Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Síða 10

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Síða 10
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM áherzla á hið almenna og sveigjanlega eðli áætlana. Orðið „strategi" er oft notað til að lýsa því eðli. Það er því ljóst, að munurinn á áhrifum áætlana utan og innan valdsviðs ríkisins er alls ekki eins mikill og í fljótu bragði gæti virzt. Ahrifin eru á báðum sviðunum miklu frekar óbein heldur en bein, og þau stafa ekki síður frá sjálfri áætlunargerðinni en frá hinni tilbúnu áætlun. Verulegur mismunur er hins vegar fólginn í tvennu. I fyrsta lagi er fjöldi eininganna innan valdsviðs ríkisins minni en fjöldi eininganna utan þess. Það er því tiltölu- lega auðvelt að halda uppi nánu sambandi á milli þessara eininga og þess aðila, sem um heildaráætlunina sér. í öðru lagi eru eining- arnar innan ríkisgeirans háðar fjárveitingu frá ríkinu. Þannig ræður ríkið yfir miklu sterkara tæki til áhrifa á einingar innan ríkisgeirans en utan hans. Samræming á milli áætlunargerðar og fjárlagaundirbúnings skiptir því höfuðmáli. A slíka samræmingu er nú lögð vaxandi áherzla í þeim vestrænu löndum, sem við áætlunargerð fást. A hinn bóginn er hvergi litið svo á, að aðrar áætlanir en árlegar fjár- lagaáætlanir bindi fjárveitingavaldið. Athugun á samhenginu á milli áætlunar og framkvæmdar leiðir þannig til þeirrar niður- stöðu, að þetta samhengi sé fyrst og fremst óbeint og í rauninni mjög óákveðið. Yms- ir kynnu af þessu að vilja draga þá álykt- un, að nauðsynlegt sé að styrkja þetta sam- hengi og gera það beinna og ákveðnara, ef verulegur árangur ætti að nást af áætlunar- gerð. Að hinu leytinu má halda því fram, að það sé einmitt hið óbeina og lauslega sam- hengi, sem bezt henti flóknu og breytilegu þjóðfélagi nútímans, og tilraunir til að skapa beint og ákveðið samhengi væru stórlega vara- samar. Samkvæmt þessari skoðun hlýtur sam- hengið á milli áætlunar og framkvæmdar að skapast í virku starfi hverrar einingar og í lif- andi samstarfi þeirra og þess aðila, sem um heildaráætlanirnar sér. Upphaf áætlunargerðar hér á landi Það hefur verið talið, að upphaf áætlunar- gerðar hér á landi megi rekja til starfa Skipu- lagsnefndar atvinnumála á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari. Þetta er þó ekki rétt, ef sá skilningur er lagður í áætlunargerð, sem gert hefur verið í þessari grein. Brautryðjenda- starf Skipulagsnefndar atvinnumála var fólgið í rannsókn efnahagsmála og í tilraunum til þess að beita niðurstöðum þessara rannsókna við stjóm þeirra mála. Um áætlunargerð gat hins vegar ekki verið að ræða á þessum tíma, þar sem engir þjóðhagsreikningar voru til, né yfirleitt neinar þær upplýsingar um ástand og þróun efnahagsmála, er hægt væri að byggja áætlanir á. Enda hófst áætlunargerð hvergi á Vesturlöndum fyrr en að styrjöldinni lolanni. Svipuðu máli gegndi um starfsemi Nýbygg- ingarráðs, Viðskiptaráðs, Fjárhagsráðs og Inn- flutningsskrifstofunnar á árunum eftir styrjöld- ina. Þessar stofnanir fengust fyrst og fremst við beitingu innflutningshafta og fjárfestingar- eftirlits. Nýbyggingarráð stóð fyrir rannsókn- um á vissum sviðum efnahagsmála, og það gerðu hinar stofnanirnar einnig að einhverju leyti. Allar þessar stofnanir reyndu að nokkru að beita áætlunum í starfsemi sinni, þ. e. við úthlutun leyfa. Þetta gekk þó illa, ekki sízt vegna þess, að upplýsingar skorti um þjóðar- framleiðslu, fjárfestingu og neyzlu, og þar með grundvöll til þess að byggja áætlanir á og til þess að bera saman áætlun og raunverulega þróun. Af sömu ástæðum gat almenn áætlun- argerð ekki komið til greina. Á þessum árum voru einnig gerðar svokallaðar tíu-ára-áætl- anir um þróun landbúnaðar og rafvæðingar. Hér var þó heldur ekki um áætlunargerð að ræða í þeim skilningi, sem hér hefur verið lagður í það orð, þar sem þessar áætlanir voru ekki byggðar á athugunum á almennri efna- hagsþróun landsins, né samræmdar áætlunum annarra aðila. Áætlunargerð í þeim skilningi, sem lagður 8

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.