Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Qupperneq 38
Föstudagur 7. Nóvember 200838 Helgarblað Auk in ökurét t ind i - Mei rapróf Næsta námskeið hefst 12. nóvember Upplýsingar og innritun í síma 567 0300. Starfsemi skólans: B-réttindi alla virka daga kl. 18–22 Helgarnámskeið Dagnámskeið kl. 16–18 B-réttindi á pólsku, ensku og tælensku Bjóðum einnig upp á önnur námskeið: Vistakstur Bifhjólanámskeið Námskeið í samvinnu við Vegagerðina Ökuskólinn í Mjódd hefur verið starfandi síðan 1968. Hinir Bond- arnir Sean Connery skoska kyntröllið sean Connery lék James bond í fyrstu bond- myndinni, dr. No, árið 1962. Hann hefur í gegnum tíðina að flestra mati verið hinn eini sanni bond og sporgöngumenn hans hafa allir mátt þola samanburð við skoska töffarann. samanburð sem vonlaust var að standast þar til daniel Craig mætti til leiks með látum í Casino royale. síðan þá hafa alvöru bondarnir verið tveir. GeorGe Lazenby Þessi ólánsami Ástrali fékk það vanþakkláta verkefni að fylla skó Connerys þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af bond. Lazenby stóð sig með ágætum en aðdáend- ur bonds sættu sig engan veginn við hann sem arftaka Connerys og hann varð frá að hverfa eftir eina mynd. roGer Moore röðin kom að roger moore ferskum úr sjónvarpsþáttunum um dýrðlinginn eftir að Connery gafst endanlega upp á bond. Nálgun moores var í raun út úr kú sé horft til þess sem áður hafði verið gert. Léttleikinn var í fyrirrúmi og trúðslætin í moore gerðu bond- myndirnar nánast að gamanmynd- um. TiMoThy DaLTon Þegar roger moore skilaði inn leyfi sínu til að drepa fyrir aldurs sakir tók timothy dalton, alvarlegur shakespeare-leikari, við keflinu. Hann skorti bæði töffið sem Connery hafði og var of flatur og litlaus til þess að geta fyllt skó grínistans moore. Hann fékk tvö tækifæri og svo var það búið. PierCe broSnan brosnan tók við af dalton og bond varð aftur töffari. goldeneye var ákveðið afturhvarf til Connerys. grínið var til staðar en harkan var aftur komin í kappann. Fyrstu tvær brosnan-myndirnar stóðu vel fyrir sínu en síðan fjaraði undan og það verður vart við leikarann sakast en eftir að daniel Craig rúllaði hlutverkinu upp í Casino royale efast nánast enginn um að tímabært hafi verið að skipta brosnan út. EKKERT KISS KISS BARA BANG BANG James Bond, nafntogaðasti og líf- seigasti njósnari hennar hátign- ar, var kominn í tilvistarkreppu með leikarann Pierce Brosnan í smókingnum upp úr 2002. Die Another Day stóð sína plikt og rúmlega það í miðasölunni en Bond var samt svolítið eins og risaeðla í breyttum heimi. Tví- buraturnarnir höfðu verið jafn- aðir við jörðu og einhvern veg- inn var ekki alveg málið að tæta um íslenska jökla á ósýnilegum bíl og drepa vonda kalla með bros á vör. Þar fyrir utan stóð hinum glaðbeitta Bond ógn af hörkutólum nýrra tíma, Jack Bauer og Jason Bourne, sem gerðu sig líklega til þess að ýta breska sjentilmanninum með leyfið til að drepa til hliðar. Framleiðendur Bond-mynd- anna breyttu í kjölfarið algerlega um stefnu og gerðu róttækar og um leið stórkostlegar breytingar á Bond sem skiliðu sér í bestu Bond-myndinni frá upphafi, Casino Royale, árið 2006. Spilin voru stokkuð upp á nýtt og Bond fór aftur á byrjunarreit í bók- staflegri merkingu en myndin byggðist vandlega á fyrstu skáld- sögu Ians Flemming um Herra Kiss Kiss Bang Bang. Craig, Daniel Craig Dramatískasta og heilladrýgsta ákvörðunin í þessu breytinga- ferli var svo tvímælalaust ráðn- ing Daniels Craig í hlutverk njósnarans. Leikarinn er eins ólíkur forverum sínum í útliti og hugsast getur og minnir frekar á skúrk, handbendi Blofelds og annarra drullusokka sem gömlu Bondarnir börðu á. Craig þurfti þó aðeins þessa einu mynd til þess að varpa stórum skugga á þá sem komu á undan honum og alvöru Bondarnir voru allt í einu orðnir tveir, Connery og Craig. Í meðförum Craigs er Bond eng- inn djóker. Hann er mannleg- ur, þjáist, gerir mistök, lætur til- finningarnar rugla dómgreind sína og á í harkalegri innri bar- áttu sem hefði aldrei rúmast í kollinum á Roger Moore. Auðvitað er það ekki heigl- um hent að toppa Casino Roy- ale þannig að framhaldið, Qu- antum of Solace, er gert undir gríðarlegri pressu á leikstjórann, handritshöfundana og ekki síst Craig sjálfan. Það er skemmst frá því að segja að Craig er sá eini sem stenst prófraunina fullkom- lega. Quantum veldur nokkrum vonbrigðum í samanburði við Casino þótt hún sé í sjálfu sér fyrsta flokks Bond-mynd. Kröf- urnar til Bonds eru bara óhjá- kvæmilega orðnar miklu meiri eftir þá tímamótasprengingu sem Casino Royale var. Bond kýlir sem fyrr fast, er skjótari en skugginn að skjóta á allt sem hreyfist, keyrir eins og bandít og drekkur rótsterka kokkteila í akkorði. Samt vantar eitthvað upp á og maður fær ekki sömu fullnæginguna og entist manni í hálfan mánuð eftir að hafa horft á Casino Royale. hertar kröfur Nóg er af hasarnum þannig að hér er fyrst og fremst við hand- ritshöfundana að sakast og í raun er það mesta furða að þeir hafi ekki getað haldið styrk Cas- ino Royale þar sem Quantum of Solace er þráðbeint framhald fyrri myndarinnar þannig að varla hafa liðið nema nokkrar klukkustundir í sögutímanum á milli þess sem Bond skýtur hinn dularfulla Herra White í fótinn í lok Casino þar til hann brunar um með hann í skottinu í geggj- uðum bílaeltingaleik í byrjun Quantum. Einhvern tíma hefði krafan um heilsteyptan og góð- an söguþráð í Bond-mynd þótt fjarstæðukennd þar sem mynd- irnar hafa í gegnum árin ver- ið óttalegt bull. En með Casino Royale er þessi krafa skýlaus ekki síst þar sem við blasir að lagt er upp með að segja sköpunarsögu Bonds og lýsa því hvernig hann verður smám saman sá kaldrifj- aði morðingi sem Ian Flemming skrifaði um. Í Quantum of Solace rekur hvert tryllingsatriðið annað þar sem Bond slæst, hleypur, flýgur, siglir hraðbátum, skýtur, spreng- ir og bókstaflega drepur alla sem verða á vegi hans og ekkert nema gott um það að segja. Djöful- gangurinn er að vísu slíkur að á köflum sundlar mann yfir hröð- um klippingum og töffarastæl- um með myndavélina sem rekja má til hins stórlega ofmetna myndabálks um Jason Bourne. Þegar Bond er annars vegar er ofkeyrsla af þessu tagi óþarfi og auðvitað á Bond ekkert að vera að elta Bourne. Slíkt er fáránlegt þar sem Daniel Craig er erki- töffari sem þarf ekki ýktar flug- eldasýningar til að halda áhuga áhorfenda þótt krakkabjáninn Matt Damon þurfi að treysta á slík meðul. Gellurnar á ís Þessi tilkomumiklu atriði svín- virka hvert um sig en það fer í taugarnar á manni að sögu- þráðurinn tengi þau ekki bet- ur saman í jafnsterka heild og boðið var upp á fyrir tveim- ur árum. Ég ætla samt ekki að halda þessu gegn Bond og hafa af honum fjórðu stjörnuna fyr- ir þessar sakir þar sem þessi grautur býður upp á allt það sem maður hefur í gegnum árin ætl- ast til af kappanum. Fyrir utan það þó að nú gengur svo mik- ið á að þessi gamli kvennaljómi má varla vera að því að sofa hjá. Einhverjir breskir gagnrýnend- ur hafa verið að væla yfir áhuga- leysi Bonds á gellunum sínum en þetta er bara hið besta mál. Kyssa minna, drepa meira er dagskipun sem virkar og ein- hvern veginn skilur maður vel að Bond hafi meiri áhuga á að koma illmennum til heljar en að sænga hjá föngulegum fljóðum. Maðurinn er nú einu sinni í ást- arsorg síðan í Casino Royale. Langflottastur Eins og áður segir er Craig sá eini sem heldur öllu sínu frá fyrri myndinni. Maðurinn er fá- ránlega flottur í tauinu og brjál- æðislega töff í alla staði og þeg- ar handritshöfundarnir gefa Craig ráðrúm til þess að túlka tætta sál sem kastast á milli væmni og tilfinningakulda skil- ar Craig angistinni með prýði. Hver annar gæti verið sannfær- andi þegar hann hendir líki vin- ar síns í ruslagám eftir að hafa haldið utan um hann í dauða- teygjunum? Handritshöfund- arnir sleppa því með áminn- ingu að þessu sinni og Craig tryggir þeim fjórðu stjörnuna ásamt nokkrum dásamlegum atriðum og vísunum til fortíð- arinnar þar sem hæst ber fárán- lega flott bergmál af Goldfinger sem kallar beinlínis fram gæsa- húð. James Bond er ennþá flott- asti útvörður hins frjálsa heims en næstu skref þarf að hugsa vandlega en ef næsta mynd gengur upp kemur ekki að sök þótt drápsvélin hafi aðeins hökt á þessum vegarspotta. Þórarinn Þórarinsson kvikmyndir QuANTum of SolAcE Leikstjóri: marc Forster aðalhlutverk: daniel Craig, Olga Kurylenko, mathieu amalric, Judi dench James bond bond daniels Craig heldur kúlinu alla leið og er alveg jafnbaneitraður töffari og í Casino royale fyrir tveimur árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.