Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Síða 42
föstudagur 19. desember 200842 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Ingi Rúnar Eðvarðsson prófessor við HásKólann á aKureyri Ingi Rúnar fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Barna- og Gagnfræðaskóla Kefla- víkur, stundaði nám við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og lauk þaðan stúdentsprófum 1979, lauk BA-prófi í félags- og uppeldisfræði frá HÍ 1983 og Fil.dr-próf í félagsfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1992. Ingi Rúnar stundaði margvís- leg störf samhliða námi. Hann var ráðinn til að rita sögu prentlistar á Íslandi í upphafi árs 1992 og lauk því verki síðla árs 1994. Hann var stundakennari við félagsvísinda- deild HÍ 1993-97, var ráðinn til að rita sögu stéttarfélaga í prentiðn- aði 1994 og lauk því verki 1997, var kennari í félagsfræði við MK á vor- önn 1997, lektor og síðar dósent og prófessor við viðskipta- og raun- vísindadeild HA frá 1997. Þá hefur hann var starfað sem deildarforseti við deildina. Ingi Rúnar hefur ritað fjölda greina í blöð og tímarit, bæði fræði- legs og almenns efnis. Meðal rita eftir Inga Rúnar má nefna Printing in Action: General Printing in Ice- land and Sweden, Lund Univer- sity press, 1992 (doktorsritgerð); Prent eflir mennt: Saga prentlistar frá upphafi til síðari hluta 20. ald- ar, Hið íslenska bókmenntafélag, 1994; Samtök bókagerðarmanna í 100 ár. Ingi Rúnar var formaður Ís- lendingafélagsins í Lundi í Svíþjóð 1987-88, var formaður Búsetufé- lagsins Holtsbúa í Hafnarfirði 1994- 97, var varafulltrúi í stjórn Búseta hsf. í Reykjavík 1996-97, og er full- trúi í stjórn Búseta á Norðurlandi frá 1998, var formaður Félags há- skólakennara á Akureyri 1997-99, var formaður Félags prófessora á Íslandi 2002-2007 og formaður Fé- lagsfræðingafélags Íslands frá stofn- un 1995-98. Fjölskylda Eiginkona Inga Rúnars er Þorbjörg Jónsdóttir, f. 2.10. 1961, verkjahjúkr- unarfræðingur við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri og lektor við HA. Börn Inga Rúnars og Þorbjarg- ar: Einar Freyr, f. 12.8. 1987, nemi í læknisfræði; Arnar Gauti, f. 12.5. 1991, framhaldsskólanemi; Jón Ey- þór, f. 4.3. 1996, grunnskólanemi. Dóttir Inga Rúnars er Sigurlaug Birna, f. 24.11. 1992, framhalds- skólanemi, búsett í Vestmannaeyj- um. Albróðir Inga Rúnars er Helgi Björgvin Eðvarðsson, f. 21.8. 1957, húsasmiður í Reykjanesbæ. Hálfsystkini Inga Rúnars, sam- mæðra, eru Elín Hildur Jónatans- dóttir, f. 6.9. 1960, umönnunar- fulltrúi í Reykjanesbæ; Guðbjörg Kristín Jónatansdóttir, f. 21.12. 1963, sagnfræðingur og framhalds- skólakennari í Reykjanesbæ; Þór- laug Jónatansdóttir, f. 30.12. 1965, viðskiptafræðingur í Reykjanesbæ. Hálfsystkin Inga Rúnars, sam- feðra, eru Birgir Jens Eðvarðsson, f. 2.9. 1957, lögreglumaður í Reykja- nesbæ; Vilmundur Ægir Eðvarðs- son, f. 26.12. 1960, starfsmaður á Siglufirði; Filippía Ásrún Eðvarðs- dóttir, f. 30.5. 1962, búsett á Siglu- firði; Snjólaug Jakobsdóttir, f. 15.8. 1964, viðskiptafræðingur og löggilt- ur fasteignasali í Reykjanesbæ. Foreldrar Inga Rúnars eru Eð- varð Vilmundarson, f. 2.10. 1932, flyrrv. starfsmaður hjá Esso í Hafn- arfirði, og Sólveig Sigurbjörg Jóna Þórðardóttir, f. 1.10. 1940, hjúkrun- arforstjóri við Heilsugæslustöðina í Grindavík. Uppeldisfaðir Inga Rún- ars var Jónatan Björn Einarsson, f. 30.7. 1940, d. 18.11. 1991, þunga- vinnuvélamaður og starfsmaður hjá Íslenskum aðalverktökum. Ingi Rúnar verður að heiman á afmælisdaginn. 50 ára á sunnudag Þóra Matthildur Þórðardóttir nemi í viðsKiptafræði Þóra fæddist í Neskaupstað og ólst þar upp. Hún var í Nesskóla, stund- aði nám við VMA og lauk þaðan stúdentsprófi 1999 og stundaði nám við Ferðaskóla Flugleiða og lauk prófum þaðan. Þóra vann á Olís-bensínstöð- inni í Neskaupstað á sumrin með skóla og keppti og þjálfaði blak hjá KA á menntaskólaárunum. Hún starfaði hjá Terra Nova 2002-2005. Þá flutti hún til Vestmannaeyja og hefur búið þar síðan. Hún er nú í fjarnámi í viðskiptafræði við HA. Fjölskylda Maður Þóru eru Sigurjón Gísli Jónsson, f. 26.8. 1979, sjávarút- vegsfræðingur og framleiðslustjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmanna- eyjum. Dætur Þóru og Sigurjóns Gísla eru Matthildur Sigurjónsdóttir, f. 10.6. 2006; Halla Marín Sigurjóns- dóttir, f. 7.2. 2008. Systur Þóru eru Margrét Þórð- ardóttir, f. 14.3. 1969, ritari hjá Síld- arvinnslunni í Neskaupstað; Ingi- björg Þórðardóttir, f. 20.5. 1972, kennari og nemi í Neskaupstað. Foreldrar Þóru eru Þórður Þórðarson, f. 18.10. 1948, sjómað- ur í Neskaupstað, og Anna Margrét Björnsdóttir, f. 11.1. 1951, banka- starfsmaður í Neskaupstað. 30 ára á föstudag 60 ára á sunnudag Hulda BjöRk ÞoRkElsdóttIR forstöðumaður bóKasafns reyKjanesbæjar Hulda fæddist í Reykjavík en ólst upp á Laugarvatni. Hún var í Barnaskólan- um á Laugarvatni, Héraðsskólanum þar, lauk stúdentsprófi frá ML 1968, stundaði nám bókasafnsfræði við HÍ og lauk prófum í bókasafns- og upp- lýsingafræðum 1973, lauk prófum í uppeldis- og kennslufræði við HÍ 1985 og er nú að útskrifast í febrúar með diploma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Hulda starfaði við Hérðasbóka- safnið í Keflavík 1972, vann við skóla- safn Barnaskólans í Keflavík (síðar Myllibakkaskóla) 1972-82, við bóka- safn Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1982- 92 og hefur verið forstöðumaður Bæj- ar- og héraðsbókasafns Keflavíkur (nú Bókasafns Reykjanesbæjar) frá 1992. Hulda hefur sinnt félagsstörfum fyrir bókasafnsfræðinga og hefur unn- ið að kjaramálum þeirra um árabil. Hún sat í stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjanesbæ og Samfylkingarinnar þar, sat í fræðsluráði Reykjanesbæjar 1994-2006 og hefur setið í stjórn Suð- urnesjadeild Delta Kappa Gamma. Fjölskylda Eiginmaður Huldu er Hörður Ragn- arsson, f. 4.12. 1948, viðskiptafræð- ingur og kennari við Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Hann er sonur Ragnars Friðrikssonar, sem er látinn, lengi for- stjóri Sérleyfisbifreiða Keflavíkur, og Ásdísar Guðbrandsdóttur húsmóður. Synir Huldu og Harðar eru Brynj- ar Harðarson, f. 14.7. 1970, sagnfræð- ingur og kennari í Reykjanesbæ en kona hans er Sigrún Helga Sigurðar- dóttir bankastarfsmaður og eru börn þeirra Ingibjörg Sesselja sem nú er að útskrifast sem stúdent, Dagur Funi og Breki Már, grunnskólanemar; Hjört- ur Harðarson, f. 16.4. 1972, viðskipta- fræðingur og bankastarfsmaður í Reykjanesbæ. Systkini Huldu eru Guðmund- ur Birkir, f. 21.12. 1948, skólameistari á Húsavík; Bjarni f. 31.7. 1954, bóndi og kennari á Þóroddsstöðum í Gríms- nesi; Þorbjörg, f. 26.11. 1955, hjúkr- unarfræðingur, búsett á Laugarvatni; Þorkell, f. 25.1. 1957, tamninga- og tækjamaður á Flúðum; Hreinn, f. 23.7. 1959, kennari við Fjölbrautarskóla Snæfellinga, búsettur í Stykkishólmi; Gylfi, f. 24.5. 1961, framhaldsskóla- kennari á Selfossi. Foreldrar Huldu: Þorkell Bjarna- son, f. 22.5. 1929, d. 24.5. 2006, hrossa- ræktarráðunautur á Laugarvatni, og k.h., Ragnheiður Ester Guðmunds- dóttir, f. 9.1. 1927, húsmóðir. Ætt Þorkell var sonur Bjarna, skólastjóra og alþm. á Laugarvatni Bjarnasonar, b. í Búðarhólshjáleigu (Hólavatni) Guð- mundssonar. Móðir Bjarna skólastjóra var Vigdís, systir Sigríðar, ljósmóður í Útey, ömmu Ara sálfræðings á Sel- fossi Bergsteinssonar og langömmu Illuga Jökulssonar. Vigdís var dóttir Bergsteins, hreppstjóra á Torfastöð- um í Fljótshlíð Vigfússonar, á Grund í Skorradal, ættföður Grundarætt- ar. Móðir Þorkels var Þorbjörg, dóttir Þorkels, smiðs í Reykjavík Hreinsson- ar frá Ljótarstöðum Austur-Landeyj- um. Móðir Þorkels smiðs var Guðný Þormóðsdóttir frá Hjálmholti. Móðir Þorbjargar var Elín, dóttir Magnúsar Björnssonar, bróður Þorvalds á Þor- valdseyri, langafa Bergs Pálssonar á Hvolsvelli, fyrrum formanns Félags hrossabænda. Ragnheiður Ester er dóttir Guð- mundar Meldal, síðasta ábúanda á Þröm í Blöndudal, einnig b. á Höllustöðum og síðast í Litladal í Svínavatnshreppi. Hann var sonur Kristmundar, b. í Melrakkadal Guð- mundssonar. Móðir Guðmundar Meldal var Steinvör, amma Þorleifs, prófasts á Kolfreyjustað og langamma Þórðar Skúlasonar framkvæmda- stjóra. Steinvör var dóttir Gísla, bróð- ur Skúla sem var langafi Sveins, b. í Bræðratungu, og Gunnlaugs, dýra- læknis í Laugarási. Gísli var sonur Ragnheiðar Vigfúsdóttur, sýslumanns á Hlíðarenda Þórarinssonar, ættföður Thorarensenættar. Móðir Ragnheiðar var Elínbjörg, dóttir Sigurðar Stefáns- sonar, b. á Brúará í Bjarnarfirði syðri á Ströndum. Sigurður var sonur Guð- nýjar Gísladóttur Bjarnasonar, b. á Sjöundá. Móðir Elínbjargar var Sigríð- ur Jónsdóttir, og Guðrúnar Pálsdótt- ur, b. á Kaldbak, ættföður Pálsættar af Ströndum. Hulda og Birkir ætla að eyða deg- inum með fjölskyldunni. Guðmundur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Laugarvatni. Hann lauk stúdentsprófi frá ML 1968, stundaði nám í líffræði við HÍ 1968-69, í þjóð- félagsfræðum við HÍ 1970-74 og lauk BA-prófi haustið 1975, lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ 1981 og hefur auk þess sótt ýmis nám- skeið um stjórnun, nýsköpun, skóla- þróun og mat á skólastarfi. Guðmundur stundaði landbún- aðarstörf á Laugarvatni öll sumur á unglingsárunum, kenndi við Hér- aðsskólann á Laugarvatni veturinn 1969-70, var stundakennari við MR á námsárum í Reykjavík og kenndi við Héraðsskólann á Laugarvatni og ML 1974-87. Guðmundur var bóndi, með sauð- fé og hross, í Miðdal í Laugardal, 1978- 94, stofnaði og rak fyrirtækið Íshesta 1982-92, með Einari Bollasyni, var rit- stjóri Eiðfaxa, tímarits hestamanna, 1986-87, var einn af stofnendum og ritstjóri tímaritsins Iceland horse, (Is- landpferd) International 1986-88, og hefur verið skólameistari við Fram- haldsskólann á Húsavík frá 1988. Þá stundar Guðmundur hrossarækt í smáum stíl í Saltvík í Reykjahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Guðmundur sat í stjórn Skólafélags Héraðsskólans á Laugarvatni 1963- 64, í stjórn Skólafélags ML 1967-68, var formaður UMF Laugdæla 1968- 72, sat í stjórn KKÍ 1970-72, var for- maður nemendasambands ML 1972- 74, formaður Samfélagsins, félags nemenda í þjóðfélagsfræði, 1973-74, forseti hestamannafélagsins Gránu frá stofnun 1976, sat í sóknarnefnd Miðdalskirkju 1978-86 og meðhjálp- ari þar um skeið, sat í framkvæmda- nefnd Landsmóts hestamanna 1978, var trúnaðarmaður kennara í Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1978-86, sat í stjórn Kennarasambands Suðurlands 1980-83 og kennarafulltrúi í fræðslu- ráði Suðurlands, Í stjórn Ferðaþjón- ustu bænda 1987-89. í fyrstu stjórn Ferðamála- og framfarafélags Laug- dæla 1988-89, í stjórn Ferðamálafé- lags Húsavíkur 1989-92, situr í stjórn Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga frá 1992 og er formaður þess frá 1994-2000, sat í stjórn Fram- sóknarfélags Húsavíkur frá 1996 og var formaður þess 1998-2001. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 12.9. 1981 Bryndísi Guðlaugsdóttur, f. 24.10. 1957, hjúkrunarfræðingi, frá Hvammi í Hvítársíðu. Dætur Guðmundar og Bryndísar eru Elfa, f. 22.5. 1981, leikskólakennari á Selfossi en mað- ur hennar er Ottó Eyfjörð Jónsson; Brynja Elín, f. 17.10. 1984, hárgreiðslu- nemi á Akureyri. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 60 ára á sunnudag Guðmundur Birkir Þorkelsson sKólameistari framHaldssKólans á HúsavíK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.