Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Side 15
EFNAHAGSMÁL 1954
Tafla 18. Innfluttar rekstrarvörur eftir vörudeildum i milljónum króna 1953 og 1954
Vörudeildir 1953 1954
08 Skepnufóður 6.4 7.2
27 Jarðefni, óunnin, o. fl. (aðallega salt) 12.5 13.7
29 Hrávörur úr dýra- og jurtaríkinu, ót. a 5.0 5.1
31 Eldsneyti, smurningsolíur og skyld efni 178.0 151.5
51 Efni og efnasambönd 5.7 6.1
53 Sútunar-, litunar- og málunarefni 5.6 6.5
56 Tilbúinn áburður 23.6 22.9
59 Sprengiefni og ýmsar efnivörur 8.8 7.7
62 Kátsjúkvörur, ót. a 15.1 16.8
63 Trjá- og korkvörur (nema húsgögn) 21.2 21.8
64 Pappir, pappi og vörur úr því 26.4 30.8
Samtals 308.3 290.1
% af heildarinnflutningi 29 % 26 %
Tafla 19. Innfluttar vörur til framkvæmda
eftir vörudeildum 1953 og 1954
í milljónum króna
Vörudeildir 1953 1954
24 Trjáviður og kork 48.0 53.6
66 Vörur úr ómálmkenndum jarðefnum 37.7 38.8
68 Ódýrir málmar 47.2 56.4
69 Málmvörur 50.6 55.2
71 Vélar aðrar en rafmagns- vélar 82.8 83.0
72 Rafmagnsvélar og áhöld 68.8 56.7
73 Flutningatæki 61.3 108.7
(þar af skip) (26.1) (45.1)
81 Tilhöggvin hús, hrein- lætis-, hitunar- og ljósa- útbúnaður 7.9 10.5
Samtals 404.3 462.9
% af heildarinnflutningi 38 % 41 %
Tafla 19 sýnir, afS innflutningur af vörum til
framkvæmda jókst um 58.6 m. kr. 1954 og að
hlutdeild þessa innflutnings jókst úr 38% af
heildarinnflutningnum 1953 i 41% 1954. Mest
hefur aukningin orðið i innflutningi á flutn-
ingatækjum eða 47.4 m. kr., en þar af eru 19
m. kr. aukinn innflutningur skipa.
13. Skipting innflutnings eftir löndum
Tafla 20 sýnir hvernig innflutningurinn
skiptist á helztu viðskiptalöndin. Af töflunni
sést, að þau þrjú lönd, sem við flytjum mest
út til, Bandaríkin, Sovétríkin og Bretland, eru
einnig helztu innkaupalöndin og i sömu röð.
Innflutningur frá Bandarikjunum minnkaði
á árinu 1954 um 66 m. kr., enda hafði inn-
flutningur þaðan verið mjög hár á árinu 1953
vegna innkaupa til stórframkvæmdanna. Mjög
er áberandi hið mikla stökk i innflutningi frá
Sovétríkjunum um 106 m. kr. vegna hinna
miklu jafnvirðisviðskipta við þau 1954. Hvað
öðrum viðskiptalöndum viðvíkur sést, að inn-
kaup frá Bretlandi, sem enn eru mikil, hafa
staðið i stað, en innkaup frá Vestur-Þýzka-
landi, Finnlandi og Svíþjóð farið áberandi i
vöxt.
Tafla 20. Innflutningur frá nokkrum löndum
1953 og 1954
í milljónum króna
Innflutningur alls Breytlng
1953 1954 1953 —1954
1. Bandaríkin .... . 295 229 -i- 66
2. Sovétríkin . 26 132 + 106
3. Bretland . 128 129 + 1
4. V.-Þýzkaland .. . 68 93 + 25
5. Finnland 56 84 + 28
6. Danmörk . 80 71 9
7. Svíþjóð 29 58 + 29
8. Spánn 44 48 + 4
9. Holland . 35 35 —
10. Tékkóslóvakia . 24 31 + 7
11. Brazilia . 23 28 + 5
12. Belgía 24 25 4” 1
13