Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 66
Miklar vonir eru bundnar við her-
kænskuleikinn Empire: Total War
sem væntanlegur er á PC í mars
2009. Það er Sega sem gefur leikinn
út en hönnuður hans er leikjafyrir-
tækið Creative Assembly. Leikur-
inn er sá fimmti í Total War-leikja-
röðinni en hann gerist á 18. öldinni.
Milli 1700 og 1800.
Líkt og í öðrum svipuðum leikj-
um er markmiðið að stofna heims-
veldi í gegnum hernað, viðskipti,
ríkiserindrekstur og með framþró-
un tækni. Enginn þeirra hefur hins
vegar lagt eins mikla áherslu á efna-
hagsyfirburði, pólitík, trúmál og
risastórar orustur þar sem hundr-
uð hermanna lúta þinni stjórn. Líkt
og í fyrri Total War-leikjum er boðið
upp á svokallað „Real time battle“ þar
sem spilandinn stjórnar bardögum
en í Empire bætist við sá möguleiki að
heyja „Real time“ bardaga á sjó líka.
Í þessum sjóorustum er einn-
ig hægt að senda hermenn sína yfir í
skip óvinanna ef spilandinn vill taka
það á sitt vald. Það er að segja ef þau
standa af sér þrumandi fallbyssubar-
daga.
Í leiknum eru um 50 ríki sem voru
áhrifamikil á þessum tíma. Þar má
meðal annars nefna Bretland, Svíþjóð
og Prússland. Hægt er að velja hvort
spilað er í Evrópu, Ameríku eða hluta
af Asíu.
Það sem spilendur geta einnig nýtt
sér til þess að ná lengra í leiknum er
njósnir á óvinaþjóðum og launmorð.
Það er því ljóst að spilendur þurfa enn
meiri kænsku en áður til þess að ná
langt í Total War.
föstudagur 19. desember 200866 Tækni
GTA á DS Nintendo hefur tilkynnt að grand theft auto:
Chinatown Wars komi í mars á næsta ári. mikið hefur verið rætt
hvaða aldurstakmark verður sett á leikinn en líklegt þykir að
hann fái m fyrir mature í bandaríkjunum. talsmenn rockstar
games segjast ekki hafa verið að gera gta-leik fyrir börn enda
hafi Nintendo ekki farið fram á það. Það er spurning hvort leik-
urinn fái hærra aldurstakmark því þó að umfang hans sé minna
er enn verið að drepa fólk og stunda viðskipti með eiturlyf.
GrAfin með
GemSAnum
um aldaraðir hefur það tíðkast
meðal mannanna að þegar í gröfina
er komið fylgir þeim eitthvað sem
þeir hafa haft dálæti á í lífinu, til
forna var sem dæmi uppáhaldshest-
urinn eða hundur grafinn með
húsbónda sínum. en tímarnir
breytast og mennirnir með.
Útfararstofur í London hafa upplýst
að það sé sífellt algengara að fólk
sem deyr undir fertugsaldri skilji
eftir fyrirmæli um að gsm-síminn,
lófatölvan eða iPod-inn fylgi því í
gröfina.
SAmSunG P3 er
GullfAlleGur
Það verður að viðurkennast að hinn
nýi samsung P3 er gullfallegur og
ætti að geta veitt iPod almennilega
samkeppni. spilarinn kemur fyrst á
markað í Kóreu og mun kosta á
bilinu 177–329 dollara sem fer eftir
stærð minnisins sem er 4, 8 og 16 gb.
P3 spilar bæði tónlist og kvikmyndir,
skartar 3 tommu snertiskjá, blátönn
og rafhlaðan endist fyrir 30
klukkutíma tónlistarafspilun eða 5
klukkutíma kvikmyndagláp.
umsjóN: PáLL svaNssoN, palli@dv.is
Lögfræðingur í Ástralíu flutti allsérstakt mál fyrir rétti í vikunni:
HúSTAkA GeGnum fAcebook
Stefnumót.is
Þar sem
íslendingar kynnast!
www.stefnumot.is
Eftir árangurslausar tilraunir fjármála-
stofnunar í Ástralíu við að ná sambandi
við unga íbúðareigendur, sem höfðu
ekki greitt af lánum sínum í þó nokk-
urn tíma, ákvað lögfræðingur stofnun-
arinnar að fara nokkuð óhefðbundnar
leiðir. Ungu hjónin höfðu ekki svarað
pósti, síma eða komið til dyra í íbúðinni
þegar reynt var að ná sambandi við þau
vegna gjaldfallins lánsins og afhenda
þeim löggilta pappíra um útburð. Fjár-
málastofnuninni var hins vegar skylt
samkvæmt lögum að tilkynna hinum
óheppnu íbúðareigendum að þau væru
búin að missa húsnæðið og þyrftu að
yfirgefa það innan ákveðins tíma. Ekki
mátti leika nokkur vafi á um að slík til-
kynning rataði til hjónanna, annars væri
ekki hægt að bera þau út úr húsnæðinu
ef þess þyrfti. Vitað var að hjónin áttu
síður á Facebook samskiptavefnum og
virtust vera nokkuð virk þar. Lögfræð-
ingurinn ákvað því eftir nokkra umhugs-
un að leggja fram óvenjulega beiðni til
sérstaks réttar í Ástralíu (The Australian
Capital Territory Supreme court) um að
fá að nota Facebook-kerfið til að senda
parinu tilkynningu gegnum einkapóst
ásamt hinum löggiltu pappírum sem
viðhengi. Málið vakti strax töluverða
athygli fjölmiðla og þegar lögfræðing-
urinn hafði fengið beiðni sína sam-
þykkta hjá réttinum með nokkrum
breytingum höfðu hjónakornin greini-
lega lesið um málið og læst síðum sín-
um þannig að ekki var hægt að senda
þeim póst nema viðkomandi væri
skráður á vinalista þeirra. Þrátt fyrir
þessi málalok telur lögfræðingurinn
að nú sé fullsannað að öllum tiltækum
ráðum hafi verið beitt við að ná í hjón-
in og stofnuninni því frjálst að bera þau
út með aðstoð lögreglu. Gert er ráð fyr-
ir að réttarniðurstaða fáist í næstu viku
um það atriði.
palli@dv.is
HerkænSkuleikjA
frAmTíð
Empire: Total War Leggur
meiri áherslu á efnahagsmál,
pólitík og njósnir en áður.
Sjóorustur eru núna háðar í „real time“
líka.
Pólitík, njósnir og launmorð er allt partur af þessum magnaða leik.
Empire: Total War
kemur í mars á næsta ári.