Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Síða 20
Nú verður víst að viðurkenn-ast að Svarthöfði er ekki sá glúrnasti í viðskiptum. Honum tókst að vísu að hafna kostaboði um að kaupa hlut í deCODE á gráa markaðnum fyrir margt löngu en eftir það hefur hann kannski stundum farið flatt á að beita alltaf sömu taktík: kaupa ekki hluta- bréf og eyða frekar fénu í eitthvað skemmtilegt. Kannski er það út af þessu sem Svarthöfði skilur ekki alveg þessa kaupréttar-samninga forstjóra og ann- arra helstu stjórnenda stórfyrirtækja. Nú hefur Svarthöfði heyrt að með þessu sé tryggt að hagur stjórnenda og hluthafa fari meira saman heldur en ef stjórnendurnir eru bara launa- menn. Og þess vegna sé sniðugt að leyfa þeim að kaupa hlutabréf með verulegum afslætti. Þannig græða stjórnendur rétt eins hluthafar ef hlutabréfin hækka í verði. En það sem Svarthöfði skilur ekki alveg er að ef bréfin lækka í verði tapa hluthaf- arnir en stjórnendurnir hafa sölu- tryggingu á bréfum sínum. Þannig geta hluthafarnir bæði grætt og tap- að en stjórnendurnir bara grætt og grætt. En eins og áður segir er Svarthöfði ekki sá glúrnasti í viðskipt- um. Baldur Guðnason var án efa fyrirtaks forstjóri hjá Eim-skipi þó ekki hafi kannski allir verið ánægðir með hans störf. Eins og góðir og gegnir forstjórar keypti Baldur hlutabréf í fyrirtækinu sem hann stýrði. En þar sem hann hætti störfum skömmu síðar kom auðvitað ekki annað til greina en að hann seldi. Ef Jón og Gunna hefðu selt bréfin sín hefðu þau fengið tæpar 1.700 milljónir króna fyrir jafnmörg bréf og forstjórinn fyrrverandi átti. En forstjórinn var betur settur og gat selt gamla vinnuveitanda sínum bréfin á tæpar 2.600 milljónir króna, eða fyrir tæpum 900 milljónum króna hærri fjárhæð en hluthafarnir. Og í dag hefðu Jón og Gunna fengið eitthvað í kringum 700 milljónir króna fyrir jafnmörg hlutabréf og forstjórinn góði seldi. Þetta heitir víst á góðu máli að menn hafi gulrót til að eltast við. Og gott ef götustrákarn-ir á Economist teiknuðu ekki einhvern tíma upp mynd af forstjóra í gervi asna að eltast við gulrót. En þeir voru líka svo illa innrættir að þeim fannst að það ætti kannski að gefa mönnum vænt spark í afturendann ef illa gengi í rekstrinum. En auðvitað væri rangt að gefa í skyn að menn séu bara verð-launaðir fyrir árangur, hvort sem hann er góður eða slæm- ur, þegar þeir hætta störfum. Auðvitað er hitt líka til í dæminu, að menn séu allt að því verðlaunaðir fyrir árangur hjá fyrri vinnuveitendum. Þannig fékk Lárus Welding ansi ríflegan bónus þegar hann skrifaði undir samning við Glitni, var þar í flokki með heimsins bestu knattspyrnumönnum sem fá sumir feita bónusa fyrir að skrifa undir samninga – og vilja raunar margir nýj- an samning og nýjan bónus á hverju ári. En Lárus fær sennilega bara einn undirskriftarbónus og það vegna þess að hann þurfti að selja bréfin sín hjá fyrrverandi vinnuveitanda - og þannig sennilega verða af mikl- um gróða. Og fékk því 300 millj- ónir króna í sára- bætur hjá nýja vinnu- veitand- anum. Föstudagur 12. september 200820 Umræða Bónusarnir og vistaskiptin svarthöfði Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Tilraunin er róttæk og það er eðlilegt að almenningur efist. Það góða við heimsendaótta Leiðari Vísindamenn eiga það til að líta niður á almenning og margir þeirra hafa lýst fyrirlitningu sinni á áhyggjum venjulegs fólks af tilrauninni með öreinda- hraðalinn í Sviss. Fjölmiðlar eru jafnframt gagnrýndir fyrir að vekja ótta hjá almenn- ingi með því að segja frá baráttu þeirra sem trúa því að tilraunin gæti mögulega fargað jörðinni. Gagnrýnendurnir líta á almenning sem heilalausa viðtakendur fjölmiðla. Það sem vísindamenn trúðu um heiminn fyrir hundrað árum er allt annað en í dag. Án efa verður það eitthvað allt annað eftir önnur hundrað ár. Sú kenn- ing sem liggur til grundvallar heimsfræðinni um þessar mundir er M-kenningin, sem stundum er kölluð Matrix-kenningin. Hún er ótrúlegri en vísindaskáldskapur. Samkvæmt henni er alheimurinn einhvers konar himna og í honum eru ellefu víddir, ekki bara fjórar. Sumir segja að næsta vídd sé jafnvel aðeins nokkra millimetra frá okkur. Vísindamenn vonast til þess að við tilraunina í Sviss muni mannkynið í fyrsta sinn upplifa að hlutar af róteind ferðist á milli vídda. Þeir gera ráð fyrir því að svarthol geti myndast, en sam- kvæmt ráðandi kenningum ætti það að hverfa strax og ekki valda skaða. Tilraunin er róttæk og það er eðlilegt að almenningur efist. Vantraust og efasemdir eru driffjöður vís- indalegrar þekkingar og nauðsynlegar allri framþróun, rétt eins og tilraunir. Í tilraunum felst að útkoman er ekki fyrirfram vituð. Væntingar um útkomuna byggjast á til- gátum sem byggjast á kenningum sem sum- ar hverjar eru óstaðfestar. Mikil samstaða er meðal vísindamanna um að tilraunin í Sviss geti ekki valdið tortímingu jarðarinnar. Þetta er hins vegar stærra mál en svo að almenn- ingur eigi að sitja þegjandi hjá með lokuð augun. Þetta varðar allt mannkynið, í það minnsta íbúa í Evrópusambandinu sem fjármagna verkefnið. Áhyggjur af heimsendi í tengslum við svo róttækar tilraunir eru bæði eðlilegar og hollar. Á hinn bóginn væri mjög óeðlilegt af al- menningi að treysta vísindamönnum blindandi. Þegar endanlega fæst staðfest, með tímans tönn, að tilraunin veldur heiminum engri hættu kemur á daginn að afleiðingar áhyggnanna eru betri meðvitund almennings og stóraukinn áhugi á vísinda- starfi. Þá er óupptalin endurnýjuð virðing fyrir lífinu og samheldni mannkyns sem sprettur upp úr umræðu um sameiginlega ógn. Niðurstöður tilraunarinnar snerta nú ekki aðeins vísindasamfélag- ið heldur mannkynið í heild. spurningin „Framtíðarbarn- eignaþjónusta er okkar leiðarljós.“ segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, sem staðið hefur í ströngu undanfarna daga ásamt kollegum sínum í kjarasamn- ingaviðræðum við íslenska ríkið. sJáið þið ekki lJós- ið í viðræðunum? sandkorn n Þess er beðið með eftirvænt- ingu hvort Vladimir Pútín, for- sætisráðherra Rússlands, dúkki upp á Íslandi í fylgd rússneskra olíugarka á næstunni. Mikil leynd ríkir en gríðarlegur und- irbúningur stendur yfir vegna væntanlegrar komu rússneskra stórmenna sem koma til að skoða orkulindir og virkjan- ir. Rússar eru óðum að ná fyrri styrk sem heimsveldi fyrir tilstilli olíunnar. Og þeir eru framsýn- ir og vilja því fóta sig þar sem orku framtíðarinnar er að finna. Íslendingar eru óðum að eignast nýja verndara í stað Kanans. n Fréttir af hruni Eimskips og björgunaraðgerðum Björgólfs Guðmundssonar eru með ýms- um brag. Fréttablaðið bend- ir á hringekjuna á milli hinna ýmsu félaga tengdra Lands- bankanum á meðan Morgun- blaðið leggur áherslu á „björgun- araðgerð“ Björgólfsfeðga. Hitt dagblað Árvakurs, 24 stundir, bendir á Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóra, sem sökudólg þess hvernig komið er. Teiknari blaðs- ins, Halldór Baldursson, sýnir Eimskip með einkar ágengum hætti sem sökkvandi skip. Það minnir reyndar á fræga forsíðu Helgarpóstins sáluga sem sýndi brotið skip og fyrirsögnina: Er Hafskip að sökkva? n Kristinn H: Gunnarsson, al- þingismaður frjálslyndra, er kominn í hart við bæði Magnús Þór Hafsteinsson varaformann og Jón Magnússon alþingis- mann. Fjögurra manna þing- flokkur örflokksins er þar með klofinn en talið er að bæði Grét- ar Mar Jónsson alþingismað- ur og formaðurinn, Guðjón A. Kristjánsson, séu á bandi Krist- ins. Það kann því að styttast í að Jón Magnússon, sem hefur eins og Magnús Þór einlægan áhuga á málefnum útlendinga, færi sig um set rétt eins og Gunnar Ör- lygsson þingmaður áður. Hermt er að Magnús Þór, sem andmælti komu flóttamanna til Akraness, hafi áhuga á formannsembætt- inu en innan flokks telja margir feril hans í ótímabundinni lægð. n Fólk er fyrir löngu hætt að kippa sér upp við það þótt heimsfrægir komi til Íslands. Þannig var laxabóndinn og poppgoðið Ian Anderson úr Jethro Tull í sumarfríi á Íslandi nýverið án þess að fjölmiðlar veittu því eft- irtekt. Það er bloggarinn Gunnar Th. Gunnarsson sem vekur á þessu athygli og lýsir því að popp- stjarnan hafi verið hin alþýðlegasta og hegðað sér eins og hver annar túristi. Hann brá sér meðal annars inn í verslun og fékk sér kaffi inni á lager með staffinu. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðaLnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriFtarsÍmi: 512 7080, augLýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Þetta var því heppilegt slys að detta inn í heim kvik- myndanna.“ n Aníta Briem fór í sína fyrstu Hollywood- prufu fyrir kvikmyndina Journey to the Center of the Earth sem frumsýnd var á Íslandi í gær. - 24 stundir. „Þetta eru draumóra- menn með stórt egó en samt flottir náungar.“ n Kristófer Dignus, leikstjóri nýju sjónvarpsþáttanna Umbans sem nú eru í undirbúningi, lýsir íslenskum umboðsmönnum á þennan hátt. - Fréttablaðið. „Hún bjargaði lífi okkar.“ n Ármann Freyr Hjelm vakn- aði við grát þriggja vikna dóttur sinnar en það hafði þá kviknað í þvottahúsinu. - DV „Baldvin er hugrakk- asti maður sem ég þekki að þora að vera með mér.“ n Vala Grand Einarsdóttir um nýja hugrakka elskhugann sinn. Hún hafði nýlega lýst því yfir að enginn maður á Íslandi þyrði að vera með henni. - Séð og heyrt. „Ég hef nú ekki farið í neina augnpokaað- gerð en er þó upp með mér að fólk skyldi halda það.“ n Hanna Birna í Séð og heyrt. . Hún hefur geislað af slíku sjálfsöryggi sem borgarstjóri að einhverjir töldu að hún hefði látið fegra umgjörð haukfránna augna sinna. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.