Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 35
HÍ verður að forgangsraða sjálfur og
hliðra til hjá sér. Það er hluti af mínu
starfi að ég verð að hagræða með
markvissum hætti. En það er rétt að
geta þess að fjárframlög til mennta-
kerfisins verða meiri en árið 2008 en
minni ef miðað er við frumvarpið
fyrir árið 2009. Þess má geta að við
höfum eflt samkeppnissjóðina sem
allir háskólar sækja í, þeim er hlíft.
Mér persónulega finnst raunhæfara
að byggja upp og tel að við þorum
virkilega að horfa fram í tímann ef
við hlífum menntamálum við niður-
skurði og hef haldið þessu á lofti. Ég
hefði viljað sjá enn frekari stuðning
við þessi sjónarmið. En það er eins
og til dæmis Göran Persson hefur
sagt að Svíar tókust á við sína efna-
hagskreppu með því að fara í mjög
sársaukafullar aðgerðir á öllum
sviðum samfélagsins. Þar var engu
hlíft samkvæmt Persson. Og mín
mál, hér í menntamálaráðuneytinu,
eru ekki undanþegin þessu. En við
munum ná okkur fyrr út úr þessu.“
Hvernig er hægt að koma til móts við
atvinnulaust fólk sem vill fara í nám
en hefur ekki stúdentspróf og ekki rétt
á láni frá LÍN?
„Það er starfshópur sem mun
sérstaklega taka á þessum mál-
um. Framhaldsskólar verða að geta
þjappað og komið fleira fólki þar inn.
Ég var að leggja frumvarp fram núna
um framhaldsfræðslu. Og þar undir-
strikum við raunfærnimatið, en það
þýðir að hægt verður að meta þátt-
töku fólks í atvinnulífinu inn í skóla-
kerfið. Ákveðin iðnmenntun sem er
í boði er líka lánshæf. Og ég ráðlegg
fólki að sækja inn í framhaldsskóla
og fá metið við hvað það hefur starf-
að. Tökum dæmi: Einstæð móðir
um þrítugt sem á eins til tveggja ára
framhaldskólanám að baki, mun
á grundvelli nýja frumvarpsins fá
starfsreynslu sína metna til eininga.
Háskólar hafa auk þess heimild til
að meta aldur og starfsreynslu inn í
skólana þó að umsækjandi hafi ekki
stúdentspróf. Háskólinn á Akureyri
hefur gert þetta til dæmis gagnvart
konum sem hafa starfað á leikskól-
um og sækja inn í slíkt nám. Kerf-
ið verður að bjóða upp á þennan
sveigjanleika þótt stúdentsprófið
sé að sjálfsögðu meginreglan. Við
erum að sækja í okkur veðrið hvað
þetta varðar.“
Hverju spáirðu um ástandið í janú-
ar?
„Samfélagið heldur áfram en
það verður atvinnuleysi. Við erum
þó að reyna að verja ýmsi mannafls-
frek verkefni eins og til dæmis tón-
listar- og ráðstefnuhúsið. En bygg-
ing þess og framkvæmdin öll mun
skapa fjölda atvinnutækifæra fyr-
ir fjöldann allan af minni fyrirtækj-
um. Það sama gildir um til dæm-
is stækkun á álverinu í Straumsvík
sem mun skapa um 300 störf í 2 ár.
Og við verðum að gera þetta.“
Verðum að halda fyrirtækjum á
lífi
Hafið þið ekki fleiri atvinnuskapandi
lausnir?
„Jú, við munum fara að stað með
sprotafyrirtæki og aukin menntun-
artækifæri. Ferðaþjónustan er vax-
andi vegna gengis krónunnar. Við
erum að endurræsa allt kerfið og
það út af fyrir sig kostar ákveðinn
kraft og kallar á störf. Samgöngu-
verkefni eins og brúarbyggingar eru
atvinnuskapandi. Allt í sambandi
við háskólana og rannsóknasetur er
atvinnuskapandi. Kvikmyndabrans-
inn er ativnnuskapandi og hann
þykir aðlaðandi kostur fyrir útlend-
inga sem sækja hingað. Ekki bara
vegna krónunnar heldur vegna þess
að umhverið hér er gott, við erum
fljót að vinna úr hlutum og James
Bond- og Clint Estwood-fólkið segir
að hér sé snerpa og við úrræðasöm.
Við þurfum að halda í þessi tækifæri
og muna að kvikmyndagerð er at-
vinnuskapandi.
Sjávarútvegur er okkar undir-
stöðuatvinnugrein og það er verið
að tala um áframhaldandi hvalveið-
ar fyrst það er markaður fyrir hval-
kjöt, það mun skapa atvinnu. Úr-
bætur og viðhald í húsnæði í eigu
hins opinbera kostar mikinn mann-
afla. Ég vonast til að peningar verði
settir í það.
Nú er staðreyndin sú að það er
bæði ófaglært og háskólamennt-
að fólk atvinnulaust og það skiptir
öllu máli að við komum fjármálalíf-
inu af stað aftur. Fjármálalífið krefst
mannafla. Höktið má ekki vera mik-
ið lengur. Mannaflsfrek verkefni eru
mikilvæg en aðalatriðið er að um-
hverfi fyrirtækja verði lífvænlegt.
Mestu máli skiptir að þau haldi
lífi.“
Einkalífið og þöggun?
Hvað segirðu um þann orðróm að
þegar þú byrjaðir að gagnrýna yfir-
stjórn Seðlabankans hafi skyndilega
verið farið að fjalla um fjármál ykk-
ar hjóna og laun Kristjáns Arason-
ar. Getur verið að ykkar persónulegu
fjármál hafi verið dregin inn í sviðs-
ljósið til að þagga niður í þér?
„Ég trúi ekki að fólk sé svo út-
smogið og illa innrætt. Ég tek já-
kvæðu hliðina á þetta. Trúi því ekki
að það sé neitt til í þessu og nenni
ekki að eyða kröftunum í það.“
Áttu von á því að hart verði barist um
embætti varaformanns Sjálfstæðis-
flokksins á næsta landsfundi og karl-
menn sækist eftir sæti þínu?
„Þá gerist það bara. Ég er ánægð
með að það er margt fólk í flokknum
sem getur verið varafomenn. Bjarni
Benediktsson og Guðlaugur Þór eru
duglegir og mikill sómi að hafa þá
í framlínunni. Það gerist bara sem
gerist. Ég vona að kraftur landsfund-
arins fari í að móta stefnuna í utan-
ríkismálum. En þegar vangaveltur
eru í gangi um hin og þessi framboð
sýnir það heilbrigðan metnað fólks
og flokkurinn heldur áfram. En það
eru ekki allir viðhlæjendur vinir. Ég
er enginn spámaður og veit ekki
hvað verður. Í vor hefði ég aldrei
getað spáð fyrir um hrunið.“
Styð Geir
Sumir vilja sá þig sem næsta formann
flokksins.
„Sá sem er varaformaður er allt-
af til í að taka við af formanni. En ég
vonast til þess að Geir Haarde verði
karlinn í brúnni um langan tíma.
Við munum komast í gegnum þetta
og þá mun fólk sjá að rósemi hans
og þekking var góð. Meðan Geir er
til staðar mun ég aldrei sækjast eftir
stöðu formannsins. Ég styð Geir, svo
einfalt er það. Við vinnum vel sam-
an og ég býð mig fram sem varafor-
mann á næsta landsfundi. Munum
að það á enginn neitt í pólitík og
tíminn leiðir í ljós hvað verður og
ávallt þarf að hafa í huga fyrir hverja
maður er að vinna.“
Stendur ekki á mér
Tíminn er að hlaupa frá okkur og
næstu fundir og verkefni í mennta-
málaráðuneytinu eru að byrja. En
við höfum ekkert komist yfir að ræða
um Ríkisútvarpið. Eitthvað um það
að lokum?
„Ég vil gott Ríkisútvarp en á sama
tíma fjölbreytni á fjölmiðlamark-
aði. Staðan er erfið þegar RúV hefur
þetta umfangsmikla hlutverk á aug-
lýsingamarkaði. Það væri slæmt ef
miðlar eins og Skjárinn hættu vegna
þessa. Nú hafa menn bent á að setja
fyrst lög um eignarhaldið en rétt að
ítreka að við reyndum að koma slík-
um lögum um dreift eignarhald á
fölmiðlamarkaði. Það fékkst ekki í
gegn. Það mun ekki standa á mér í
þessum efnum.
Veljum íslenskt
Hvernig verða jólin hjá þér og fjöl-
skyldu þinni?
„Jólin verða hefðbundin. Það
verða rjúpur og það verður örugg-
lega mikið skraut eins og alltaf hjá
okkur. En fyrst og fremst einkenn-
ast jólin af mikilli hlýju og þrátt fyrir
ærslaganginn er einhver innri ró og
jólin verða góð. Við vitum að það er
ekki endilega gjöfin undir trénu sem
er mikilvægust heldur er það allt í
kringum börnin sem skiptir máli.
Og góður tími með fjölskyldunni,
ekki síst stjórfjjölskyldunni, er það
mikilvægasta. Nú eru allir að tala
um að velja íslenskt. Fólk vill versla
hérna heima núna. Það er gott að
sjá þessa samheldni landsmanna.
Allt dugur í okkur Íslendingum. Og
við bjóðum upp á heimagert kon-
fekt eða íslenskt konfekt í ár. Það er
gaman að þessari íslensku áherslu,
hún er dæmi um að það kemur eitt-
hvað gott út úr þessu ástandi þegar
við höfum unnið okkur upp úr erf-
iðleikunum.“
föstudagur 19. desember 2008 35Helgarblað