Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Side 77

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Side 77
föstudagur 19. desember 77Sviðsljós Vill sjá suri á sViði Breska glanstímaritamódelið Katie Price, betur þekkt sem Jordan, sagði í viðtali við OK! á dögunum að sér fyndist burlesque-skvísan Dita Von Teese ekki beint vera smart. Dita situr fyrir í desemberútgáfu þýska Playboy og gefur Jordan lít- ið fyrir myndirnar af skvísunni en sjálf hefur Jordan birst á forsíðu tímaritsins. „Ég væri alveg til í að sitja aftur fyrir í Playboy, jafnvel þó að ég sé nýbúin að sjá forsíðuna með Ditu og finnist hún ömurleg. Konan er ógeðsleg. Það er ekki „minn te- bolli“ að vera svona föl. Þessi for- síða er einfaldlega ekki Playboy- leg, að mínu mati,“ segir Jordan. Breska glansgellan Jordan er ekki par hrifin af forsíðunni á desem- berútgáfu þýska Playboy sem skartar Ditu Von Teese á forsíðunni. „Dita er ógeðsleg“ Ljósabekkjabrún með aflitað hár Jordan segi hið föla útlit ditu Von teese ekki vera „sinn tebolla“. Á forsíðunni á þýska Playboy „Konan er ógeðsleg,“ segir Jordan um ditu. Burlesque-skvísa og kyntákn dita hefur aldrei verið feimin við að sitja fyrir í djörfum myndatökum. Í rauðu latexi dita Von teese hefur margoft verið kosin kynþokkafyllsta kona heims. Breska götublaðið The Sun heldur því fram að Eddie Murphy muni fara með hlutverk The Riddler í næstu mynd Christopher Nolan um Leðurblöku- manninn. The Sun segir að Nolan hafi haft samband við Murphy, sem er 47 ára, og boðið honum hlutverkið. Það var Jim Carrey sem lék The Riddl- er upprunalega en þá í öllu kómískari útgáfu af Batman. Þá er því einnig hald- ið fram að búið sé að ráða Shia LaBeouf í hlutverk Robins en hann er þekktastur fyrir aðalhlutverkið í Trans- formers. Og síðast en ekki síst er Rachel Weisz orðuð við hlutverk Catwoman. Ekkert af þessu hef- ur verið staðfest en fram að þessu hefur hvorki Nolan né Christian Bale viljað staðfesta hvort af annarri mynd verði. Þá var Johnny Depp lengi orðaður við hlutverk The Riddler og Ang- elina Jolie við hlutverk Catwoman. Murphy the riDDler? The Sun heldur því fram að Eddie Murphy verði í næstu Batman-mynd. Eddie Murphy er hann rétti maðurinn í hlutverkið? Njótum aðventunnar saman Tilnefningar sendist á hetjaarsins@dv.is eða á Birtíngur útgáfufélag, Lynghálsi 5, 110 Rvk, merkt „Hetja ársins“. Skilafrestur er til miðnættis 23. desember. DV leitar að hetjum Hetja ársins hjá DV verður nú valin í fyrsta sinn. Lesendur eru beðnir um að senda nafn eða nöfn þeirra sem þeim finnst verðugir þess að bera nafnbótina Hetja ársins 2008. Allir Íslendingar og þeir sem búa hér á landi koma til greina í valinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.