Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 80
n Söngkonan Lilja Kristín Jónsdóttir
í Bloodgroup lenti í þeim hremm-
ingum að brotist var inn hjá henni
meðan hún var á hljómsveitaræf-
ingu. Þegar söngkonan kom heim af
hljómsveitaræfingu hafði óprúttinn
náungi tekið til hendinni og numið
á brott forláta silfurlitaða Dell-tölvu
og hleðslutæki fyrir myndavél. Ekki
nóg með það heldur hafði verið
rótað í dóti söngkonunnar. Lilja
vonast til þess að þjófurinn sjái að
sér og skili tölvunni auk þess sem
hún býður fundarlaun í formi bjórs
til þess sem rekst á tölvuna og skilar
henni.
Gleðibankinn!
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræð-
ingur við Háskóla Íslands, fann enga
gleði í hjarta þegar honum barst til-
kynning frá Nýja Glitni banka um að
hann gæti fengið Kærleikskúlu í jóla-
gjöf frá bankanum ef hann myndi ná
í hana í næsta útibú. „Ég var kominn
í smá jólaskap en þetta var ekki til að
gleðja mig. Mér óx ekki kærleikur í
brjósti. Glitnir og hans félagar, hin-
ir bankarnir, eru náttúrlega búnir að
setja líf okkar á annan endann. Síðan
ætlast þeir til að ein jólakúla breyti af-
stöðu okkar til þeirra,“ segir Einar Mar.
Hann tekur fram að Kærleikskúlan
sé vissulega seld til styrktar góðu mál-
efni en bæði Kærleikskúlan og jólaóró-
inn Grýla eru seld fyrir þessi jólin til að
styðja við Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra. Glitnir hefur einnig sent Grýlu til
viðskiptavina sinna.
„Ég hefði frekar viljað fá tilkynningu
um lægri vexti. Ég bara reiddist. Eins
og allir er ég að rembast við að borga
af húsnæðisláninu og yfirdrættinum.
Og síðan fær fólk bara kúlu í staðinn.
Ég vil bara gamla Ísland aftur,“ segir
Einar Mar.
Hann skrifar harðorða færslu um
jólagjöf Glitnis á vefsíðu sinni og
segir þar: „Bankinn heldur greini-
lega að viðskiptavinir hans séu fífl.
Hér er kúla og allir sáttir.
Ég ætla að sækja kúluna og
senda hana upp í viðskiptaráðu-
neyti með spurningu um hvort
þetta hafi verið gert með vitund
og vilja þess. Hvet aðra til að
gera það sama.“
erla@dv.is
brotist inn
hjá lilju
Getur þú hugsað þér
daglegt líf án rafmagns?
Brátt fer daginn að lengja á ný og við fögnum birtunni sem fylgir hækkandi sól.
Við hjá RARIK viljum þakka ykkur fyrir viðskiptin á árinu sem nú er senn liðið og sendum bestu
óskir um gleðileg jól og heillarríkt komandi ár
www.rarik.is
Gleðilega hátíð!
Einar Mar Þórðarson ætlar að senda jólagjöfina frá Nýja Glitni upp í viðskiptaráðuneyti:
rEiÐur YFir KÆrlEiKsKÚlunni
n Það eru ekki
bara varirnar á
Ásdísi Rán sem
eru milli var-
anna á Íslend-
ingum eins og
hún sjálf orðaði
það. Söngvarinn,
stílistinn, förð-
unarfræðing-
urinn, útvarps-
maðurinn, þáttarstjórnandinn og
blaðamaðurinn Haffi Haff er líka
kominn með heldur betur þrýstn-
ar varir. Í nýjasta tölublaði Séð og
heyrt greinir Haffi frá því hvað valdi
þessum þrýstnu vörum en tísku-
séníið fékk sér smá silikon í varirnar
fyrir jólin enda á leiðinni til Seattle
að eyða jólunum með kærastanum
sínum honum Dustin.
n Árlegir Þorláksmessutónleik-
ar Bubba Morthens færa sig um
set þetta árið. Síðastliðin ár hafa
tónleikarnir farið fram á NASA við
Austurvöll en verða í þetta skiptið
haldnir í Háskólabíói. Bubbi sagði
í viðtali á Bylgjunni að slagsmálin
sem urðu á tónleikunum
á síðasta ári hafi gert
það að verkum að hann
vilji prófa að flytja
tónleikana úr mið-
bænum. Að auki
lofaði hann því
að bestu lög-
in fengju að
hljóma og
mögu-
leiki
væri á
frum-
flutningi
sem ætti að gleðja
alla Bubbaaðdá-
endur landsins.
FlYtur sig í
hásKólabíó
splÆsti í siliKon
Vill gamla Ísland
aftur
einar mar Þórðarson
varð fokreiður þegar
hann fékk kærleiks-
kúlu í jólagjöf frá
nýja glitni. hann vildi
heldur fá tilkynningu
um lægri vexti.