Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 4
„Það eru miklu fleiri sem leita til
okkar núna en í fyrra. Ég er ekki með
nákvæmar tölur og vil helst ekki gefa
þær upp þangað til ég hef þær á hreinu
en það er stöðugur straumur til okkar
af fólki,“ segir Ragnhildur.
Fjölmargar verslanir, stofnan-
ir, einstaklingar og fyrirtæki hafa lagt
Mæðrastyrksnefnd lið í gegnum tíðina
og segir Ragnhildur efnahagsástandið
engin áhrif hafa á þau framlög. „Fram-
lög hafa ekki dregist saman heldur
frekar aukist ef eitthvað er. Ég vil nota
þetta tækifæri til að þakka þeim fjöl-
mörgu sem hafa styrkt starfsemina og
sýnt hlýhug í okkar garð. Við vonum að
við getum einhverju bjargað í jólahaldi
hjá íslenskum fjölskyldum og einstakl-
ingum og það verður bara að koma í
ljós hvort það dugar.
Hér vinna eingöngu sjálfboðaliðar
nema einn starfsmaður í hálfu starfi
sem er á launum. Núna er aðalsöfnun-
artíminn og þeir peningar sem koma til
okkar núna verða að duga allt árið. Við
eigum þetta húsnæði sem við erum í
og við þurfum að borga rafmagn, hita
og fasteignagjöld af því með söfnun-
arfé frá nefndinni. Laun þessa eina
starfsmanns koma meðal annars úr
því söfnunarfé,“ segir Ragnhildur en
nefndin hefur líka fengið styrki frá rík-
inu til að halda starfseminni gangandi
í óbreyttri mynd.
Engum neitað
„Það eru margir sem eiga um mjög sárt
að binda um þessar mundir og hingað
kemur fólk af öllum stærðum og gerð-
um. Það eru margir sem hafa misst
vinnuna síðustu vikur og við erum í
beinum tengslum við þetta fólk. Við
tölum lítið við þá sem koma en reyn-
um að vera mjög hressar og glaðar
þegar leitað er til okkar. Við verðum
ekki varar við annað en bjartsýni og
rétt er að taka sérstaklega fram hve yf-
irvegað fólk er. Þeir sem leita til okkar
eru bara venjulegir Íslendingar sem
taka hlutunum með æðruleysi.“
Bjartsýni er líka ríkjandi hjá sjálf-
boðaliðum Mæðrastyrksnefndar og
engan bilbug er að finna hjá starfs-
mönnum nefndarinnar sem vinna svo
sannarlega göfugt starf. „Við höldum
okkar starfsemi áfram og reynum að
gera okkar besta. Við fáum mjög góð
viðbrögð frá þeim sem okkur styrkja
og sem til okkar koma og reynum eftir
bestu getu að halda starfseminni í því
formi sem hún hefur verið. Hvað sem
eftirspurnin verður mikil þá afgreiðum
við og það verður engum neitað,“ seg-
ir Ragnhildur glöð í bragði og nær vel
að halda í góða skapið þrátt fyrir myrka
tíma í íslenskum efnahag. „Ég ætla að
segja eins og einn vitur maður norð-
ur í Öxarfirði sagði einu sinni. Hann
fór út á hlað á hverjum morgni og gáði
til veðurs. Þegar hann komi inn sagði
hann: Veðrið batnar eða versnar eða
verður alveg eins. Það er það eina sem
ég get sagt á þessari stundu.“
Gefur lífinu gildi
Feðginin Trausti Falkvard Antonsson
og Tinna Soffía eru meðal sjálfboðaliða
sem vinna göfugt starf fyrir Mæðra-
styrksnefnd og fá bestu laun sem hægt
er að hugsa sér – sjálfa gleðina.
„Þetta gefur lífinu gildi og okkur líð-
ur afskaplega vel eftir daginn. Við feðg-
inin náum líka að eyða góðum stund-
um saman,“ segir Trausti og bætir við
að þörfin sé mikil núna rétt fyrir jól.
„Þörfin er enn meiri en hefur verið og
það er greinilegur munur á ástandi frá
fyrri mánuðum ársins. Það er mjög
misjöfn stemning hjá þeim sem koma.
Flestir eru mjög ánægðir en það er
gríðarlega erfitt hjá öðrum. Gegnum-
sneitt er fólk ánægt og horfir björtum
augum á framtíðina.“
Hjá Mæðrastyrksnefnd er ekki að-
eins úthlutað mat heldur einnig jóla-
trjám, jólaskrauti, kertum, bókum,
vítamíni, sælgæti og jólagjöfum sem
ætlaðar eru börnum. „Fólk sem kemur
hingað til mín segir mér að nú geti það
loksins haldið almennileg jól,“ seg-
ir Tinna og eru þau feðgin sammála
um að hjá Mæðrastyrksnefnd sé unnið
einstaklega göfugt starf. „Það eru mörg
fyrirtæki sem senda starfsmenn sína
til okkar í sjálfboðavinnu, suma hverja
bara í einn dag, og flestir þeirra vilja
vera áfram því þeir finna strax hve gef-
andi þetta starf er.“
Allir fá úthlutað Ragnhildur segir að engum verði vísað frá hjá Mæðrastyrksnefnd
sama hve eftirspurnin verður mikil.
föstudaguR 19. deseMbeR 20084 Fréttir
Sandkorn
n Baugsmálið endalausa held-
ur nú áfram með því að Jón
Ásgeir Jóhannesson, Krist-
ín Jóhannesdóttir og Tryggvi
Jónsson eru ákærð, í þriðja
sinn, fyr-
ir skatta-
lagabrot.
Í upphafi
var Óskar
Magnús-
son inni í
málinu en
skattur-
inn vildi að
hann sem
fyrrverandi forstjóri Hagkaupa
stæði skil á tekjum sem orðið
hafi til við samruna Bónuss
og Hagkaups. Óskar getur nú
varpað öndinni léttar því hann
slap við ákæru en fær að borga
án eftirmála.
n Það blæs um fleiri auðmenn
en Jón Ásgeir Jóhannesson.
Björgólfur Guðmundsson,
eigandi West Ham, þarf nú
að una því
að hans
gamli samf-
starfsmað-
ur Eggert
Magnússon,
fyrrverandi
stjórnarfor-
maður West
Ham, krefur
hann nú
um á þriðja hundrað milljónir
króna vegna starfslokasamn-
ings hjá West Ham. Margir
muna að meðan allt lék í lyndi
milli þeirra félaga niðurlægði
Björgólfur Eggert með því að
líkja honum við Coca Cola-
skilti. Eggert sagði ekkert þá en
nú er víst að hann hyggur gott
til glóðarinnar.
n Bæjarstjórinn Árni Sigfús-
son, sem eitt sinn auglýsti
Reykjanesbæ sem fjölskyldu-
bæ, er
kominn í
bobba ef
marka má
fréttir úr
bæjarfé-
laginu.
Þar mót-
mæla nú
foreldrar
skerðingu
umönnunargreiðslna og segja
þeir Reykjanesbæ engan fjöl-
skyldubæ lengur. Hjördís
Árnadóttir, framkvæmdastjóri
fjölskyldu- og félagssviðs, tal-
aði við foreldrana og sagði ein-
faldlega að bænum hafi verið
kleift að bjóða upp á ýmislegt
í góðærinu en nú verði þau að
borga fyrir veisluna sem þeim
var ekki boðið í.
Peningaveldi og pappírstætarar
kristján hreinsson skáld skrifar. Og mér er sagt að sönnunargögnin þau arna haldi þingheimi í gíslingu.
Mér er tjáð að litli Landsbankamað-urinn sem er sakaður um 100 milj-óna króna fjárdráttinn sé farinn að mala á fullu. Mér er sagt að Dabbi
litli bankamaður viti vel af þeim sönnunargögn-
um sem litli Landsbankamaðurinn lumar á. Og
mér er sagt að sönnunargögnin þau arna haldi
þingheimi í gíslingu. Dabbi litli bankamaður er
víst byrjaður að senda frá sér upplýsingar og þar
kemur víst fram að einhver Lúðvík hafi braskað
með helling af byggingum í Borgartúninu. Sá
ágæti maður á víst að hafa fengið lán hjá Lands-
bankanum á lægri vöxtum en við hin. Svo má víst
finna upplýsingar um einhverja Siv sem á að hafa
fengið 75 milljóna króna lágvaxtalán hjá LÍ til að
fjárfesta í deCODE. Já, og upplýsingarnar sem
Dabbi litli hefur eiga víst að sýna að menn ætli að
afskrifa öll þessi lágvaxtalán.
Einhver Þorgils Óttar, sem ku vera skyldur óvin-
sælasta stjórnmálamanni veraldarsögunnar, á
víst að hafa fengið að kaupa byggingar í Keflavík
á 11 miljarða en ásett verð var víst 50 milljarðar.
Þorgils þessi fékk þetta víst lánað hjá LÍ á vildar-
kjörum. Og mér er sagt að hann hafi ekki þurft að
borga svo mikið sem eina einustu krónu af lán-
inu. Enda er víst verið að afskrifa herlegheitin.
Mér er sagt að Dabbi litli bankamaður geti sann-
að að nánast allir þingmenn á Alþingi Íslendinga
séu innmúraðir í spillingu sem tengist lánum á
vildarkjörum. (Þannig að stjórnarandstaðan er
þá kannski ekki daufdumb – þegar öllu er á botn-
inn hvolft.)
Mér er sagt að Sigurjón sé að puða við að afskrifa
þingmannalán í aðalleynibækistöðvum sínum í
Apóteksturninum í Austurstræti. Mér er sagt að
pappírstætarinn þar sé í gangi allan sólarhringinn.
Mér er tjáð að einhver Björgvin G. sé með mynt-
körfulán upp á einhverja tugi milljóna, hann
borgar víst á aðra miljón af því láni á mánuði.
Mér skilst að KPMG hafi verið að vinna að af-
skriftum fyrir Björgvin þegar þeir voru stöðvaðir
um daginn. Þeim tókst þó ábyggilega að afskrifa
eitthvað af því sem lögfræðingur Glitnis og mág-
ur þessa Björgvins skuldaði.
Púkinn á fjósbitanum fær áfram að nærast á illu
umtali og það er engin ástæða fyrir falska stjórn-
málamenn að leita að sökudólgum – þeir hafa
víst ábyggilega þurft að líta í spegil annað veifið.
Hér verður ekkert vopnaskak,
hér væla allir flokkar
og Dabbi hefur hreðjatak
á höfðingjunum okkar.
Skáldið Skrifar
Mun fleiri sækja um hjálp frá Mæðrastyrksnefnd um þessi jól en á fyrri árum sökum
versnandi efnahags. Aukninguna má rekja til þeirra fjölmörgu sem misst hafa vinn-
una upp á síðkastið og hafa ekki í sig og á. Feðginin Trausti Antonsson og Tinna Soffía
segja það gefa lífinu gildi að vera sjálfboðaliði hjá Mæðrastyrksnefnd.
atVinnUlaUsir
Í leit aÐ Mat
„Þeir sem leita til okkar eru bara venjulegir Ís-
lendingar sem taka hlutunum með æðruleysi.“
Aldrei dauð stund „Það er alltaf nóg að
gera og hérna flýgur tíminn. Það er varla
tími til að fá sér kaffisopa,“ segja feðginin
trausti og tinna.
Göfugt starf Mörg fyrirtæki
senda starfsmenn sína í sjálfboða-
vinnu hjá Mæðrastyrksnefnd.
myndir HEiÐA HELGAdÓTTir
LiLjA KATrín GunnArSdÓTTir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
GLEÐILEG
JÓL
Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár.
MYND
Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði
S: 565 4207 www.ljosmynd.is