Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 2
„Þótt einhver hafi fundið það út að þyrlan væri til sölu er ekki þar með sagt hvað ég geri,“ segir Magnús Kristinsson spurður um lúxusþyrl- una sem nú er auglýst til sölu hjá bandarískri þyrlusölu. Magnús segir að sú staðreynd að hann hafi lagt þyrlunni tengist ekkert efnahagsþrengingunum heldur séu tryggingarnar dýrar og því hafi hann ákveðið að leggja henni um stund. „Það eru tveir mánuðir síðan henni var lagt og það er ekki út af nú- verandi ástandi. Þetta er dýrt tæki og það er dýrt að hafa þyrluna á trygg- ingum þannig að ég ákvað að taka hana af tryggingum fyrst og fremst, það var megintilgangurinn.“ Áhugi erlendis Samkvæmt heimildum DV hafa átt sér stað einhverjar þreifingar um sölu á þyrlunni en það er íslenska fyrirtækið Þyrluþjónustan sem sér um rekstur hennar en fyrirtækið er einnig með þrjár aðrar þyrlur á sín- um snærum. „Það kostar mikla peninga að tryggja þyrlu. Þeir hjá Helicopter Ex- change fréttu af því að ég hefði lagt þyrlunni og höfðu samband við mig. Ég sagði þeim að þeir mættu hafa hana á sölu og við sjáum bara hvað út úr því kann að koma. Ég keypti hana á ákveðinn pening og ég ætla ekki að fara að tapa á þessu dæmi. Það á að vera mikill markaður fyrir þyrlur en hann hefur eitthvað dvín- að. En hún er ekki sérstaklega á sölu út af ástandinu. Það er búið að gera margt annað til að spara í þessu ár- ferði,“ segir Magnús en hann hefur tekið rækilega til í fyrirtæki sínu en með þeim aðgerðum hefur Magnús sloppið við að segja upp fólki. Í gamla daga skrúfuðu menn oft númeraplöturnar af bílum sínum og geymdu þá þannig yfir veturinn svo þeir þyrftu ekki að borga tryggingar. Það má því segja að Magnús sé að taka „númeraplöturnar“ af þyrlunni sinni en með því sparar hann hundr- uð þúsunda ef ekki milljónir. Verðmæti í fólki „Það eru miklu meiri verðmæti í fólk- inu heldur en maður gerir sér grein fyrir,“ segir Magnús sem hefur farið aðrir leiðir í niðurskurði. „Það versta sem þú gerir er að henda fólkinu út á götu og segja: „Ertu tilbúinn að koma þegar mér hentar?“ Það má ekki gera það þannig. Það eru miklu meiri verðmæti í því að gæta að hag fólksins og leyfa því að vera hjá okkur. Þess í stað minnkum við starfs- hlutfall og þannig höfum við farið í gegnum allan pakkann hjá okkur. Við erum búin að minnka allt sem hægt er að minnka,“ segir Magnús og bend- ir á ferðalög og gjafir. „Eins og sagt er, þá er hægt að skera endalaust niður í fyrirtækjum. Það er hægt að minnka allt sem heit- ir risnur, ferðalög, gjafir og þess hátt- ar en það er búið að skera allt þetta niður verulega.“ Magnús segir erfitt að átta sig á framtíðinni en vonar að ástandið fari að batna enda fari þetta illa með heimilin og fyrirtækin í landinu. „Ég á erfitt með að átta mig á þessu. Ég bíð svolítið eftir því að þessir gjaldeyrissjóðspeningar komi og önnur fyrirgreiðsla til hins opin- bera svo maður geti farið að sjá þetta gengi stoppa einhvers staðar. Það er náttúrlega alveg hræðilegt að sjá það að krónan veikist dag frá degi. Þetta fer með allar skuldir okkar í atvinnu- rekstri og skuldir heimilanna til and- skotans ef þetta heldur svona áfram,“ segir Magnús áhyggjufullur. Áhugi á lúxusþyrlu Þyrlan hans Magnúsar er af gerðinni Bell 430 og er ein sú allra flottasta sinnar tegundar og án efa sú allra veglegasta hér á landi. Þyrlan getur náð allt að 270 kíló- metra hraða á klukkustund og getur tekið allt að sex til sjö farþega. Allir innviðir þyrlunnar eru eins og í lim- ósínu og er til að mynda „limósínu- rúða“ á milli farþegarýmis og flug- manna. Sú rúða er að sjálfsögðu skyggð eins og í alvöru limósínu. Þá er veitingageymsla um borð í þyrlunni, hljómtæki með snerti- takkabúnaði auk tveggja síma sem Magnús getur notað í flugi. Handföngin inni í þyrlunni eru heldur ekkert slor. Þau eru gulli sleg- in eins og sést á meðfylgjandi mynd- um. Hvað sjálfa innréttinguna varðar, eru sætin ljósdrapplituð leðursæti en gólfteppið í þyrlunni er að sjálf- sögðu í stíl. Samkvæmt heimildum DV er söluverðið í kringum fimm til sjö milljónir dollara en miðað við nú- verandi gengi erlendis gæti þyrlan því selst á rúman milljarð króna. Aðspurður hvort hann sakni þyrlunnar segir Magnús: „Nei nei, ekkert rosalega.“ Föstudagur 7. Nóvember 20082 Fréttir Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni Allt fór á fullt fyrir hrun bankanna til að tryggja að bankafólk sem keypt hafði hlutabréf með lánum þyrfti ekki að standa við skuldbindingar sínar. Stjórn Kaupþings leysti bankamenn undan per- sónulegum ábyrgðum sínum á lánum vegna hlutabréfakaupa. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, hefur ver- ið sérstaklega gagnrýndur fyrir þátttöku sína í þeim gjörningi, enda gangi hann gegn hagsmunum almennings og þar með félagsmanna í VR. Sumir bankamenn fluttu hlutabréf sín og skuldir í einkahlutafé- lög. Kristján Arason, eiginmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, segist hafa tapað ævisparnaðinum en prísar sig sælan að þau hjónin haldi húsinu. Leyst undan skuLdum þriðjudagur 4. nóvember 20082 Fréttir Milljarðarnir hverfaStjórnendur bankans sem eru á lista yfir tuttugu stærstu hluthafana. FyrirgeF oss vorar skuldir Sigurður Einarsson 1,08% 7.992.420 hlutir. 5.227 milljónir 190960-2269 Hreiðar Már Sigurðsson ehf. 0,95% 7.047.240 hlutir. 4.609 milljónir 500506-1990 Ingvar Vilhjálmsson ehf. 0,56% 4.118.900 hlutir. 2.694 milljónir 471008-1330 Ingólfur Helgason 0,50% 3.724.880 hlutir. 2.436 milljónir 041067-5279 Þeir stjórnendur Kaupþings sem DV talaði við neita að skuldir þeirra hafi verið felldar niður. Flest bendir þó til þess að það hafi verið gert. Í kvöld- fréttum RÚV í gær kom fram að stjórn Kaupþings hefði látið afskrifa skuld- ir fjölda starfsmanna bankans áður en hann var þjóðnýttur. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir þennan gjörning hljóma einkar sér- kennilega. Heimildir DV herma að ábendingar um meint misferli inn- an Kaupþings hafi borist Fjármála- eftirlitinu fyrir nokkrum vikum. Fyrr- verandi og núverandi starfsmenn bankans sem DV hafði samband við virðast ekkert kannast við niðurfell- ingu skuldanna. Vilhjálmur Bjarna- son, aðjúnkt í hagfræði við Háskóla Íslands og formaður Félags fagfjár- festa, segir þetta vera skýlaust brot á hlutafélagalögum. DV hefur und- anfarið fjallað um mál Birnu Einars- dóttur, bankastjóra Nýja Glitnis, en það hefur vakið mikla athygli und- anfarið að bréf hennar í Glitni hurfu sökum tæknilegra mistaka að henn- ar sögn. Björgun bankamanna Í kvöldfréttum Ríkissjónvarps- ins í gær kom fram að stjórn Kaup- þings hefði látið afskrifa skuldir fjölda starfsmanna bankans áður en hann var þjóðnýttur. Fjármálaeftir- litið segist ekki hafa samþykkt niður- fellingu krafna eða trygginga vegna lánveitinga til starfsmanna bankans. Kaupþing á að hafa afskrifað skuld- irnar í lok september, nokkrum vik- um áður en bankinn var þjóðnýttur. Starfsmenn bankans og stjórnendur höfðu sumir hverjir fjárfest í bank- anum með lánum sem átti að greiða af með arðgreiðslum. Þegar bankinn var þjóðnýttur urðu bréfin verðlaus en lánin stóðu eftir. Hafi skuldirn- ar verið þurrkaðar út eins og fregnir herma er líklegt að með því hafi ver- ið reynt að bjarga bankastarfsmönn- um. Samkvæmt lögum mega þeir sem hafa orðið gjaldþrota á síðustu fimm árum ekki stjórna fjármála- stofnunum. Sömu lögmál og um önnur lán Á meðal þeirra sem áttu stóra hluti í bankanum voru Sigurður Einarsson sem átti tæpa átta milljarða. Hreiðar Már Sigurðsson átti rúma sjö millj- arða. Ingólfur Helgason átti rúma 2,4 milljarða. Ingvar Vilhjálmsson átti 2,7 milljarða en hann segir við DV að skuldir hans hafi ekki verið felld- ar niður. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu RÚV vegna málsins kemur fram að í ákvörð- un Fjármálaeftirlitsins um ráðstöf- un eigna og skulda nýju bankanna segi að skuldbindingar starfsmanna lúti sömu lögmálum og önnur lán sem fluttust yfir til nýju bankanna. Fjármálaeftirlitið hafi ekki samþykkt sérstaklega niðurfellingu krafna eða trygginga vegna lánveitinga til starfs- manna bankanna. Sérkennilegur gjörningur „Þessi gjörningur hljómar mjög sérkennilega. Við munum fara ít- arlega í gegnum það hvað er rétt og JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Á fundi með stjórnvöldum Hreiðar már Sigurðsson og Sigurður einarsson koma í ráðherrabústaðinn 6. október vegna efnahagsástandsins. þriðjudagur 4. nóvember 2008 3 Fréttir Kaupþing gleypti ævisparnaðinn Kristján Arason Ævisparnaður Kristjáns Ara- sonar, fyrrverandi handknatt- leikshetju, og eiginkonu hans, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdótt- ur menntamálaráðherra, fór í súg- inn þegar ríkið tók yfir Kaupþing. Kristján hafði keypt bréf í bank- anum og meðal annars notað til þess fjármuni frá því þegar hann var atvinnumaður í handbolta. Í febrúar í fyrra stofnaði hann eign- arhaldsfélagið 7 hægri ehf. og yf- irtók það félag fjárfestingarnar í bankanum í kjölfarið. Kristján starfaði sem framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings á þeim tíma. Hann segir einhver lán hafa hvílt á félaginu en þau hafi ekki verið strokuð út eins og fregnir herma að hafi verið gert hjá sumum fyrrverandi stjórnend- um bankans. Ævisparnaðurinn farinn „Já, ég átti hlut, eða það var á eignarhaldsfélag í minni eigu,“ segir Kristján aðspurður hvort hann hafi átt hlutabréf í Kaupþingi. Hann vill ekki tjá sig um hversu háar upp- hæðir sé um að ræða en ljóst er að þær séu þó nokkr- ar í ljósi þess að nær allt sparifé þeirra hjóna hafi farið með falli bankans. „Ævisparnaðurinn er farinn, en við eigum þó allavega húsið,“ seg- ir Kristján og bætir því við að þess- um fjármunum hafi verið ætlað að vera sparnaður til lengri tíma. „Við höfðum mikla trú á Kaup- þingi,“ segir hann og ítrekar að þarna hafi verið samankomið allt það sem þau höfðu safnað um æv- ina. Þegar Kristján er spurður út í hvort lán hans vegna hlutabréfa- kaupa hafi verið felld niður eins fregnir herma að hafi verið gert með aðra stjórnendur segir hann svo ekki vera. „Það hefur engin niðurfelling átt sér stað og verður bara farið með mitt eignarhalds- félag eins og önnur. Það er ekkert óheiðarlegt við neitt sem ég hef gert í þessu máli,“ segir hann. Stóð rétt að málum Bréfin í Kaupþingi voru upp- haflega á nafni Kristjáns en voru síðar sett inn í eignarhaldsfé- lag hans 7 hægri ehf. Spurður um stöðu félagsins í ljósi þess að skuldirnar falli á það svarar hann: „Ég vil ekki tjá mig um það.“ Hann segir að eftir að hlutirn- ir hafi verið settir inn í eignasölu hafi gengi hlutabréfa Kaupþings hækkað mikið en það sem síð- an gerðist hefði enginn getað séð fyrir. Hlutabréf Kristjáns voru færð yfir í 7 hægri ehf. um mánaðamót- in febrúar, mars en félagið var stofnað í febrúar. Kristján er stjórnarformaður í 7 hægri ehf. og Þor- gils Óttar Mathiesen er varamaður. Þegar Kristján er spurður hversu miklar skuldir liggi á 7 hægri ehf. vill hann ekki tjá sig um það. „Það voru einhver lán og líka eigið fé,“ segir hann. „Þetta var gert með samþykki forstjóra og regluvarð- ar Kaupþings,“ segir Kristján sem vill ítreka að rétt hafi verið staðið að málum. Leikkerfið klikkaði Kristján er eins og alþjóð veit þekktastur fyrir mikla handknatt- leikshæfileika en hann var kosinn fjórði besti handknattleiksmað- ur í heimi árið 1989. Eftir að hann lagði boltann á hilluna varð hann umsvifamikill í fjármálalífinu hér á landi. Kristján hefur áður sagt að nafnið 7 hægri hafi ver- ið fengið beint úr handboltanum en bæði Kristján og Þorgils Óttar eru meðal bestu handknattleiks- manna Íslandssögunnar. Kristján hefur áður lýst 7 hægri sem „prív- at“ eignarhaldsfélagi. „Það veitir kannski ekki af góðum leikkerfum eins og staðan er í dag,“ sagði Kristján við Vísi síðasta vetur, rétt eft- ir að hann hafði stofnað 7 hægri ehf. jonbjarki@dv.is „Ævisparnaðurinn er farinn, en við eigum þó allavega húsið.“ Eignarhaldsfélagið situr í súpunni Kristján arason stofnaði eignarhaldsfélagið 7 hægri ehf. í febrúar og það yfirtók allar fjárfestingar hans í Kaupþingi. óvíst er um framtíð félagsins. Húsið stendur Kristján segir sig og þorgerði hafa tapað tapað miklum fjárhæðum en eftir standi húsið sem þau eigi ennþá. Trúðu á Kaupþing Ævisparnað- ur Kristjáns arasonar og þorgerðar Katrínar varð að engu þegar ríkið tók bankann yfir. rangt. Fjármálaeftirlitið fer nú í gegn- um allan rekstur allra bankanna fyr- ir hrunið. Þar er allt sem orkar tví- mælis skoðað sérstaklega. Ef um er að ræða óeðlilega hluti verða mögu- leikar á riftun kannaðir,“ segir Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Heimildir DV herma að ábend- ingar um meint misferli innan Kaup- þings hafi borist Fjármálaeftirlitinu fyrir nokkrum vikum. Þær grun- semdir hafi orðið til þess að áhersla var lögð á að fá utanaðkomandi og óháðan bankastjóra en ekki inn- anhússmann. Þar með var Finnur Hjörleifsson ráðinn. Skýlaust brot Benedikt Sigurðsson, upplýs- ingafulltrúi Kaupþings, kannaðist ekki við að lán starfsmanna bank- ans hefðu verið felld niður þegar DV hafði samband við hann. Hann seg- ir einnig að honum sé alveg ókunn- ugt um að einstaklingar innan bank- ans hafi fjármagnað hlutabréfakaup með lánum. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í hagfræði við Háskóla Ís- lands og formaður Félags fagfjár- festa, segir þetta vera skýlaust brot á hlutafélagalögum. „Þessar bless- uðu skilanefndir eiga náttúrulega að horfa á þetta,“ segir hann en tekur fram að hann eigi eftir að kynna sér málið til hlítar. Þögn Kaupþings Fram hefur komið í fjölmiðlum að um tugi milljarða sé að ræða. Fregn- irnar eru sláandi í ljósi þess að hinn almenni borgari fær skuldir sínar ekki felldar niður. Fram hefur komið í fjölmiðlum að skuldir þjóðarbúsins séu 9.400 milljarðar króna en það eru 7,7 milljónir á hvert einasta manns- barn. Kaupþing hefur ekki gefið frá sér neina yfirlýsingu í kjölfar þessara fregna en Landsbankinn sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttarinnar. Þar kemur fram að Landsbanki Ís- lands hf. hafi ekki veitt starfsmönn- um sínum lán fyrir hlutabréfakaup- um sem hluta af starfskjörum. Því sé ekki um neinar niðurfellingar skulda starfsmanna eða félaga þeirra að ræða hjá bankanum. Eins og fyrr segir hefur mál Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Nýja Glitnis, verið mikið í fjölmiðl- um undanfarið. Þegar Árni Tómas- son, skiptastjóri Glitnis, var spurð- ur hvort ekki væri óheppilegt að stjórnendur gömlu bankanna hefðu tekið við stjórn þeirra nýju sagð- ist hann í rauninni ekki skilja slíkan málflutning. Það væri mikil þekking sem fylgdi starfsmönnum bankanna og í raun ómögulegt að byggja nýju bankana upp á fólki af atvinnuleys- isskrá. „Kemur engum við nema mér“ Birgir Örn Arnarson, yfirmaður áhættustýringar Kaupþings, kann- aðist ekki við að skuldir hans hefðu verið afskrifaðar þegar DV náði tali af honum. „Ég veit ekki til þess að það sé búið að gera neitt í því, þær eru ennþá bara eins og þær eru,“ sagði hann. Hann vildi ekkert tjá sig um hversu miklar upphæðir væru í bréfum hans. Né heldur vildi hann segja hvort hann hefði tekið lán fyrir kaupunum á sínum tíma. „Það kem- ur engum við nema mér,“ sagði hann við blaðamann DV. Þegar Birgir var spurður hvern- ig fjárhagsstaða hans væri nú þegar hlutirnir í bankanum væru orðnir verðlausir sagðist hann ekkert vilja fara út í það. Hann ítrekaði að verið væri að rugla honum saman við ein- hvern annan, hann hefði ekki keypt bréf fyrir tvo milljarða. „Þessi gjörningur hljómar mjög sér- kennilega. Við mun- um fara ítarlega í gegnum það hvað er rétt og rangt.“ Glæsivilla Sigurðar Stjórnarformaður Kaupþings byggir nú tæplega 900 fermetra glæsivillu í borgarfirð-inum, með 50 fermetra vínkjallara. Hann keypti nýverið hús í Lundúnum á tvo milljarða króna. DV greindi frá því í byrjun vikunnar að hætta væri á að fólk festist í skulda- fjötrum vegna lækkandi húsnæðisverðs og vax- andi verðbólgu. Í gær birti Seðlabankinn svo peningamála- rit sitt um þróun og horfur í efna- hagsmálum. Þar kom fram að fasteignaverð hefur þegar lækkað um 14 prósent að teknu tilliti til verðbólgu og að eftir tvö ár kunni fasteignaverð að hafa lækkað um fjórðung í viðbót að nafnvirði. Það þýðir, gangi spáin eftir, að húsnæði verði helmingi ódýrara að raunvirði en það var á síðasta ári. Þá er bæði búið að reikna inn í dæmið verðlækkun í krón- um talið og verðbólgu. aLmenningur í vanda Vertu Hannes í einn dag heimilin hrynja F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ár sinsmánuda gur 3. nóvember 2008 dagblaðið vísir 204. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 neytendur rændi ragnHeiði gröndal Hörmungar yfirvofandi Hjá Húsnæðiseigendum: Húsnæðismarkað- urinn „í klessu“ „Þetta er lognið á undan storminum“ „Fólk festist í skulda- og eignafjötrum“ Minnst 16 prósenta hækkun fasteignalána Fréttir Fólk Fréttir sjálFstæðisFlokkurinn í sjálFHeldu Framsókn og Vg vilja ekki fara í stjórn með flokknum „krossleggur bara fingur“ 25-45% hrun! lára ómarsdóttir missti vinnuna Fritzl læsti MöMMu sína inni góðæriskvöld í verðlaun allt að 75% Munur Fólk ódýrustu dekkjaskiptin síbrotamaður í þriggja ára fangelsi listamenn vilja ekki konu geirs Fréttir Fréttir Fréttir 2 „Fram undan er löng leið. Það er á bratt- ann að sækja. Við náum kannski ekki á áfangastað á einu ári, jafnvel ekki einu kjör- tímabili. En, Banda- ríkjamenn, ég hef aldrei verið eins bjart- sýnn og í kvöld á að við komumst þangað,“ sagði öld- ungadeildarþingmaðurinn Barack Obama þegar hann hafði tryggt sér sigur í bandarísku forsetakosningunum. Sigur Obamas er sögu- legur. Hann er fyrsti þeldökki maðurinn sem nær kjöri til þessa æðsta embættis Bandaríkjanna. Nú liggur fyrir honum að leiða Bandaríkin og umheiminn út úr þeirri kreppu sem hefur umlukið heiminn. Jafn- framt þarf hann að takast á við að Bandaríkin standa í stríðsrekstri bæði í Írak og Afganistan, Obama hefur heitið því að fækka her- mönnum í Írak en ætlar að styrkja Bandaríkjaher í Afganistan. Obama fagnar sigri fimmtudagur 6. nóvember 200812 Fréttir Verðandi forseti Bandaríkjanna, Bar-ack Obama, getur vænst harkalegrar stefnu frá rússneskum starfsbróður sínum, Dmitry Medvedev. Í sínu fyrsta ávarpi til rússnesku þjóðarinnar, síðan hann tók við for-setaembættinu af Vladimír Pútín, hót-aði Medvedev að sett yrði upp Iskand-er-eldflaugakerfi í Kalíningrad, sem liggur við Eystrasaltið, á milli tveggja Natóþjóða, Litháens og Póllands. Hlutverk flugskeytanna væri að mynda mótvægi við það eldflaugavarnakerfi sem Bandaríkjamenn hyggjast setja upp í Póllandi og Tékklandi. Að sögn Medvedevs yrði eldflauga-varnarveggur Bandaríkjanna í Pól-landi og Tékklandi bein ógn við ör-yggi Rússlands og hefur hann meðal annars fallið frá hugmyndum um að leggja niður herdeildir á skotpallaher-stöðvum. Rússar virðast gefa lítið fyr-ir útskýringar Bandaríkamanna um að fyrirhuguð eldflaugakerfi í Póllandi og Tékklandi séu hugsuð sem vörn gegn „óútreiknanlegum“ þjóðum á borð við Íran og Norður-Kóreu. Í ávarpi sínu í gær gagnrýndi Med-vedev Bandaríkin einnig fyrir að hafa átt afgerandi þátt í því stutta stríði sem geisaði á milli Rússa og Georgíumanna í ágústmánuði, og segir ábyrgðina liggja hjá „sjálfsbirgingslegri“ banda-rískri ríkisstjórn. Medvedev sagði að Rússar myndu aldrei gefa eftir á Kák-asussvæðinu. Dmitry Medvedev sagði einnig að Bandaríkin bæru ábyrgð á efnahagskreppunni, en að Rússar myndu standast þá raun. Margir telja að hlutverk Medved- evs sé aðeins að vera staðgengill fyr-ir Pútín, þar til Pútín getur sest aftur í forsetastól. Medvedev hefur tjáð rúss- neskum þingmönnum að hann vilji lengja kjörtímabil forseta landsins úr fjórum árum í sex ár. rússlandsforseti hótar bandaríkjunum „Ef enn fyrirfinnst einhver, sem efast um að Bandaríkin séu staður þar sem allt er mögulegt, sem enn veltir fyrir sér hvort draumur stofnenda okkar sé enn á lífi, sem enn ber brigður á styrk lýðræðis okkar, þá er kvöldið í kvöld svarið. Það er svar ungra og aldinna, ríkra og fátækra, demókrata og repúblik- ana, þeldökkra, hvítra, spænskætt- aðra, asískra, frumbyggja, samkyn- hneigðra, gagnkynhneigðra, fatlaðra og ófatlaðra, Bandaríkjamanna sem hafa sent umheiminum þau skilaboð að við höfum aldrei verið eingöngu samsafn einstaklinga eða safn rauðra og blárra ríkja. Við erum, og munum ávallt vera, Bandaríki Norður-Ameríku. McCain öldungadeildarþingmað- ur barðist lengi og vel í þessum slag. Og hann hefur barist lengur og bet- ur fyrir þjóðina sem hann elskar. Fórn hans fyrir Bandaríkin er meiri en flest okkar geta ímyndað sér. Sak- ir þjónustu þessa hugrakka og ósér- hlífna leiðtoga erum við betur sett. Ég óska honum til hamingju; ég óska Palin ríkisstjóra til hamingju vegna þess sem þau hafa áorkað. Og ég hlakka til að starfa með þeim á kom- andi mánuðum að því að endurnýja fyrirheit þessarar þjóðar. Barátta okkar hófst ekki í sölum Washingtonborgar. Hún hófst í bak- görðum Des Moines og stofum í Con- cord og á veröndum í Charleston. Hún byggðist á vinnandi körlum og konum sem gáfu af takmörkuðu sparifé sínu til málstaðarins, 5 og 10 og 20 [dollara]. Hún fékk styrk frá ungu fólki sem hafnaði goðsögninni um áhugaleysi kynslóðar sinnar, og yfirgaf heimili sitt og fjölskyldu vegna verkefna sem buðu upp á lág laun og lítinn svefn. Hún fékk styrk frá ekki svo ungu fólki sem bauð birginn brunagaddi og brennandi hita, við að banka á hurð- ir hjá ókunnugu fólki, og frá milljón- um Bandaríkjamanna sem buðu sig fram og skipulögðu og færðu sönnur á að eftir tvær aldir var enn að finna ríkisstjórn fólksins, skipaða af fólki og fyrir fólkið. Sigurinn er ykkar. Og mér er vel kunnugt að tilgang urinn var ekki eingöngu að vinna kosningarnar. Og ég veit að þið gerð uð þetta ekki fyrir mig. Þið gerðuð þetta því þið skiljið umfang þess verkefnis sem framund an er. Því þrátt fyrir að við fögnum í kvöld vitum við að áskoranir morg undagsins er þær stærstu á okkar tímum – tvö stríð, pláneta í háska, versta efnahagskreppa aldarinnar. Framundan er löng leið. Það er á brattann að sækja. Við náum kannski ekki á áfangastað á einu ári, jafnvel ekki einu kjörtímabili. En, Banda ríkjamenn, ég hef aldrei verið eins bjartsýnn og í kvöld á að við kom umst þangað. Ég lofa ykkur, við sem þjóð kom umst þangað. Það verða hindranir og mistök. Margir munu ekki vera samþykkir öllum ákvörðunum sem ég tek sem forseti. Og við vitum að ríkisstjórn in getur ekki leyst öll vandamál. En ég verð ávallt ærlegur gagnvart ykk ur hvað varðar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Ég mun hlusta á ykkur, sérstaklega þegar okkur greinir á. Og, umfram allt, mun ég biðja ykkur að sameinast í því verki að endurbyggja þjóðina, á þann eina máta sem það hefur verið gert í 221 ár – með einum klossa í einu, einum múrsteini í einu, handlönguðum af sigggrónum höndum. Í þessu landi stöndum við eða föllum sem þjóð, sem einn. Föllum ekki í þá freistni að hverfa til gamalla flokkadrátta og smámunasemi og vanþroska sem litað hafa stjórnmál okkar í langan tíma. Gleymum ekki að það var maður úr þessu fylki sem fyrstur manna bar fána Repúblikanaflokksins í Hvíta húsið, flokks sem byggður er á gild um sjálfstrausts og frelsi einstakl ingsins og einingu þjóðarinnar. Öll deilum við þessum gildum. Og þrátt fyrir að Demókrataflokkur inn hafi unnið frækinn sigur í kvöld, þá gerum við það með auðmýkt og ákveðni í að brúa það bil sem haml að hefur árangri okkar. Eins og Lincoln sagði við þjóð sem var mun sundraðri en við, við erum ekki óvinir heldur vinir. Þó þær séu teygðar vegna ástríðna mega taugar kærleiksþels okkar ekki rofna.“ Barack Obama ræddi um þær miklu áskoranir sem þjóðin stendur frammi fyrir og mikilvægi þess að hún stæði saman að þeim verkefnum sem fram undan eru. „Sigurinn er ykkar KOlBeinn þOrsteinssOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is rússneskt flugskeyti rússar hóta að svara bandaríkjamönnum í sömu mynt. Baracks Obama John McCain Tilboð á barnamyndatökum Góð mynd er falleg jólagjöf! Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is fimmtudagur 6. nóvember 2008 29 Fréttir neskum þingmönnum að hann vilji lengja kjörtímabil forseta landsins úr Og mér er vel kunnugt að tilgang- urinn var ekki eingöngu að vinna kosningarnar. Og ég veit að þið gerð- Þið gerðuð þet a því þið skiljið umfang þes verkefnis sem framund- an er. Því þrát fyrir að við fögnum í kvöld vitum við að áskoranir morg- undagsins er þær stærstu á okkar tímum – tvö stríð, pláneta í háska, versta efnahagskreppa aldarinnar. Framundan er löng leið. Það er á brat ann að sækja. Við náum kannski ekki á áfangastað á einu ári, jafnvel ekki einu kjörtímabili. En, Banda- ríkjamenn, ég hef aldrei verið eins bjartsýnn og í kvöld á að við kom- Ég lofa ykkur, við sem þjóð kom- Það verða hindranir og mistök. Margir munu ekki vera samþykkir öl um ákvörðunum sem ég tek sem forseti. Og við vitum að ríkis tjórn- in getur ekki leyst öl vandamál. En ég verð ával t ærlegur gagnvart ykk- ur hvað varðar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Ég mun hlusta á ykkur, sérstaklega þegar okkur greinir á. Og, umfram al t, mun ég biðja ykkur að sameinast í því verki að endurbyggja þjóðina, á þann eina máta sem það hefur verið gert í 221 ár – með einum klos a í einu, einum múrsteini í einu, handlönguðum af Í þes u landi stöndum við eða föl um sem þjóð, sem einn. Föl um ekki í þá freistni að hverfa til gamal a flokkadrát a og smámunasemi og vanþroska sem litað hafa stjórnmál Gleymum ekki að það var maður úr þes u fylki sem fyrstur manna bar fána Repúblikanaflokksins í Hvíta húsið, flokks sem byggður er á gild- um sjálfstrausts og frelsi einstakl- Öl deilum við þes um gildum. Og þrát fyrir að Demókrataflokkur- inn hafi unnið frækinn sigur í kvöld, þá gerum við það með auðmýkt og ákveðni í að brúa það bil sem haml- Eins og Lincoln sagði við þjóð sem var mun sundraðri en við, við erum ekki óvinir heldur vinir. Þó þær séu teygðar vegna ástríðna mega taugar “ Barack Obama Um tvö hundruð þúsund manns höfðu safnast saman í, og við, Grant-garðinn í Chicago, heimaborg Baracks Obama, og allt ætlaði um koll að keyra í fagn-aðarlátunum þegar ljóst var að hann fengi það verkefni að binda endi á tímabil Bush í Hvíta húsinu. Á miðnætti á staðartíma steig hinn fjörutíu og sjö ára öldungadeildar-þingmaður frá Illinois, sonur ken-ísks föður og móður frá Kansas, á svið ásamt eiginkonu sinni, Michelle, og dætrum þeirra, Maliu og Söshu, und-ir taktföstu klappi og lofaði heiminum að „dögun nýrrar bandarískrar forystu væri runnin upp“. Kynþáttamúrarnir féllu Stuðnings-menn Obama brustu í grát þegar þeir heyrðu fyrstu spár um að þeldökkur maður væri fast að því búinn að tryggja sér forsetastólinn. Fögnuður í Frakklandi Það var víðar en í bandaríkjunum sem sigri Obama var fagnað. tilfinningarnar leyna sér ekki hjá þessari konu í París. Sorgartár á hvarmi Þau voru ekki öll gleðitár, tárin sem vættu hvarma þegar úrslit kosninganna lágu ljós fyrir. Hér tárast stuðningskona Johns mcCain þegar hann viðurkennir ósigur sinn. Tilfinningaþrunginn léttir eftir tuttugu og eins mánaðar óvissu eru málalyktir ljósar og sumir varpa öndinni léttar en aðrir ekki. John McCain játar sig sigraðan Það er mat margra að ræða mcCains, þegar hann viðurkenndi ósigur sinn og óskaði barack Obama til hamingju, hafi verið ein sú besta sem hann hefur flutt á meðan kosningaslagurinn stóð yfir. Í Washington DC barack Obama hefur brotið blað í sögu bandaríkj- anna. Hér fagna stuðningsmenn hans í Washington úrslitum sem víða um heim voru álitin óhugsandi. 3 Atli MÁr GylfAson blaðamaður skrifar: atli@dv.is Eyjapeyinn og auðmaðurinn Magnús Kristinsson flaug eitt sinn á milli lands og eyja á glæsilegri lúxusþyrlu en nú hefur henni verið lagt. Magnús, sem er eigandi Toyota-umboðsins á Íslandi, segir það kosta mikla peninga að tryggja þyrluna og því hafi hann ákveðið að geyma hana um stund. Magnús hefur ekki ákveðið hvort hann selji þyrluna. AuðmAður leggur þyrlu Alvöru gripur Þyrlan er ein sú fullkomnasta og flottasta hér á landi en það er fyrirtækið Þyrluþjónustan sem sér um rekstur hennar og viðhald fyrir magnús. Gulli slegin Handföngin og beltin í þyrlunni eru slegin gulli. Magnús Kristinsson Útgerðarmaður og eigandi toyota- umboðsins á Íslandi hefur lagt þessari glæsilegu þyrlu sem hann eitt sinn kallaði sína eigin samgönguáætlun. hitt málið Einstök bók um mann sem mætt hefur meiri mótbyr en gengur og gerist, en býr þó yfir fádæma lífsgleði og baráttuþreki og horfir ávallt fram á veginn. MEÐAN HJARTAÐ SLÆR MEÐAN HJARTAÐ SLÆR -lífsreynslusaga Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar -í senn hugljúf og skemmtileg bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.