Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 68
föstudagur 19. desember 200868 Konan Hresstu upp á kjólinn ef þú hefur ekki tök eða tíma til að kaupa þér nýjan jólakjól þetta árið eða vilt einfaldlega nota það sem þú átt fyrir skaltu ekki örvænta heldur nota hugmyndaflugið örlítið. sokka- buxur í áberandi lit geta gert mikið en einnig má skreyta einfaldan kjól með stóru belti, eða öðrum aukahlut. allar lumum við á einhverju dúlleríi í skartgripaskúffunni okkar og er um að gera að leika sér svolítið með það. blandaðu saman nokkrum hálsmenum og skelltu stórri nælu í barminn og það tekur enginn eftir því að þú sért í gamla kjólnum. Nýlega kom til landsins ný og glæsi- leg snyrtivörulína að nafni NIMUE. NIMUE leggur mikla áherslu á að sinna íslenskum konum í íslenskri veðráttu en eins og við flestar vit- um sætir húðin oft miklu áreiti yfir vetrartímann. Þessi einstaki C-vít- amín-rakaúði virkar sérstaklega vel á húðina sjálfa en einnig er virkni sem verður við innöndun á virkum efnum.Úðann má nota yfir önnur krem, oft á dag sem og yfir farða til að fríska húðina. Helstu innihaldsefni rakaúðans eru C-vít- amín sem er eitt af áhrifaríkustu andoxunarefnum sem til eru í dag. Andoxunarefni verja frumuhimn- una og frumukjarnann gegn skað- semi frírra stakeinda sem bera mesta ábyrgð á öldrun húðarinn- ar. Úðinn sem kemur í fallegu glasi inniheldur Phyto endorfin sem stuðlar að endurnýjun húðarinn- ar og almennri vellíðan. Í úðan- um, sem hægt er að fá áfyllingu á, er efni sem heitir Aoe Ferox sem líkist Aloa Vera en er mun virkara sem rakaefni fyrir húðina, einnig er góð vörn fyrir UVA-geislum í úð- anum. NIMUE-vörurnar má nálg- ast í verslun Snyrtiakademíunnar í Kópavogi. Lína sem sinnir íslenskum konum í íslenskri veðráttu: Frískandi Fyrir Húð og anda umsjón: kolbrún pálína helgadóttir, kolbrun@dv.is tarnir eru minn líFsstíll Þóra tómasdóttir sjónvarpskona. Hvað borðar þú í morgunmat? „Ég borða skyrbúst ef ég hef tíma eða kornflex.“ Hver er uppáhaldsdrykkurinn þinn? „Ég held uppi framleiðslunni á gulum kristal.“ Hvar líður þér best? „mér líður best í hjartanu.“ Hvaða bók er á náttborðinu? „Ég á ekki náttborð en ég er með tíu ólesnar bækur á víð og dreif um heimilið. er í miðjum krimma um fyrstu írsku konuna sem gerðist einkaspæjari og svo bíð ég eftir að fá tækifæri til að lesa Vetrarsól eftir auði jóns og skaparann eftir guðrúnu evu.“ Hvernig heldurðu þér í formi? „Ég tek tarnir í hlaupum. sem betur fer styttist alltaf bilið á milli tarna og kannski áður en ég dey verður hreyfing orðin að lífsstíl. tarnir eru minn lífsstíll.“ Hvaða snyrtivörur notar þú daglega? „Ég nota kanebo-púður, dior- maskara, lancome-gloss, augnblýant og mac-kinnalit sem er eins konar instant hamingja í krukku.“ Hvar kaupir þú helst föt? „húsasmiðjunni.“ Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við sjálfa þig? „kaupi mér rándýra flík og lýg því að ég hafi fengið hana að láni.“ Þitt helsta fegurðarráð? „deyfa ljósin.“ Hver er þín fyrirmynd? „íslenska kvennalandsliðið í fótbolta.“ Kona viKunnar Frískandi úði Vítamínúðann má nota yfir krem og farða. Hin tuttugu og átta ára Inga R. Bach- mann útskrifaðist vorið 2005 eftir fjögurra ára nám á Spáni. Þar lagði hún stund á gullsmíði og skartgripa- hönnun. „Mig grunaði nú alltaf að ég myndi vinna við málm, enda hálf- partinn búin að alast upp í kringum það efni,“ segir Inga en afi hennar vann á verkstæði og bróðir henn- ar starfar sem stálsmiður. „Ég ákvað að prófa þetta fyrsta árið mitt úti og þetta hentaði mér líka svona vel.“ Inga lætur einstaklega vel af dvöl- inni úti á Spáni og segist hafa verið afar dugleg að heimsækja vini sína þar eftir að hún fluttist heim á ný. „Ég er búin að vera dugleg að kíkja út og á án efa eftir að halda því áfram. Það var virkilega gott að vera á Spáni en eins og staðan var hentaði mér betur að koma heim að vinna.“ Inga hefur þó ekki starfað við gull- smíðina fram að þessu en fékk óvænt tækifæri til að láta drauminn rætast nú í haust og ákvað að nýta tækifær- ið. Inga hefur því nú opnað glæsi- lega verslun á Laugavegi 20b sem ber heitið Hringa. Í versluninni selur Inga fjölbreytta skartgripalínu sem hún hefur þróað með sér í nokkur ár. „Allt sem ég geri hérna í búðinni er eitthvað sem ég er búin að vinna í huganum síðustu ár. Margt er byggt á hugmyndum allt frá því að ég var í skólanum en margt er nýrra. Einn- ig flokkast allt sem ég hanna undir þrjá flokka, sjóinn, sveitina og borg- ina,“ segir Inga og heldur áfram að útskýra mál sitt. „Sem dæmi nota ég þara, kuðunga, skeljar og fleiri svip- aðar hugmyndir tengdar sjónum. Þegar ég svo vinn með borgina í huga nota ég múrsteinamunstur, bíla, hús, fólk og hinar ýmsu aðsæður sem fólk lendir í og svo framvegis.“ Inga segir að einnig sé mikið um að fólk komi með fyrirfram ákveðnar hugmynd- ir að skartgrip og reyni hún þá eftir bestu getu að sérhanna gripinn fyrir viðskiptavininn. Inga segir móttökurnar í sinn garð hafa verið framar vonum frá því að hún opnaði 1. nóvember síðast- liðinn. „Það sem hefur slegið hvað mest í gegn eru nafnahálsmenin skemmtilegu en þau eru afar vinsæl hjá ungu kynslóðinni. Einnig er ég að gera íburðarmikla nafnahringa og margt fleira óhefðbundið. Ég legg líka áherslu á herramennina og hef þar af leiðandi hannað mikið af herraskarti sem og bindisnælum og fleira sem henta vel í jólapakkann,“ segir þessi ungi og efnilegi hönnuð- ur að lokum. Áhugasamir geta kíkt á síðuna hennar Ingu, hringa.is. kolbrun@dv.is Fékk óvænt tækiFæri Inga R. Bachmann er ungur og efnilegur skartgripahönnuður sem nýlega opnaði glæsilega verslun á Laugavegi. Fallegur gripur Þetta fallega hjarta hannaði inga en einnig má sjá laufblað út úr því. Hin vinsælu nafnahálsmen Þessi hálsmen hafa slegið rækilega í gegn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.