Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Page 37
Föstudagur 12. september 2008 37Sport
Suðurlandsbraut 10 - ff@simnet.is - sími: 568 3920 - fax: 568 3922
Dómarar
í fínu formi
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að
Liverpool hefur ekki unnið Manchest-
er United á sínum heimavelli, Anfield,
í tæp sjö ár í deildinni. Síðasta mark-
ið kom fyrir tæpum fimm árum og
þá er talað um hvorn völlinn sem er.
Liverpool fær enn eitt tækifærið til að
laga þetta og loks bera sigur úr býtum
gegn erkifjendum sínum þegar liðin
mætast á laugardaginn.
Lítill undirbúningur
Leikurinn fer fram klukkan 11.30
eins og eðlilegt er orðið í ensku úr-
valsdeildinni. Þegar svona stórleiki
ber að garði vilja yfirvöld á Englandi
hafa alla með stírurnar í augunum
svo síður verði slagsmál og læti. Auð-
vitað hefur Rupert Murdoch sitt að
segja með sjónvarpsréttinn en það
breytir því ekki að svona á auðvitað
að byrja allar helgar.
Æfingasvæði liðanna hafa verið
tómleg að undanförnu enda allir leik-
mennirnir að leika með sínum lands-
liðum. Ein stórstjarna hefur þó mætt
til æfinga síðustu tvær vikur upp á
dag því eins ótrúlega og það hljómar
er hann ekki í landsliðinu. Það er þó
hans eigið val. Paul Scholes hefur æft
stíft með fjórum öðrum síðustu vikur
hjá Englandmeisturunum.
Kemur jafnt niður á öllum
„Við höfum verið fjórir til fimm að
æfa og þetta truflar allan undirbúning
mjög mikið, sérstaklega þegar leikur-
inn er svona snemma um helgina,“
segir Scholes en bætir við að auð-
vitað þurfi öll lið að ganga í gegnum
það sama. „Við náum ekki öllu liðinu
saman fyrr en á föstudegi eftir svona
landsleikjahrynur. Stundum hjálpar
það til og stundum ekki. Við sjáum
hvað setur.
Lætur kjúklingana hlaupa
Scholes verður án efa í byrjunar-
liði United að vanda með sínar eitr-
uðu sendingar. Hann lætur aðra um
hlaupin. „Það er gott að vera með
þessa kjúklinga í kringum sig til að
hlaupa. Ég sit bara rólegur í minni
stöðu, sendi á þá boltann og þeir
hlaupa eitthvað með hann,“ segir
Scholes sem er ekki allt of mikið í því
að tæma viskubrunn sinn yfir ungvið-
ið.
„Ég reyni að leiðbeina þeim að-
eins en ekki of mikið. Það þarf ekk-
ert að segja mikið við þessa stráka. Ég
segi bara við þá að gera nákvæmlega
það sem hefur dugað þeim hingað til.
Ferguson sér eitthvað í þeim þannig
að af hverju ættu þeir að breyta sín-
um leik eitthvað núna?“
Skuldum stuðningsmönnum
sigur
Síðustu tveir sigrar United á Anfi-
eld hafa verið það sem kallað er gegn
gangi leiksins. Liverpool hefur spil-
að mun betur, haldið boltanum en
ekki tekist að skora frekar en í öðrum
leikjum þar sem Rio Ferdinand og
Nemanja Vidic standa í vörninni. Al-
varo Arbeloa, leikmaður Liverpool,
býst við svipuðum leik en segir liðs-
menn Liverpool skulda stuðnings-
mönnunum sigur.
„Leikurinn á Anfield í fyrra var
erfið reynsla. Ég veit hversu miklu
þessi leikur skiptir stuðningsmenn-
ina og við vorum allir mjög von-
sviknir í fyrra. Þessi leikur skiptir mig
alveg jafnmiklu máli og við skuldum
stuðningsmönnum okkar sigur á Un-
ited,“ segir Arbeloa og bætir við.
„Ég held að þessi leikur sé mun
meira virði en bara þrjú stig. Ef við
vinnum Manchester United verð-
um við komnir með 10 stig og miklu
meira sjálfstraust í liðið. En það sem
meira er, allir yrðu virkilega ánægð-
ir.“
tomas@dv.is
Annar af tveimur skemmtilegustu leikjum á Englandi fer fram á laugardagsmorguninn þegar Liverpool tekur
á móti Manchester United. Hinn leikurinn er auðvitað þegar Manchester United tekur á móti Liverpool. Leik-
irnir sem slíkir hafa undanfarin ár verið skelfing á að horfa en undirbúningurinn og hjartað sem er lagt í
þessa leiki er alltaf jafnmagnað. Liverpool hefur ekki unnið United á Anfield í tæp sjö ár.
nÆSTum fimm Ár
frÁ SíÐaSTa marKi
Sárt Carlos tevez fagnar eina
markinu sem skorað var í leik united
og Liverpool á anfield í fyrra.