Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Qupperneq 13
Föstudagur 12. september 2008 13Helgarblað Kreppan Klýfur hjónaböndin „Erfiðleikarnir neyða fólk til að ræða meira saman, það kynnist jafnvel betur og þeir skapa mögulega meira traust í sambandinu. En svo veit mað- ur líka að svona mál geta orðið að mik- il deiluefni. Fólk getur farið að kenna hvort öðru um hitt og þetta: „Þú vild- ir kaupa stærra hús, ég vildi það ekki“, „Þú vildir taka erlend lán, ég sagði þér að það væri óráðsía“. Þá getur hinn sagt: „Þú samþykktir það samt. Þetta var betra þá og það sá þetta enginn fyrir.“ Fólk getur því farið í ýmsa svona togstreitu sem endar í sífelldum rifr- ildum og magnast upp.“ Guðfinna segir að það sé engin ein lausn við svona erfiðleikum í hjóna- bandinu. „En hjón geta reynt að kom- ast að niðurstöðu sem báðir aðilar sætta sig við. Það tekur broddinn úr togstreitunni og kemur í veg fyrir að vandamálin gangi út yfir sambandið, ef fólk stendur saman í andstreyminu. Og ég hvet fólk til að lesa bókina Ást í blíðu og stríðu því hún er sálfræðibók um sambönd og þar er komið inn á margt sem veldur álagi og erfiðleik- um í samböndum.“ Kemur í ljós síðar í haust Séra Jóna Hrönn Bolla- dóttir, prestur við Vídalíns- kirkju í Garðabæ, kveðst ekki hafa orðið vör við óvenjumikla hjónabandserf- iðleika í sínu starfi undanfarið. En ef efna- hagsþrengingarnar taka sinn toll í hjónaböndum komi það í ljós þegar lengra líður á haustið. „Mér finnst ekki óeðlilega mikið um slíka erfiðleika núna,“ segir Jóna. „En ég hef verið að búa mig undir að hjón leiti meira eftir aðstoð vegna fjárhagserfiðleika seinna í haust. Fólk er að koma börnunum sínum af stað í skólann og fleira þannig að það er mikið álag á fólki. Mér finnst því lík- legra að ef þetta verður raunin muni það gerast þegar lengra líður á haust- ið.“ Jóna bætir við að mjög algengt sé eftir frí eins og sumar- og jóla- frí að hjón leiti sér ráðgjafar eða slíti hjónabandinu. „Frí er sá tími þar sem brestir koma oft mjög vel í ljós. Fólk er þá að verja miklum tíma saman og margt kemur upp úr dúrnum. Fólk er annaðhvort að halda út fríin barn- anna vegna eða það uppgötvar í fríinu að þessu er lokið.“ Almenn vanlíðan sökum kreppunnar Séra Þórhallur Heimisson, prest- ur við Hafnarfjarðarkirkju, tekur undir með Jónu Hrönn að erfiðleik- ar í hjónaböndum komi oft fram eft- ir sumar- og jólafrí. Þó kveðst hann ekki reiðubúinn að setja samasem- merki á milli efnahagástandsins og bresta í hjónalífi fólks nú um stundir. „Það er erfitt að segja að niðursveifla í efnahagslífi skapi meiri erfiðleika í hjónaböndum en eitthvað annað. En hún skapar kannski bara erfiðleika í lífi fólks almennt sem kemur niður á öllu, hvort sem það er hjónaband eða annað. Fólk finnur fyrir almennri vanlíðan ef því líður illa út af fjármál- um og áhyggjurnar og kvíðinn koma þá niður á sambandinu við makann, börnin og fleira.“ Þórhallur bendir líka á að gríðar- legur fjöldi fólks sækist eftir aðstoð hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heim- ilanna. Og nú sé það að gerast í fyrsta sinn í mörg ár að fólk leiti til kirkj- unnar strax í ágúst vegna matar- og peningaleysis, aðstoð sem fólk leit- ist aðallega eftir í kringum jólin. „Það veldur auðvitað vanlíð- an hjá fólki, það segir sig sjálft.“ eins og sést á meðfylgjandi mynd hefur fjöldi skilnaða að borði sæng rokkað nokkuð síðustu tvo áratugi. greinilegt stökk verður í upphafi tíunda áratugarins en þá hófust einmitt miklar efnahagsþrengingar hér á landi. aftur fjölgar svo skilnuðum upp úr 1995 og í byrjun þessarar aldar hækkar línuritið mikið. Á þeim tíma voru einmitt margir að fara flatt á hlutabréfakaupum og netbóluævintýrinu. Í góðærinu síðustu ár hefur skilnaðatíðnin svo farið hríðlækkandi. Línurit yfir lögskilnaði á sama tímabili gefur nokkuð svipaða mynd en rokkar þó aðeins meira. Skilnaðir að borði og Sæng 1987-2007 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Kári Eyþórsson fjölskylduráðgjafi „mér finnst ég finna miklu meiri ásókn í að fá aðstoð við að leysa úr átökum í hjónaböndum. Og maður heyrir miklu meira af því að fólk sé að skilja en í fyrra.“ Séra Jóna Hrönn Bolladóttir Hefur ekki orðið vör við óvenjumikla hjóna- bandserfiðleika í sínu starfi undanfarið. ef það er raunin kemur það frekar í ljós þegar líður á haustið að mati Jónu. Séra Þórhallur Heimisson „Það er erfitt að segja að niðursveifla í efnahagslífi skapi meiri erfiðleika í hjónaböndum en eitthvað annað.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.