Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 13
föstudagur 19. desember 2008 13Helgarblað an. Sér hefði þótt afar óþægilegt að reka stærsta banka landsmanna með það á tilfinningunni að forsætisráð- herra reyndi að koma höggi á hann. Ástandið hefði ekki batnað þegar Davíð var skipaður seðlabankastjóri árið 2005. Sigurður segir að hótanirnar og andstaða Seðlabankans og síðar fjár- málaráðuneytisins hafi orðið til þess að hætt var við að sækja um að fá að gera upp í evrum. Sigurður segir að mestu mistök sín og annarra stjórnenda bankans hafi verið að flytja ekki bankann til útlanda og fullyrðir að Kaupþing væri í fullu fjöri ef bankinn hefði til dæmis verið með aðsetur og höfuð- stöðvar í Hollandi. Ekki „maður fólksins“ Ágætlega er látið af samstarfi við Sig- urð. Opið aðgengi er að skrifstofu hans. Hann virkar þó kaldur í sam- skiptum, en líklegt er talið að hann sé iðulega þungt hugsi. Óbreyttir starfsmenn Kaupþings sem DV hefur rætt við segja Sigurð ofboðslega kláran og dúndurstjórn- anda. „Ég ber mikla virðingu fyr- ir honum. Og ef hann segir eitthvað þá stendur það,“ segir einn starfs- mannanna. „Bæði Sigurður og Hreiðar Már eru rosalega klárir og hæfileikaríkir og synd að þeir skuli ekki vera lengur hjá Kaupþingi. Þeir voru örugglega mjög gott „team“. Ég myndi nánast treysta þeim betur til að stýra þessu landi heldur en Davíð Oddssyni,“ segir annar. Starfsmaðurinn segir þó ekki mikið um að fólk sé að ræða um tvímenningana innan Kaupþings þessar vikurnar. Sigurður er ekki þessi „maður fólksins“ eins og einn starfsmaður Kaupþings orðaði það. Hreiðar Már hafi verið meira í því hlutverki. „En það er kannski með vilja gert hjá Sig- urði að vera ekki maður fólksins svo það beri meiri virðingu fyrir honum.“ Sigurður mætir á þá mannfagnaði sem hann er boðinn til og eðlilegt er að hann mæti á eins og árshátíðir, en hann er ekki hrókur alls fagnaðar. Hreiðar Már meiri snillingur Sigurður og Hreiðar Már voru vald- ir menn ársins í atvinnulífinu hjá viðskiptatímaritinu Frjálsri verslun árið 2005. Heiðurinn hlutu þeir fyr- ir „framúrskarandi hæfni við rekst- ur bankans, stækkun hans, farsælan feril, athafnasemi og frumkvöðla- starfi í útrás íslenskrar bankaþjón- ustu“, eins og það var orðað í frétta- tilkynningu Frjálsrar verslunar. Stærð efnahagsreiknings bank- ans hafði um þúsundfaldast frá því að Sigurður varð forstjóri árið 1996 og markaðsvirðið meira en tólfhund- ruðfaldast. Þetta var þá, og er líklega enn, einsdæmi í íslenskri viðskipta- sögu. Pétur Blöndal, einn af stofnend- um Kaupþings, segist ekkert þekkja Sigurð, enda hafi hann byrjað hjá fyrirtækinu eftir að Pétur var hættur þar. Þeir hafi hist kannski tvisvar, þri- svar en ekkert talað saman að ráði. Spurður hvernig þessi fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings komi honum fyrir sjónir úr fjarlægð segir Pétur að Sigurður virðist ábyrgur og mynda gott „team“ með forstjóran- um fyrrverandi, Hreiðari Má. „Ég held að Hreiðar Már hafi verið meiri snillingur, bæði með og án gæsalappa. En Sigurður virð- ist áhættusækinn og búa yfir miklu frumkvæði. Ég þekki þó auðvitað ekki innviði Kaupþings síðustu árin, þótt ég hefði haft mjög mikinn áhuga á því,“ segir Pétur og hlær. Pétur segir erfitt að meta það svona utan frá, hvað þá þegar svo margt er enn óljóst um atburða- rásina, hvort farið hafi verið of geyst í fjár- festingum og stækkun Kaupþings. „Maður bakk- ar náttúrlega ekki aftur til for- tíðar. En ég var ósköp sáttur við þetta þótt menn hafi verið að gera hluti sem ég hefði sennilega sjálfur ekki þor- að.“ Spurður hvort hann myndi ráða Sigurð sem for- stjóra eða stjórnarformann ef Pétur væri að stofna fyrirtæki í dag segist þingmaðurinn ekki getað svarað því. „Ég réð hann náttúrlega ekki sem stjórnanda á sín- um tíma. Og ég veit ekkert hvað menn voru að gera þarna þannig að ég get ekki í raun- inni ekki met- ið störf hans fyrir Kaup- þing.“ LAGÐI SJÁLFAN SIG UNDIR Sigurður Einarsson spilaði handbolta og fótbolta á yngri árum. Hann er ráðherrasonur og var sagður miðlungs- námsmaður. Hann náði á toppinn og stýrði ótrúlegri útrás Kaupþings. Hann nýtur virðingar, en ljóst er að fallið hef- ur á dýrðarljómann eftir að Kaupþing fór í þrot. Hann fer geyst og þorir að taka áhættur. Hann skorast ekki undan ábyrgð og lagði sjálfan sig undir með því að skrá eignar- hluta sinn í Kaupþingi á sitt eigið nafn. NÆRMYND Framhald á næstu síðuSigurður Einarsson Hefur það á ferilskránni að hafa verið stjórnarformaður í alþjóðlegum banka sem varð gjaldþrota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.