Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Síða 28
Helgarblað DVFöstudagur 7. Nóvember 200828 HIN HLIÐIN Bullandi námsmaður Nafn og aldur? „Jóhann Jónsson, 21 árs.“ Atvinna? „Bullandi námsmaður, stunda tónlist og fleira með- fram því.“ Hjúskaparstaða? „Á lausu.“ Fjöldi barna? „Ekkert enn sem komið er.“ Áttu gæludýr? „Nei, gerist kannski einhvern daginn.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „ Ég spilaði á tónleikum með Johnny And The Rest á Dillon um daginn og var það fínasta sjóv.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Nei, er löghlýðinn borgari.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Levi´s-náttbuxurnar mínar því þær eru svo þægilegar.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei, hef ekki þurft þess hingað til.“ Hefur þú tekið þátt í skipu- lögðum mótmælum? „Já, mótmælti síðast ein- hverju í menntaskóla. Ég man ekkert hvað það var en ég held að stemningin sem myndast alltaf þegar fólk hittist hafi dregið mig með. Annars er alltaf verið að reyna að fá mann til að mót- mæla efnahagsástandinu en ég hef það bara fínt og svo er bara svo kalt úti á þessum árstíma.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Já, klárlega.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Það heitir Stand out og er með Þrumufleyg.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Útgáfutónleika Johnny And The Rest sem haldnir verða á Domo á laugardaginn. Það verður geðveikt sjóv og feitt partí. Hvet fólk til að mæta ef það vill sjá einhverja snilld.“ Afrek vikunnar? „Gefa út fyrstu plötu Johnny And The Rest.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei, alltaf á leiðinni til spákon- unnar.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já, á píanó og bassa aðallega en annars allt annað sem ég kemst í.“ Styður þú ríkisstjórnina? „Hvaða ríkisstjórn?“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „ Ástin.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Roy Orbison til að fá svar við stóru spurningunum í lífinu.“ Ertu með tattú? „Er enn ekki nógu lífsreyndur til að smella einni kóbraslöngu á upphandlegginn.“ Hefur þú ort ljóð? „Auðvitað.“ Hverjum líkist þú mest? „Litla bróður.“ Ertu með einhverja leynda hæfi- leika? „Æfði eitt sinn dans og á það til að breytast í atvinnudansara eft- ir nokkra.“ Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Sjálfu sér.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Held að ölið sé alveg nóg bara.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Fyrir framan píanóið.“ Jóhann Jónsson er maðurinn á bak við hlJómsveitina Johnny and the rest. hlJómsveitin sem hlotið hefur mikið lof er nýbúin að gefa út plötu og mun halda útgáfutónleika næstkomandi laugardag á domo. dv mynd kristinn Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is Fjarstýrðir bílar í miklu úrvali. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson VESTURRjúpnaskot í VesturröstRemington og Winchester

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.