Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 62
föstudagur 19. desember 200862 Sakamál Morðingi eða fórnarlaMb? mál bandarísku móður- innar susan smith vakti heimsathygli á sínum tíma. Hún var dæmd til lífstíðar- fangelsisvistar, árið 1995, fyrir að myrða syni sína. upphaf málsins má rekja til október 1994 þegar hún tilkynnti lögreglu að bifreið hennar hefði verið rænt og að synir hennar hefðu verið í bifreiðinni. társtokkin kom susan fram í sjónvarpi og bað þess að drengjunum yrði skilað heilum á húfi. en ekki voru öll kurl komin til grafar og í ljós koma að susan átti meiri hlut að máli en nokkurn gat grunað. RaðmoRðingi í FlóRída Aileen Wuornos var bandarískur raðmorðingi sem myrti sjö karlmenn í Flórída frá 1989 til 1990. Hún hélt því fram að morðin hefði hún framið í sjálfsvörn til að verjast nauðgun. Útskýringar Aileen Wuornos voru ekki teknar gildar fyrir rétti. Hún var önnur konan sem tekin hefur verið af lífi í sögu Flórída. Aileen Wuornos fæddist 1956 í Michigan í Bandaríkjunum og það væri vægt til orða tekið að segja að hún hefði átt slæma æsku. Sumir telja að það eina góða í lífi henn- ar hafi verið að hún kynntist aldrei líffræðilegum föður sínum. Diane Wuornos, móðir Aileen, giftist Leo Dale Pittman, föður hennar, aðeins fimmtán ára og varð barnshafandi tvisvar, Aileen var yngra barnið og kom í heiminn nokkrum mánuð- um eftir að Diane sagði skilið við föður hennar. Faðir Aileen gekk ekki alveg heill til skógar andlega og var fær um að beita miklu of- beldi. En hlutverk einstæðrar móður reyndist Diane um megn og árið 1960 yfirgaf hún börn sín, Keith og Aileen, sem síðan voru ættleidd af móðurforeldrum sínum, Lauri og Britta Wuornos. Það kom snemma í ljós að erfitt yrði að tjónka við Ai- leen og grunnt var á uppreisn gegn Lauri, sem drakk stíft og beitti miklum aga. Systkinunum hafði verið talin trú um að Lauri og Britta væru líf- fræðilegir foreldrar þeirra og þegar þau komust að hinu rétta í málinu gerðu þau uppreisn. Barsmíðar og barneign Aileen fékk oft og tíðum að finna fyrir belti afa síns og var gjarna lát- in liggja á kviðnum á rúmi sínu. Þessar aðfarir voru ekki til að draga úr þvermóðsku hennar. Hún varð virk kynferðislega mjög snemma og sagði að hún hefði notið kynlífs með bróður sínum ung að árum, þótt það hafi aldrei fengist stað- fest. Fjórtán ára að aldri varð Aileen barnshafandi og var send á heimili fyrir ógiftar mæður. Hún eignaðist dreng sem varð þess láns aðnjót- andi að verða ekki alinn upp hjá henni. Britta, amma Aileen, dó 1971, og að sögn dóttur Brittu varð álag- ið vegna Aileen og Keiths; skróp í skólanum, óléttu og margs fleira, Brittu um megn og hún hafði snú- ið sér að flöskunni meira en góðu hófi gegndi. Röð misheppnaðra sambanda Á næstu árum gerðist ýmislegt í lífi Aileen sem markaði framtíðina. Keith dó úr krabbameini og Lauri framdi sjálfsmorð og Aileen tók stefnuna á Flórída. Aileen hitti Lewis Fell, tæplega sjötugan formann snekkjuklúbbs. Fell varð ástfangin af Aileen og þegar þau gengu í það heilaga 1976 taldi hún sig himin höndum hafa tekið. En hún var villt og sjálfseyð- ingarhvöt hennar kom í veg fyr- ir að hún gerði sér grein fyrir því hve gott hún gæti haft það. Um það tveimur mánuðum eftir giftinguna gerði Fell sér grein fyrir mistökun- um og lét ógilda hjónabandið. Við tók áratugur misheppnaðra sambanda, vændis, falsana, þjófn- aða og vopnaðra rána. Aileen var orðin flak, andlega og líkamlega, vegna drykkju, eiturlyfjaneyslu og lífsstíls sem einkenndist af sjálfs- eyðingarhvöt. En þá hitti Aileen hina tuttugu og fjögurra ára Ty Moore í klúbbi fyrir samkynhneygða í Daytona 1986. Fyrsta líkið finnst Um skeið var tiltöluleg ládeyða í lífi Aileen. Ty elskaði Aileen og yf- irgaf hana ekki og sagði upp starfi sínu sem hótelþerna. Aileen sá fyrir þeim með vændi, en hún var ekki hátt metin og ekki jókst virði hennar á götunni eftir því sem tím- inn leið. En Ty yfirgaf hana ekki og sam- an fóru þær af einu mótelinu á annað, en á endanum varð ljóst að breytinga var þörf. Rafmagnsviðgerðamannin- um Richard Mallory fannst sop- inn góður. Hann var þekktur fyrir að loka verkstæði sínu fyrirvara- laust og hverfa á drykkjutúr. Það kom því engum á óvart þegar hann hvarf desember 1989. En þegar bif- reið hans fannst mannlaus nokkr- um dögum síðar varð ljóst að ekki var allt með felldu. Þrettán dögum síðar fannst lík Mallorys, vafið inn í gólfteppi. Hann hafði verið skotinn þrívegis með 22 kalibera byssu. Mánuðum síðar hafði rannsókn lögreglunn- ar engan árangur borið og málið kólnaði. Fleiri fórnarlömb Hálfu ári síðar, 1. júní 1990, fannst annað karlmannslík í skóglendi í Citus-sýslu í Flórída. Sjö dög- um síðar voru kennsl borin á líkið og var um að ræða David Spears. Spears hafði horfið 19. maí á leið sinni til Orland. Hann hafði verið skotinn nikkrum sinnum með 22 kalíbera byssu, og við líkið fannst notaður smokkur. Um sama leyti fannst lík þrjátíu mílum sunnar, í Pasco-sýslu. Líkið var svo illa farið að ekki varð unnt að bera kennsl á það, en við krufn- ingu fundust níu 22 kalíbera kúlur í líkinu. Síðar kom í ljós að um var að ræða Charles Carskaddon. Lögreglumaðurinn sem stjórn- aði rannsókninni hafði heyrt af málinu í Citrus-sýslu og sá að mál- in áttu margt sameiginlegt. Hann setti sig því í samband við lögregl- una þar. Blóðblettir í bifreið Í byrjun júlí 1990 sat Rhonda Baily á veröndinni sinni og sá þegar bif- reið sem kom eftir veginum vegin- um, rennur til og hafnar utan veg- ar. Út úr honum stíga tvær konur. Sú brúnhærða sagði ekki mikið, en hin ljóshærða bölvaði og ragnaði líkt og hún fengi borgað fyrir það. Sú ljóshærða taldi Baily á að hafa ekki samband við lögregluna, því faðir hennar búi skammt frá. Konurnar settust aftur i bílinn og komust upp á veginn, en skömmu síðar gaf hann upp öndina og kon- urnar héldu áfram för sinni fót- gangandi. Lögreglustjórinn í Maríon-sýslu fann síðar bílinn og við rannsókn kom í ljós að blóðblettir sem fund- ust í honum voru úr Peter Siems sem hafði horfið 7. júní. Lík hans fannst aldrei. Lýsing á konunum tveimur var send til lögregluyfirvalda um gerv- öll Bandaríkin. Grunur fellur á konurnar Enn áttu eftir að finnast þrjú karl- mannslík og allt benti til að um sama morðingja væri að ræða. Lík Troys Burress fannst 4. ág- úst, en hann hafði horfið í lok júlí. Dick Humpreys hvarf ellefta september og lík hans fannst degi síðar. Hann hafði verið skotinn sex sinnum. Nítjánda nóvember fannst lík Walters Gino og rann- sókn leiddi í ljós að hann hafði látist innan við sólarhring áður. Lögreglunni varð ljóst að kon- urnar sem Baily hafði séð af ver- önd sinni voru viðriðnar málið og viðamikil leit hófst. Ekki leið á löngu áður en vísbendingarn- ar fóru að hlaðast upp og um miðjan desember hafði lögregl- an fengið nokkrar ábendingar um sömu tvær konurnar og nöfn þeirra. Aileen handtekin 9. janúar 1991 var Aileen hand- tekin á bar í Volusia-sýslu, og næsta dag hafði lögreglan upp á Ty Moore. Moore samþykkti að fá Aileen til að játa gegn því að njóta friðhelgi. Farið var með Moore á mótel í Flórída. Undir vökul- um augum lögreglunnar hringdi hún fjölda símatala til Wuornos og grátbað hana að hreinsa nafn hennar. Þremur dögum síðar ját- aði Wuornos á sig morðin og hélt því fram að mennirnir hefðu reynt að nauðga henni og hún drepið þá í sjálfsvörn. Aileen Wuornos var sakfelld fyrir sex morð, hún var ekki ákærð fyrir morðið á Peter Siems því lík hans hafði aldrei fundist. Þrátt fyrir að í ljós hafi komið að Ri- chard Mallory hefði frá 1958 feng- ið meðferð vegna árásar sem hann hafði framið með þeim ásetningi að nauðga konu, neitaði dómari við réttarhöldin að leyfa það sem sönnunargögn sem hugsanlega hefðu getað stutt fullyrðingar Ai- leen. Aileen Wuornos var tekin af lífi með banvænni sprautu 9. október 2002. umsjón: kolbeinn þorsteinsson, kolbeinn@dv.is HPI Savage XL fjarstýrður bensín torfærutrukkur, sá stærsti og öflugasti til þessa. Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is SAVAGE XL Nýkominn H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is Líkið var svo illa farið að ekki varð unnt að bera kennsl á það, en við krufningu fundust níu 22 kalíbera kúlur í líkinu. Síðar kom í ljós að um var að ræða Charles Carskaddon. Aileen Wuornos tekin af lífi fyrir raðmorð í flórída.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.