Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Síða 25

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Síða 25
ÍSLENZK HAGFRÆÐI í formála að bindinu segir m. a. um ritgerð Skúla: „Hefir rithöfundurinn valið þann veg ..., að setja fyrir sjónir með reikningum kosti og galla bjargræðisveganna til sjós og lands, bæði hvers um sig og i tilliti hvers til annars, og lika á við hina útlendu kaupverzlun. Sjálfsagt er, að álita má þess konar hluti frá mörgum sjónarmiðum og með mörgum hætti, að eins misjafnt verð, sem þar i tekið verður fyrir grunnstæðu, kann jafnvel að valda mjög ólik- um ályktunum. Þess vegna er auðráðið, að með því reikningar þessir eru hinir fyrstu i sinni veru yfir ásigkomulag og samjöfnuð bjargræðismeðalanna á íslandi, sem gefnir hafa verið í allsherjar ljós, þá kunna þeir að miklu betraðir verða, einkum til hagnýtingar á sér- legum stöðum. En þó eru menn fulltrúa um, séu þeir réttilega brúkaðir, kunna þeir samt að leiða til margra nytsamlegra ihugana fyrir þau íslenzku bústjórnarefni. í hlutfalli, svo margföldu og snillilega samanhnýttu, sem bjargræðisvegirnir eru nú í almennu samlifi, þá er eigi litilvægt fyrir sérhvern liúsbónda að vera viss um, hversu varið sé kosti hans, eins i búskapnum heima, sem í verzlun og skiptum við aðra útífrá; hvað hann aldrei fær orðið, nema fyrir réttan og nákvæman reikning.“ Skúli ritaði síðar ýmsar viðbætur við Sveita bóndann, sem og aðrar ritgerðir um skyld efni. Ritgerð Hannesar Finnssonar um mann- fækkun af hallærum Tólf árum síðar eða 1796 birtist í fjórtánda bindi Lærdómslistafélagsritanna stórmerk rit- gerð eftir Hannes biskup Finnsson: Um mann- fækkun af hallærum á íslandi. Er þar rakin hallærasaga íslands frá bvggingu landsins og fram til 1793. Er hvort tveggja rætt: orsakir hallæranna og afleiðingar þeirra, og margvis- legur fróðleikur um hagsögu landsins ofinn þar saman við. Tilgangur biskups með samn- ingu ritgerðarinnar hefur án efa ekki verið sá einn að fræða landsmenn um þær hörm- ungar, sem þjóðin hefði orðið að þola, heldur miklu fremur að efla trú þeirra á landið og gæði þess, að telja í þá kjark, þótt stundum blási í móti, að hvetja þá til dugnaðar og dáða, enda væri land þeirra sizt ógjöfulla en önnur lönd. En full þörf var slikrar uppörvunar á síðustu áratugum 18. aldar. í upphafi 2. kafla ritgerðarinnar segir Hannes Finnsson: „Að á íslandi hafi hungur og liallæri oft að höndum borið, þarf eigi kynlegt að þykja, þar sem mörg betri lönd hefir einatt sama hent, þótt sýnast mætti, að þeirra milda loft, frjó- semi, ríkidæmi og hæga kauphöndlun mundi varna við því. En þó ísland sé hallærasamt, þá er það samt eigi óbyggjandi; þau góðu árin eru miklu fleiri en þau hörðu; líka og þó á vorri tið hafa áfallið stórharðindi, þá hafa forfeður vorir, hverja oss er tamt að prísa miklu sælli en vér erum, haft engu minni né færri harðæri að reyna; hefir landið þó þess á milli oftast náð sér aftur, fætt sin börn og framleitt margan merkismann, gott verk- færi í guðs hendi, þarft og farsælt þessa heims, en siðan fullsælt í hinum betra. Til að minnlca vil hjá þeim, sem meina, að aldrei hafi í fyrnd- inni verið svo hart sem i þeirra tíð, eður að þessara tíða harðindi séu svo stór, að landið geti aldrei komizt aftur til batnaðar; líka og til að andæpta á athugaefni handa þeim for- sjálu, nær þeir saman bera hinar fyrri og síð- ari tíðir, vil ég fátt eitt minnast á þau mark- verðustu harðæri hér á landi, og vil kalla mig eigi til ónýtis hafa varið fáum stundum, ef einhver hér af gæfi betri gaum að landsins bliðu og striðu háttsemi en hann hingað til kvnni hafa gjört.“ Niðurstaða Hannesar Finnssonar er sú, að „í þau 919 ár, sem ísland hafi verið byggt, hafi komið 90 harðindaár, af hverjum helm- ingur að vísu hafi engu mannfalli ollað; en reiknast megi, að tvisvar á öld hverri liafi markvert mannfall af hallæri orðið, sem þó oftast eður ætíð af fleiri fæddum hefur aftur náðst“. Hann tekur undir með „þeim vitru mönnum“, er „hafa það svo vel lagt fyrir allra augu, að fsland sé eigi óbyggilegt, heldur og, ef rétt sé með það farið, góðvænlegt; því að visu muni þeir, sem til annarra landa og lika íslands bændastands þekkja, verða að sanna, að i fæstum löndum Norðurálfunnar sé almúga- stand svo, að íslendingar hafi orsök að óska sér umskipta við þá, meðan þeir njóta síns frelsis, er þeir liafa, og jarðeldar og hafísar riða eigi meira slig á landinu en komið er“. 23

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.