Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 33

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 33
Skýrslur og spár um þróun íslenzks landbúnaðar áratuginn 1951—1960 Inngangur Tíu ára landbúnaðaráætlunin Á vegum Stéttarsambands bænda var árið 1950 gerð víðtæk áætlun um framkvæmdir í þágu landbúnaðarins áratuginn 1951—1960. Áætlunin var sett fram sem stefnumið samtak- anna, en var í rauninni mat á þvi, hvað bænd- ur myndu framkvæma á timabilinu við þær aðstæður, er gert var ráð fyrir og um leið eins konar áskorun til stofnana hins opinbera, er fjárfeslingar-, innflutnings- og lánsfjármál höfðu með höndum, að stuðla eftir megni að framkvæmd áætlunarinnar. Tíu ára landbúnaðaráætlunin, eins og hún hefur verið nefnd, hefur siðan verið höfð til hliðsjónar, er fjárfestingarmál landbúnaðarins hafa verið á döfinni. Áætlunin hefur verið út- færð nánar fyrir hin einstöku ár og endur- skoðuð frá ári til árs. Enn fremur hefur verið farið inn á það að gera áætlanir um fram- leiðsluna. Fjárhagsráð annaðist verkið, meðan þess naut við, en síðan hefur Framkvæmda- banki íslands haft það með höndum, enda hefur þetta verk verið gert í beinu sambandi við erlendar lántökur til landbúnaðarfram- kvæmda, er bankinn hefur annazt. Val stefnumiða í atvinnumálum Þegar gera skal áætlanir eða spár um þróun heilla atvinnuvega eða atvinnugreina fram í tímann, kemur til álita, út frá hvaða sjónar- miði stefnumarkið slculi valið. Markmið alls atvinnurekstrar er tviþætt, að uppfylla ákveðn- ar þarfir, er koma fram sem eftirspurn á markaðnum, og að skapa þátttakendum rekstr- arins tekjur til uppfyllingar sinna þarfa. Val raunhæfra stefnumiða i atvinnumálum hlýtur því að byggjast á athugun á markaðshorfum og því verði, er markaðurinn muni skila fyrir framboðið magn þeirrar framleiðslu, er athug- unin beinist að, þvi að þetta tvennt ræður mestu um hinn þjóðhagslega afrakstur. Með samanburði væntanlegs markaðsverðs við vænt- anlegt kostnaðarverð og með samanburði við afralcstur annarra atvinnuvega fæst vísbending um þjóðhagslegt mikilvægi framleiðslugreinar- innar, en það hlýtur að ráða mestu um, hvaða stefnumið er valið. Slik athugun á framliðarhorfum íslenzks landbúnaðar er miklum vandkvæðum bundin. Almennt er viðurkennt, að hlutverk landbún- aðarins sé að minnsta kosti það að fullnægja þörfum landsbúa fyrir búfjárafurðir og garð- ávexti. Sé farið fram úr þvi marki er stefnt út í allmikla óvissu. Markaðurinn erlendis er enn lítt kannaður, og erfitt er að segja fyrir um framleiðslukostnað landbúnaðarframleiðsl- unnar, þegar vélbúnaður búanna hefur full- komnast, búin eru fullsetin búpeningi og rækt- að land hefur náð þeirri stærð, að fullri tækni og hagnýtustu vinnubrögðum verður við kom- ið. En þessi hlið málsins mun tæplega skýrast fyrr en eftir 2—3 ár. Fleiri sjónarmið en viðmiðun við rekstrar- hagkvæmni koma til álita við val stefnumiða í atvinnumálum. Slílc sjónarmið ber oft mjög hátt í almennum umræðum, og þá stundum á kostnað skynsamlegrar viðmiðunar við rekstr- arhagkvæmni eða framleiðni. Þannig eru þau rök stundum talin nægileg, að þessi eða hin atvinnugreinin skapi atvinnu, afli gjaldeyris eða spari gjaldeyri. Allar atvinnugreinar eru hver með sínum hætti atvinnuskapandi og gjaldeyrisaflandi eða -sparandi. Hitt skiptir höfuðmáli, hversu mikið sú samstæða af vinnu- afli og fjármagni, er þjóðin hefur til ráðstöf- unar á hverjum tíma, framleiðir af hreinu verðmæti. Þá eru og önnur sjónarmið, er hafa í sér raunhæfari kjarna, svo sem tillit til fjölbreytni atvinnuveganna, sjálfsbjargar þjóðarinnar á 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.