Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 26
föstudagur 19. desember 200826 Helgarblað „Þetta byrjaði allt þegar ég var sex ára og lauk ekki endanlega fyrr ég var orðin átján ára gömul,“ segir Ingibjörg Dóra Bjarnadóttir sem var þolandi eineltis alla sína barnæsku. Ingibjörg er tuttugu og tveggja ára í dag og stoltur stofnandi samtakanna Kærleiks sem eru sérstök samtök fyr- ir fólk á aldrinum sextán ára og eldri sem hefur orðið fyrir einelti. „Það er mikið til af stuðningshóp- um fyrir börn og unglinga sem verða fyrir einelti en nánast enga hópa að finna fyrir fullorðið fólk, þar af leið- andi ákvað ég að stofna Kærleik- ann.“ Saga Ingibjargar er átakanleg en strax í fyrsta bekk tók ein stúlka af skarið og byrjaði að stríða henni. Stúlkan var að sögn Ingibjargar stór og mikil og voru flestir aðrir hrædd- ir við hana og þorðu því lítið annað en að taka þátt í stríðni hennar. Fljót- lega vatt stríðnin upp á sig og varð að alvarlegu einelti. „Það tóku allir þátt, líka kennararnir.“ Fékk frið í þrjú ár Ingibjörg segist ekki geta bent á það af hverju hún varð fyrir einelti en segir að kannski hafi þetta byrjað sem afbrýðisemi í hennar garð. „Ég er langyngst í mínum systkinahópi og kannski svolítið dekruð eftir því. Ég átti oft ný og falleg föt og mikið af dóti, einnig stundaði ég dans af mikl- um krafti en ég kem úr mikilli dans- fjölskyldu sem einnig er mjög náin,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir eineltið oft á tíð- um hafa gengið mjög langt. „Föt- in mín voru tekin, mér var hótað og margt fleira.“ Ingibjörg stundaði sitt nám í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og segist engan stuðning þar hafa fengið. „Það var ekki tekið á neinu fyrr en geng- ið var alla leið og það til yfirvalda. Kennararnir hunsuðu allar ábend- ingar og enginn gerði neitt.“ Þegar Ingibjörg lauk sjöunda bekk gafst hún upp, hætti í skólanum og hóf nám við Tjarnaskóla. „Í þrjú ár fékk ég frið. Þarna var mikið af krökkum sem voru í sömu stöðu og ég og ríkti því algjör þögn og virðing með svona mál. Þetta var allt annað líf.“ Allt í sama farið Þegar kom að menntaskólavali Ingi- bjargar lá leið hennar í Hafnarfjarð- arbæinn á ný og hóf hún nám við menntaskólann í Flensborg. „Það hvarflaði ekki að mér að mínir gömlu skólafélagar færu að taka upp á því að beita mig einelti á ný, ég taldi fólk hafa fullorðnast og þroskast. En ég hafði því miður rangt fyrir mér þar. Allt fór í sama gamla farið.“ Ingibjörg flúði úr skólanum og hófst þá svo- lítið brölt á milli skóla. „Ég vil beina þeim unglingum sem orðið hafa fyrir einelti frá því að fara í Flensborg. Þar var engan stuðning að fá.“ Ingibjörg segist hafa verið svo illa skemmd á þessum tíma að það hafi sést lang- ar leiðir. „Ég hugsaði margar ljótar hugsanir á þessum tíma, meðal ann- ars fór í gegnum huga minn að taka eigið líf. Ég reyndi þó sem betur fer aldrei neitt slíkt en hugarástandið var slæmt.“ Aðspurð hvaða áhrif eineltið hef- ur haft á hana segir hún það hafa bitnað hvað mest á náminu sjálfu. „Þetta byrjaði svo snemma og hef ég því aldrei fengið tækifæri til að láta ljós mitt skína í náminu. Einnig var ég mjög vinafá þegar ég var yngri. Ég átti til að mynda nokkrar góðar vin- konur allt frá því að ég var í fyrsta bekk og þangað til í sjöunda bekk. Þær börðust mikið fyrir mína hönd en gáfust upp á endanum vegna hræðslu og ótta við að lenda í því sama.“ Kærleikurinn kominn til að vera Ingibjörg hefur verið dugleg að leita sér hjálpar og stuðnings síðustu ár hjá hinum ýmsu samtökum, saman- ber Gleym mér ey og fleirum. Einnig hefur Ingibjörg sótt í kirkjuna. „Ég hef leitað mér hjálpar á ýms- um vígstöðum en ætli ég hafi ekki fengið mestu hjálpina hjá Guðbjörgu Thoroddsen sem heldur úti heima- síðunni Baujan.is. Guðbjörg er sjálf- styrkingarkennari og hefur gert mik- ið fyrir mig. Ég hvet alla sem lent hafa í einelti að leita til hennar.“ Ingibjörg segir í raun ekki öllu skipta hvaðan hjálpin kemur heldur að allir leiti sér hjálpar. „Það er fyrir öllu að fólk fái stuðning.“ Margir hópar sem Ingibjörg hefur leitað til eru eingöngu hugsaðir fyrir börn og unglinga. Ingibjörg hafði því lengi hugsað að það vantaði í raun hóp sem héldi starfinu áfram. Fyrr á þessu ári ákvað hún að láta verkin tala og stofnaði Kærleik, fyrir fólk á aldrinum sextán ára og upp úr. „Hóp- urinn Kærleikur hittist og fer sam- an í bíó, keilu og margt fleira. Einnig fáum við til okkar góða gesti og ræð- um málin,“ segir Ingibjörg sem stefn- ir á að halda starfsemi Kærleikans áfram um ókomna tíð. Áhugasamir geta skoðað heima- síðu Ingibjargar, bjart.bloggar.is. Vill verða eineltisráðgjafi Undanfarið hefur Ingibjörg stund- að nám við Borgarholtsskóla þar sem hún lærir að vera leiðbeinandi í leikskóla. „Ég er ekkert endilega viss um að ég ætli að fara að vinna á leikskóla en þetta er án efa frá- bær undirbúningur áður en mað- ur eignast fjölskyldu,“ segir hún og hlær. „Næsta skref hjá mér er svo að fara í Forvarnaskólann þar sem ég mun læra áfengis- og vímuvarna- ráðgjafann en sjálf stefni ég að því að geta starfað sem eineltisráðgjafi að náminu loknu.“ Það er eftirtektarvert hve lífs- glöð og hress stúlka Ingibjörg er og segist hún reyna sem minnst að velta sér upp úr fortíðinni en vissulega komi augnablik þar sem reiðin láti á sér kræla. „Vissulega getur verið svekkjandi að hugsa til þess að maður hafi í raun misst af barnæskunni og unglingsárunum og auðvitað spyr ég sjálfa mig af hverju ég þurfti að lenda í þessu. En þessar tilfinningar staldra stutt við. Ég er þeim kosti gædd að ég er ofboðslega opin og ég er mik- il félagsvera og hef þar af leiðandi gaman af því að vera til. Lífið er allt of stutt til að eyða því í að velta sér upp úr því sem neikvætt er. Við vitum aldrei hvenær við kveðjum þennan heim og því er mikilvægt að njóta lífsins til hins ítrasta og vera jákvæður. Þrátt fyrir eineltið á ég mikið af góðum vinum í dag og fjölskyldu sem stendur við bakið á mér,“ segir þessi einstaka baráttu- kona að lokum. kolbrun@dv.is Missti af barnæskunni Ingibjörg Dóra Bjarnadóttir hefur verið þolandi eineltis stóran hluta ævi sinnar. Nýlega stofnaði hún samtökin Kærleik sem hugsuð eru fyrir þolendur eineltis á aldrinum sextán ára og upp úr. Ingibjörg sagði Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur átakanlega sögu sína. Kærleikurinn kominn til að vera Ingibjörg dóra stofnaði fyrr á árinu samtökin Kærleikur sem hugsuð eru fyrir fullorðið fólk sem lent hefur í einelti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.