Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 18
Föstudagur 7. Nóvember 200818 Helgarblað
Vestmannaeyjabær lætur kanna
kosti þess að segja skilið við Eignar-
haldsfélagið Fasteign hf. og leysa til
sín þær eignir sem bæjarfélagið hef-
ur lagt inn í félagið.
EFF hf. byggist á samstafi sveitar-
félaga við einkaaðila um samfélags-
leg verkefni og hefur Vestmannaeyja-
bær lagt fjölda fasteigna inn í félagið
og leigir þær síðan aftur. Þar á meðal
eru tveir grunnskólar, tveir leikskólar
og íþróttahús. Á móti eignast bæjar-
félagið hlut í Fasteign.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum , segir að leigan
hafi hækkað um allt að 60 prósent
á skömmum tíma. Vestmannaeyja-
bær greiði EFF hf. 14 til 15 milljónir
króna á mánuði í leigu eða sem svar-
ar um 175 milljónum króna á ári í
stað liðlega 100 milljóna króna fyrir
gengishrun krónunnar.
Leigan bundin genginu
Hækkun leigunnar má fyrst og fremst
rekja til þess að leigugjaldið er að 55
prósentum bundið erlendum gjald-
miðlum.
Svipuð staða er uppi í Reykjanes-
bæ, sem hefur þó engin áform um
að ganga út úr EFF. Ólafur Thorder-
sen, bæjarfulltrúi minnihlutans, seg-
ir að leigugjöld til EFF hafi hækkað
á skömmum tíma um 200 milljónir
króna vegna gengishruns krónunn-
ar. Heildargreiðslur Reykjanesbæjar
til EFF árið 2007 námu 600 milljón-
um króna. Samkvæmt upplýsingum
skrifstofu Reykjanesbæjar eru leigu-
gjöld áætluð um 800 milljónir króna
á því næsta. Áætluð hækkun er því
35 prósent á næsta ári að teknu tilliti
til þess að við bætist nýr leikskóli og
búningsaðstaða við knattspyrnuvöll.
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ
telja að ef bærinn hefði átt sjálf-
ur alla skóla og önnur mannvirki
hefðu erlend lán vegna viðhalds og
framkvæmda numið 7,5 milljörðum
króna sem hefði einnig verið mjög
íþyngjandi fyrir bæjarfélagið.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, telur þannig að
Reykjanesbær hafi notið hás gengis
krónunnar undanfarin ár. Erlend lán
fyrir nýbyggingum á vegum bæjarins
hefðu einnig orðið íþyngjandi.
Einkareknar fasteignir
Bergur Hauksson, framkvæmda-
stjóri Fasteignar hf., segir að varla
hafi nokkur maður gert ráð fyrir 90
prósenta falli krónunnar frá síðustu
áramótum. Fram að þeim tíma hafi
sveitarfélög, sem kosið hafi að fara
einkarekstrarleið með fasteignir
sínar, notið hás gengis krónunnar.
Hann bendir á að staðan sé slæm
miðað við ástandið í augnablikinu
en gera verði ráð fyrir því að gengi
krónunnar hækki á ný. Að teknu
tilliti til allra þátta telur Bergur að
raunveruleg hækkun leigunnar sé
25 prósent en ekki 50 prósent.
Umsvif Eignarhaldsfélagsins
Fasteignar eru mikil. Helstu eigend-
ur þess eru Glitnir, sem nú er í eigu
ríkisins, en EFF á og leigir Glitni
höfuðstöðvar bankans við Kirkju-
sand í Reykjavík. Hlutur Glitnis er
um 24 prósent. Reykjanesbær á um
22 prósent í félaginu. Vestmanna-
eyjabær, Álftanesbær, Sparisjóður
Mýrasýslu og Háskólinn í Reykjavík
eru einnig stórir hluthafar. Hlutur
HR fer stækkandi, en Fasteign verð-
ur eigandi að nýbyggingum háskól-
ans við Öskjuhlíð í Reykjavík og
leigir skólanum þær næstu áratugi.
Bergur segir að fjármálakreppan
hafi ekki enn haft truflandi áhrif
á byggingarframkvæmdirnar við
Öskjuhlíð.
Jóhann hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Eyjamönnum nóg boðið
Leiga á einkareknum fasteignum sveitarfélaga og fyrirtækja hefur hækkað á skömmum tíma um tugi prósenta
vegna gengisfalls krónunnar. Vestmannaeyjabær íhugar að leysa til sín skóla og önnur mannvirki sem bærinn
seldi Fasteign hf. og leigir af félaginu.
Vestmannaeyjar bærinn seldi Fasteign hf. skólabyggingar, leikskóla og íþróttahús
og kannar nú hvort hagkvæmara sé fyrir bæjarbúa að kaupa byggingarnar aftur.
Árni sigfússon Framkvæmda- og
viðhaldskostnaður hefði hvílt á
erlendum lánum.
Elliði Vignisson Leigan hefur hækkað
um sextíu prósent á skömmum tíma.
Ekki fluttur þrátt fyrir tilmæli lækna:
„Ég er eins og
bleikur jólasveinn“
„Ég er búinn að vera í hungurverk-
falli síðan á föstudag og þau segja
að það komi þeim ekki við en þau
bera ábyrgð á mér meðan ég er
inni í fangelsinu,“ segir Þór Óliv-
er Gunnlaugsson, fangi á Litla-
Hrauni. Eins og DV greindi frá í
september hefur Þór Óliver farið í
tvær hjartaþræðingar á skömmum
tíma og ítrekað beðið um flutning
þar sem hann telur að aðstæður
á Litla-Hrauni séu ekki sjúklingi
sæmandi.
Í gögnum sem DV hefur undir
höndum, frá tveimur læknum sem
hafa skoðað Þór Óliver, er
eindregið mælt með því
að Þór verði fluttur í ann-
að fangelsi vegna veikinda
hans. Þór skilur ekkert í
yfirmönnum fangelsisins
og gagnrýnir þá harðlega.
„Páll Winkel sagði mér í
símaviðtali að hann yrði
fyrstur manna til að vista
mig á sjúkrastofnun þeg-
ar hann fengi gögnin. Nú
eru tvö læknisvottorð fyrir
framan hann og það virðist
ekki nægja honum,“ segir Þór sem
hefur lítið sem ekkert borðað síð-
an á föstudag til að mótmæla að-
gerðaleysi fangelsisyfirvalda. „Ég
hef borðað eina jógúrtdós á dag,
svona mun ég næra mig fyrstu
vikuna og minnka það smátt og
smátt.“
Páll Winkel fangelsismála-
stjóri segir að hann geti ekki tjáð
sig um einstaka fanga en annað-
hvort sé fangi hæfur til að vera í
fangelsi eða ekki. Hann gat ekki
svarað því hvers vegna Þór Óliver
væri ekki færður um fangelsi þrátt
fyrir vottorðin frá læknunum. „Í
raun og veru ætti Fangelsismála-
stofnun fyrir löngu að vera farin að
aðlaga mig samfélaginu í stað þess
að vera linnulaust að áreita mig
með alls konar aðgerðum,“ segir
Þór og bendir á að hann kvíði því
að fara út í samfélagið. „Ég er eins
og bleikur jólasveinn með sautj-
ánda júní fána, eins og segir í text-
anum hans Ladda, í þeim dagsleyf-
um sem ég hef farið í hef ég verið í
hálfan mánuð að undirbúa mig til
að fara út og annan hálfan mánuð
að jafna mig.“
Var dæmdur fyrir morð Þór
óliver hefur setið inni í tólf ár og
á tvö eftir af afplánun.
Eitt meginmarkmið laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna
og karla nr. 10/2008 er að vinna gegn launamisrétti og annarri
mismunun á grundvelli kynferðis á vinnumarkaði. Í lögunum segir
m.a:
Mismunun á grundvelli kyns er bönnuð.
Það gildir að sjálfsögðu einnig um uppsagnir.
Atvinnurekendur og stéttarfélög eiga að vinna markvisst að því að
jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði.
Sérstaklega á að leggja áherslu á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar
– og áhrifastöðum.
Konur og karlar hjá sama atvinnurekanda eiga að fá jöfn laun og
sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Starfsfólk má alltaf skýra frá launakjörum sínum.
Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum sem
körlum.
Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga
á hlutfall kynjanna að vera sem jafnast og ekki minna en 40%
þegar fulltrúar eru eiri en þrír. Sama gildir um stjórnir opinberra
hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að.
Jafnréttisstofa
Stöndum vörð um jafnrétti kynjanna
Að gefnu tilefni