Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 42
föstudagur 19. desember 200842 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Ingi Rúnar Eðvarðsson prófessor við HásKólann á aKureyri Ingi Rúnar fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Barna- og Gagnfræðaskóla Kefla- víkur, stundaði nám við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og lauk þaðan stúdentsprófum 1979, lauk BA-prófi í félags- og uppeldisfræði frá HÍ 1983 og Fil.dr-próf í félagsfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1992. Ingi Rúnar stundaði margvís- leg störf samhliða námi. Hann var ráðinn til að rita sögu prentlistar á Íslandi í upphafi árs 1992 og lauk því verki síðla árs 1994. Hann var stundakennari við félagsvísinda- deild HÍ 1993-97, var ráðinn til að rita sögu stéttarfélaga í prentiðn- aði 1994 og lauk því verki 1997, var kennari í félagsfræði við MK á vor- önn 1997, lektor og síðar dósent og prófessor við viðskipta- og raun- vísindadeild HA frá 1997. Þá hefur hann var starfað sem deildarforseti við deildina. Ingi Rúnar hefur ritað fjölda greina í blöð og tímarit, bæði fræði- legs og almenns efnis. Meðal rita eftir Inga Rúnar má nefna Printing in Action: General Printing in Ice- land and Sweden, Lund Univer- sity press, 1992 (doktorsritgerð); Prent eflir mennt: Saga prentlistar frá upphafi til síðari hluta 20. ald- ar, Hið íslenska bókmenntafélag, 1994; Samtök bókagerðarmanna í 100 ár. Ingi Rúnar var formaður Ís- lendingafélagsins í Lundi í Svíþjóð 1987-88, var formaður Búsetufé- lagsins Holtsbúa í Hafnarfirði 1994- 97, var varafulltrúi í stjórn Búseta hsf. í Reykjavík 1996-97, og er full- trúi í stjórn Búseta á Norðurlandi frá 1998, var formaður Félags há- skólakennara á Akureyri 1997-99, var formaður Félags prófessora á Íslandi 2002-2007 og formaður Fé- lagsfræðingafélags Íslands frá stofn- un 1995-98. Fjölskylda Eiginkona Inga Rúnars er Þorbjörg Jónsdóttir, f. 2.10. 1961, verkjahjúkr- unarfræðingur við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri og lektor við HA. Börn Inga Rúnars og Þorbjarg- ar: Einar Freyr, f. 12.8. 1987, nemi í læknisfræði; Arnar Gauti, f. 12.5. 1991, framhaldsskólanemi; Jón Ey- þór, f. 4.3. 1996, grunnskólanemi. Dóttir Inga Rúnars er Sigurlaug Birna, f. 24.11. 1992, framhalds- skólanemi, búsett í Vestmannaeyj- um. Albróðir Inga Rúnars er Helgi Björgvin Eðvarðsson, f. 21.8. 1957, húsasmiður í Reykjanesbæ. Hálfsystkini Inga Rúnars, sam- mæðra, eru Elín Hildur Jónatans- dóttir, f. 6.9. 1960, umönnunar- fulltrúi í Reykjanesbæ; Guðbjörg Kristín Jónatansdóttir, f. 21.12. 1963, sagnfræðingur og framhalds- skólakennari í Reykjanesbæ; Þór- laug Jónatansdóttir, f. 30.12. 1965, viðskiptafræðingur í Reykjanesbæ. Hálfsystkin Inga Rúnars, sam- feðra, eru Birgir Jens Eðvarðsson, f. 2.9. 1957, lögreglumaður í Reykja- nesbæ; Vilmundur Ægir Eðvarðs- son, f. 26.12. 1960, starfsmaður á Siglufirði; Filippía Ásrún Eðvarðs- dóttir, f. 30.5. 1962, búsett á Siglu- firði; Snjólaug Jakobsdóttir, f. 15.8. 1964, viðskiptafræðingur og löggilt- ur fasteignasali í Reykjanesbæ. Foreldrar Inga Rúnars eru Eð- varð Vilmundarson, f. 2.10. 1932, flyrrv. starfsmaður hjá Esso í Hafn- arfirði, og Sólveig Sigurbjörg Jóna Þórðardóttir, f. 1.10. 1940, hjúkrun- arforstjóri við Heilsugæslustöðina í Grindavík. Uppeldisfaðir Inga Rún- ars var Jónatan Björn Einarsson, f. 30.7. 1940, d. 18.11. 1991, þunga- vinnuvélamaður og starfsmaður hjá Íslenskum aðalverktökum. Ingi Rúnar verður að heiman á afmælisdaginn. 50 ára á sunnudag Þóra Matthildur Þórðardóttir nemi í viðsKiptafræði Þóra fæddist í Neskaupstað og ólst þar upp. Hún var í Nesskóla, stund- aði nám við VMA og lauk þaðan stúdentsprófi 1999 og stundaði nám við Ferðaskóla Flugleiða og lauk prófum þaðan. Þóra vann á Olís-bensínstöð- inni í Neskaupstað á sumrin með skóla og keppti og þjálfaði blak hjá KA á menntaskólaárunum. Hún starfaði hjá Terra Nova 2002-2005. Þá flutti hún til Vestmannaeyja og hefur búið þar síðan. Hún er nú í fjarnámi í viðskiptafræði við HA. Fjölskylda Maður Þóru eru Sigurjón Gísli Jónsson, f. 26.8. 1979, sjávarút- vegsfræðingur og framleiðslustjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmanna- eyjum. Dætur Þóru og Sigurjóns Gísla eru Matthildur Sigurjónsdóttir, f. 10.6. 2006; Halla Marín Sigurjóns- dóttir, f. 7.2. 2008. Systur Þóru eru Margrét Þórð- ardóttir, f. 14.3. 1969, ritari hjá Síld- arvinnslunni í Neskaupstað; Ingi- björg Þórðardóttir, f. 20.5. 1972, kennari og nemi í Neskaupstað. Foreldrar Þóru eru Þórður Þórðarson, f. 18.10. 1948, sjómað- ur í Neskaupstað, og Anna Margrét Björnsdóttir, f. 11.1. 1951, banka- starfsmaður í Neskaupstað. 30 ára á föstudag 60 ára á sunnudag Hulda BjöRk ÞoRkElsdóttIR forstöðumaður bóKasafns reyKjanesbæjar Hulda fæddist í Reykjavík en ólst upp á Laugarvatni. Hún var í Barnaskólan- um á Laugarvatni, Héraðsskólanum þar, lauk stúdentsprófi frá ML 1968, stundaði nám bókasafnsfræði við HÍ og lauk prófum í bókasafns- og upp- lýsingafræðum 1973, lauk prófum í uppeldis- og kennslufræði við HÍ 1985 og er nú að útskrifast í febrúar með diploma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Hulda starfaði við Hérðasbóka- safnið í Keflavík 1972, vann við skóla- safn Barnaskólans í Keflavík (síðar Myllibakkaskóla) 1972-82, við bóka- safn Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1982- 92 og hefur verið forstöðumaður Bæj- ar- og héraðsbókasafns Keflavíkur (nú Bókasafns Reykjanesbæjar) frá 1992. Hulda hefur sinnt félagsstörfum fyrir bókasafnsfræðinga og hefur unn- ið að kjaramálum þeirra um árabil. Hún sat í stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjanesbæ og Samfylkingarinnar þar, sat í fræðsluráði Reykjanesbæjar 1994-2006 og hefur setið í stjórn Suð- urnesjadeild Delta Kappa Gamma. Fjölskylda Eiginmaður Huldu er Hörður Ragn- arsson, f. 4.12. 1948, viðskiptafræð- ingur og kennari við Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Hann er sonur Ragnars Friðrikssonar, sem er látinn, lengi for- stjóri Sérleyfisbifreiða Keflavíkur, og Ásdísar Guðbrandsdóttur húsmóður. Synir Huldu og Harðar eru Brynj- ar Harðarson, f. 14.7. 1970, sagnfræð- ingur og kennari í Reykjanesbæ en kona hans er Sigrún Helga Sigurðar- dóttir bankastarfsmaður og eru börn þeirra Ingibjörg Sesselja sem nú er að útskrifast sem stúdent, Dagur Funi og Breki Már, grunnskólanemar; Hjört- ur Harðarson, f. 16.4. 1972, viðskipta- fræðingur og bankastarfsmaður í Reykjanesbæ. Systkini Huldu eru Guðmund- ur Birkir, f. 21.12. 1948, skólameistari á Húsavík; Bjarni f. 31.7. 1954, bóndi og kennari á Þóroddsstöðum í Gríms- nesi; Þorbjörg, f. 26.11. 1955, hjúkr- unarfræðingur, búsett á Laugarvatni; Þorkell, f. 25.1. 1957, tamninga- og tækjamaður á Flúðum; Hreinn, f. 23.7. 1959, kennari við Fjölbrautarskóla Snæfellinga, búsettur í Stykkishólmi; Gylfi, f. 24.5. 1961, framhaldsskóla- kennari á Selfossi. Foreldrar Huldu: Þorkell Bjarna- son, f. 22.5. 1929, d. 24.5. 2006, hrossa- ræktarráðunautur á Laugarvatni, og k.h., Ragnheiður Ester Guðmunds- dóttir, f. 9.1. 1927, húsmóðir. Ætt Þorkell var sonur Bjarna, skólastjóra og alþm. á Laugarvatni Bjarnasonar, b. í Búðarhólshjáleigu (Hólavatni) Guð- mundssonar. Móðir Bjarna skólastjóra var Vigdís, systir Sigríðar, ljósmóður í Útey, ömmu Ara sálfræðings á Sel- fossi Bergsteinssonar og langömmu Illuga Jökulssonar. Vigdís var dóttir Bergsteins, hreppstjóra á Torfastöð- um í Fljótshlíð Vigfússonar, á Grund í Skorradal, ættföður Grundarætt- ar. Móðir Þorkels var Þorbjörg, dóttir Þorkels, smiðs í Reykjavík Hreinsson- ar frá Ljótarstöðum Austur-Landeyj- um. Móðir Þorkels smiðs var Guðný Þormóðsdóttir frá Hjálmholti. Móðir Þorbjargar var Elín, dóttir Magnúsar Björnssonar, bróður Þorvalds á Þor- valdseyri, langafa Bergs Pálssonar á Hvolsvelli, fyrrum formanns Félags hrossabænda. Ragnheiður Ester er dóttir Guð- mundar Meldal, síðasta ábúanda á Þröm í Blöndudal, einnig b. á Höllustöðum og síðast í Litladal í Svínavatnshreppi. Hann var sonur Kristmundar, b. í Melrakkadal Guð- mundssonar. Móðir Guðmundar Meldal var Steinvör, amma Þorleifs, prófasts á Kolfreyjustað og langamma Þórðar Skúlasonar framkvæmda- stjóra. Steinvör var dóttir Gísla, bróð- ur Skúla sem var langafi Sveins, b. í Bræðratungu, og Gunnlaugs, dýra- læknis í Laugarási. Gísli var sonur Ragnheiðar Vigfúsdóttur, sýslumanns á Hlíðarenda Þórarinssonar, ættföður Thorarensenættar. Móðir Ragnheiðar var Elínbjörg, dóttir Sigurðar Stefáns- sonar, b. á Brúará í Bjarnarfirði syðri á Ströndum. Sigurður var sonur Guð- nýjar Gísladóttur Bjarnasonar, b. á Sjöundá. Móðir Elínbjargar var Sigríð- ur Jónsdóttir, og Guðrúnar Pálsdótt- ur, b. á Kaldbak, ættföður Pálsættar af Ströndum. Hulda og Birkir ætla að eyða deg- inum með fjölskyldunni. Guðmundur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Laugarvatni. Hann lauk stúdentsprófi frá ML 1968, stundaði nám í líffræði við HÍ 1968-69, í þjóð- félagsfræðum við HÍ 1970-74 og lauk BA-prófi haustið 1975, lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ 1981 og hefur auk þess sótt ýmis nám- skeið um stjórnun, nýsköpun, skóla- þróun og mat á skólastarfi. Guðmundur stundaði landbún- aðarstörf á Laugarvatni öll sumur á unglingsárunum, kenndi við Hér- aðsskólann á Laugarvatni veturinn 1969-70, var stundakennari við MR á námsárum í Reykjavík og kenndi við Héraðsskólann á Laugarvatni og ML 1974-87. Guðmundur var bóndi, með sauð- fé og hross, í Miðdal í Laugardal, 1978- 94, stofnaði og rak fyrirtækið Íshesta 1982-92, með Einari Bollasyni, var rit- stjóri Eiðfaxa, tímarits hestamanna, 1986-87, var einn af stofnendum og ritstjóri tímaritsins Iceland horse, (Is- landpferd) International 1986-88, og hefur verið skólameistari við Fram- haldsskólann á Húsavík frá 1988. Þá stundar Guðmundur hrossarækt í smáum stíl í Saltvík í Reykjahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Guðmundur sat í stjórn Skólafélags Héraðsskólans á Laugarvatni 1963- 64, í stjórn Skólafélags ML 1967-68, var formaður UMF Laugdæla 1968- 72, sat í stjórn KKÍ 1970-72, var for- maður nemendasambands ML 1972- 74, formaður Samfélagsins, félags nemenda í þjóðfélagsfræði, 1973-74, forseti hestamannafélagsins Gránu frá stofnun 1976, sat í sóknarnefnd Miðdalskirkju 1978-86 og meðhjálp- ari þar um skeið, sat í framkvæmda- nefnd Landsmóts hestamanna 1978, var trúnaðarmaður kennara í Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1978-86, sat í stjórn Kennarasambands Suðurlands 1980-83 og kennarafulltrúi í fræðslu- ráði Suðurlands, Í stjórn Ferðaþjón- ustu bænda 1987-89. í fyrstu stjórn Ferðamála- og framfarafélags Laug- dæla 1988-89, í stjórn Ferðamálafé- lags Húsavíkur 1989-92, situr í stjórn Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga frá 1992 og er formaður þess frá 1994-2000, sat í stjórn Fram- sóknarfélags Húsavíkur frá 1996 og var formaður þess 1998-2001. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 12.9. 1981 Bryndísi Guðlaugsdóttur, f. 24.10. 1957, hjúkrunarfræðingi, frá Hvammi í Hvítársíðu. Dætur Guðmundar og Bryndísar eru Elfa, f. 22.5. 1981, leikskólakennari á Selfossi en mað- ur hennar er Ottó Eyfjörð Jónsson; Brynja Elín, f. 17.10. 1984, hárgreiðslu- nemi á Akureyri. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 60 ára á sunnudag Guðmundur Birkir Þorkelsson sKólameistari framHaldssKólans á HúsavíK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.