Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 18
föstudagur 19. desember 200818 Helgarblað
„Framvinda efnahagslífsins er í sam-
ræmi við áætlun stjórnvalda og Al-
þjóðagjaldreyissjóðsins. Tekist hef-
ur að koma jafnvægi á krónuna, en
það má rekja til skynsamlegrar pen-
ingamálastefnu,“ segir Poul Thoms-
en, formaður sendinefndar Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, en hann er
staddur hér á landi til þess að fara
yfir framvindu mála í kjölfar banka-
hrunsins. Haldi fram sem horfir
verði unnt að afnema gjaldeyrishöft
og lækka stýrivexti þrep fyrir þrep
samkvæmt áætlun og jafnvel fyrr.
„Okkur líst einnig vel á fram-
kvæmd efnahagsstefnunnar. Drög
að fjárlögum fyrir næsta ár eru í sam-
ræmi við áætlun okkar. Stjórnvöld
hafa ítrekað að þau ætli að fylgja
styrkri fjármármálastefnu næstu
misserin og leggja drög á næstunni
að því að ná því markmiði.“
Thomsen víkur einnig að ákvæð-
um í samningi AGS og stjórnvalda
um endurreisn fjármálakerfisins og
segir að lykilvinnan sé þeim efnum
sé fram undan. Unnið verði með
lánardrottnum gömlu bankanna og
eignir verði metnar, en slíkt sé und-
irstaða þess að geta lokið endurfjár-
mögnun bankanna á fyrsta ársfjórð-
ungi næsta árs.
Sendinefnd AGS verður aftur á
ferðinni hér á landi snemma í febrú-
ar, en þá verður lagt formlegt mat á
framvindu áætlunarinnar sem um
samdist milli sjóðsins og stjórnvalda.
Thomsen upplýsti á fundi með blaða-
og fréttamönnum í gær að ákveðið
væri að AGS hefði fulltrúa hér á landi
með aðsetur í Reykjavík. Hann kæmi
til landsins snemma næsta árs og
yrði starfsmönnum sjóðsins í Wash-
ington til halds og trausts.
Endurfjármögnun bankanna
stór biti
Í viljayfirlýsingu stjórnvalda og
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í
byrjun nóvember segir að úrlausn
bankakreppunnar leggi þungar fjár-
hagslegar byrðar á hið opinbera.
Þessi kostnaður geti numið allt að
80 prósentum af þjóðarframleiðsl-
unni eða sem svarar 1.200 milljörð-
um króna.
Poul Thomsen segir að þessi
kostnaður sé þríþættur. „Í fyrsta lagi
er um að ræða kostnað vegna inni-
stæðutrygginga. Í öðru lagi
þarf að endurfjármagna við-
skiptabankana efir hrun-
ið og í þriðja lagi þarf að
endurfjármagna Seðla-
bankann.“ Thoms-
en segir að mjög megi
draga úr kostnaði
vegna innistæðutrygg-
inganna með sölu eigna
bankanna. Verðmæti eigi
eftir að koma í ljós. End-
urfjármögnun bankanna
þriggja nemur um 380
milljörðum króna.
Thomsen seg-
ir að ef ríkinu
gangi vel að
reka bank-
ana sem
reistir voru
á grunni
þeirra
gömlu
megi vel
vera að
sú upphæð skili sér með tíð og tíma
ef og þegar bankarnir verði einka-
væddir á ný. Það sé hins vegar alger-
lega í höndum íslenskra stjórnvalda
en ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Í þriðja lagi segir Thomsen að
mikill kostnaður felist í endurfjár-
mögnun Seðlabankans. Sú endur-
fjármögnun komi fyrst og fremst
fram sem auknar skuldir ríkissjóðs.
Að því gefnu að allt gangi vel á næstu
misserum gæti endanlegur kostnað-
ur verið umtalsvert lægri en 80 pró-
sent þjóðarframleiðslunnar auk þess
sem meirihluti þess kostnaðar er í
formi lántöku innanlands.
Þrengir að ríkisrekstrinum
Í viljayfirlýsingu AGS og stjórn-
valda segir að bankakrepp-
an setji opinbera geiran-
um verulegar skorður
og leggi auknar byrðar
á almenning á næstu
árum. Eftir endur-
skoðun fjárlaga
næsta árs er ljóst
að halli ríkissjóðs
verður 160 milljarð-
ar í stað 60 milljarða.
Án niðuskurðar,
sem kynntur var fyr-
ir fáeinum dögum
og fjallað hef-
ur verið um
á Alþingi
und-
anfarna daga, hefði halli ríkissjóðs
orðið um 215 milljarðar. Reynist
stjórnvöld hafa ofmetið tekjur ríkis-
sjóðs á næsta ári gæti hallinn hæg-
lega nálgast 200 milljarða króna
á ný. Reynist um vanmat að ræða
heita stjórvöld því að leggja um-
framtekjur til hliðar til að greiða nið-
ur skuldir fremur en að veita þær út í
ríkisreksturinn eða til framkvæmda.
Spurður um stjórn ríkisfjármála seg-
ir Thomsen að framvindan sé í sam-
ræmi við samning stjórnvalda við
AGS. Þó kunni áætlanir að raskast
eitthvað; til dæmis aukist atvinnu-
leysi hraðar en upphaflegar áætlanir
gerðu ráð fyrir.
Þótt niðurskurðurinn sé tilfinn-
anlegur hefur verið á það bent að
í krónum talið verði útgjöld ríkis-
ins ekki óáþekk og á yfirstandandi
ári. Einna hörðust hafa mótmælin
verið frá Alþýðusambandi Íslands
sem telur aðgerðirnar bitna mjög á
þeim sem síst skyldi og á afar órétt-
látan hátt. Þetta eigi til dæmis við
um niðurskurð elli- og örorkubóta
um áramótin. Kristinn H. Gunnars-
son, þingmaður Frjálslynda flokks-
ins, er í hópi þeirra sem vilja taka
slaginn strax því enn alvarlegri nið-
urskurður sé í sjónmáli. „Það er ekki
gott að segja vondar fréttir samfellt í
eitt og hálft ár,“ sagði Kristinn og taldi
nauðsynlegt að gera umtalsverðar
breytingar á ríkisrekstrinum í þessu
skyni. Meðal annars lagði hann til að
ríkisstofnunum yrði fækkað.
Í viljayfirlýsingu AGS og stjórn-
valda segir að langtímaáætlun verði
útfærð snemma á næsta ári, en áætl-
anir sem sú vinna skilar verða for-
senda þess að sjóðurinn haldi áfram
að afgreiða þá liðlega 2 milljarða
dollara sem þeir hafa lánað íslenska
Poul Thomsen, formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir framvinduna eftir
bankahrunið nokkurn veginn í samræmi við áætlanir. Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor
óttast að gangi fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn til verks með hangandi hendi og reyni ekki
að verja áætlun AGS og stjórnvalda fari hún úr skorðum og greiðslur frá sjóðnum stöðvist.
Sultarólin
hert árið 2010
„Í ljósi þess sem ég sagði
er það makalaust að
Seðlabankinn og fjár-
málaráðuneytið skuli
leggja þessa áætlun
fram með hangandi
hendi og jafnvel með
hundshaus og sýni við-
leitni til þess að skella
skuldinni á björgunar-
nefnd frá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum.“
Jóhann hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Þorvaldur Gylfason „almenningur ber
svo lítið traust til stjórnvalda að álit hans
á alþjóðagjaldeyrissjóðnum verður því að
sama skapi meira þegar fram í sækir.“