Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 70
föstudagur 19. desember 200870 Tíska
umsjón: krista hall, krista@dv.is
Louboutin
fyrir barbie
skóhönnuðurinn Christian
louboutin hefur verið fenginn til að
hanna skó fyrir barbie í tilefni af
fimmtíu ára afmæli dúkkunnar
góðu. nú þegar hefur Vera Wang
verið fengin til að hanna sparikjól á
barbie-dúkkuna. skórnir og kjóllinn
verða frumsýnd á tískuvikunni í new
York í febrúar. skórnir munu að
sjálfsögðu vera barbie-bleikir að lit
og klæða fæturna á öllum fimmtíu
módelunum sem taka þátt í þessari
glæsilegu afmælissýningu.
frumsýnd í
febrúar
haustlína sinneu miller, twenty-
8twelve, verður frumsýnd á
tískuvikunni í london í febrúar á
næsta ári. fyrirtækið, sem sienna
rekur með systur sinni savönnuh,
var stofnað árið 2006 þegar
tískufrömuðurinn Carlos Ortega
kom að tali við þær systur um að
setja á laggirnar tískulínu. nafnið
twenty8twelve var valið sökum
þess að sienna á afmæli
tuttugasta og áttunda desember.
Hnébuxur á
útsöLunum
Þær sem eru byrjaðar að hugsa út í
það hvernig þær ætli að tolla í
tískunni næsta vor ættu að leita eftir
hnésíðum buxum á útsölunum milli
jóla og nýárs. Það sem virtist vera
einkar heitt á sýningarpöllunum í
haust þegar vor- og sumarlína næsta
árs var sýnd voru þessar hnésíðu
buxur í hinum ýmsu útgáfum. Ýmist
víðar yfir lærin og þröngar yfir hnén
eða hreinlega eins og dragtarbuxur
sem klippt hefur verið neðan af frá
hné.
Það er ávallt hægt að treysta á að gamla kempan Oscar de la Renta færi okkur klæðilegar
og kvenlegar flíkur. Á dögunum hélt hann smávegis fortískusýningu á því sem koma skal
fyrir haustið 2009 og það er greinilegt að pilsin og kjólarnir síkka á næsta ári. Það var mik-
ið um gráa liti, gamaldags tweed-dragtir, síð pils og kjóla, háa hnésokka og dragsíðar sat-
ínbuxur á sýningarpallinum.
sítt, síðara, síðast...
...en ekki síst
fatamarkaður á kaffibarnum eins árs nemar í fatahönnun við
listaháskóla Íslands halda risa fatamarkað á kaffibarnum föstudaginn nítjánda
desember frá klukkan þrjú til níu. nemarnir eru að safna fyrir ferð til Parísar
í febrúar þar sem þau koma til með að vinna fyrir tískuvikuna í París í heilan
mánuð. kaffibarinn er staðsettur á bergstaðarstræti 1. meðal þeirra sem koma
til með að selja hönnun sína er stílistinn elísabet alma svendsen sem starfað
hefur í verslununum rokk og rósum og spútnik ásamt mörgum öðrum ungum
og efnilegum fatahönnunarnemum.
Síðar og sexí satínbuxur
Pilsin síkka og buxurnar líka.
dargsíðar satínbuxur verða
áberandi næsta haust.
Langur slóði ljósgrár og
glæsilegur brúðarkjóll úr smiðju
meistarans Oscars de la renta.
Sparilegir síðkjólar Það er
ákveðinn glamúr yfir þessum
dragsíðu kjólum de la renta.
Pilsin síkka í kreppunni Á
stríðsárunum fóru pilsin að síkka
verulega og konur að hylja meira.
hið sama er að gerast nú á tímum
kreppunnar.