Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 16
föstudagur 19. desember 200816 Fréttir
Geimferðastofnun Bandaríkjanna,
Nasa, hefur tilkynnt að geimskutl-
ur stofnunarinnar verði seldar þeg-
ar hætt verður að fljúga þeim árið
2010. Verðið verður ívið hærra en
hinn venjulegi meðaljón mun ráða
við, eða 42 milljónir bandaríkja-
dala stykkið. Sú upphæð samsvarar
tæpum fimm milljörðum íslenskra
króna. Inni í verðinu er kostnaður
við að fjarlægja eiturefni og önnur
hættuleg efni úr skutlunum, búa þær
undir ferðalag og flug til flugvallar að
vali kaupanda. Sá kostnaður er tal-
inn verða um sex milljónir banda-
ríkjadala að lágmarki, eða um 670
milljónir íslenskra króna.
Geimferðastofnunin þarfnast sár-
lega fjármagns vegna næstu kynslóð-
ar Ares-geimskutla sem reiknað er
með að flytji geimfara til tunglsins.
Sala geimskutlanna hefði því í för með
sér mikla búbót til stofnunarinnar
Ekki er sjálfgefið að auðugir ein-
staklingar geti komið ástvini sínum
á óvart á jólunum með innpakk-
aðri geimskutlu. Geimferðastofnun-
in hyggst ekki selja geimskutlurnar
hverjum sem er, enda um ríkisfyrir-
tæki að ræða. Hingað til hefur stofn-
unin eingöngu leitað hófanna hjá
menntastofnunum, vísindasöfnum
og „öðrum viðeigandi stofnunum“.
Ferjurnar, Discovery, Atlantis og
Endeavour, hafa farið samtals áttatíu
og sex ferðir út í geim síðan 1984.
Tvær af þremur
Reyndar er ekki ráðgert að selja nema
tvær geimskutlanna og fyrirhugað að
sú þriðja verði áfram í forsjá hins op-
inbera. Hugsanlega yrði hún höfð til
sýnis í Washington.
En böggull fylgir skammrifi því
eingöngu bandarískir þegnar eiga
möguleika á að eignast gripina og
sýna. Flaugarnar verða með öllum út-
búnaði sem nauðsynlegur er flugi út í
geim, öðrum en aðalvélunum.
Áhugasamir verða að lofa að skutl-
urnar verði til sýnis innandyra við
stöðugt hitastig. Aðalvélar geimskutl-
anna, sex talsins, verða seldar hver
í sínu lagi og mun hver vél kosta um
átta hundruð þúsund bandaríkjadali,
eða rúmlega níutíu milljónir króna,
auk sendingarkostnaðar. Geimferða-
stofnunin hefur fyrir gefið sögulega
mikilvæga hluti tengda geimferðum.
Reiknað er með að lagt verði upp
í síðustu förina í september 2010,
en reiknað er með að þá verði lokið
smíði alþjóðlegrar geimstöðvar. Verð-
andi forseti Bandaríkjanna, Barack
Obama, hefur skipað hóp til að meta
möguleikana á áframhaldandi geim-
ferðum eftir þann dag til að brúa bil-
ið þar til áætluð ferð Orion- og Ares-
geimfaranna fer fram árið 2015.
Geimskutla til sölu
Geimferðastofnun Bandaríkjanna hyggst selja geimskutlur sínar að lokinni síðustu ferð 2010. Áhugasamir
kaupendur verða að vera bandarískir ríkisborgarar, auk þess sem ýmsar aðrar kvaðir fylgja viðskiptunum.
Geimskutlurnar eru þrjár talsins og hafa farið samtals áttatíu og sex ferðir út í geim síðan 1984. Það má
teljast kostur að um einn eiganda er að ræða.
Kolbeinn þorsTeinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Ekki er sjálfgefið að
auðugir einstakling-
ar geti komið ástvini
sínum á óvart á jólun-
um með innpakkaðri
geimskutlu.
Discovery-geimskutlan Nýr
eigandi mun ekki taka flugið.