Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 34

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 34
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM neyðartimum og jafnvægis i byggð landsins. Þeim, er byggja sveitir landsins og smájiorp, er andspyrnan gegn eyðingu byggðarinnar ekk- ert hégómamál. Fólksfækkun í byggðarlaginu, óhagstæð aldursskipting og eyðing jarða veld- ur slíkri röskun i verklegum og félagslegum efnum, að blómlegar sveitir geta af þeim sök- um orðið torbyggilegar þeim, er eftir búa. Hér er komið að grunnvandamáli landbún- aðarins í tækniþróuðum löndum. Meðal at- vinnulega frumstæðra þjóða fer mestur hluti starfsorkunnar í að fullnægja fæðuþörfinni. Meðan svo er ástatt fara auknar rauntekjur að mestu til aukinnar neyzlu matvæla. En eftir að stigi bjargálna er náð, hefur matvælafram- leiðslan nokkra sérstöðu í frekari þróun at- vinnulifsins. Með auknum rauntekjum heldur neyzla matvæla áfram að aukast og beinast meir að hinum dýrari matvælategundum. En aðrar þarfir fara vaxandi og nýjar myndast, jjannig að stöðugt fer fram nokkur hlutfalla- breyting á flokkasamsetningu neyzlunnar og neyzlugæðaframleiðslunnar. Þar að auki fylgir jafnan í kjölfar sömu þróunar aukið umfang fjárfestingar og framleiðslu fjárfestingarvara og aukin opinber starfsemi. Hlutfallsleg þýð- ing matvælaframleiðslunnar fer því hægt minnkandi, en hið raunverulega magn, er markaðurinn fær við tekið, fer eftir þeirri neyzluaukningu á mann, er hækkaðar raun- tekjur hafa í för með sér, og breytingum á fólksfjölda. Lítum nú á málið frá framleiðsluhliðinni og athugum hvernig og hvaða breytingar verða á þeim fólksfjölda, sem stundar framleiðslu þess matvælamagns, er markaðurinn tekur við. Yfir- gnæfandi hluti matvælaframleiðslunnar er af landbúnaði. Sé höfð í huga öll breyting at- vinnuhátta og fólksfjölda í sveitunum, má telja, að þróunin sé þriþætt: 1. Til skamms tima hefur verið stundaður margs konar heimilisiðnaður í sveitunum ó- háður matvælaframleiðslunni. Þessi störf hafa flutz.t i bæi og borgir og orðið þar að sjálf- stæðum starfsgreinum iðnaðar og iðju. 2. Hluti af þeirri starfsemi, er hefur mat- vælaframleiðslu að takmarki á hinum endan- lega neyzlugæðamarkaði, klofnar út úr land- búnaðinum og verður að framleiðslu rekstrar- efna og fjárfestingarvara fyrir landbúnaðinn. Ennfremur flytzt mestöll úrvinnsla matvæl- anna i vinnslustöðvar, sem staðsettar eru i bæjum. 3. Sú framleiðsla, sem eftir verður í sveit- um og er því sem næst hrein búvörufram- leiðsla, er rekin með auknum afköstum miðað við framleiðslu hreins verðmætis á mann, sök- um aukinnar tækni og bættrar rekstraraðstöðu á öllum sviðum. En með framleiðslu hreins verðmætis er átt við framleiðsluverðmætið að frádregnu verðmæti allra rekstrarvara frá öðr- um atvinnugreinum og afskriftum fjármuna i rekstrinum. Sé miðað við atvinnulíf án utanrikisverzl- unar, eins og í framanrituðu, verður niður- staðan stórfelld hlutfallsleg fólksfækkun í sveit- um. Hvort um raunverulega fólksfækkun í töl- um talið verður að ræða, fer eftir styrkleika þeirra afla, er þar takast á: fólksfjölgun og neyzluaukning á mann annars vegar, en hins vegar hin jiriþætta þróun til fækkunar miðað við framleiðslumagn búvara. Hér hefur aðeins verið rakið hið rökræna samhengi þróunar- innar, en hvernig tölurnar líta út i slíku dæmi fer eftir skilyrðum hvers lands, og er marg- slungið mál. í raunveruleikanum er að jafnaði til með- ferðar einstakt land i meiri eða minni við- skiptatengslum við umheiminn. Kemur þá mat- vælaframleiðslan til greina sem útflutningsat- vinnugrein eftir lögmáli hlutfallslegrar hag- kvæmni. Nái hagkvæmni hennar því marki, að matvæli séu flutt úr landi, er hún að sama skapi óháð hinum innlendu markaðsöflum. Hér á íslandi er sjávarútvegurinn ofan á í þeim leik. Með nægilega aukinni rekstrarhag- kvæmni gæti landbúnaðurinn skipað sér þar við hlið. Til sérstakra islenzkra skilyrða heyrir það og, að fiskneyzla skiptir hér miklu máli. En með bættum efnahag þjóðarinnar mun neyzla kjöts, eggja og skyldra afurða aukast allveru- lega á kostnað fiskneyzlunnar. Þróun íslenzks landbúnaðar hefur verið á þá leið, að stórfelld fólksfækkun hefur orðið til sveita og enn meiri lilutfallsleg fækkun. Eins og fyrr er vikið að, veldur eyðing jarða eigna- tjóni og erfiðleikum, bæði þeim, er bregða búi, og einnig þeim, er eftir sitja. Óvissan um fram- tíðina hlýtur að vera alvarlegur hemill á fram- fara- og framkvæmdaviðleitni í þeim sveitum, er helzt verða fyrir barðinu á fækkuninni. Sá 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.