Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 41
föstudagur 19. desember 2008 41Helgarblað fremstu víglínu í okkar fagi og vor- um þar af leiðandi í þeirri stöðu að geta sagt já og nei við þeim verkefn- um sem okkur voru boðin og okk- ur skorti aldrei verkefni. Það er ekki hægt að segja að atvinnutilboðin hafi hangið á trjánum þegar við mættum hingað.“ En þrátt fyrir mikla baráttu telur Stefán sig búinn að vera ein- staklega heppinn. „Eftir að ég út- skrifaðist úr leiklistarnáminu heima var mér séð fyrir öruggri vinnu í leik- húsunum. Þaðan fór ég svo beint í Latabæ og nú er ég að leika á sviði í Bandaríkjunum. Margir af mínum draumum hafa ræst og ég vona að ég fái tækifæri til að vinna við þetta starf áfram hér í Bandaríkjunum. Grinch aftur að ári Að Grinch-uppfærslunni lokinni í lok þessa árs stefnir Stefán að því að taka sér nokkurra daga frí með fjöl- skyldunni sem nú dvelur hjá hon- um í Boston þar sem sýningin fer fram en að því loknu heldur hann til New York og mun dvelja þar í þrjár vikur. „Það er ýmislegt sem liggur á borðinu sem verður tekið til skoð- unuar. Ég er með umboðsmann og lögfræðing sem fara yfir þessi mál mín, enda skiptir gífurlegu máli að maður taki ekki bara eitt- hvað að sér. Loksins þegar mað- ur er orðinn gjaldgengur opnast manni nýir heimar. Það eru því vonandi spennandi tímar fram undan, þrátt fyrir samdrátt í þessu fagi eins og flestum öðrum.“ Einn- ig stendur Stefáni til boða að leika Grinch, sem hann hefur gert svo ve, aftur að ári. „Það er frábært boð og ég sé ekki af hverju ég ætti ekki að gera það.“ Spurður hvort hugur hans leiti ekki til Hollywood segir Stefán að fyrir sér snúist þetta einfaldlega um tæki- færin. „Það kitlar mig fyrst og fremst að fá stórt og flott tækifæri, hvort sem það er í Hollywood, sjónvarpi eða á sviði.“ Nýtir athyglina til góðs Nýlega var opnuð aðdáendasíða Stefáns og þótti mörgum orðið tíma- bært. „Ég hugsaði líklega ekki mikið út fyrir þennan íslenska ramma þar sem allt er svo lítið og all- ir þekkja alla en það má ekki gleyma því að heimurinn er stór og að Latibær á sér gríð- arlega marga aðdáend- ur og núna Grinch. Það hefur aldrei verið sama- staður fyrir þessa aðdá- endur mína en nú má finna hann á heima- síðunni www.stefank- arlfanclub.com.“ Stef- án hyggst nýta sér þá athygli sem hann hefur hlotið til að opna augu fólks enn frekar fyrir því alheimsvandamáli sem einelti er en sú barátta hefur ver- ið Stefáni einkar hugleikin. En eins og margur veit hefur Stefán unnið mikið í íslenska skólakerfinu í gegnum samtökin Regnbogabörn en samtökin standa einmitt fyrir bar- áttu í þágu þeirra sem hafa orðið fyr- ir einelti. Sjálfur lenti Stefán í þeirri erfiðu lífsreynslu að verða fyrir ein- elti og hefur honum tekist að nota þá reynslu til góðs og miðlað henni til barna á öllum aldri. Stefán segist hvergi hættur að sinna vinnu sinni fyrir samtökin og stefnir nú að því að hefja sams konar starf í Banda- ríkjunum. „Ástæðan fyrir því að ég samþykkti þessa aðdáendasíðu er einmitt mökuleikinn á að geta nýtt hana til góðgerðamála og hvet ég alla Íslendinga til að skrá sig og ljá mál- efninu stuðning.“ Ekkert heim að sækja Aðspurður hvort eða hvenær hann sjái fyrir sér að fjölskyldan snúi heim á ný er hann fljót- ur til svars. „Það er ekk- ert heim að sækja, nema samveru við ættingja og vini, en sem bet- ur fer hefur fólk ver- ið reglulega dug- legt að sækja okkur heim. Hér er okkar líf og okkar heimili. Vissulega söknum við ákveðins hluta af Íslandi. Ísland er, eins og við vit- um, „stórasta land í heimi“, sem er nú eitthvað það gáfulegasta sem hefur komið frá Bessastöð- um í háa herr- ans tíð.“ Stefán segist ekki geta borið Ísland sam- an við Bandarík- in að nokkru leyti. „Þessi lönd eru einfaldlega ekki sam- anburðarhæf, vegna stærðarmis- munarins.“ Spurður út í fjöl- skyldulífið segir hann það ganga vel og að börnunum líði ákaf- lega vel. „Hér eru skólarnir jafn- misjafnir og þeir eru margir en hér er almennt lagt mikið upp úr aga á meðan það ríkir tölu- vert agaleysi heima, að mínu mati. Hér úti er aginn sjálfsagð- ur á meðan hann byggist meira á hverjum og einum kennara heima. Þar snýst þetta allt um heppni, hversu góðan kennara börnin manns fá. En þrátt fyrir ag- ann í skólakerfinu getur verið mjög flókið að ala upp börn í Bandaríkj- unum og sem dæmi má nefna eru þau ekki hluti af eins góðu og niður- greiddu heilbrigðiskerfi og heima.“ Stefán heldur áfram umræð- unni um hversu ólíkt það sé að búa í Bandaríkjunum og á Íslandi. „Hér lítur þú ekki af börnunum þínum á meðan þú setur lykil um hálsinn á þeim heima og veist ekki af þeim fyrr en seinnipart dags. Hér sendir þú börnin þín ekki til vina yfir nótt nema að vera búinn að rannskaka heimilið vel. Þú skilur ekki bílinn eftir í gangi fyrir utan vídeóleiguna með barnið í bílnum. Hér er mikið eftirlit með börnum í skólum og ekki síður for- eldrum og heimilisaðstæðum . „Það er frábært, að mínum mati. Þeir sem hafa ekki tök á að hugsa um börn- in sín eiga ekki að hafa þau í sinni umsjá. Ástæðurnar geta verið marg- ar, samanber veikindi, alkólisma og vanhirðu, börn eiga ekki að líða fyr- ir slíkt,“ segir Stefán, en eins og heyra má hefur hann sterkar skoðanir á börnum og barnauppeldi. Hið veraldlega hefur hrunið Og það er fleira sem Stefán bendir á varðandi börnin. „Ég sagði alltaf á mínum fyrirlestrum heima á Íslandi og ég fer ekki ofan af því að, að mínu mati, hefur hið andlega algjörlega vikið fyrir því veraldlega. Nú hefur það veraldlega algjörlega fallið og hrunið yfir okkur og þá stendur ekk- ert eftir annað en það andlega. Höf- um við verið nógu dugleg að vinna í andlegu hliðinni á börnunum okkar og hversu vel erum við í stakk búin til að setjast niður með þeim og kenna þeim takast á við þá erfiðleika sem við göngum nú í gegnum? Sum börn hafa aldrei upplifað það að síminn sé lokaður, eða að ekki sé farið til út- landa á hverju sumri, nú, eða pabbi eða mamma missi vinnuna. Hvernig ætlum við að takast á við þær spurn- ingar sem á þeim brenna þegar lífs- gæðin fara að minnka. Ef við ætlum að skila þjóðfélaginu svona brotnu í hendurnar á erfingjum okkar þá er eins gott að við stöndum okkar plikt í að styrkja þá andlega.“ Stefán segir fjölmiðla úti hafa mikinn á huga á ástandinu heima og að hann leggi mikið kapp á að tala vel um sína þjóð. „Ég hef svo mikla trú á Íslendingum þrátt fyr- ir að hafa enga skoðun á stjórn- málamönnunum. Mér finnst mik- ið til þessarar litlu þjóðar koma, við erum búin að byggja upp þessa litlu eyðieyju með glæsibrag og hef trú á að okkur muni takast að sigrast á þessum erfiðleikum ef við gefum ekkert eftir. Stjórnmálamenn hafa alltaf verið að biðja um vinnufrið, mér sýnist á öllu að við séum búin að gefa þessu fólki allt of mikinn frið. Nú gefum við þeim engin grið. Nú verður almenningurinn, eins og Íslendingar eru gjarnan kallaðir, að rísa úr sætum, leggja niður störf og berjast fyrir lífi okkar. Áfram Ís- land,“ segir Stefán sem er auðheyri- lega heitt í hamsi. Stefán segir þá fjölmiðlamenn sem hann hefur rætt við úti sýna ástandinu heima mikla samúð, enda sjálfir hræddir um eigið ástand. Magnið umfram gæðin Fram undan eru látlaus jól hjá Stef- áni og Steinunni en, eins og fyrr seg- ir, er fjölskyldan stödd í Boston um þessar mundir. „Við keyptum pínu- lítið og ódýrt jólatré og skelltum því bara upp á borð. Leyfðum börnun- um að föndra skrautið á tréð og suð- um svo nokkrar kryddjurtir, eins og negulnagla og kanil, til að fá jóla- ilminn í loftið. Við ætlum ekki að gefa börnunum stórar gjafir, enda er miklu skemmtilegra að fá marga litla pakka heldur en einn stóran og dýran pakka þegar maður er lít- ill. Þá gildir magnið fram yfir gæðin. Að öðru leyti heldur fjölskyldan í ís- lenskar hefðir og borðar jólamatinn klukkan sex á aðfangadag. Það er auðheyrt að forgangsröðin er á hreinu hjá þessum unga en lífs- reynda leikara sem á án efa framtíð- ina fyrir sér. Við fylgjumst því spennt með því hvað þessi efnilegi Íslend- ingur tekur sér næst fyrir hendur. „Ef við ætlum að skila þjóðfélaginu svona brotnu í hendurnar á erfingj- um okkar er eins gott að við stöndum okkar plikt í að styrkja þá andlega.“ Glæsileg leikmynd sviðið er allt hið glæsilegasta sem og búningarnir í þessari vinsælu broadway-sýningu. Þegar Trölli stal jólunum grinch brallar eitt og annað skemmtilegt í sýningunni sem sýnd er í viðurvist 3.400 gesta í hvert skipti. Glanni Glæpur stefán Karl hefur slegið í gegn í hlutverki glanna glæps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.