Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Síða 28

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Síða 28
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Jón Sigurðsson orðið ökonomia með bústjórn- arfrœði. Árið 1850 birtist síðan í Nýjum félags- ritum grein eftir Gísla Brynjúlfsson. Nefndist hún Þjóðmegunarfræði. Kveður hann það heiti vera þýðingu á political economy eða öko- nomiu, og fjallar greinin um efni þeirra fræða. Hefur Gísli Brynjúlfsson liklega mvndað orðið þjóðmegunarfræði, og var það siðan lengi notað sem heiti á ökonomi. í bókaskrá Lands- bókasafnsins, sem samin var 1887 og notuð er enn í aðalatriðum, er ökonomi nefnd þjóð- megunarfræði, og sömuleiðis í rithöfundatali Jóns Borgfirðings 1884. Séra Arnljótur Ólafs- son notar einnig þetta orð. Inclriði Einarsson notaði það sömuleiðis, er hann þýddi rit eftir Maurice Block og nefndi það Ágrip af þjóð- megunarfræði. í blöðum er þetta orð og oft notað, en einnig orðið þjóðmeganfrœði. Hef ég rekizt á það orð í Fjallkonunni 1885 og í Skuld 1882, og enn fremur i Almanaki frá 1885. Árið 1909 kom út bók um þessi efni eftir Jón ólafs- son. Var hún ætluð sem kennslubók fyrir Verzl- unarskólann. Þýddi Jón þar orðið ökonomi með viðskiptafræði, en bókin hét Stafróf við- skiptafræðinnar og var sniðin eftir enskri bók. Statistík: hagfræði Á orðið hagfræði hef ég fyrst rekizt í rit- gerð eftir séra Arnljót Ólafsson í Skýrslum um landshagi á íslandi, sem út lcomu 1857. Nefnir hann ritgerðina: Um landshagsfræði íslands, efni hennar og niðurskipun. Ritgerðin hefst á þessum orðum: „Hagfræðin er skýring á högum lands og lýða, framsögð í tölum.“ Telur hann þætti hennar vera sjö: Landið, lands- menn, atvinnuvegi, viðskipti manna (kaup- skap og samgöngur), bókmenntir, stjórnskipun alla og sveitarstjórnina. Liklegast þykir mér, að séra Arnljótur hafi myndað orðið hag- fræði. En svo sem sést á efni þeirra fræða, sem liann nefndi hagfræði, var þar ekki um að ræða þá fræðigrein, sem nefnd var ökonomia á erlendum málum, heldur önnur fræði, sem kölluð voru statistik i öðrum löndum, enda er orðið hagfræði bein þýðing á orðinu statistik, en stofn þess er orðið stato, sem þýðir ástand eða hagur. Þýzka háskólastatistíkin Á 18. öld og nokkuð fram á 19. öld var stunduð við þýzka háskóla fræðigrein, sem nefnd var statistik, síðar oft kölluð þýzka há- skólastatistikin og gjarnan kennd við Göttingen. Viðaði hún að sér efni úr stjórnarfarsrétti, landafræði, sögu o. s. frv. Þar eð lítið var á þeim tímum um töluupplýsingar, var þessi fróðleikur ekki settur fram i töluskýrslum, heldur rituðu máli. Upprunalega táknaði því orðið statistík alls ekki töluupplýsingar, svo sem nú á sér stað, heldur almennan fróðleik um rikið og ástand þess, þ. e. þau fræði, sem stjórnmálamönnum var sérstök nauðsyn að kunna skil á, enda orðið statistik samstofna orðinu statista, sem þýðir stjórnmálamaður. Síðar rann saman við þýzku háskólastatistíkina fræðigrein, sem lögð hafði verið stund á í Bretlandi og verið nefnd þar pólitísk arit- metík. Var þar um að ræða töluathuganir á mannfjölda, fæðingum, manndauða o. s. frv. Þegar smám saman fór að verða meira um töluupplýsingar um ýmsa þætti þjóðarbúskap- arins, varð statistíkin að ríkis- eða þjóðhags- lýsingu, sem einkum var sett fram i tölum. Sveinn Skúlason og ríkisfræði hans Islenzkum menntamönnum á 19. öld var auð- vitað ekki siður kunnugt um þessi fræði, statistikina, en ökonomíuna. Um miðja öldina ritaði A. F. Bergsöe prófessor við Kaupmanna- hafnarháskóla bók, er liann nefndi „Den danske Stats Statistik". Var þar einn kaflinn um ísland. Þennan kafla þýddi séra Sveinn Skúlason og nefndi hann „Lýsing Íslands, kafl- ar úr rikisfræði". Kom bæklingurinn út 1853. í inngangi lýsir liann hlutverki þeirrar fræði- greinar, sem hann nefnir rikisvisindi, og segir: „Ríkisvísindin eru þau visindi, sem skýra frá eðli, ásigkomulagi og tilgangi rikis- ins, sýna hvað útheimtist til þess að ná þess- um tilgangi og kenna mönnum, hvernig honum verði bezt náð.“ Segir hann siðan, að öll rikis- vísindi skiptist i fjórar greinar: 1) Ríkisvisi (statsphilsopliie). 2) Stjórnvisi (politik). 3) Rikisfræði eða ríkislýsingu (stat- istik) og 4) Stjórnarsögu (statshistorie). Enn fremur segir hann, að rikisfræðin, þ. e. statist- íkin, ætti eiginlega að heita ríkishagsfræði, en það nafn sé þó of langt og óþjált. Orðið ríkis- hagsfræði gæti þannig verið fyrirrennari orðs- ins hagfræði, en á það má lika minna, að orðin landshagir og landshagsskýrslur höfðu áður verið notuð. í eins konar inngangi segir séra 26

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.