Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 20
Svarthöfði elskar sannleikann umfram allt. Frá því hann var ungur maður var hann til í að fórna öllu og öllum fyrir
sannleikann. Þegar ung systkini hans
skræktu af gleði við að fá í skóinn hélt
Svarthöfði þrumuræðu um vafasama
sönnunarbyrði varðandi tilvist jóla-
sveinsins. Í jarðarförum ættingja átti
Svarthöfði það til að stöðva predikun
og gagnrýna harðlega hin sjálfgefnu
fyrirframsannindi sem fólk gæfi sér
fyrir tilvist Guðs og himnaríkis. Hann
sagði engin vísindaleg rök hníga til
þess að hinn látni færi til himna, og að
það væri andstætt öllum rannsóknum
að hinn látni hefði yfirhöfuð sál.
Þegar Svarthöfði var ungur hringdi hann oft á lögregl-una vegna móður sinnar. Hún hafði átt það til að aka
of hratt og leyna því fyrir yfirvöldum.
Almannarök hníga til þess að fólk
aki á réttum hraða - þetta varðar
mannslíf. Þegar vinahópur Svart-
höfða skipulagði óvænta ánægju
fyrir afmælisbarn í hópnum
blöskraði Svarthöfða leyndin
og hreinlega öskraði sannleik-
ann yfir afmælisbarnið áður
en að veislunni kom. Svart-
höfði sendir jafnan fjölda-
pósta þegar hann kemst
að einhverju misjöfnu
um fólk. Hann hef-
ur oft komið upp um
vini sína, sem segja
ljóta hluti um hvora
aðra í einkasamtölum.
Svarthöfða þykir nefni-
lega allra mikilvægast af
öllu að fólk fái sannleik-
ann beint í æð.
Með tím-anum hættu vin-
ir Svarthöfða að treysta
honum fyrir nokkrum
hlut og þá beið krossferð
hans fyrir sannleikan-
um skipbrot. Í kjölfar-
ið fór hann að einbeita
sér meira að óhefð-
bundnum aðferðum
til að finna sann-
leika sem varðar al-
mannahagsmuni.
Svarthöfða tókst til
dæmis að koma
upp um hræsni
nafngreindra,
frægra einstakl-
inga. Hann fór iðu-
lega niður í bæ og
fann út að sumt þetta fólk sem kemur
stífmálað og sléttgreitt fram í sjónvarp-
inu hefur allt annan og verri þokka
síðla nætur. Svarthöfði baktryggir sig
gjarnan með því að mynda fólkið. Því
ef það dirfist að afneita sannleikan-
um getur hann komið upp um lygina
samstundis og eftir á, og komið þannig
öðrum sannleika á framfæri. Ófáir að-
ilar og fjölmiðlar hafa fengið tölvupóst
frá Svarthöfða þegar hann hefur náð
að hlera samtöl nafngreindra aðila,
þar sem þeir segja eitthvað misjafnt
um annað nafngreint fólk.
Eitt mesta þrekvirki Svarthöfða í þágu sannleikans var að fletta ofan af lygum ömmu sinnar. Þá hafði hann komist
að því að kerlingin hafði verið gift öðr-
um manni í skamman tíma, áður en
hún kynntist afa hans, og leynt því fyrir
honum alla tíð.
Svarthöfði fór á fund ömmu sinnar á elli-heimilið til
þess að ræða mál-
in við hana. Hann
spurði hana út í fyrri
eiginmann hennar. Hún
sagðist ekki hafa geta
sagt afa frá þessu, því
hún hefði metið það
sem svo að hann
tæki það of nærri
sér. Amma grát-
bað Svart-
höfða sinn að
segja afa ekki
frá þessu,
þar sem það
yrði hreint
skaðræði
fyrir hana
og hjónaband
þeirra. Hún
sagðist aðeins
elska afa, og
hafa gert það
alla tíð, og að
fyrri eiginmað-
ur hennar væri
löngu gleymd-
ur. Þá áttaði hún
sig ekki á því að
Svarthöfði var
að taka samtal-
ið upp á vídjó-
tökuvél
sem hann hafði pantað á eBay og pass-
aði akkúrat í bindið hans.
Eftir að Svarthöfði hafði spil-að vídjóið fyrir afa sinn varð amma hans sár og reið. Það eru eðlileg viðbrögð lyg-
ara við afhjúpun. Svarthöfði hóf upp
raust sína: Fjölskyldan er grundvall-
arstofnun samfélagsins. Hjónabandið
er límið sem heldur fjölskyldum sam-
an. Það varðar almannahagsmuni að
leynimakk og lygar séu ekki við lýði í
fjölskyldum. Hjón eiga að elska hvort
annað og virða.
Amma Svarthöfða reyndi að réttlæta hlutina fyrir afa. Hún sagði að hún hefði gifst manninum af fljótfærni og í
skyndi, og að þau hefðu einungis verið
saman í þrjá mánuði. Það var þá sem
Svarthöfði náði að negla ömmu sína
fyrir þann lygara sem hún er. Hann
reiddi fram ástarbréf frá henni til fyrr-
um eiginmanns hennar. Bréfið var
dagsett sex mánuðum fyrir gift-
ingu þeirra. Þar sem hjónabandið
stóð yfir í tvo mánuði, var ljóst að
þau höfðu verið í einhvers konar
ástarsambandi í minnst átta
mánuði.
Undanfarið hefur Svart-höfði verið eins og brjál-
aður stærðfræðingur að
leggja saman tvo og tvo
um samsærin í þjóðfé-
laginu. Egill Helgason
birtir tölvupóstana yfir-
leitt á vefsíðu sinni eins
og þeir koma af kúnni.
Oft er tilgangur Svarthöfða
einungis að velta upp þeim
möguleika að einhver kunni
að vera spilltur að þessu eða
hinu leyti, en þótt það sé
kannski ekki örugglega satt
vekur það upp umræðu sem
svælir tæran sannleikann
upp á yfirborðið.
Svarthöfði hefur til-einkað líf sitt því að velta við stein-um, rjúfa þagnar-
múra og leysa upp leyndar-
hjúpa. Sumum mun svíða
undan kastljósi sannleik-
ans, en Svarthöfði hættir
ekki fyrr en íslenska þjóðin
fær að vita allt um alla. Og
þótt hann þurfi að svíkja og
ljúga til að gera það skiptir
það engu máli, því tilgang-
urinn helgar meðalið.
föstudagur 19. desember 200820 Umræða
Krossfari sannleiKans
svarthöfði
spurningin
„Mér hefur alltaf fundist grænar baunir
vondar þannig að þetta kássast ekkert
upp á mig. Þar fyrir
utan skil ég ekki
baun í þessari
verðlagningu,“
segir Gunnar
Lárusson, betur
þekktur sem dr.
gunni, neytenda-
frömuðurinn
mikli. dV sagði frá
því í gær að í Hag-
kaupum í Holtagörðum kostaði
fjórðungsdós af grænum baunum frá
Ora aðeins einni krónu minna en hálf
dós sem er helmingi stærri.
Þarf að bauna á Þá?
sandkorn
n Leitin að týndu fréttunum
stendur nú sem hæst. Jónas
Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri,
hefur setið undir ámæli vegna
fréttar Símonar Birgissonar
blaðamanns
um mál
tengd Baugi.
Jónas gefur
ekkert eftir í
umræðunni
en harmar
það eitt að
hafa ekki rit-
skoðað Sím-
on meira en hann gerði. Þá segist
Jónas hafa á þeim tíma sem hann
ritstýrði DV aðeins hafa hitt Jón
Ásgeir Jóhannesson, aðaleiganda
Baugs, einu sinni: „Til gamans má
geta þess, að meðan Jón Ásgeir
átti DV töluðum við bara einu
sinni saman. Að mínu frumkvæði.
Um sameiginlegt áhugamál,
kappakstur,“ bloggar Jónas sem
hingað til hefur verið betur þekkt-
ur fyrir áhuga sinn á hestum.
n Athyglisvert er að játningar hafa
ekki komið fram hjá öðrum fjöl-
miðlum um ritskoðun eða sögu-
fölsun sem Morgunblaðið er þó
þekkt fyrir. Þess er beðið að ljóstr-
að verði upp um framferði Mogg-
ans þegar einbeittur vilji var til að
breyta umfjöllun um afbrot Árna
Johnsen alþingismanns og því
haldið fram
að hann hefði
gert mistök
sem leiðrétt
voru. Enn
hefur Agnes
Bragadóttir
blaðamað-
ur ekki gert
það mál upp
fyrir hönd ritstjórnar. Hún hefur
heldur ekki upplýst um fjárhags-
legan ávinning sem hún hafði af
FL-Group.
n Harka færist stöðugt í þann hóp
mótmælenda sem sækir að bönk-
um og stofnunum til að krefjast
réttlætis. Talsvert hefur borið á
rúðubrotum og skemmdum þeg-
ar sótt hefur verið að mönnum
á borð við Jónas Fr. Jónsson, for-
stöðumann Fjármálaeftirlitsins, í
því skyni að hann axli ábyrgð og
hætti störfum. Lögreglan hefur
farið varlega í samskiptum við
mótmælendur en víst má telja
að Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra bíði þess að grípa til að-
gerða með sérsveit sinni.
n Alþingismaðurinn fyrrverandi,
Bjarni Harðarson sem ákvað
sjálfur að sleppa vinnunni en
halda launum, lýsti því á bloggi
sínu að
hann hygð-
ist taka þátt
í að andæfa
gegn stjórn-
völdum á
Selfossi.
,,Veit ekki
hvað það er
langt síðan
haldinn
hefur verið mótmælendafundur
hér austanfjalls. Kannski ekki frá
því í Áshildarmýrinni hér um árið
en allavega efna nokkrar valkyrjur
hér í bæ til útifundar við Lands-
bankann klukkan 12.30 í dag.
Sjálfur verð ég þar meðal ræðu-
manna,“ bloggar Bjarni.
LyngHáLs 5, 110 reykjaVík
ÚtgáfuféLag: Útgáfufélagið birtíngur ehf.
stjórnarfOrmaður: Hreinn Loftsson
framkVæmdastjóri: elín ragnarsdóttir
ritstjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttastjórar:
brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
augLýsingastjóri:
ásmundur Helgason, asi@birtingur.is
dV á netinu: dV.is
aðaLnÚmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriftarsími: 512 7080, augLýsingar: 515 70 50.
umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Þeir voru farnir að
hringja þérna
nokkrir íbúar
hinum megin í
voginum og
spyrja hvenær ég ætlaði
að kveikja.“
n Geiri á Goldfinger um jólaskreytingar á
heimili sínu á Bústaðavegi. Hann segir
skreytingarnar lýsa upp allan Fossvoginn. - Séð og
heyrt.
„Það eru
gamlir vinir
mínir vestan-
hafs sem eru
þarna á ferðinni.“
n Jón Ólafsson sem hefur verið duglegur við að
kynna vatnið sitt í frægum þáttum og
kvikmyndum vestra. - DV.
„Ritskoðaðu
þetta.“
n Guðjón Heiðar Valgeirsson
mótmælandi áður en hann kastaði
snjóbolta í Jón Ásgeir Jóhannesson. - DV.
„Er þetta ekki
bara einhver
krakkaskríll?“
n Jón Ásgeir Jóhannesson eftir
að mótmælendur veittust að honum fyrir utan
101 hótel. - DV.
„Ef menn fá starfsloka-
samning og endurráðn-
ingu, hver voru starfslok-
in?“
n Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla
Íslands, um starfsmann Landsbankans í
Lúxemborg sem fékk 20 milljónir í starfslok en var
svo endurráðinn. - DV.
Smáfuglar
Leiðari
Umræðan um ábyrgð og afsögn ráð-herra er á villigötum. Ekki þó vegna þess að þeir eru í skotlínu sam-herja, andstæðinga og fjölmiðla.
Villigöturnar liggja í þá áttina að athyglinni
er beint frá þeim sem mesta ábyrgð bera.
Áberandi er krafan um að Björgvin G. Sig-
urðsson viðskiptaráðherra eigi að víkja eða
verða settur af. Sú umræða yfirskyggir kröf-
ur um að Geir H. Haarde forsætisráðherra
og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sýni þann
manndóm að taka þá skelli sem ástæða er
til. Viðurkennt er að sambandsleysi var milli
stjórnar Seðlabanka Íslands og bankamála-
ráðherrans. Aftur á móti er því haldið fram
að viðvaranir um yfirvofandi hrun hafi borist
formönnum stjórnarflokkanna sem þar með
hefðu átt að bregðast við. Ingibjörgu Sólrúnu
bar skylda til þess að upplýsa Björgvin um
þá ógn sem steðjaði að íslenskum bönkum
og þar með þjóðarhag. En það virðist hún
ekki hafa gert og nú er sótt leynt og ljóst að
viðskiptaráðherranum. Auðvitað ber Björg-
vin sína ábyrgð á ástandinu en það er útilok-
að að fórna honum einum. Hann er aðeins
smáfugl í skógi kæruleysis og sofandahátt-
ar. Enginn hefur lýst því að ráðherrann ungi
sé spilltur. Þvert á móti. Blóð Björgvins dug-
ir ekki til syndaaflausnar fyrir alla þá sem
sitja í ríkisstjórn. Ábyrgðin verður að ná alla
leið. Annað er ekki í boði. Ef ríkisstjórnin vill
fá frið til að vinna þjóðina út úr þeim hrika-
lega vanda sem hún kom þjóðinni í verður
að hreinsa út spillta embættismenn og boða
til kosninga í vor. Að öðrum kosti mun ólgan
á meðal þjóðarinnar vaxa þar til hún verður
sitjandi stjórn óbærileg.
reynir TrausTason riTsTjóri sKrifar. Blóð Björgvins dugir ekki til syndaaflausnar.
bókstafLega