Fréttablaðið - 21.01.2016, Page 6

Fréttablaðið - 21.01.2016, Page 6
Efnahagsmál Óvíst er að fjölgun byggingarleyfa í borginni á síðasta ári og áætlanir um aukna íbúða- byggingu hafi áhrif á hækkun fast- eignaverðs. Hagfræðideild Lands- bankans gaf í gær út spá um 8,0 prósenta hækkun fasteignaverðs á ári næstu þrjú árin. Þá er í greiningu deildarinnar bent á að fasteignaverð á höfuð- borgarsvæðinu hafi hækkað um 1,4 prósent á milli mánaða í desember og um 9,4 prósent frá fyrra ári. „Þetta eru mestu verðhækkanir milli ára sem sést hafa frá árinu 2007,“ segir þar. Höfuðborgarsvæðið sé hins vegar ekki með sérstöðu þegar kemur að hækkunum, þótt þær hafi verið mismunandi á milli bæja. „Sums staðar var hækkunin meiri eða álíka og á höfuðborgar- svæðinu.“ Reykjavíkurborg hefur greint frá því að á síðasta ári hafi verið gefin út nærri tvöfalt fleiri byggingarleyfi en árin þar á undan. Þá lagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fram á fundi borgarráðs í síðustu viku lista yfir næstu fjölbýlishúsalóðir sem borgin hafi til úthlutunar, en þar eru um 1.200 íbúðir, sem bætast við framkvæmdir á vegum einkaaðila. Ásgeir Jónsson, dósent við hag- fræðideild HÍ og efnahagsráðgjafi Virðingar, segir ýmsa þætti ýta undir hækkandi fasteignaverð. Aukið framboð í borginni hafi lítil áhrif til skemmri tíma vegna þess hve fasteignir séu lengi í byggingu. „Þeir ná ekki að afhenda íbúðir fyrr en á næstu einu til tveimur árum,“ segir hann. Þá hafi fleiri þættir áhrif á íbúða- verð en framboðið. Meðal þess Að jafnaði hafa Íslendingar eytt um það bil einum fimmta af tekjum sínum í húsnæði. Þessir tveir þættir, hækkun launa og aukin eftirspurn, setja töluverðan þrýsting á fasteigna- markaðinn. Ásgeir Jónsson hagfræðingur Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Spáð er áframhaldandi hækkun íbúðaverðs næstu þrjú ár. Áætlanir eru um aukið framboð nýrra íbúða og fjölbýlishúsa í Reykjavík. Aukinn byggingar- kostnaður, meiri eftirspurn og aukinn kaupmáttur þrýstir á hærra verð. ✿ næstu fjölbýlishús í Reykjavík staðsetning fjöldi íbúða Urðarbrunnur 130-134 30 Urðarbrunnur 33-35 23 Keilugrandi 1 78 Vesturbugt, 2 lóðir 170 Kirkjusandur, 4 lóðir 170 RÚV reitur, 1 byggingarreitur 40 Skógarvegur 16 20 Bólstaðarhlíðarreitur, 4 lóðir 150 Hraunbær 103-105 60 Suður-Mjódd, 2 lóðir 100 Móavegur 2-4, 3 lóðir 150 Stúdentagarður á Vísindareit 210 samtals: 1.201 Heimild: Reykjavíkurborg Umferðarteppa gegn breytingum á lífeyriskerfi Bændur mótmæla breyttu lífeyriskerfi Bændur mótmæltu í bænum Promachonas í norðurhluta Grikklands í gær, nálægt landamærum Búlgaríu. Þeir stilltu traktorum sínum upp í langar raðir við tollafgreiðslu á landamærunum en þeir mótmæla breytingum á lífeyriskerfinu og hyggjast halda áfram að mótmæla. Búast má við löngum röðum traktora við helstu gatnamót á þessu svæði næstu daga. Fréttablaðið/EPa 7% 9% 6% 6% 5% 2% 0% 4% 3% 9% 5% 0% 3% 4% 3% Hádegismatur 2015 Hádegismatur 2016 Ísafjarðarbær Garðabær Vestmannaeyjar Fljótsdalshérað Kópavogskaupstaður Seltjarnarneskaupstaður Hafnarfjarðarkaupstaður akureyrarkaupstaður Fjarðabyggð Sveitarfélagið Skagafjörður Mosfellsbær reykjanesbær Sveitarfélagið Árborg reykjavíkurborg akraneskaupstaður 450kr. 428kr. 433kr. 425kr. 420kr. 420kr. 427kr. 411kr. 413kr. 359kr. 338kr. 350kr. 330kr. 324kr. 325kr. Ísafjarðarbær Garðabær Vestmannaeyjar Fljótsdalshérað Kópavogskaupstaður Seltjarnarneskaupstaður Hafnarfjarðarkaupstaður akureyrarkaupstaður Fjarðabyggð Sveitarfélagið Skagafjörður Mosfellsbær reykjanesbær Sveitarfélagið Árborg reykjavíkurborg akraneskaupstaður 480kr. 465kr. 457kr. 450kr. 439kr. 428kr. 427kr. 427kr. 426kr. 391kr. 355kr. 350kr. 341kr. 338kr. 335kr. breyting milli ára ✿ skólafæðið hækkar í verði Þetta kosta skólamáltíðir á landinu samfélag Sveitarfélagið Skagafjörður er með lægsta verðið á skóladagvistun með hressingu og hádegismat, eða 22.953 krónur á mánuði. Hæsta verðið er hjá Garðabæ, 35.745 kr./mán., en það er 12.792 kr. verðmunur á mán- uði eða 56%. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breyt- ingar á gjaldskrám fyrir skóladagvistun ásamt hressingu og hádegismat fyrir yngstu nemendur grunnskólanna hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum lands- ins. Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda, sem leggjast ofan á gjöldin sem innheimt eru jafnvel í tvennu lagi. Einnig er oft í boði ávaxtastund og mjólkuráskrift á skólatíma sem er heldur ekki tekin með í samanburðinum. Í könnuninni kemur fram að þrettán sveitarfélög af þeim fimmtán sem skoðuð voru hafa hækkað gjald- skrána fyrir hádegismat milli ára. Þá hafa tólf sveitarfélög af þeim fimmtán sem eru til skoðunar hækkað hjá sér gjaldskrána fyrir skóladagvistun með hressingu á milli ára. Mjög misjafnt er hvað foreldrar þurfa að greiða fyrir hádegismatinn, en munurinn er allt að 43% á milli sveitarfélaganna. Hæsta gjaldið er hjá Ísafjarðarbæ en þar kostar máltíðin 480 kr. en lægsta gjaldið er 335 kr. hjá Akraneskaupstað sem er 145 kr. verð- munur. Lægsta mánaðargjaldið fyrir skóla- dagvistun er í Vestmannaeyjum á 14.165 kr. Hæst er gjaldið 25.980 kr. hjá Garðabæ. Verðmunurinn er 11.815 kr. eða 83%. – kbg Hressing hækkar í verði Fréttablaðið/inGo 9,4% er hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá fyrra ári. EvRópa Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins mun líklega leggja til að gagngerar breytingar verði gerðar á hinni svokölluðu Dyflinnarreglugerð. Nú er í gildi sú regla að flóttamaður skuli sækja um hæli í því Schengen-ríki sem hann kemur fyrst til og talið er að sú regla verði fyrst felld úr gildi. Á síðasta ári gekk illa að fram- fylgja ákvæðum reglugerðarinnar og þar að auki hættu Þjóðverjar að beita henni í ákveðnum tilvikum. Mikill meirihluti flóttamanna, eða um milljón manns, hefur komið til Evrópu í gegnum Grikkland og Ítalíu og hafa ýmis vandamál skapast vegna þess. Dyflinnar- reglugerðin var ekki hönnuð með slíkan fjölda hælisleitenda í huga. – þv Vilja breyta Dyflinnar- reglugerð Dyflinnarreglugerðin var ekki hönnuð með svo mikinn fjölda hælisleitenda í huga. norDiCPHotoS/aFP sem nú spili inn í sé aukning kaup- máttar og hærri laun. „Þetta er með mestu aukningu kaupmáttar sem við höfum séð í langan tíma,“ segir hann. Horfa þurfi aftur til áranna 1997 og 1998 til að sjá viðlíka aukn- ingu. „Og það hefur náttúrlega áhrif á fasteignamarkaðinn. Að jafnaði hafa Íslendingar eytt um það bil einum fimmta af tekjum sínum í húsnæði.“ Að auki hafi áhrif að núna séu stórir árgangar að detta inn á þrí- tugsaldurinn, sem hafi áhrif á eftirspurnina. „Þessir tveir þættir, hækkun launa og aukin eftirspurn, setja töluverðan þrýsting á fast- eignamarkaðinn.“ Við bætist svo að töluverðum fjölda íbúða hafi verið kippt út af fasteigna- og leigumarkaði vegna Airbnb og svo hafi byggingariðn- aður verið mun seinni í gang en búist hafi verið við. „Hann datt alveg niður og við misstum allt of mikið af fólki og tækjum úr landi á sínum tíma. Það vantar bara verktakafyrirtæki.“ Þá bætist aukinn launakostnaður líka við hækkandi byggingarkostnað, sem einnig setji þrýsting á verð. olikr@frettabladid.is 2 1 . j a n ú a R 2 0 1 6 f I m m T U D a g U R6 f R é T T I R ∙ f R é T T a B l a ð I ð 2 0 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 9 -6 7 5 0 1 8 3 9 -6 6 1 4 1 8 3 9 -6 4 D 8 1 8 3 9 -6 3 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.