Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Page 42
Örn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1948, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1953, öðlaðist hdl.-réttindi 1958 og hrl.-réttindi 1963. Örn var lögfræðingur og ráðunaut- ur á Keflavíkurflugvelli 1953, forstjóri Trípólíbíós 1953-57, starfrækti eigin lögfræðiskrifstofu frá 1958 og ásamt Guðrúnu Erlendsdóttur á árunum 1961-78. Örn sat í kjaranefnd Lögmanna- félags Íslands í nokkur ár og var for- maður hennar um skeið. Örn æfði og keppti í frjálsum íþróttum á árunum 1946-51, setti samtals tíu Íslandsmet í grindahlaup- um og tugþraut, sigraði í tugþraut á Norðurlandamóti í Stokkhólmi 1949, setti Norðurlandamet í tugþraut 1951, vann silfurverðlaun í tugþraut á Evr- ópumeistaramótinu í Brussell 1950 er Torfi Bryngeirsson varð Evrópumeist- ari í langstökki og Gunnar Huseby varð Evrópumeistari í kúluvarpi, og náði næstbesta árangri í heimi í tug- þraut 1951. Fjölskylda Eiginkona Arnar er Guðrún Er- lendsdóttir, f. 3.5. 1936, fyrrv. hæsta- réttardómari. Hún er dóttir Erlendar Ólafssonar, f. 9.2. 1894, d. 30.8. 1980, sjómanns, og Jóhönnu Vigdísar Sæ- mundsdóttur, f. 30.11. 1899, d. 19.11. 1981, húsmóður. Börn Arnar og Guðrúnar eru Ól- afur, f. 18.7. 1963, rekstrarhagfræð- ingur í Reykjavík; Guðrún Sesselja, f. 23.8. 1966, lögmaður í Reykjavík; Jóhanna Vigdís, f. 26.5. 1968, leik- kona og söngkona í Reykjavík. Synir Arnar og fyrri maka, Önnu Þóru Thoroddsen, f. 3.12. 1930: Haukur Skúli, f. 3.8. 1952, búsettur í Reykjavík; Árni C.Th., f. 18.7. 1954, forritari og starfsmaður Eimskips; Örn, f. 9.11. 1955, d. 2007; Ingvi Þór, f. 6.8. 1957, kerfisstjóri í Reykjavík;. Hálfbróðir Arnar, samfeðra: Al- freð Clausen, f. 7.5. 1918, d. 26.11. 1981, söngvari og málarameistari í Reykjavík. Tvíburarbróðir Arnar: Haukur, f. 8.11. 1928, d. 1.5. 2003, tannlæknir. Foreldrar Arnar voru Arreboe Clausen, f. 5.11. 1892, d. 8.12. 1956, bifreiðastjóri í Reykjavík, og k.h., Sesselja Þorsteinsdóttir Clausen, f. 28.12. 1904, d. 6.12. 1996, húsmóðir. Ætt Arreboe Clausen var bróðir Óskars rithöfundar og Axels Clausen kaup- manns, afa Andra heitins Clausen, leikara og sálfræðings, og Michaels Clausen barnalæknis. Arreboe var sonur Holgeirs Peters Clausen, gull- grafara, kaupmanns og alþm. Hans- sonar A. Clausen, borgarráðsmanns í Kaupmannahöfn Holgerssonar, kaupmanns í Hæstakaupstað á Ísa- firði. Móðir Holgeirs Peters var Ása, dóttir Óla, kaupmanns í Reykjavík Sandholt. Móðir Óla var Anike, dótt- ir Ola sænska og Carinu grænlensku. Móðir Ásu var Guðrún Árnadóttir, kaupmanns í Reykjavík Jónssonar. Móðir Arreboe var Guðrún, syst- ir Einars, afa Lúðvíks Kristjánssonar rithöfundar. Guðrún var dóttir Þor- kels, prófasts á Staðastað Eyjólfs- sonar, pr. í Garpsdal Gíslasonar, pr. á Breiðabólstað Ólafssonar, biskups í Skálholti Gíslasonar. Móðir Þor- kels var Guðrún Jónsdóttir, pr. og skálds á Bægisá Þorlákssonar. Móð- ir Guðrúnar var Ragnheiður, systir Páls, langafa Péturs Sigurgeirssonar biskups. Annar bróðir Ragnheiðar var Páll yngri, langafi Harðar Einars- sonar, hrl. og Róberts Arnfinnssonar leikara. Ragnheiður var dóttir Páls, prófasts í Hörgsdal, Pálssonar, ætt- föður Pálsættar Jónssonar. Móðir Sesselju Þorsteinsdótt- ur var Arnheiður, systir Böðvars á Laugavatni, langafa Guðmundar Steingrímssonar vþm.. Arnheiður var einnig systir Ragnhildar, móður Gunnars Bergsteinssonar, fyrrv. for- stjóra Landhelgisgæslunnar. Arn- heiður var dóttir Magnúsar, b. á Holtsmúla á Landi Magnússonar, b. á Stokkalæk á Rangárvöllum, bróður Guðrúnar, langömmu Ingva Ingvars- sonar sendiherra. Magnús var sonur Guðmundar, b. í Króktúni á Rangár- völlum, bróður Þorsteins í Núpakoti, langafa Þórhildar Þorleifsdóttur, Eggerts Haukdal og Benedikts Boga- sonar. Móðir Arnheiðar var Arnheið- ur Böðvarsdóttir, b. á Reyðarvatni á Rangárvöllum Tómassonar. Móðir Arnheiðar var Guðrún Halldórsdótt- ir, b. á Reyðarvatni Guðmundssonar. Móðir Halldórs var Guðbjörg Sigurð- ardóttir, systir Salvarar, ömmu Tóm- asar Sæmundssonar Fjölnismanns, langafa Þórhildar, móður Sigurðar Líndal lagaprófessors. Bróðir Guð- bjargar var Jón prestur á Hrafnseyri, afi Jóns forseta. 80 ára á laugardag Örn Clausen hæstaréttarlögmaður Ættfræði Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Óttarr Ólafur Proppé tónlistar- og verslunarmaður í Reykjavík Óttarr fæddist í Reykja- vík en ólst upp í Hafn- arfirði. Hann var í Öldu- túnsskóla, stundaði nám við Flensborg, lauk stúd- entsprófi frá Pennridge High School í Pensil- vaníu í Bandaríkjunum. Óttarr sinnti verka- mannastörfum með skóla á sumrin. Hann hefur verið verslunar- maður hjá Eymundsson og Mál og menningu frá 1987. Óttarr stundaði lúðr- anám við Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar og lauk þaðan burtfara- prófi. Hann hefur verið söngvari með ýmsum hljómsveitum, s.s. HAM, Funkstrasse, Rass, og Dr. Spock. Allar þessar hljómsveitir hafa gefið út hljómdiska og sumar þeirrar nokkra en Óttarr hefur samið fjölda laga í samvinnu við hljómsveitarfélaga sína. Óttarr hefur samið handrit fyrir heimildarmyndir, s.s. Bítla- bærinn Keflavík. Þá hefur hann leikið í nokkrum kvikmyndum, s.s. Sódómu Reykjavík; Nóa Albínóa; Skrapp út og Óskabörnum þjóðar- innar. Hann er varamað- ur í stjórn STEF. Fjölskylda Kona Óttars er Svan- borg Sigurðardóttir, f. 5.2. 1967, verslunarmað- ur og söngkona. Systkini Óttars eru Jón Proppé, f. 1962, list- heimspekingur og gagn- rýnandi í Reykjavík; Hulda Proppé, f. 1971, mannfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Óttars eru Ólafur Jó- hann Proppé, f. 1942, fyrrv.rekt- or KHÍ, og Pétrún Pétursdóttir, f. 1942, fyrrv. forstöðumaður Hafn- arborgar. Ólafur er sonur Óttars Proppé forstjóra, og Guðrúnar Huldu Gísladóttur Proppé húsmóður. Pétrún er dóttir Péturs Árna- sonar skipstjóra og Maríönnu Ingibjargar Elíasdóttur húsmóð- ur. Óttarr fagnar afmælinu með fjölskyldunni. 40 ára á föstudag Margrét Bogadóttir sérhæfður starfsmaður á leikskóla Margrét fæddist í Reykja- vík og ólst upp í Ár- bæjarhverfinu þar sem áður voru svonefnd- ir Árbæjarblettir. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla verk- náms 1965, stundaði nám við Follo Folkehog- kole í Vestby í Noregi og stundar nú nám sem leikskólaliði hjá Mími - Símenntun. Margrét hóf störf hjá Barnavinafélaginu Sum- argjöf, sem síðar varð Dagvist barna, og starfaði þar á árunum 1969-78, starfaði í verk- smiðjum Álafossi 1981-91 og hef- ur starfað hjá Dagvist barna (síð- ar Leikskólar Reykjavíkurborgar) frá 1991. Margrét var trúnaðarmað- ur starfsfólks á vinnustað er hún starfaði hjá Álafossi, var trúnað- armaður hjá Eflingu við leikskóla um skeið og sat í stjórn Iðju, fé- lags verksmiðjufólks 1988-91. Fjölskylda Margrét giftist 15.6. 1968 Gísla Þór Þorbergssyni, f. 21.10. 1945, húsverði við Sæmundarskóla. Hann er sonur Þorbergs Gísla- sonar, verkamanns á Ólafsfirði og í Reykjavík, og Kristínu Soffíu Magnúsdóttur, húsmóður á Ól- afsfirði en þau eru bæði látin. Börn Margrétar og Gísla Þórs eru Álfheiður, f. 13.11. 1968, leik- skólakennari í Kópavogi, en mað- ur hennar er Arnar Þór Reynis- son matreiðslumaður og eiga þau tvö börn, Ásgeir Má, f. 2.11. 1991, og Margréti Ósk, f. 13.3. 2000; Herdís, f. 12.9. 1970, hjúkrunar- fræðingur við Landsspítalann en maður hennar er Vilhelm S. Sig- mundsson, kennari við VÍ, og eiga þau þrjú börn, Hrafnhildi, f. 26.12. 1993, Birtu Margréti, f. 5.2. 2002, og Martein Þór, f. 20.7. 2004; Þorbergur, f. 1.3. 1974, kerfisfræð- ingur í Noregi en kona hans er Lilja Sighvatsdóttir, starfsmað- ur við leikskóla í Noregi og eiga þau þrjú börn, Oddlaugu Marín, f. 14.6. 1999, Oliver Breka, f. 19.5. 2003, og Ölmu Liv, f. 28.11. 2007; Svanborg, f. 6.4. 1978, MA í líf- fræði, búsett í Kópavogi en maður hennar er Ní- els Birgir Níelsson fram- kvæmdastjóri og er dótt- ir þeirra Heiðdís Perla, f. 20.12. 2007. Hálfbróðir Margrétar er Björn Sævar Bogason, f. 28.6. 1937, bifvélavirki í Reykjavík. Fósturbróðir Mar- grétar er Benedikt Bjarni Kristj- ánsson, f. 26.9. 1935, fyrrv. bif- reiðarstjóri í Reykjavík. Fóstursystir Margrétar er Guðbjörg Ágústsdóttir, f. 31.3. 1952, starfsmaður við Árbæjar- skóla. Foreldrar Margrétar: Bogi Sigurðsson, f. 27.8. 1906, d. 14.11. 1979, kennari og framkvæmda- stjóri Sumargjafar, og Álfheiður Bjarnadóttir, f. 5.10. 1906, d. 23.8. 1953, saumakona. Fósturforeldrar Margrétar voru Ágúst Filippusson, f. 1.8. 1904, d. 11.2. 1995, húsvörður við Árbæjarskóla, og Svava Bjarna- dóttir, f. 2.6. 1910, d. 16.9. 1989, matráðskona við Árbæjarskóla. Ætt Ágúst og Bogi voru fóstur- bræður. Þeir ólust upp hjá séra Vigfúsi Þórðarsyni og k.h., frú Sigurbjörgu Bogadóttur, að Ey- dölum í Breiðdal. Svava og Álf- heiður voru systur, dætur hjón- anna Bjarna Eyjólfssonar og Margrétar Benediktsdóttur, frá Hólabrekku á Mýrum í Horna- firði. Önnur systkini Svövu og Álfheiðar voru Ingunn, Sigur- bergur, Torfhildur, Ásta, Mar- grét, Sigríður, Eyjólfur, Ásta, Benedikt og Helga. Álfheiður, dóttir Margrétar, verður fertug þann 13. n.k. Mar- grét og dætur hennar verða í London á afmælisdaginn. 60 ára á sunnudag FöstUdaGUr 7. nóvember 200842 Ættfræði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.