Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Side 54
Föstudagur 7. Nóvember 200854 Tíska Partí í Gyllta Verslunin Gyllti kötturinn í Aust- urstræti hefur svo sannarlega sett sinn svip á tískulíf borgarinnar síðastliðin ár en verslun- in fagnar um þessar mundir þriggja ára afmæli. Af því tilefni verður haldið hörk- upartí í versl- uninni á laug- ardaginn milli klukkan ellefu og fimm. Léttar veigar verða í boði fyrir gesti og gangandi og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Með- al annars mun hljómsveitin Jeff Who? spila í versluninni klukkan þrjú, hárgreiðslukonan Tinna á Mojo verður á staðnum og fléttar þær dömur sem þess óska og ljós- myndarar Reykjavík looks verða á staðnum og mynda stemninguna. Ekki má svo gleyma því að allar vörur verða með tíu til þrjátíu prósenta afslætti. FíGúra á lauGa- veGinum Verslunin Fígúra sem áður var til húsa á Skólavörðustígnum hefur nú opnað svokallaða Pop-up store á Laugavegi 40 en verslun- in mun eingöngu vera opin í nóvember og desember. Versl- unin selur meðal annars vörur frá American Apparel, danska hönnuðinum Bibi Chemnitz og íslenska hönnun. Í versluninni verður hægt að sérpanta merk- ingar á fatnað með óskaprenti kúnnans og verður hægt að fá hvaða mynd sem er prentaða á boli, kjóla, peysur eða jafnvel rúmföt á meðan beðið er. Tilvalin gjöf í jólastressinu fyrir þann sem á allt. Fatamark- aður Svölu oG DraFnar Slúðurbloggarinn Dröfn Ösp Snorradóttir, betur þekkt sem DD unit, og söngkonan Svala Björgvinsdóttir ætla að halda glæsilegan fata- og skómarkað laugardaginn 8. nóvember á efri hæð Laugavegs 21. Geggjaðir pallíettukjólar, vintage-háhælað- ir skór og pelsar eru meðal þess sem tískudrottningarnar ætla að selja á góðu verði. Báðar hafa þær Svala og Dröfn verið iðnar við að kaupa fatnað í gegnum heimasíðuna ebay og ætti því að vera hægt að finna margt spenn- andi í fatahrúgum stúlknanna. Ókeypis förðunarkennsla Í nóvember ætlar make up store að bjóða upp á ókeypis förðunarnám- skeið. Námskeiðin hafa þótt mjög skemmtileg og lær- dómsrík og tilvalin fyrir konur á öllum aldri til að læra, sjá nýjar aðferðir, nýja tískustrauma og fá innblástur. 20% afsláttur er veittur af öllum vörum ef um hópa er að ræða en hvert námskeið er ætlað 8 - 10 konum. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja og skrá þig. Fyrstir koma fyrstir fá. Rokkaradressið á djamminu skjöldur eyfjörð hárgreiðslumaður, fatahönnuður, stílisti, listamaður og nú síðast söngvari á í miklum erfiðleikum með að kaupa sér föt á Íslandi og er duglegur að búa sér sjálfur til fatnað sem hann fílar. Hönnun Skjaldar er til sölu á hárgreiðslustofunni hans, 101 Skildi í Pósthússtræti. KúrekadressiðHversdags- dressið skyrta: Zara Bindi: Keypt í New York peysa: Hönnuð af skildi sjálfum Buxur: Levi‘s skÓr: Kós „Ég tek rosalega oft föt og breyti þeim og bý til eitthvað sem mig langar í. Ég á rosalega erfitt með að kaupa mér föt á Íslandi. Það er ekkert hérna nema Jack & Jones fyrir stráka og allir í því sama. Þessir skór eru ástin í lífi mínu, ég gjörsamlega elska þá.“ Hvíti riddarinn Jakki: gK Bolir: 101 skjöldur Buxur: Keyptar í New York HettuJakki: 101 skjöldur skÓr: Kós „Ég færi aldrei í jakkafötum á djammið. ekki nema þá bara ef ég væri í pilsi við eða einhverju allt öðru en hefðbundnum jakkafötum. einu skiptin sem ég í rauninni fæst til að fara í jakkaföt er ef ég neyðist til að fara í jarðarför.“ skyrta: 101 skjöldur Bolur: Keyptur í New York Vesti: Fékk það lánað hjá selmu ragnars Buxur: Levi‘s skÓr: Keyptir í London „Ég klæði mig eingöngu eftir skapi. Það er ofboðslega misjafnt hvort mig langar bara að vera í einhverju ofboðslega þægilegu og kósí eða einhverju töffaralegu og öðruvísi. vegna vinnunnar á ég orðið alveg rosalega mikið af svörtum fötum en áður en ég byrjaði í hárgreiðslunni átti ég nánast enga svarta flík.“ skyrta: Hjálpræðisherinn í danmörku Belti: 101 skjöldur Buxur: Levi‘s „Ég er ennþá brjálað Levi‘s-fan. Þegar ég var unglingur tók ég ástfóstri við Levi‘s og hef nánast bara gengið í Levi‘s-buxum síðan. Ég kaupi þær mikið erlendis en vegna vinnunnar þarf ég oft að fara til útlanda og þá kaupi ég mér alltaf mikið af fötum.“ tíska Umsjón: Krista Hall Netfang: krista@dv.is Mynd GunniGunn Aldrei í jAkkAfötum Mynd GunniGunn Mynd GunniGunnMynd GunniGunn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.