maður nær tilfinningalegu jafnvægi. Maður er því fyrst og síðast að reyna að fá fólk til að ná andlegu jafnvægi áður en teknar eru ákvarðanir um hvort fara eigi leið a eða b.“ Eitt af þeim ráðum sem Kári veit- ir hjónum sem glíma við sífellt létt- ari pyngju og aukna greiðslubyrði er að ræða ekki fjárhagserfiðleika eft- ir klukkan átta á kvöldin. „Þegar við erum orðin þreytt höfum við yfirleitt svo lítið jafnvægi til að takast á við hluti sem eru tilfinningalega óþægi- legir eins og peningar og peninga- skortur er. Það er því miklu betra að ræða slíka hluti fyrripart dags en rétt fyrir svefninn.“ tengslin skipta máli „Það hafa verið uppsagnir og ýmis teikn á lofti og ég hef orðið vör við erf- iðleika hjá hjónum út af ástandinu í einstaka viðtölum. Það er þó ekki af miklum þunga enn sem komið er en getur vissulega orðið það,“ segir Guð- finna Eydal sálfræðingur. Guðfinna hefur einblínt mikið á ástina og hjóna- bönd í starfi sínu og meðal annars rit- að bækur um efnið í samstarfi við Álf- heiði Steinþórsdóttur. Þar á meðal er bókin Ást í blíðu og stríðu. „Þar komum við inn á margt af því sem veldur álagi í samböndum og hvernig fólk tekst á við erfiðleika,“ segir Guðfinna. „Það fer til dæmis eft- ir því hversu tengt fólk er og hvernig samskiptahæfni þess er. Svo skiptir einnig máli hinar mismunandi skoð- anir fólks á því hvað það vill gera í hlutunum.“ fara í tvö hlutverk Og Guðfinna segir að þegar fjár- hagserfiðleikar ógna hjónabandinu fari hjón stundum í tvö hlutverk. Ann- ar aðilinn fer í hlutverk hins ábyrga en hinn í hlutverk hins óábyrga. „Sá ábyrgi tekur þá sjálfkrafa að sér stjórnina á meðan hinn eyðir jafnvel um efni fram. Stundum geta spunnist af þessu endalausar þrætur. Sá ábyrgi ávítar hinn sem stundum hlýðir til- mælunum en hefur þau að engu þess á milli,“ segir Guðfinna. Hún bætir við að málin geti tekið þá stefnu að annar aðilinn hafi stöðugar áhyggjur af því hvernig eigi að láta enda ná saman og ráða við skuldir. Hinn kærir sig aftur á móti ekki um, eða treystir sér ekki, til að hafa yfirsýn svo sá áhyggjufulli kvartar þá yfir því að hann sé einn um allt saman. „Þegar annað hjónanna aflar meiri tekna en hitt vill tekjuhærri að- ilinn stundum stjórna með skömmt- unum og minnir iðulega á að sá sem aflar fjárins þurfi að gefa leyfi sitt áður en því er ráðstafað. Við þetta finnst hinum hann vera settur skör lægra og stundum tekur hann jafnvel upp á því að eyða ótæpilega í mótmælaskyni,“ segir Guðfinna. Í þessum aðstæð- um getur skipt miklu máli hverju fólk hefur vanist í uppvextinum varðandi meðferð fjármuna. Getur styrkt sambandið Að sögn Guðfinnu geta erfiðleikar hjóna í peningamálum, líkt og í erf- iðleikum af öðrum toga, styrkt sam- bandið í stað þess að sigla því í strand. Hjónabönd í upplausn slæmt efnahagsástand veldur ekki einungis hærra bensínverði og lækkandi verðmæti hlutabréfa. Fjölskylduráðgjafi segir að það ýti einnig undir árekstra á milli hjóna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.