Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Qupperneq 50
Fyrir tíu árum höfðu félagarnir
Larry Page og Sergey Brin, stofnend-
ur Google, úr litlu öðru að spila en
hugvitinu, fjórum tölvum og hundr-
að þúsund dollurum frá fjárfesti sem
hafði veðjað á þá hugmynd þeirra að
netleitarvél gæti breytt heiminum.
Þetta hljómaði hálfótrúlega þá – en
nú, tíu árum síðar, hefur Google á að
skipa tuttugu þúsund starfsmönn-
um og markaðsvirði þess er talið
vera um hundrað og fimmtíu millj-
arðar dollara.
Helstu vandamál vefrisans næsta
áratuginn verða líklega þau að feta
þá grýttu slóð að koma áætlunum
sínum í framkvæmd án þess að
stjórnvöld grípi inn í eða almenn-
ingur verði fráhverfur fyrirtækinu.
Fyrst má þar nefna áhyggjur sam-
keppnisyfirvalda af síaukinni hlut-
deild fyrirtækisins í auglýsingasölu
á netinu en einnig hafa ýmsir aðilar
gert alvarlegar athugasemdir varð-
andi það gífurlega magn persónu-
upplýsinga sem fyrirtækið hefur yfir
að ráða. Um 650 milljónir manna
nota að jafnaði leitarvél Google og
aðrar netþjónustur fyrirtækisins svo
sem YouTube, Maps eða Gmail.
Google á farsímamarkað
Vettvangur fyrirtækisins tek-
ur sífelldum breytingum eins og
kom berlega í ljós í síðastliðinni
viku þegar Chrome-vafrinn leit
dagsins ljós. Þá má gera ráð fyr-
ir innreið Google á farsíma- og
lófatölvumarkaðinn verði helsta
verkefni næstu ára en af öðrum
áætlunum má nefna:
n Allar bækur heimsins á
stafrænu sniði
n Dagblöð síðustu áratuga á
stafrænu sniði
n Gagnabanki fyrir heilsufars-
skýrslur almennings
n Vera leiðandi í að finna raun-
hæfa orkugjafa í stað olíu
n Sala forrita til fyrirtækja
gegnum netið
n Þróun leitarvélar sem skilur
fyrirspurnir á venjulegu tal-
máli
Eins og sjá má er Google alls-
endis óhrætt við að hrinda í fram-
kvæmd metnaðarfullum áætlun-
um.
Aðrir risar kikna í hnjánum
þegar fyrirtækið teygir anga sína
inn á þeirra svið líkt og í vor þeg-
ar Microsoft tilkynnti skyndilega
að fyrirtækið hefði hætt við þá
áætlun að skanna allar bækur
heimsins og byggja gagnabanka
fyrir leitarvél á þeim grunni.
Tilraunir Microsoft til að
styrkja sína leitarvél og vefauglýs-
ingasölu hafa vægast sagt gengið
brösuglega og framtíð Google er
áfram björt.
palli@dv.is
Google-netrisinn varð tíu ára á dögunum og líklega hefur ekkert fyrirtæki náð því-
líkum vexti og viðurkenningu á jafn stuttum tíma. Vörumerki fyrirtækisins er það
þekktasta í heiminum í dag og framtíðaráætlanir Google teygja anga sína víða.
Glens oG Gam-
an á netinu
Seth McFarlane, höfundur hinna
vinsælu sjónvarpsþátta Family
Guy, hefur sett í loftið nýja
vefsíðu; sethcomedy.com. Á
síðunni má skoða stutta sketsa í
teiknimyndaformi sem aðdáend-
um Family Guy ætti að hugnast.
Síðan sem er hluti af Google’s
Content Network er kostuð af
stuttum auglýsingum í upphafi
hverrar teiknimyndar en sem
betur fer eru þær einnig settar
fram í teiknimyndastíl McFar-
lanes og fara því síður í pirrurnar
á fólki.
Föstudagur 12. september 200850 Helgarblað DV
Tækni
umsjón: pÁLL sVanssOn palli@dv.is
MeiStaradeildiN í Pro
ueFa og Konami hafa náð samkomulagi um að meistaradeild
evrópu verði aðeins í pro evolution soccer-seríunni næstu 4
árin. nýjasti leikurinn, eða pro evolution soccer 2009, kemur
út 16. október á pLaYstatIOn®3, Xbox 360 og pC-dVd, svo
í byrjun árs 2009 á Wii. samningurinn um meistaradeild evr-
ópu gerir Konami kleift að nota allt efni keppninnar til að búa
til sérstakan „ueFa Champions League“-möguleika í leikn-
um. Þessi samningur sýnir ákveðni Konami í að gera seríuna
fremsta í gerð fótboltaleikja.
Hlutdeild
CHrome eftir
eina viku
Fyrirtækið Net applications hefur
fylgst með hlutdeild Chrome-
vafrans meðal vafranotenda eftir
að hann kom á markaðinn í
síðastliðinni viku. Hæsta skor
vafrans var 1,7 prósent 5.
september en hefur svo rokkað
kringum eitt prósentið. Þetta er
alls ekki slæm niðurstaða fyrir
fyrstu betaútgáfu og þess má
geta að gamalgrónir vafrar eins
og Netscape og opera hafa ekki
nema 0,75 hlutdeild.
Risinn ekki á
bR uðfótum
Heimabíó í sól-
GlerauGum
Þetta er svo sannarlega flottur
búnaður fyrir alla kvikmynda-
sjúklinga. Heimabíó sem þú
getur virkilega horft á hvar og
hvenær sem er. Sólgleraugna-
heimabíóið svokallaða er
heimabíó byggt inn í sólgleraugu
sem varpa fjörutíu og tveggja
tommu skjá beint fyrir framan
augun á þér. Gleraugun eru
tengd við vídeó-iPod, dVd-
spilara eða hvaða vídeóspilara
sem er. ekki nóg með það heldur
hefur þessi rosalega græja líka
innbyggð stereo-heyrnartól og
virkar batteríið í fimm tíma
samfleytt. einnig er gert ráð fyrir
því að viðkomandi geti verið með
sín eigin gleraugu innan undir
sólgleraugunum sé þess þörf.
Gripinn má nálgast á hamm-
acher.com fyrir einungis tuttugu
og tvö þúsund krónur.
Stungið í samband google
hefur mikinn áhuga á
raunhæfum orkugjöfum í
stað olíu. Hér má sjá sergey
brin stinga Hybrid-bíl frá
toyota í samband.
larry Page og Sergei Brin stórhuga
fyrirætlanir hafa einkennt google-fyrirtækið
frá fyrstu tíð og það er ekkert að breytast.