Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Síða 48
Föstudagur 7. Nóvember 200848 Helgarblað DV Sakamál Tvær lesbíur - eiTT lík valerie og Jessica kysstust af ástríðu. Á gólfinu lá stacey mitchell, sextán ára ensk stúlka sem nýlega hafði gerst sam- leigjandi þeirra í Perth í Ástralíu. Hún var í dauðateygjunum. Í tæpan klukkutíma var hægt að heyra dauðahryglurnar í stacey og valerie og Jessica voru á valdi lostans. var stacey fórnarlamb ofbeldis, hafði valerie framið óhugnanleg- an verknað til að færa sönnur á ást sína í garð Jessicu? Hver sem ástæðan var nutu lesbíurnar ásta á meðan líf stacey fjaraði út. Lesið um lesbíur á valdi lostans í næsta helgarblaði dv.umsJóN: KoLbeiNN ÞorsteiNssoN kolbeinn@dv.is Illskan holdI klædd Afbrýðisemi getur leitt til geggjunar. Sú varð raunin hjá Dinu rodrigues, ungri suðurafrískri konu sem var vön að fá það sem hún vildi. Hún vildi ekki að Neil Wilson, heitmaður hennar, ætti fortíð, og að fortíðin væri í barnsmynd. Því ákvað Dina að þurrka út fortíð Neils á hvern þann máta sem mögulegt væri. Fyrir vikið var sex mánaða stúlka stungin í hálsin og henni látið blæða út. Neil Wilson var hvítur, millistéttar- maður í Höfðaborg í Suður-Afríku. Hann hafði notið forréttinda, var í þokkalegum efnum, myndarlegur og eftirsóttur af kvenfólki. En það var ekki fyrr en hann hitti Dinu Ro- driques að hann sannfærðist um að hann hefði hitt þá einu réttu og léttúðardögum hans væri lok- ið. Dina Rodrigues hafði til að bera allt það sem prýtt gat lífsförunaut að hans mati. Hún var dökkhærð. þokkafull og ástúðleg. Dina Rodrigues féll einnig mar- flöt fyrir Neil og taldi sig himin höndum hafa tekið. Hún hafði alist upp við dekur og þrátt fyrir skynjun Neils á henni hafði hún aldrei dýft hendi í kalt vatn; til þess voru þjón- ar. Hún sá fyrir sér að þau myndu giftast fljótlega og eignast börn og þegar Neil bar upp bónorðið eitt sinn þegar þau voru í fríi fannst henni að lífið gæti ekki orðið full- komnara. reiðarslagið Hugur Dinu var fullur af áætlun- um þegar þau óku heim til Höfða- borgar að fríinu loknu, en þá kom reiðarslagið. Vinkona hennar sagði henni að Neil ætti stúlkubarn með annarri konu. Dina spurði Neil um barnið og hann viðurkenndi fús- lega að hann ætti dóttur með fyrr- verandi kærustu sinni, Natöshu Norton, en dóttirin hefði enga þýð- ingu fyrir hann. Hann hefði sam- þykkt að borga meðlag en að öðru leyti kæmi hún honum ekki við. Dina ákvað að láta þar við sitja, en þrátt fyrir að reyna að hugsa ekki um dóttur Neils varð hún smám saman í heljargreipum afbrýði- semi. Að hennar mati hvíldi skuggi fortíðar Neils yfir því sem hún hafði ætlað að yrði björt framtíð. Svo djúpt risti afbrýðisemin að í eitt sinn þegar hún hugðist hitta vinkonur sínar á Cosomo-veitinga- staðnum sendi hún þeim öllum sms-skilaboð með þeim fyrirmæl- um að Natasha Norton skyldi ekki nefnd á nafn það kvöld. Það gekk eftir og síðar um kvöldið fluttu vin- konurnar sig um set og fóru á Cu- bana-næturklúbbinn. Þar sem þær sátu þar kom Nata- sha Norton gangandi inn með vin- um sínum. Dina varð náföl í fram- an og að endingu hljóp hún út úr klúbbnum og runnu tárin í stríðum straumum niður kinnar hennar. sex mánaða stúlka myrt Níu dögum síðar fékk Neil þær hörmulegu fréttir að Jordan, sex mánaða dóttir hans, hefði verið myrt. Hún hafði verið stungin í hálsinn. Þrátt fyrir að í fyrstu hefði verið álit- ið að um innbrot hefði verið að ræða, fékk lögreglan fljótlega efasemd- ir. Ódæðismennirnir, fjórir blökku- menn, höfðu borið árituð merki frá sendlaþjónustu, og höfðu ekki haft margt eða merkilegt á brott með sér. Barnfóstra Jordan sagði lögregl- unni hvernig mennirnir höfðu bund- ið hana og síðan hefði einn þeirra haldið barninu niðri og stungið það. Hún sagðist hafa heyrt stúlkuna kveina líkt og sært dýr. Jordan var síð- an skilin eftir í rúmi sínu og blæddi út, en morðinginn og kumpánar hans höfðu sig á brott. Barnfóstran sagði að engu líkara hefði verið en menn- irnir vissu að barnið væri þarna og þeir hefðu leitað að því. Innbrot eru ekki óalgeng í Suð- ur-Afríku en óalgengt að brotist sé inn og lítið sem ekkert verðmætra hluta sé tekið. Og af hverju breyttist afhending bögguls í innbrot? Nat- asha Norton sagðist ekki hafa átt von á neinni sendingu, en kvöld- ið áður hefði kona hringt í hana og sagt að hún ætti von á sendingu. Lögreglan rakti það símtal til Dinu Rodrigues. eitt morð á 120.000 krónur Neil Wilson og Dina Rodrigu- es voru sett í varðhald. Neil neit- aði nokkurri vitneskju um morðið, en viðurkenndi að Dina hefði ver- ið afbrýðisöm vegna dóttur hans. En Neil sagðist elska Dinu og efað- ist um að hún væri fær um svona verknað. Sönnunargögn gegn Dinu hlóðust upp. Hún hafði skrifað af- hendingarseðilinn sem mennirn- ir höfðu notað til að fá inngöngu á heimili Natöshu. Eftir að lögregl- an hafði yfirheyrt Dinu fylgdist hún með ferðum hennar og þá kom í ljós að hún hitti fjóra karlmenn á bar í Boys Town, niðurníddu hverfi í Höfðaborg, og afhenti þeim umslag. Lögreglunni var til efs að hvít stúlka væri fastagestur á viðlíka bar. Ekki leið á löngu áður en búið var að handtaka Sipho Mfazwe, leigubílstjóra sem einnig rak fyrr- nefndan bar. Hann játaði fljótlega aðild að morðinu og gaf upp nöfn samverkamanna sinna. Mfaza- we sagði að „falleg, hvít“ kona hefði boðið honum 10.000 Rand, um 120.000 krónur, fyrir verkið og greitt 5.000 strax og afganginn átti að greiða að verki loknu. Upphæð- in er rúmlega helmingur venju- legra meðallauna í Suður-Afríku. Dina Rodrigues og karlmenn- irnir fjórir voru handtekin. „Hataðasta kona landsins“ Fjölmiðlar kölluðu Dinu „höt- uðustu konu landsins“ og sögðu hana hafa nýtt forréttindi sín og fjármagn til að leigja fjóra févana menn til viðurstyggilegs glæps. Möguleikar Dinu við réttarhöldin voru ekki miklir. Fingraför henn- ar fundust á afhendingarseðlin- um. Neil Wilson bar að Dina hefði hringt í hann daginn sem dóttir hans var myrt og sagt honum að dóttirin væri dauð, að hún „hefði greitt 10.000 Rand svo hún hætti að vera til“. Neil sagði að vegna áfalls- ins sem hann varð fyrir hefði hann haldið þessu leyndu fyrir lögregl- unni í fjóra daga. Hann sagði einn- ig að eftir að lögreglan sleppti þeim eftir fyrstu yfirheyrsluna hefði Dina brotnað saman fyrir utan lögreglu- stöðina og sagt: „Ó Guð minn góð- ur, hvað hef ég gert? Ég fer í fang- elsi?“ Vitnisburður fjórmenninganna og sönnunargögn nægðu kviðdómi til að sakfella þá og Dinu. Þegar dómarinn las Dinu dóminn sagði hann að hún væri „illskan holdi klædd“ og „leikbrúðustjórnandi“ sem hefði skipulagt og framkvæmt þennan viðbjóðslega glæp. „Þetta var eins og að fara í stórmarkað og leggja inn pöntun á eitt morð,“ sagði dómarinn. Sipho Mfazawe, sem réð sam- verkamennina, og Mongezi Bo- botyane, sem framdi morðið fengu lífstíðardóm, hinir tveir fengu fimmtán ár. Dina Rodrigues hafði haft rétt fyrir sér fyrir utan lög- reglustöðina. Hún fór í fangelsi til lífstíðar. Barnfóstra Jordan sagði lögreglunni hvernig mennirnir höfðu bundið hana og síðan hefði einn þeirra haldið barninu niðri og stungið það. Hún sagð- ist hafa heyrt stúlkuna kveina líkt og sært dýr. Dina rodrigues Þoldi ekki að heitmaður hennar ætti fortíð. Neil Wilson og Natasha Norton Foreldrar Jordan yfirgefa réttarsalinn að réttarhöldum loknum. Jordan sex mánaða gömul varð hún fórnarlamb afbrýðisemi dinu rodrigues.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.