Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Page 6
föstudagur 19. desember 20086 Fréttir
Sandkorn
n Brynjólfur Árnason, fyrrver-
andi sveitarstjóri í Grímsey, var
sakfelldur í Héraðsdómi Norður-
lands eystra fyrir nokkru vegna
fjárdráttar í starfi á vegum sveit-
arfélagsins. Áður hafði hann ver-
ið sakfelldur
fyrir fjárdrátt
í öðru starfi
sem hann
gegndi áður
en hann varð
sveitarstjóri.
Nú er þó ekki
víst að vand-
ræðum hans
sé lokið. Fyrrverandi samstarfs-
menn hans í sveitarstjórn eru
ósáttir við að Brynjólfur hafi ekki
verið ákærður fyrir öll þau brot
sem þeir telja að hann hafi gerst
sekur um. Einnig telja þeir að
skaði sveitarfélagsins af fjárdrætti
hans nemi enn vel yfir tíu millj-
ónum króna. Nú íhuga þeir frek-
ari málsóknir sem gætu þá orðið
að veruleika eftir jól og áramót.
n Fyrsti fjármálamaðurinn hefur
nú verið dreginn fyrir dómara
eftir íslenska bankakerfið hrundi
en meint brot hans tengjast því
ekki neitt heldur eru þau tveggja
ára gömul. Jafet Ólafsson er
ákærður
fyrir að hafa
brotið lög
um þagn-
arskyldu í
starfi sínu
sem stjórn-
armaður og
starfsmaður
VBS fjárfest-
ingarbanka í nóvember 2006. Þá
lét hann Sigurði G. Guðjónssyni,
lögmanni og fjárfesti, í hend-
ur upptöku af samtali sínu við
Geir Zoega. Þessa upptöku fór
Sigurður svo með í Fjármálaeft-
irlitið. Sjálfur gefur Jafet lítið fyrir
ásakanirnar og segir þetta storm
í vatnsglasi.
n Guðmundur Magnússon,
ritstjóri Eyjunnar, mælti á sín-
um yngri árum eindregið með
minnkandi afskiptum stjórn-
valda af atvinnulífinu. Nú er
hann orð-
inn eldri,
reyndari og
að einhverju
leyti orðinn
annarrar
skoðunar.
Nú telur
hann að til
greina komi
að Alþingi setji lög sem banni að
heiti lands og þjóðar séu notuð
sem vörumerki eða fyrirtækja-
heiti. Ein ástæðan er sú að Glitn-
ir hyggst taka aftur upp nafn-
ið Íslandsbanki. Á bloggi sínu
segir Guðmundur ekki sjálfgef-
ið að stórfyrirtæki geti leyft sér
að flagga nafni lands eða þjóðar
sjálfum sér til framdráttar.
Fjallað um málefni Lóms ehf. og Glitnis hjá skipulagssviði:
Vill persónulegan fund með glitni
„Við fórum mjög vel yfir þær upplýs-
ingar sem frá þeim hafa komið. Eftir
stendur enn að það er ýmislegt sem
ég vildi enn fá að ræða á persónuleg-
um fundi með þessum aðilum,“ seg-
ir Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður
skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, en
umsókn Lóms ehf. fyrir hönd Nýja
Glitnis um breytingu á deiliskipu-
lagi vegna nýrra 14 þúsund fermetra
höfuðstöðva bankans var rædd inn-
an skipulagssviðs borgarinnar á mið-
vikudaginn.
Júlíus segir að ákveðið hafi verið
að taka málið ekki upp innan skipu-
lagsráðs þar sem því fannst eðlilegt
að vera búið að ræða við Glitni um
fyrirætlanir bankans á Glitnisreitn-
um áður en málið yrði lagt fyrir ráð-
ið. DV greindi frá því á miðvikudag
að 10. nóvember síðastliðinn skilaði
Lómur ehf. inn umsókninni til skipu-
lagsráðs. Skipulagsráð bókaði vegna
málsins á fundi sínum 26. nóvem-
ber að mikilvægt væri að skýra ýmsa
þætti sem sneru að Glitnisreit þar
sem áætlað hafði verið að nýjar höf-
uðstöðvar bankans myndu rísa. Öll
slík áform voru á vegum gamla Glitn-
is en síðan yfirtók ríkið meirihluta
í bankanum í haust og vöknuðu
spurningar um hvort ríkisbankinn
ætlaði enn að fara í framkvæmdirn-
ar stóru. Virðist áform um byggingu
nýrra höfuðstöðva því vera í fullum
gangi í umboði Nýja Glitnis.
Í bókun skipulagsráðs var skipu-
lagsstjóra falið að afla upplýsinga
varðandi eignarhald og uppbygg-
ingaráform eiganda enda er Lómur
ehf. félag í eigu Glitnis Banka. Spurn-
ingar vöknuðu einnig hjá skipulags-
ráði hver færi með stjórn félagsins,
hvert hún sækti umboð sitt og hvort
enn væri gert ráð fyrir nýjum höf-
uðstöðvum bankans á þessum stað.
DV komst að því að Lómur er í reynd
félag í eigu gamla Glitnis en félag-
ið hafi verið meðal þeirra eigna sem
fluttust yfir í nýja bankann við stofn-
un 15. október síðastliðinn. Stjórn
og stjórnendur bankans segjast ekki
hafa tekið endanlega ákvörðun um
framtíðaráform sín varðandi lóðina
sem bankinn greiddi 972 milljón-
ir króna fyrir árið 2006. Lómur ehf.
var stofnaður í kringum kaup bank-
ans á lóðinni árið 2006. Júlíus sagði
í samtali við DV að svör bankans
hafi ekki verið fullnægjandi og ýmsu
enn ósvarað. Hann vonast til að vita
meira eftir fund með forsvarsmönn-
um framkvæmdanna og bankans
„Við munum vinna þetta mál áfram,“
segir Júlíus. Hann bjóst ekki við að
niðurstaða fengist í málið fyrir jól en
það yrði sett á dagskrá eftir hátíðarn-
ar. mikael@dv.is
Glæsilegar höfuðstöðvar unnið er
eftir vinningstillögu sænskrar arkitekta-
stofu við fyrirhugaðar framkvæmdir á
lóð glitnis. Hún gerir ráð fyrir 14 þúsund
fermetra höfuðstöðvum bankans.
„Sú litla viðurkenning sem jafnréttis-
mál hafa fengið innan ráðuneytanna
er greinilega farin,“ segir Sóley Tóm-
asdóttir, ritari Vinstri hreyfingarinn-
ar - græns framboðs og ráðskona í
Femínistafélagi Íslands. Hún gagn-
rýnir harðlega að í nýju fjárlagafrum-
varpi er lagt til að vegna niðurskurðar
í ríkisfjármálum verði fjárveitingar til
að ráða jafnréttisfulltrúa í ráðuneyt-
in felld niður. Niðurskurðurinn nem-
ur 33,4 milljónum króna og verkefni
fulltrúanna þess í stað fjármögnuð af
núverandi fjárheimildum ráðuneyt-
anna.
Jafnréttisfulltrúar eru starfandi í
öllum ráðuneytum. Hlutverk þeirra
er að fjalla um og hafa eftirlit með
jafnréttisstarfi á málasviði ráðuneyt-
isins og undirstofnana þess.
Grafalvarlegt
Sóley segir að greinilegt sé að jafn-
réttismál séu ekki verkefni sem rík-
isstjórninni þyki verðugt að setja
peninga í. „Það er grafalvarlegt mál.
Þetta er í beinu framhaldi af því
hvernig ríkisstjórnin hefur hagað sér
eftir að kreppan skall á,“ segir hún og
bendir á að Jafnréttisþingi sem átti
að halda í haust var frestað einmitt
vegna þeirra þrenginga sem ríktu í
efnahagsmálum.
„Kreppur bitna með mjög ólíkum
hætti á kynjunum og geta haft afleið-
ingar til hins verra þegar kemur að
jafnréttismálum. Ábyrg ríkisstjórn
leggur því ekki til að þau séu tekin af
dagskrá.“
Sóley bendir á reynslu ann-
arra landa af efnahagsvandræðum.
„Finnskar rannsóknir sýndu að þar
jókst vændi til muna. Í kreppu fara
konur frekar út af vinnumarkaðnum
en karlar og eru lengur atvinnulausar
en þeir. Þegar verið er að skera niður í
velferðarmálum segir það sig sjálft að
ábyrgðin færist meira inn á heimilin.
Ábyrgðin þar er þegar ójöfn þegar
kemur að kynjunum. Í framhaldinu
eykur þetta síðan launamun kynj-
anna enn meir. Jafnréttismál snerta
alla kima samfélagsins,“ segir hún.
Illa skilgreint
Ný lög um jafna stöðu karla og
kvenna voru samþykkt á Alþingi í
febrúar. Meðal nýmæla í lögunum er
að Jafnréttisstofa fær auknar heim-
ildir til gagnaöflunar og hlutfall kynj-
anna má ekki vera minna en 40 pró-
sent í nefndum, ráðum og stjórnum
á vegum hins opinbera ef fleiri en
þrír eru skipaðir. Í kjölfar þessarar
lagasetningar var aukið við hlutverk
eftirlitsaðila á vegum jafnréttismála.
Niðurskurðurinn bitnar því beint á
nýlegri lagasetningu sem ætlað var
að auka jafnrétti kynjanna.
Sóley bendir á að hlutverk jafn-
réttisfulltrúa ráðuneytanna hafi allt-
af verið illa skilgreint og ekki næg-
ur peningur settur verkefni þeirra.
„Betur hefði farið að auka áhersluna
á starf þerira. Að skera hann niður er
hreinasta glapræði,“ segir hún.
Líka í góðærinu
Niðurskurður á
sviði jafnréttis-
mála er hins
vegar víðtæk-
ari samkvæmt
fjárlagafrum-
varpinu. Þar
er einnig
gert ráð fyrir
8,2 milljóna
króna nið-
urskurði
hjá Jafnrétt-
isstofu
sem
heyrir undir félagsmálaráðuneyt-
ið. Hlutverk hennar er að stuðla að
því að markmið laga um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna og karla náist
ásamt því að hafa eftirlit með fram-
kvæmd laganna.
Svala Jónsdóttir, sviðsstjóri jafn-
réttissviðs Jafnréttisstofu, harmar
niðurskurðinn. „Ég á erfitt með að að
sjá hvar á að skera niður,“ segir hún.
Í rökstuðningi fyrir skerðingunni er
Jafnréttisstofu uppálagt að skera nið-
ur þegar kemur að risnu og akstri.
Svala bendir hins vegar á að starfs-
menn stofunnar fái ekki aksturs-
peninga og því síður sérstaka
risnu. „Ferðakostnaður helgast
aðallega af því að Jafnréttis-
stofa er á Akureyri en hann er
þó ekki mikill. Þetta verður
ekki auðvelt,“ segir hún.
Í því efnahagsástandi
sem nú ríkir hafa sum-
ir viðrað þá skoðun að
jafnréttismálin séu ekki
forgangsatriði. „Ætli
það sé ekki sama
fólkið og sagði
að jafnréttis-
mál væru ekki
forgangsatriði
í góðærinu,“
segir Sóley.
„Finnskar rannsókn-
ir sýndu að þar jókst
vændi til muna. Í
kreppu fara konur
frekar út af vinnumark-
aðnum en karlar.“
Sóley Tómasdóttir segir glapræði að leggja niður störf jafnréttisfulltrúa í ráðuneyt-
unum eins og gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Hún bendir á að vændi eykst þegar
kreppa ríkir. Atvinnuleysi bitnar einnig harðar á konum en körlum. Svala Jónsdóttir
segir milljóna niðurskurð til Jafnréttisstofu vera vonbrigði.
ErLa HLynSdóTTIr
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Bitnar meira á konum sóley
tómasdóttir segir að kreppur bitni á
konum og körlum með ólíkum hætti.
Því séu fjárframlög til jafnréttismála
sjaldan mikilvægari en nú.
Mynd róBErT rEynISSon
SPARAÐ Í
JAFNRÉTTI
Krefjast jafnréttis störf jafnréttisfull-
trúa innan ráðuneytanna verða lögð
niður samkvæmt fjárlagafrumvarpi.
einnig er skorið niður hjá Jafnréttisstofu.
baráttufólk fyrir jafnrétti hefur löngum
safnast saman á kvennadeginum 19. júní.
Lýðræðið er í hættu
Endalok Ameríku
Frí heimsending
http://www.eshop.is/bendill
Pöntunarsímar:
567-9818 / 897-9818