Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Qupperneq 30
Föstudagur 7. Nóvember 200830 Helgarblað DV „Mig dreymdi alltaf um að verða hönnuður,“ segir Jónína Loftsdótt- ir sem hannar litríkar og fallegar húfur undir merkinu Nína fína. Allt hófst þetta í kennaraverk- fallinu árið 2004 en Nína starfar sem kennari í Lágafellsskóla. „Ég var svo eirðarlaus og fór því að hanna og sauma húfur.“ Nína byrj- aði að selja vinum og vandamönn- um húfurnar en áður en hún vissi af var hún hætt að anna eftirspurn. „Þarna var boltinn farinn að rúlla og ég ákvað því að freista gæfunnar. Ég hafði samband við konu í Kína og hófst þá mikið ferli sem endaði með því að ég hannaði heila línu og lét framleiða hana fyrir mig í Kína.“ Nína segir það hafa verið erf- itt að vera eingöngu í tölvusam- skiptum við Kína og að í flestum tilfellum þurfi fólk að fara utan til að láta svona ganga upp. Allt gekk þetta þó á endanum hjá Nínu og húfurnar urðu eins og hún ósk- aði sér. „Í kringum Kínaævintýrið mitt stofnaði ég svo fyrirtækið Nína fína eða í september í fyrra.“ Hröð þróun Þegar Nína byrj- aði að sauma, saumaði hún ein- ungis húfur á börn en það breyttist fljótt er hún fór að fá sérpantanir frá full- orðnum. Upphaflega ætlaði Nína sér að hafa enga húfu eins en þegar framleiðslan fór af stað varð það erfitt viðureignar. Nína lagði stund á nám í textíl- deild Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1990 til 1993 og nýtist sú reynsla henni afar vel við hönnun húfanna. Það eru þó ekki einungis húfur sem Nína saumar því eins og sjá má á heimasíðu fyr- irtækisins, ninafina.is, saumar Nína einnig fallegar peysur og kjóla. Vörurnar fást ekki í verslunum á höfuðborgarsvæðinu en víða úti á landi má rekast á vörur frá Nínu fínu, meðal annars í Leifsstöð, á Gullfossi og Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hins vegar geta áhugasamir haft samband við Nínu í gegnum heimasíðuna og pantað það sem hugann girnist en þar má sjá allt vöruúrvalið í heild sinni. Hönnun fyrir alla Húfurnar eru á mjög góðu verði og þegar Nína er spurð út í það seg- ist hún hafa lagt upp með það frá byrjun að vera með hönnun fyrir alla. „Ég vil að fólk úr öllum stétt- um geti keypt hönnun mína. Svo eru börn líka svo gjörn á að týna húfunum sínum og þar af leiðandi fannst mér nauðsynlegt að hafa þær á góðu verði.“ Aðspurð hvað hún vilji ráðleggja konum í hennar sporum sem eiga sér draum segir Nína þeim einfald- lega að láta vaða. „Ef það svo geng- ur ekki upp ertu allavega ekki að pirra þig á því að hafa ekki reynt það sem eftir er. Lífið er stutt og því á maður að vinna að því að láta draumana sína rætast,“ segir Nína að lokum. Konan Ræktaðu líkama og sál skammdegið hefur ekki farið framhjá nokkrum manni síðustu vikur og það sama má segja um kreppuna. Hvort tveggja getur dregið fólk niður og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Hugið því vel að heilsunni og reynið að rækta líkamann nokkrum sinnum í viku með góðri hreyfingu. Hreyfing veitir fólki vellíðan og losar meðal annars um streitu og stress. umsjóN: kOLbrÚN pÁLÍNa HeLgadóttIr kolbrun@dv.is Út er komin hjá Sölku falleg og fróðleg bók um tarotspil og notkun þeirra. Hún heitir Tar- ot, nútíð og framtíð og er eftir Heru Karlsdótt- ur. Hera er sjálfmenntuð í tarotlestri, dulspeki og talnaspeki en til þess að fá enn betri inn- sýn í leyndardóma tarotspilannna lærði hún stjörnuspeki hjá Gunnlaugi Guðmundssyni. Í bókinni er saga spilanna stuttlega rakin, spilunum lýst, merking þeirra túlkuð og að lok- um sýndar einfaldar lagnir með fáum spilum sem auðvelt og fljótlegt er að lesa úr þegar búið er að læra táknin.Með notkun tarotspila sjáum við okkar innri mann í nýju ljósi. Þau eru okkur hvorki hliðholl né andstæð en geta opnað nýja sýn á það sem er að gerast í kringum okkur. Bókin er fallega myndskreytt, 90 bls og í kilju. TaroT, núTíð og framTíð DV0810312353 Kona Vikunnar Hvað borðar þú í morg- unmat? „Ég blanda sjeik sem er orkugefandi, sérstaklega góður fyrir húð og fyrirbygg- ir öldrun. Út í sjeikinn set ég nokkrar tegundir af vítam- ínum.“ Hvar líður þér best? „Heima með dætrum mín- um, heima hjá mömmu og pabba og á Þingvöllum í bú- staðnum. En ætli það sé ekki í raun hvar sem er, bara að ég sé með mínum nánustu, þá líður mér vel.“ Hvernig heldur þú þér í formi? „Ég fer 4-5 sinnum í viku í Sporthúsið í Kópavogi þar er ég í þjálfun hjá Fannari Karv- el sem er allra besti þjálf- ari sem ég hef verið hjá. Svo er það mataræðið sem mér finnst skipta mjög miklu í góðri líðan.“ Hvaða snyrtivörur notar þú dagsdaglega? „The Cream-rakakrem sem mér finnst æðislegt. Liquid Foundation, Sensitive-mask- ara, Beam-sólarpúður, Lip Wheel-varasalva. Í hárið set ég efni sem heitir Shiny. Allt auðvitað frá Make Up Store.“ Hvar kaupir þú helst föt? „Ég er hrifin af fatnaðinum frá Day Birger et Mikkelsen, annars hef ég keypt föt meira í utanlandsferðum og þá sér- staklega Stokkhólmi þegar ég fer út vegna vinnu.“ Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við sjálfa þig? „Ég tek frá 1-2 kvöld í mán- uði og dekra við húðina og hárið. Þá finnst mér æðislegt að fara í heitt bað, gefa and- litinu gufu og nota skrúbba og maska úr Home SPA-lín- unni frá Make Up Store.“ Hvert er þitt helsta fegrunarráð? „Ég hreinsa húðina ávallt á morgnana og á kvöldin með froðuhreinsi. Nota hann líka sem rakfroðu í sturtunni. Ég get ekki verið án kamillu- vatns sem sótthreinsar og dregur úr roða og C-vítam- ín-serums. Nægur svefn og vatnsdrykkja eru líka ofar- lega á listanum.“ maRgRét R. JónasaR- dóttiR, eigandi make up stoRe á íslandi. Mataræðið skiptir öllu K on a v iku nn ar Ákvað að freista gæfunnar Í kennaraverkfall- inu 2004 fór kenn- arinn nína lofts- dóttir að finna fyrir eirðarleysi og ákvað því að byrja að hanna og sauma húfur. Þremur árum síðar varð fyrir- tækið Nína fína til. Nína sagði DV frá ævintýrinu. litrík og skemmtileg hönnunHúfurnar eru afar litríkar og fallega skreyttar með hinum ýmsu dýrum eða munstrum. að störfum Nína byrjaði að hanna og sauma húfur árið 2004. Húfurnar má nálgast á heimasíðunni ninafina.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.