Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Síða 13

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Síða 13
EFNAHAGSMÁL 1954 betri en ársins á undan og má rekja það til lækkunar á verðlagi innfluttrar vöru, þar sem verðlag á útfluttri vöru stóð svo til i stað milli ára, eins og sjá má af töflu 14. Rekja má nokk- urn hluta lækkunarinnar til lægra heimsmark- aðsverðs á dieselolíu, lægra sementsverðs, hag- stæðari farmgjalda (erlendra skipa), en farm- gjöld eru reiknuö með i verði innflutningsins, eins og áður er getið. Skal nú gerð nánari sundurliðun á útflutn- ingi og innflutningi og sýnd skipting utan- ríkisverzlunarinnar eftir löndum og greiðslu- svæðum. 10. Útflutningur, magn og verð Útflutningurinn 1954 varð um 846 m. kr. og er það tæp 20% aukning frá 1953. Þar sem birgðir útflutningsvöru lækkuðu aðeins litillega á árinu (um 5.2 m. kr.) er ljóst, að þessi mikli útflutningur stafar af stórauknum afköstum út- flutningsatvinnuveganna. Fiskaflinn var, sem að framan segir, mjög mikill og ef borið er saman við 1953, meira unninn og þannig meiri verðmæti. Skipting útflutningsins eftir afurð- um er sýnd í eftirfarandi töflu. Tafla 15. Magn og verð útflntnings 1953 og Magn — 1000 tonn Vörutegundir 1953 1954 Breyting 1. Saltfiskur 39.3 38.4 -í- 0.9 2. Skreið 6.5 12.9 + 6.4 3. ísfiskur 8.2 10.6 + 2.4 4. Freðfiskur 37.0 51.7 + 14.7 5. Lýsi alls konar .... 20.3 20.9 + 0.6 6. Síldar-, fiski- og hval- mjöl 22.8 31.6 + 8.8 7. Síld, söltuð og freðin 24.1 17.4 -f- 6.7 8. Aðrar sjávarafurðir 4.7 5.3 + 0.6 9. Landbúnaðarafurðir 0.5 0.5 — 10. Aðrar vörur 5.0 4.9 -T- 0.1 Samtals 168.4 194.2 + 25.8 Verð 1 milljónum króna Vörutegundir 1953 1954 Breyting 1. Saltfiskur 165.1 157.9 -i- 7.2 2. Skreið 64.7 124.7 + 60.0 3. ísfiskur 8.8 13.4 + 4.6 4. Freðfiskur 210.3 295.3 + 85.0 5. Lýsi alls konar .... 69.9 72.2 + 2.3 6. Síldar-, fiski- og hval- mjöl 51.0 75.0 + 24.0 Verð í milljónum króna Vörutegundir 1953 1954 Breyting 7. Síld, söltuð og freðin 83.3 58.3 -i- 25.0 8. Aðrar sjávarafurðir 15.8 17.4 + 1.6 9. Landbúnaðarafurðir 25.3 18.4 -T- 6.9 10. Aðrar vörur 12.1 13.3 + 1-2 Samtals 706.3 845.9 + 139.6 Fiskur og fiskafurðir hafa verið um 95% af verðmæti útflutningsins 1953 og um 96% 1954. Freðfiskurinn er langþýðingarmestur að verð- mæti til. Var þessi eina útflutningsvara tæp 30% af útflutningnum 1953 og um 35% 1954. Saltfiskútflutningurinn var tiltölulega þýðing- arminni 1954 en árið á undan, en hins vegar jókst útflutningur skreiðar. Þessar tvær afurðir samanlagðar hafa bæði árin verið um það bil þriðjungur útflutningsverðmætisins. 11. Skipting útflutnings eftir löndum Útflutningur var mestur til Bandaríkjanna og Sovétríkjanna 1954, svo sem verið hafði árið á undan. Jókst útflutningurinn til Bandarikj- anna um 36 m. kr. á árinu, en náði þó ekki að vera jafnhár og 1952, en það ár fluttum við þangað út fyrir 158 m. kr. Útflutningurinn til Sovétríkjanna, sem var 89 m. kr. 1953, jókst um 39 m. kr. 1954, en við það land voru engin viðskipti 1952. Bretland er enn þriðja i röð- inni, þótt viðskipti við það hafi farið minnk- andi frá 1952, en Finnland, sem var fjórða i röðinni 1953, var i niunda sæti 1954, enda var samdráttur í útflutningi þangað um 27 m. kr. Aðalorsök þessa samdráttar var, að vegna lé- legrar sildarvertíðar var ekki unnt að selja Finnum það magn af sildarafurðum, sem um hafði verið samið. Tafla 16 sýnir verðmæti útflutningsins til helztu viðskiptalandanna. Löndunum er raðað eftir hlutdeild þeirra í utanrikisverzlun vorri árið 1954. Tafla 16. Útflutningur til nokkurra landa 1953 og 195'f i milljónum króna Útflutningu ir alls Breyting 1953 1954 1953—1954 1. Bandaríkin .. ... 108 144 + 36 2. Sovétríkin ... .. . 89 128 + 39 3. Bretland 74 79 + 5 4. Ítalía 31 60 + 29 11

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.