Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Qupperneq 46
Föstudagur 7. Nóvember 200846 Á ferðinni Á ferðinni Hlaupið um Reykjavík Í reykjavík og nágrenni má finna fjölbreyttar göngu- og hlaupaleiðir. Þeir sem hafa áhuga á skokki ættu að kíkja inn á vef reykjavíkurborgar. Þar má finna skemmtilegar hlaupaleiðir sem búið er flokka eftir hverfum og mæla þær allar í kíló- metrum. Fyrir þá sem ekki hafa áhuga á skokki er einnig hægt að labba þessar leiðir rösklega. Nán- ari upplýsingar má finna inni á reykjavik.is. umsjóN: Ásgeir jóNssoN asgeir@dv.is Gott að GanGa í kreppunni Bjart fram undan er skemmtilegt samstarfsverkefni Íslenskra fjallaleiðsögumanna og 66° Norður. Boðið er upp á vikulegar gönguferðir í kringum borgarmörkin. Gönguferð- irnar gefa fólki aukinn kraft í skammdeginu. Ég held að það sé alveg nauðsyn- legt núna að fólk stundi útivist,“ segir Dagný Indriðadóttir, leið- sögukona hjá Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum. En Íslensk- ir fjallaleiðsögumenn í samvinnu við 66° Norður bjóða upp á viku- legar gönguferðir innan og í kring- um bæjarmörkin sem heita því skemmtilega nafni Bjart fram und- an. lýsir upp skammdegið „Þessar göngur eru hugsað- ar sem skammdegisgöngur. Í síð- ustu göngu sem ég fór í lögðum við af stað klukkan 18 og vorum ekki komin í bæinn fyrr en um 23. Drjúgan hluta göngunnar göngum við í myrkri og Bjart fram undan vísar til þess að göngugarparnir eru með höfuðljós sem vísar veg- inn,“ útskýrir Dagný. „Annaðhvort erum við að ganga um fjalllendi í nágrenni Reykjavík- ur eða innan borgarmarkanna,“ segir Dagný og bætir við. „Í síðustu viku fórum við í frábæra göngu. Við gengum á svæðinu í kringum Stóru Eldborg og upp á fjall sem heitir Geitahlíð sem er 385 metrar á hæð.“ Veðurspáin fyrir tiltekna göngu átti ekki að vera sú besta, en Dag- ný segir að lítið sé hægt að treysta á þær spár fyrir svona göngur. „Við fengum æðislegt veður. Það var stjörnubjart og við sáum rosaleg norðurljós.“ kraftur í göngunni Hún segir það gefa fólki mikinn kraft að fara í göngur í skammd- eginu. „Þegar myrkrið er komið er svo gott að labba úti í náttúr- unni. Og ég tel það nauðsynlegt eins og staðan í þjóðfélaginu er að fólk kúpli sig aðeins út úr um- ræðunni. Það er ekki verið að ræða efnahagsmálin í þessum göngum. Við erum að skoða norðurljósin, Pólstjörnuna og í raun fer maður í allt annan gír í þessum gönguferð- um. Þær eru alveg endurnærandi,“ segir Dagný. Síðasta vor var hald- ið uppi sviðaðri dagskrá sem bar heitið Toppaðu með 66°Norður og miðaði hún að því að komast upp á Hvannadalshnjúk. Næsta vor er markmiðið að vera með sérstaka göngudagskrá. Útivist fyrir alla Dagný segir viðbrögð við göngudagskránni hafa verið mjög góð og hafa Íslendingar sýnt þessu mikinn áhuga. „Við fáum mik- ið af vinahópum sem og vinnu- staðahópum í göngurnar okkar. Það þægilega við göngurnar er að maður þarf einungis að eiga góða skó og góðan klæðnað. Göngur eru ekki sport heldur sérhæfð úti- vist og allir geta tekið þátt,“ segir Dagný. „Það er stefnan hjá okkur í vor að fá sem flesta með okkur og á öllum aldri því þetta er ekki íþróttakeppni,“ útskýrir hún. „Það er einn karlmaður sem er byrjað- ur í Bjart fram undan. Hann ætlar upp á Hvannadalshnjúk næsta vor í tilefni af 75 ára afmæli sínu,“ bæt- ir hún við. Göngudagskrá Bjart fram und- an er opin öllum, en Dagný mælir með því að fólk skrái sig á heima- síðu Íslenskra fjallaleiðsögu- manna. Nánari upplýsingar má finna á fjallaleidsogumenn.is. Á slóðum Seans Connery eftir að hafa húkkað far með hippanum dane á flugvöllinn í Krabi, tók við klukkutíma flug yfir til Kuala Lumpur í malasíu. Þangað var ferðinni heitið til að heimsækja vini okkar þau völu og óskar sem hafa verið þar í námi síðan í janúar. við bjuggumst síst við því að komast í sama lúxus og á taívan en raunin varð önnur. vala og óskar búa í Little india-hverfinu í fínni íbúðarblokk með góðri öryggis- gælsu, sundlaug, gufubaði, veitingastað og síðast en ekki síst loftkælingu og heitri sturtu. Það er ekki að ástæðulausu sem íslensku nemarnir búa við svona fínar aðstæður en þau hafa orðið vitni að barsmíðum og stunguhótunum. Næstu dagar fóru í afslöppun og menningarlegar skoðunarferðir um Kuala Lumpur í fylgd með skötuhjúunum. við kíktum að sjálfsögðu á helstu kennileiti borgarinnar, tvíburaturnana sem Catherine Zeta jones og sean Connery klöngruðust á í entrap- ment, og hinn himinháa tv tower. Það vakti athygli okkar að dag nokkurn voru fjölfarnar götur hverfisins nánast tómar og allar búðir lokaðar. Ástæðan var deepavali sem segja má að séu jólin hjá indverjum. Komu jólanna var fagnað með háværum heimatilbúnum rörsprengjum og flugeldum sem héldu fyrir okkur vöku. Í malasíu er mjög blönduð menning. enska er mikið töluð því malasíubúar, Kínverjar og indverjar ganga hverjir í sinn skólann og læra mismunandi tungumál og tala því flestir saman á ensku. öll samskipti voru því töluvert auðveldari hér en í taívan og taílandi. Sólveig og Bryndís skrifa frá malasíu: Bjart fram undan Íslenskir fjallaleiðsögumenn í samstarfi við 66° Norður bjóða upp á skemmtilega göngu- dagskrá í skammdeginu. miðvikudagur 12. nóv. kl. 20.00 Fræðslufundur í húsnæði 66° Norður í Faxafeni. laugardagur 15. nóv. kl. 17.30 vífilsfell. Hist við 66° Norður í Faxafeni. miðvikudagur 19. nóv. kl. 17.30 Haukafjöll, stardalshnúkar, tröllafoss. Hist við 66° Norður í Faxafeni miðvikudagur 26. nóv. kl. 17.30 – Heiðmörk, búrfellsgjá. Hist við 66°NorÐ- ur Faxafeni laugardagur 6. des. kl. 09.00 esja, Þverfellshorn. Hist við 66°NorÐur í Faxafeni. miðvikudagur 10. des. kl. 17.30 Húsfell og Helgafell. Hist við 66° Norður í Faxafeni. miðvikudagur 17. des. kl. 17.30 Kerlingarskarð, Þríhnúkar og stóra Kóngsfell. Hist við 66° Norður í Faxafeni laugardagur 27. des. kl. 08.00 Hafnarfjall. Hist í húsnæði ÍFLm á vagnhöfða 7. miðvikudagur 7. jan. kl. 17.30 umhverfis Kleifarvatn. Hist við 66° Norður í Faxafeni. laugardagur 17. jan. kl. 08.00 – botnssúlur. Hist í húsnæði ÍFLm á vagnhöfða 7.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.