Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Page 22
föstudagur 19. desember 200822 Fókus u m h e l g i n a „Maður veit aldrei alveg af hverju hlutirnir æxlast eins og þeir gera. Þetta virðist brjótast fram fullbúið. Stephen King lýsti þessu mjög vel þegar hann sagði að það að skrifa bók væri eins og að grafa upp risa- eðlubeinagrind. Maður verður að fara varlega í uppgreftrinum og höf- undurinn veit ekki fyrr en öll beina- grindin er komin í ljós hvaða risa- eðla þetta er,“ segir Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur um bók- ina sína Skaparann sem kom út í haust. Ein aðalpersóna bókarinnar stundar þá óvanalegu atvinnugrein að búa til sílikonkynlífsdúkkur sem eru nauðalíkar alvöru manneskjum. Guðrún segir þetta óvanarlega við- fangsefni hafa verið gott tæki til þess að fjalla um skuggahliðar mann- legs veruleika þar sem í þeim heimi leynist mikill harmleikur. 10 ár í háskólanum Guðrún Eva hefur, þrátt fyrir ungan aldur, gefið út fjölda bóka en hún skrifaði sína fyrstu skáldsögu 18 ára gömul. Guðrún, sem er fædd 1976, er uppalin í Vesturbænum en flutt- ist svo út á land og bjó í hinum ýmsu smábæjum áður en hún sneri aftur í höfuðborgina 17 ára. „Ég fór þá í MH og kláraði stúdentspróf þaðan.“ Árið 1997 hóf Guðrún Eva nám í heimspeki við Háskóla Íslands. Rit- störf hennar áttu hins vegar eftir að draga námið á langinn. „Ég kláraði ekki BA-prófið fyrr en 2007 á tíu ára háskólaafmælinu mínu. Þegar ég sá að ég gæti náð þessu á tíunda árinu setti ég allt á fullt og kláraði þetta.“ Þó að námið hafi tekið sinn tíma sat Guðrún ekki auðum höndum á meðan á því stóð. „Ég skrifaði fimm skáldsögur á þessum tíma og var í raun bara starfandi rithöfund- ur. Heimspekin var meira eins og áhugamál og ég stefndi ekki einu sinni á að klára. En þegar ég sá hvað ég átti lítið eftir ákvað ég að kýla á þetta. Það er alltaf visst kikk að klára eitthvað. Sama hvað það er.“ Þó svo að Guðrún hafi hugsað um námið sem áhugamál var það ekki alltaf svoleiðis. Beint í skáldsögu „Ég ætlaði ekki að verða rithöfund- ur. Ég var dugleg að læra og vinna með skólanum. Svo fékk ég bara hugmynd að skáldsögu 18 ára og kláraði að skrifa hana á einu ári,“ en eins og Guðrún bendir á er það frek- ar óvanarlegt að fyrstu skrif svo ungs höfundar séu heil skáldsaga. Þetta var bókin Sóley sólu fegri. Í kjölfarið á Sóleyju sendi Guð- rún meðal annars frá sér Fyrirlestur um hamingjuna sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2000. Síðan kom Sagan af sjó- reknu píanóunum sem var tilnefnd til Menningarverðlauna DV 2002 og svo Yosoy sem vann svo til Menn- ingarverðlauna DV 2005. Guðrún segist hafa verið afkasta- meiri á yngri árum en hún tók um þrjú ár í að skrifa Skaparann. „Ég er farin að leyfa mér að taka minn tíma. Það er ekki lengur þessi ung- dómsgræðgi. Nú er ég meira bara að taka á móti þessu frekar en að ýta á það,“ segir Guðrún um skrif sín. Dúkkur og drama „Þetta er ofsafengið drama sem ger- ist á einni viku,“ segir Guðrún um söguþráð Skaparans. „Í sögunni eru tvær aðalpersónur. Karl og kona. Hann býr á Akranesi og býr til sílik- ondúkkur en hún er einstæð móðir úr Vesturbænum.“ Samskipti þeirra tveggja verða síðan einn stór mis- skilningur. „Þau verða mjög tor- tryggin í garð hvort annars og sigla eiginlega alveg til helvítis á þeirri hripleku bátsskel sem tortryggnin er.“ Guðrún segir heimildarvinnu hafa verið stóran part af þeim þrem- ur árum sem fóru í að skrifa Skap- arann. „Maður getur ekki skrifað um mann sem býr til svona gripi án þess að vita hvernig það er gert.“ Guðrún leitaði mikið eftir heimild- um á netinu og kom ýmislegt upp úr krafsinu. „Ég las talsvert af viðtölum við fólk sem gerir svona dúkkur og eins við menn sem kaupa sér svona dúkkur. Einnig er til ágæt heimild- armynd um þennan heim sem heit- ir Guys and Dolls.“ Mitt á milli mann- eskju og hlutar Guðrún segir sérstakan heim vera í kringum þessar silikondúkkur og að Síðasti upplesturinn síðasti aðventulesturinn á gljúfrasteini þetta árið fer fram núna á sunnudaginn. fjögur skáld koma í stofuna og lesa úr bókum sínum: Ólafur gunnarsson (dimm- ar rósir), Óskar Árni Óskarsson (skuggamyndir úr ferðalagi), Úlfar Þormóðsson (Hallgrímur) og Ólafur Haukur símonarson (fluga á vegg). upplestrarnir hefjast stundvíslega klukkan 16. aðgangur er ókeypis. Það er ekki um auðugan garð að gresja í íslenskri rapptónlist þessi jólin. Hipp hopp-hausar þurfa þó ekki að örvænta því í staðinn fyr- ir mörg smærri boð er hlaðborðið klárt. Veislustjóri er Addi Introbeats og fram koma flestir bestu rapparar landsins. Matseðillinn er vandaður og fjölbreyttur. Þessi hátíðlega kynning á plöt- unni Tívolí Chillout á vel við þar sem Introbeats sýnir og sannar að hann er einn allra besti taktasmið- ur landsins og þó víðar væri leitað. Hann fær svo til liðs við sig hina ýmsu rappara sem skila einstaklega líflegri og fjölbreyttri plötu. Það er erfitt að gera upp á milli laga þar sem svo margir færir lista- menn koma fram en ég ætla stikla á stóri yfir hvað greip mig mest. Opn- unarlag plötunar er frábært. Þar er á ferðinni samstarfsverkefni Birkis B og Adda Intro sem kallast Arkir. Það borgar sig að fá sér sæti áður en lagið Á vökunni með Dóra DNA fer á fóninn. Krafturinn er slíkur í laginu og Dóri DNA hreinlega spúir eldi á köflum. Kæfan með 1985! og G. Mar- is er einstaklega ferskt lag. Dóri og Danni Deluxxx eru illa ferskir og krafan á að þeir sendi frá sér plötu verður sífelt háværari. Mann lang- ar til að rétta Stjána heitirmisskil- inn hnefann og segja „klesstann“ eftir að hafa hlustað á rímuna hans í laginu Ekkert grín. Diddi Fel er einnig flottur í því lagi en hann er mjög áberandi á plötunni. Hann er til dæmis vel ferskur í laginu Böst ásamt Bent. Grípandi lag þar sem Bent og Diddi gera gott mót þegar þeir bregða sér í gervi lögreglunn- ar. 7Berg er á flugi í laginu Útum allt og sömu sögu má segja um FL í laginu Borg óttans. Ekki má heldur gleyma einlægum Opee sem rapp- ar á íslensku í laginu Ég og þú. Niðurstaðan er að rappjólun- um er bjargað. Introbeats er jóla- sveinninn. Ásgeir Jónsson Hlaðborðið er klárt Ratatat á BRoadway Bandaríska tvíeykið Ratatat spilar á Broadway á morgun, laugardag. FM Belfast hitar upp og Sexy Lazer þeytir skífum ofan í mannskapinn fram eftir nóttu. Rafrænu rokksveit- ina Ratatat skipa þeir Mike Stroud og Evan Mast en þeirra leiðir lágu sam- an þegar þeir stunduðu báðir nám við Skidmore-listaháskólann í New York. Margar nafntogaðar sveitir og tónlistarmenn hafa fengið Ratatat til að túra með sér, til að mynda Björk, Franz Ferdinand, Interpol, The Kill- ers og Super Furry Animals. Enn voru til miðar seinni partinn í gær. loSt hoRSe opnað aftuR Lost Horse Gallerý við Skólastræti 1 er í þann veginn að verða opnað á ný eftir breytingar. Opnuð verður samsýning listamannanna Davíðs Arnar Halldórssonar, Guðmund- ar Thoroddsen, Hörpu Daggar Kjartansdóttur og og Alexanders Zaklynsky í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 21. Benjamin Penic opnar um leið hárgreiðslustofu í rýminu. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru allir velkomnir. Sýningin stendur til 1. janúar. Snatan: ultRa í kReppujólatúR Hljómsveitin Snatan: Ultra ætl- ar í kreppujólatúr í desember. Víðs vegar um Reykjavík hefur hljóm- sveitin skipulagt þrenna tónleika og með þeim koma fram góðir vinir í „mergjuðum kreppujólafíling“ eins og félagarnir orða það. Túrinn hefst á Bar 11 í kvöld, föstudagskvöld, og sér DLX ATX um upphitun. Næst í röðinni er það Andkristnihátíðin á Belly´s á morgun, laugardag, þar sem þeir koma fram ásamt Sólstöf- um, Darknote, Bastard og Helshare. Síðasti viðkomustaðurinn í kreppuj- ólatúrnum er Café Amsterdam 30. desember. Harmleikur undiR Silikoninu Tívolí Chillout Plata sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. tónlist Tívolí ChillouT Flytjandi: Introbeats Útgefandi: Hrynjandi Guðrún Eva Mínervudóttir hefur vakið mikla athygli fyrir bókina Skaparinn sem tilnefnd er til Íslensku bókmenntaverð- launanna. Þýskir útgefendur slógust nýverið um útgáfurétt bókarinnar en Guðrún vonast til að gerð verði kvikmynd eftir henni. Hún segir atburðarásina tilvalda til að kvikmynda og að hyldýpi mannlegs harmleiks leynist undir silikonyfirborði kynlífsdúkknanna sem koma við sögu í bókinni. MynD ÁsGEir M.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.